Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 10
Golgata, 1978. í bókateikningunum er hin mennska raunvera viðlíka áber- andi í forgrunni myndanna og hún er horfin og fjarlæg á landslagsmálverkunum. Skop- legur en ljóðrænn og áhrifamik- ill heimur iðandi mannlífs fyllir síður bókanna örlagaþrungnum myndum, fullkomlega stílfærð- um og táknrænum, fornlegra hátta og ótímanlegum, eins og undirbúningur og leiðrétting fyrir samtíð listamannsins í upplausn trúarskoðana hennar, siðgæðismats, virðingar- og réttarskilnings. Alls hefur hann skreytt 30 kirkjur Tilfinning Sven Havsteen- Mikkelsens fyrir helgi dönsku sveitakirkjunnar og framúr- skarandi listgildi mætti hvar- vetna óvæntum skilningi hina næstu áratugi. í myndskreyt- ingunum í Ormi og Tý og helgi- myndum og landslagsmálverk- um listamannsins komu prestar og sóknarnefndir sveitakirkj- anna auga á hina frábæru hæfi- leika hans til að takast kirkju- skreytingu á hendur. Árið 1956 útfærði Sven Hav- steen-Mikkelsen altaristöfluna í Dölby.-kirkju í Salling í olíumál- verki. Myndin sýnir atburðinn, er Kristur var tekinn ofan af krossinum. í lausn þessa vanda lagðist hvort tveggja á eitt, hæfni hans sem landslagsmál- ara og trúræns listamanns í þeirri samfellu, sem er stórbrot- 10 in og einföld í senn: til beggja hliða eru mannlausir myndfletir náttúrunnar í heppinni upp- ljómun litfyllingar rúmsins — og gullinn árdagur og roðinn aftann — en á miðfletinum ríkir óheillavænlegur rökkurblámi, sem leikur um ógreinilega mennina, er taka Krist ofan af krosstrénu. Endurunna frum- gerð þessarar altaristöflu má nú skoða í bjartri og vinalegri kirkjunni í Hörby í Vendsýslu, en myndina í Dölby, sem máluð er með tilliti til endurreisnar- stíls kirkjunnar, glóir eins og gullið, rómverskt altari í drung- anum. Þetta fyrsta verkefni hans að kirkjuskreytingu dró langan . slóða: olíumálverk, sem urðu altaristöflur, málaðar myndir á predikunarstólum og litaval á muni kirknanna og tiglaskraut- verk úr gleri, — nýlunda, sem hann gerði í samstarfi við Mog- ens Frese glerskurðarmeistara. Glertiglaskrautverkin eru bæði úr þykku, skornu gleri og stein- lími, eins og í stærstu skreyt- ingunni, sem er í Alderslyst- kirkju við Silkiborg, og í hinni hefðbundnu aðferð með þunnu gleri og blýi eins og í józku kirkjunum Gosmer, Tarm, Riss- kov og Giver. En Sven Hav • steen-Mikkelsen hefur einnig leyst af hendi kirkjuleg verkefni annars staðar, á Sjálandi og á Fjóni og á Grænlandi. Hann hefur skreytt alls 30 kirkjur, og er það afar mikill skerfur, sem listamaðurinn hafði betri að- stæður til að vinna að eftir 1972, þegar hann flutti með fjölskyldu sína frá Tásinge suður til Bregninge á Æreyju. Bilið milli hinna einstöku kirkjuskreytinga er afar breitt, bæði að því er tekur til sjálfrar handiðjunnar og listrænt skoð- að. Listaverkin hafa gagngert útheimt hvert sína meðhöndlun með tilliti til aðstæðna í hverri kirkju, i efnisvali og hlutverki bæði varðandi gerð kirkjuhúss- ins og samræmi við guðsþjón- ustuna. Hin málaða altarismynd verður að hafa eitt aðalinntak, túlkað í anda frásögu Biblíunn- ar, einfaldað og harla minnis- stætt, fallið til að hrífa hugann í leikrænni, lifandi gerð, en þó þrungið ríkri kyrrð. Glertigla- skrautið getur verið auðugt að hlutlægri skírskotun á mörkum hins óhlutbundna, svo að grein- anleg myndræn frumatriði, fiskur, kornax, konurnar við gröfina eða riddarar opinberun- arritanna verða að einni heild i hinum lituðu glerskornu hlutum gluggans ásamt hinu merking- arlausa skrauti og falla í ein- ingu litanna. Ríkuleg tækifærin krefjast öryggis í þeirri lausn viðfangsefnisins, sem valin er. Og um eitt er þó ávallt óvissa: ljósið að utan, sem tekur skjót- um eða lítt merkjanlegum breytingum, sólin, sem brýzt fram úr skýjum, regnskúrir, er skyggja rúðurnar, snæljós og dumbungur, allur hinn undrun- arlegi breytileiki danskrar veðr- áttu. Að ganga þvert á ríkjandi tíðaranda Sven Havsteen-Mikkelsen er listamaður svo mikilla sérkenna og lífsstarf hans er svo einstætt, að erfitt er að bera saman við aðra og annarra verk. Það urðu örlög hans að þurfa að gera skil listrænu áformi, sem gekk þvert á tíðarandann, hinn yfirþyrmandi framgang óhlutlægs málverks, ný-innsæ- isstefnu, ameríska popplist, upplímd verk og samsetningu ólíkrar listmótunar í eina mynd. Hin svonefnda samfélagsvanda- og félagsverulist hefur og aldrei hrifið hann, samtíðarmyndir, sem aukið mikilvægi íbúðaum- hverfis, stórbæjaumferð, hröð tækniþróun og stjórnmálaáróð- ur einkenna. Allt hans erfiði hefur stefnt að því að halda við hefð og endurnýja mynd hins liðna, þeirra lífsskilyrða, sem við eigum ekki hlutdeild í sjálf. En í þessari baráttu er hann barn síns tíma, en þó á undan sinni samtíð. Einhver hin hæsta bára, er nokkru sinni hefur risið í mannsins huga, þó aðeins und- iralda, sem þyngist enn sem komið er, hnígur að landi í áhrifasogi þeirrar eyðingar, sem ógnar jörðinni og hinu jarðn- eska lífi. Athygli ábyrgra stjórnmálamanna hefur síðla og ef til vill of seint verið vakin á mengun umhverfisins, eyðingu regnskóganna og útrýming dýrategunda, árlegri aðþreng- ingu frjósamra landbúnaðar- svæða og sprengjuógn yfir mannabyggð að ógleymdum kjarnorkuvopnabúnaðinum, sem ber vaxandi vitfirring menning- arinnar vitni. En myndlistar- menn og skáld hafa ýmist í að- vörun og sárbænandi eða í lof- gerð og tilbeiðslu mótað hug- arheim, þar sem lotningin fyrir lífinu er tjáð við hin eyðandi skilyrði 20. aldarinnar. Afturhvarf — og endurnýjun List Svens Havsteen-Mikkel- sens er að telja með annarri tjáningu þessa hugarheims og andstæðum hans milli sköpunar og eyðingar. Hann hefur sýnt oss myndir náttúrunnar í frum- gerð hennar í dráttum hins meðfædda ímyndunarafls mannsins, sem birtast í goð- sögnum og minnum sagnanna, í sýnum dauða og upprisu. í senn er hann afturhvarfs- og endur- nýjunarmaður, sem sætzt hefur við hið upprunalega vegna lífs- ins, þess lifs, sem er háð um- hyggju vorri — eða glötun. Sýningin á verkum Svens Havsteen-Mikkelsens, sem hér er sett upp fyrir almenning á Norðurlöndum, er efnislega mjög svo sérgreind vegna þess, hve alhliða listamaðurinn er. Hér ber ýmislegt fyrir augu þess, sem er ekki aðeins hrifinn af myndlist, en hefur einnig áhuga á sköpun listaverksins. Olíumálverkin, landslags- og andlitsmyndir og altaristöflur, .eru mikil að fyrirferð og eru höfuðeinkenni sýningarinnar, en hinir minni og sérgreindu hlutar hennar gefa glöggvun á einstöku efni og sérstakri með- ferð færi. Þar er að geta bása með teikningum með reyr, blýi, svartkrít og olíukrít, tréskurðar á bækur, frumdraga að frí- merkjum, alls 50, sem hann hef- ur gert ásamt syni sínum Alan Havsteen-Mikkelsen húsateikn- ara, auk uppkastsmynda að kirkjulegum verkum. Loks er að geta einstakra steinprentana, sem sýndar eru á alls 120 að- skiljanlegum blöðum. Að sjálfsögðu var þess ekki kostur að sýna altaristöflur þær og kirkjurúður, sem komið hefur verið fyrir í því umhverfi, sem þær eru gerðar fyrir. Máluð frumdrög og litskyggnur munu þó gefa sérkenni þeirra til kynna. Eitt hið stærsta verkefni, sem Sven Havsteen-Mikkelsen hefur leyst og er einstakt í norrænni list, er ekki heldur unnt að sýna. Árið 1970 var afhjúpuð í Bratta- hlið á Grænlandi lágmynd í bronzi til minningar um ból- festu Eiríks rauða Þorvaldsson- ar fyrit og um aldamótin 1000. Minnismerkið er fellt í klett og gefur þar að líta 21 mynd, bæði stórar og smáar. Bronzið er nú áfallið sem sjá má.'grænt á rauðum klettinum, þegar flogið er þar yfir til flugvallarins á Stokkanesi. Heimabörn klifra upp og ofan lágmyndina, á fugl- um, fiskum, hvölum, skipum og myndum þeirra Brattahlíðar- hjóna Eiríks rauða og Þjóðhild- ar Jörundsdóttur, sem grafin voru í fyrndinni í nánd við klett- inn. Sven Havsteen-Mikkelsen: Nokkur æviatriði 1912 Fæddur 16/9 í Argentínu, þar sem faðir hans, Johan Theodor Havsteen verkfræðingur starfaði þá. 1919 Eftir skilnað foreldranna, giftist móðirin, Ella Holm-Jensen Einari Mikkelsen, sem gekk Sven í friður stað. 1929 Hóf nám hjá silfursmiðnum Georg Jensen, einnig nám við Teknisk skole og hjá málaranum Olivia Holm Möller. 1930 Fer til Kerteminde og hlýtur leiðsögn hjá málaranum Fritz Syberg á Pilegárden. Kynnist málaranum Johannes Larsen á Möllebakke. 1931 Fyrsta sjóferð til Austur-Grænlands með Pourqoui-pas und- ir leiðsögn dr. Charcot. 1932—33 Við nám hjá Rostrub-Boyesen í Khöfn og hjá málaranum Oiuf Höst. Fór þá aftur til Grænlands með Ejnar Mikkel- • sen, sem stýrði leiðangri þangað. 1933—34 Við nám í Akademíunni í Osló, þar sem Axel Revold og Per Hrogh voru kennarar hans. Kynnist það ár eiginkonu sinni, Paraela Montgomerie á Borgundarhólmi. Sýnir í fyrsta sinn á Kunstnernes efterársudstilling í Kaupmannahöfn. 1935 í þriðja sinn til Grænlands, nú í herþjónustu. 1936—38 Býr og starfar í Kaupmannahöfn og Gudhjem. 1940 Býr í Álsgárde á Norður-Sjálandi. Er með á Corner- og Höstutstillingen. Fer að myndskreyta bækur. 1942-43 Við nám í freskó-tækni hjá Elov Risebye í dönsku Aka- demfunni. Varð virkur f andspyrnuhreyfingunni gegn Þjóð- verjum. 1946-47 Dvelst á Færeyjum og í Skotlandi. Verður félagi í Den fri udstilling. Sýnir á Royal Scottish Academy í Glasgow. 1948 Býr í Troense á Tásinge. Kynnist Martin A. Hansen. 1949-51 Kirkjuferðir með Martin A. Hansen og Ole Wivel. Byrjar á myndskreytingunum við Orm og Tyr. 1952 Fer til íslands með Martin A. Hansen og byrjar aö vinna við Rejse paa Island. 1953—54 Við athuganir á hvalveiðum í Noregi og Englandi í sam- bandi við myndskreytingu á Moby Dick. 1956 Fyrsta kirkjuverkiö í Dölby-kirkju í Salling. 1960 Sýning á Det danske bibliotek í Flensborg. 1962 Ferð til Austur-Grænlands og íslands, byrjar að vinna við Sagn og Saga fra Angmagssalik. 1967—68 Námsferðir til Noregs og íslands. 1970 Gerir minnismerki um norræna menn á Grænlandi. 1972 Býr í Öster Bregninge á Ærö. 1982-83 Yfirlitssýning á lslandi, Færeyjum og hinum Norðurlöndun- um f tilefni sjötugsafmælis.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.