Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 5
Margt er líkt með Gróðri jarðar eftir Knut Hamsun og Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. En niðurstaðan er ólík og sveitasælan hjá ísak bónda er æði frábrugðin baslinu á Bjarti í Sumarhúsum og því líkast að niðuriagið á sögunni um Bjart sé skrifað sem andsvar við Hamsun — sagan af manninum, sem sáði í akur óvinar síns allt sitt líf, dag og nótt. Stefán Sigurkarlsson snauður og dimmur og þröngur, og að eg hafi verið undir miður hollum áhrifum meðan eg lét lokkast og trúði því, að sá heim- ur væri fagur og aðdáunarverð- ur. Mér fanst eg hafa staðið mig að því að vera í vondum félags- skap. Eg finn að það hefir verið mér nokkuð grátt gaman að dýrka þennan listfenga villi- mann, sem án afláts hendir skopi og lítur á alheiminn í ljósi háðs og fyrirlitningar, en stjórnar pennanum af dæma- fárri snild.“ „Hvorttveggja ber vott um hrörnun“ Halldór viðurkennir stílsnilld Hamsuns, en þykir hún heldur lítils verð: „En bók, sem aðeins flýtur á stílnum, er eins og þjóð, sem, hvað menningu snertir, hangir upp á siðmenningu einni saman, hvorttveggja ber vott um hrörn- un og minnir á fugl, sem hefir mist allan fiðurhaminn, að skrautfjöðrunum leyfðum." Hamsun má þó finna ýmislegt til málsbóta. Satt er að Konurn- ar við vatnspóstinn og önnur verk Hamsuns frá fyrstu árun- um eftir heimsstyrjöldina fyrri eru mörkuð bölsýni, tómhyggju og mannfyrirlitningu. Hamsun var maður af gömlum skóla, stóð á sextugu þegar stríðinu lauk, maður gamals heims, sem honum fannst vera á undan- haldi undan peningatrú, stríðs- mennsku, múgræði og öðrum óþrifum sem þessi gamli aristó- kratíski andi gat ekki fellt sig við. Pólitískt séð hættir Ham- sun að vera í takt við tímann eftir fyrra stríðið, í ljósi þess er hægt að öðlast fyllri skilning á ýmsum afglöpum hans í síðara stríðinu. En látum Torkild Han- sen um slíka sálma. Altént er það ekki af mannvonsku einni saman að Hamsun lýsir mann- legri niðurlægingu og eymd af slíkri nákvæmni í Konurnar við vatnspóstinn. Þegar Halldór hefur gert upp sakirnar við stílinn snýr hann sér að hugleiðingum um „hina andlegu og siðferðilegu hlið bók- arinnar". Hann talar um „þenn- an keim af dæmafárri mannfyr- irlitningu, sem hvarvetna andar að oss gegnum persónulýsingar hans“, og sem í raun einkenni obbann af ritverkum Hamsuns: „Eða hvert gagn mun heimin- um vera að 559 blaðsíðum full- um af mannfyrirlitningu, rituð- um á þann hátt, sem ég á ljótu máli leyfi mér að nefna „artific- eraðan vulgarisma"? Auðvitað mælir ekkert á móti því að skáldað sé um olnboga- börn mannfélagsins, og jafnvel ekkert á móti því að skrifa langa sögu um gelding og skækju, sem eru hjón, eins og Hamsun gerir ... En að sjá hjá öllum lítil- mensku og lúsarhátt, ber ótví- ræðan vott um samskonar eigin- leika þess sem á horfir ... Skáld met ég ... sem menn, menn sem skáld, eftir því, hvað þeir sjá. Einn kemur auga á manngöfg- ina og fegurð lífsins, annar á lít- ilmenskuna og djöfulskapinn. Munurinn er, að sá sem mann- göfgina sér og fegurðina, sér það sem gildi hefur fyrir lífið, og starfar í ljósi þess, hinn sér dauðateygjur mannlegrar til- veru.“ „Ekki lesiö betur skrifaða bók“ Snöfurlega gagnrýnt af tví- tugu ungmenni! Halldór heldur áfram og ber Hamsun saman við Maxím Gorkí, sem einnig hafi tekið olnbogabörn mann- kynsins til umfjöllunar, en sé svo góður „að hann horfir inn í augu mannanna, hversu auð- virðilegir sem þeir virðast vera, þangað til hann hefur fengið samúð með þeim“. Margt í þessari gagnrýni Halldórs minnir óneitanlega á ýmsa meinbaugi sem samtíma- gagnrýnendur hans fundu á stórverkum hans síðar meir, ekki síst Sölku Völku og Sjálf- stæðu fólki. En ungir menn eru gjarnir á að krefjast hreinleika umfram allt, að hlutirnir séu klárir og kvittir, enda setur Halldór sér þennan listræna mælikvarða undir lok greinar- innar: „Og hvers virði er listin, ef hún er til fyrir eitthvað annað en mannlega fullkomnun?" 55 árum síðar víkur Halldór talinu aftur að Konunum við vatnspóstinn í Úngur eg var, þar segir að þrátt fyrir allt hefði hann á þeim tíma „ekki lesið betur skrifaða bók“. Ennfremur: „Enn þann dag í dag eru setn- ingar úr Konerne ved vandpost- en prentaðar í minni mitt, til- aðmunda niðurlagsorðin: Smaat og stort sker, en tand av mund- en, en mand ut av rækkerne, en spurv til jorden." En á þessum árum var Halldór, hreinleika- kröfu sinni samkvæmur, á leið í faðm kaþólskrar kirkju og lítið rúm fyrir bölsýnan Hamsun. aðist heiftarlega og læknaðist seint eða aldrei; ofurmennis- hugsjón Nietzsches átti greiða leið að þessum hatursmanni lýð- ræðis og pupuls og fylgdi honum alla tíð sem öfgafyllsta mynd- birting þess aristókratisma sem honum var eðlilegur. Nietzsche heimtar hreyfingu, tilfinningu, líf — allt frekar en stöðnun og þetta andlausa kaffiboð skyn- seminnar, lýðræðið. Honum væmir við jafnvægislist smá- borgarans. Ekki kviknuðum við af litlu sem engu til þess eins að þetta afbrigði mannskepnunnar næði yfirhöndinni? Helsti hold- gervingur Nietzscheisma í verk- um Hamsuns er Jóhann Nagel, söguhetja og miðpunktur Launhelga — hann er upp- spenntur einstaklingshyggju- maður, eirðarlaus, hvort tveggja fælist mennina og laðast að þeim, einkum þeim sem eru utangarðs og öðruvísi, getur . ekki dulið andúð sína á frjáls- lyndum stjórnmálamönnum og umbótasinnuðum rithöfundum. Hamsun lýsir honum sem „út- lendingi í tilverunni, ranghug- mynd Guðs“ (kap. 18). Sagan er einföld — Nagel setur lítið bæj- arfélag á annan endann með uppátækjum sínum eitt sumar og er síðan á braut. Vefarinn mikli, sem að flestu leyti er mun óþroskaðra verk, lýsir hins vegar vissri þróun sem á sér hliðstæðu í ævi höf- undarins. Leið hans frá tóm- hyggju og lífsangist til pápísku. Þar fær Nietzsche reyndar sínar sneiðar sem lítill spámaður við hliðina á páfanum. En í persónu Steins Elliða má líka finna hina útblásnu sjálfsvitund Nagels, andúðina á því sem er venjulegt og borgarlegt, upphafningu í ætt við Dýonísosareðli Nietzsch- es, óeirð og löngun til að storka öllu því sem siðferðilega er við- tekið. í lífsofsa sínum og óstýri- læti eiga persónur þeirra Steins og Nagels sér fleiri en eina hlið- stæðu, báðir eru þeir náskyldir þeim nútímalega villimanni sem Nietzsche átti ekki minnstan þátt í að koma á legg. Áhrifa Nietzsches gætir lítið í síðari verkum Halldórs, Hamsun átti hins vegar samfylgd með þýska spámanninum þar til yfir lauk. Snertiflöturinn er Nietzsche Hamsun og Vefarinn mikli frá Kasmír — hér er kannski ekki hægt að tala um áhrif, öllu held- ur hliðstæður. Snertiflöturinn er Nietzsche. Af öllum þjóðum voru það Norðurlandabúar sem einna fyrstir uppgötvuðu þenn- an furðulega heimspeking suðrí Evrópu. Heiðurinn af því á Georg Brandes, guðfaðir Ham- suns og margra annarra nor- ræna rithöfunda. Hamsun smit- Báðir úr norðlægum samfélögum á mörkum sjávar og sveita En hér er ástar-haturssam- band þeirra Halldórs Laxness og Knut Hamsun rétt að slíta barnskónum. Yrkisefnin sem lágu í götu þessara tveggja skálda voru ekki ósvipuð, enda báðir upprunnir úr frumstæðu Frh. á bls. 14 RÖKKURÞULA / gærkvöld sá ég mánann hátt á himni hulinn aö mestu svörtum skýjaslæðum skaflar voru í hlíðum móða á gluggum vindar fóru um dali rökkur var í hlíðum sagnir fóru um skóga klukkur hringdu í kirkjum sáluhliðin sveiflast fyrir vindi — vofur sjást á gluggum vindar næða um skóga myrkur fyllir dali loga ljós í kirkjum loga ljós í gluggum skuggar flökta um skóga skaflar eru í hlíðum sáluhliðin sveiflast fyrir vindi. HAUST VIÐ ÁNA Á höfði fjalls er hetta hvít og hlíðin græn er blóðug öll og bleikir runnar renna fram og römm er angan lyngs og grass. Skógarteigar skrýðast nú skarlatsrauðum möttli, og augu linda eru mörg ísilögð og hverja nótt við heyra megum hlátrasköll og hljóðan grát íþessum dal — aðeins niðri á eyri vaðs erum við í friðarhöfn því áin sem þar rennur rótt hún rúmar öll vor bros og tár. — ó, höldum þangað öll sem eitt og eigum fund við straumsins nið!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.