Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu M h j < ■ 1 HF/LA-: 9Rot 1 HfU’UR Aut.- AMrJ í HÚSI Haf tflÐUR 5 KR- AKT ÞOÁ- SiÐJ- IR Veucií FUC.L J1 lö c JT 1 R £> i T T Ki /J A T A 33 g A; STÁV - OýR A © A PCC.ÁB ' £ "ÁF R. LC X A T u £ c U- i? ÍCCIM FXDDI iL 1 r i N 'E S m :LL 0 U L L A R - -<■: í 'o A N A f> \ 1T ífítSlAtk MllHíi B ú IeV A z HAR SJÓR srso- K 3 A £ ~F L A fvfi« i eiKii 1 N N 'O R V © i N y U Hita V ~L C o í> • V A~ N U R 'o ii ~R U ~cV L To'k J± a' M F iAfU MétfUS ÁF*TI 'o A N u Nl POKA rvilTR M A L Kcma 'a 1 H K L £ 1 © A AR A M A R VflRB- AHVI u M R A fVJA r i L L'ivr k tLÍ N ’o M 1 I & \ T © A HRþp- UM t Æ V u M 'RRIP HFí'kci A V SKyí.r JURT N A l Ð 1í)eiR: EjMSi R R A F A R tWKlí- HAf 3 R t 5 T T* / L U l FOR- FfPqR ■ T? © s'T P KxiCl TvlÉlR E lf! 5 ú T W r K T T A EkK| f A lii 5 E L J A > V ö R U S T N A B ' •< 1 B 'A y L Vo R A R A M n T ko«d A R Pi! L « 1 \ ÞuiJL- &ÚINU VoRU HÁt>IR HVEL- IÐ TIL TÓK ..Kerr- LIHÍS" ÚRE/M- 1R. ;T r - PT T hflic- ; am flULAMH HHÖrr- ? þJ m \ i |K 11 Seirfi -» g if f k/<UTAN- B LlTiHfl 3URTU '/MO'l- ÖRAS XoRTue- PV'R T O •' Asvmía LÆ.G.Ð STÁVAe- Viðbót MTó'L KA es> R S N 'l K- U R (kHIU- Nf\FN ýM 'Ft “ RLDfl KOM- RST iÁTA UND/R- 5íA í? A 'iwótt* FÉí-AÓk HÖFpUM AJor AF RHvC- KoRN RUSL- AR.A- L,V>mUR ICU/ON- Ll Fum NÁÐ- Hús HRoTnAi? K/M 1 6£ lti WoKK«{> G'dP R fl N- FUG.L MEIOAR- F/E 1 KAÐAtU HLuri AF turt ÍLLSKC'tr, L'iÐfiiNDi STUNO 'tHibTTAn PkLK<± þATdLVC- UR, LOFA HéITI ÚRiP- pe/LD- IN ÚTL IT FKMM- £ FMI Il'at- I INN H \>U- ZEiNS. Ál'/T tAWfUC- UR ImtÖö, ■ SLÆM flN Dl KRAM/N M ýTT 7*UW G.L. fieit? ElNi KLRUF- Þý R. Kv;e aJ - NAFN Dul/n/j Frum- 1 Af/ £RFI©I | SM- 5TÓR Sarinm / RUÐ- ÆF| líTARF- 1 ID A4A ©OP- Á götu tízkuhúsanna, munaðarins og glæsileikans frh. af bls. 3. 800 franka (1920 upp í 2560 ísl. kr.) metrinn. Efnin eru yfirleitt af þynnstu gerð í öllum hugsan- legum litatilbrigðum og oft ofin ekta gullþræði. Þetta er yfirleitt vefnaðarvara, sem ekki er á boðstólum í hvaða verzlun sem er. Meðal viðskiptavina „Wil- marts" eru því vandfýsnar hefð- ardömur á borð við ekkjudrottn- ingu í Jórdaníu, greifaynjuna af París og leikkonuna Sophia Lor- en, sem allar kunna að meta það, sem á boðstólum er, og láta sér hvergi bregða við sex stafa tölur á reikningunum. Dýrasti kjóla- meistari veraldar Stórmeistari kvenfatatízk- unnar, Serge Lepage, er líka vanur háum, svo ekki sé sagt hæstu, tölum. Að vísu hefur hann aðaltekjur sínar af tilbún- um fatnaði, en hann á heiðurinn af að hafa saumað dýrasta kjól, sem sögur fara af. Sú flík kost- aði einn milljarð franka (rúml. þrjá milljarða ísl. króna), og til að gera kjólinn frambærilegan þurfti 625 karöt af gimsteinum, sem meistarinn kom haganlega fyrir á mikilvægustu stöðum. Kjóllinn var seldur til Arabíu. Meistari Lepage verðleggur sköpunarverk sín á þetta 22.000 upp í 53.000 franka (frá 70 upp í 16 170 þúsund ísl. kr.) og heldur tízkusýningar reglulega tvisvar í viku, á miðvikudögum og fimmtudögum, í salarkynnum sínum í Rue Duphot 15, en það er hliðargata frá Rue Saint- Honoré. Serge Lepage er þekkt- ur fyrir furðulegustu hugdettur; þannig hugkvæmdist honum eitt sinn að senda sýningarstúlkur sínar og tízkukjóla með fyrstu þotunni, sem leyft var að fljúga áætlunarflug milli Parísar og Beirút, eftir að gert hafði verið eitt af mörgum vopnahléum milli hinna stríðandi aðila í Líb- anon. Á vinnuborði Monsieur Le- page lágu nokkur arabísk kvennablöð og tízkurit með auglýsingum um tízkukjóla hans. Þegar minnzt er á þetta við hann, ypptir hann aðeins öxlum og segir: „Án mjög auð- ugra kvenna væri einfaldlega engin „hauti couture" til lengur. „Louvre des antiquaires“ Við gatnamótin á Rue Duphot og Rue Saint-Honoré tekur þessi frægasta lúxus-verzlunargata Parísar brátt enda; maður stendur að lokum í skugga Louvre-safnsins við fjögurra hæða nýlegt verzlunarhús, sem hýsir hvorki meira né minna en 250 forngripasala: „Louvre des antiquaires". Framboðið á alls konar forngripum er alveg ótrúlegt, og ef maður hefur ekki hugsað sér að dvelja þarna dag- legt við að líta á hvers konar muni og tól frá dögum forfeðra okkar, þá er eins gott að velja sér strax þrjár til fjórar af öll- um þessum smábúðum til nán- ari skoðunar. Við lentum af til- viljun inni í einni af þessum búðum uppi á annarri hæð, og vorum allt í einu farin að dást að stórum postulínspotti, sem stóð þar í einu horninu. Mon- sieur Boulier de Kergoat, eig- andi þessa gamla munar, sagði okkur frá því, hvernig þetta ílát hefði borizt til Parísar: Marie Antoinette lét gera þennan postulínspott, ásamt þremur öðrum mjólkurpottum af sömu gerð, hjá hinni frægu postulíns- verksmiðju í Sévres, af því að hún vildi láta byggja lítinn bóndabæ í Versailles. Það var orðin tízka í þá daga að hafa eitt eða fleiri gripahús og örlítinn búskap rétt í námunda við hinar dýrðlegu skrauthallir háaðals- ins. Eins og gefur að skilja mátti ekki mjólka hinar kon- unglegu kýr í venjulegar mjólk- urfötur eins og hjá ótíndum bændum. Heldur þurfti sérstak- ar postulínsfötur til þess að veita dropunum viðtöku. Þessi hávirðulegi sveitabúskapur drottningarinnar var annars hugsaður til að draga úr óhóf- legum kostnaði við daglegan rekstur glæsihallarinnar í Versailles. Hvort það reikn- ingshald sýndi beinlínis hagnað, er heldur vafasamt. En hitt er víst, að postulínspottur Marie Antoinette drottningar, sem notaður var í Versala-fjósinu, er farinn að skila verulegum hagn- aði, því hann fæst nú keyptur fyrir 350.000 franka (rúml. 1,1 milljón ísl. kr.). Vissara að tala frönsku í Frakklandi Venjulegur ferðalangur kikn- ar í hnjáliðunum við að heyra svona himinhátt verð fyrir ger- semið frá Sévres, og maður snýr sér fremur að einhverju öðru og viðráðanlegra. Búðarrápi okkar lauk með því, að við keyptum fáein stykki af þessum stóru bollum, sem Frakkar nota fyrir sitt ljúffenga café au lait; boll- urnar voru að vísu ekki frá Sévres eins og postulínspottur drottningar, en þar fyrir voru þeir líka um einni milljón níutíu og fimm þúsundum kr. ódýrari. Þegar við komum aftur til okkar frönsku vina og sýndum þeim minjagripina eftir „shopping“- túrinn okkar á Rue Saint-Hon- oré, fengum við kurteislega 'ofanígjöf fyrir orðavalið: Ríkis- stjórn herra Mitterands hefur nýlega sagt öllum erlendum slettum í franskri tungu heilagt stríð á hendur, og almenningur í landinu hefur tekið mjög vel í það. Þannig heitir búðarráp ekki lengur „shopping" eða „wind- ow-shopping“ heldur „léche- vitrine" („að sleikja búðar- glugga"), og Frakkar tala ekki lengur um jumbo-jet, heldur „gros-porteur“ og skyndibita kalla þeir ekki lengur „fast- food“, heldur „pre-á-manger“. Þessi opinbera franska ný- sköpun í orðavali birtist vissu- lega á réttum tíma og kemur Frökkum óneitanlega einkar vel á þessum síðustu og verstu tím- um, til dæmis varðandi vænt- anlegt búðarráp og innkaup í lúxus-verzlunargötu eins og Saint-Honoré, því hætt er við, að Fransmenn sjálfir verði í ná- inni framtíð að láta sér nægja að „sleikja búðargluggana" eftir nýjustu efnahagsráðstafanir frönsku stjórnarinnar. Útgcrandi: Hf. Árvakur, Hcykjavík Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson RiLstjórar: Matthías JohanneHsen Styrmir Gunnarsson Kitstj.fltr.: Gísli Sigurdsson Auglýsingar: Baldvin Jónsson KiLstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.