Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 8
Málari med norrænan arf í farangrinum Portret af Ejnari Mikkelsen, fósturföður málarans, 1965. Frá hausti 1982 til haustsins 1983 er yfirlitssýning haldin á verkum Svens Havsteen-Mikkel- sens í Noregi og Svíþjóð, Fær- eyjum, íslandi, Suður-Slésvík og Danmörku, auk sérsýningar haustið 1982 í Góðvon á Græn- landi, höfuðstaðnum Nuuk. Slík sýning er óvenjulegur viðburður í danskri listsögu og þó sjálfgefinn að því er tekur til Svens Havsteen-Mikkelsens. Verk margra danskra nútíma- listamanna eru kynnt á sýning- um i Evrópu, Bandarikjunum og Japan og öðlast á þann hátt hlutdeild í hinu heimslega og óstaðbundna samfélagi nýlist- arstefnunnar, en rætur Svens Havsteen-Mikkelsens standa í norrænni jörð, líf hans og list. Hann er fæddur í Danmörku, íslenzkur að ætterni, og sótti menntun sína m.a. til Lista- háskólans í Osló, þar sem hann naut leiðsagnar Axels Revolds og Pers Krohgs og varð fyrir sterkum áhrifum af tréskurði og myndvefnaði miðalda á forn- minjasafni háskólans. Hann teiknaði eftirlíkingar af skreyt- ingunum í stafkirkjunni á Al, ásamt með Haraldi Kihle, og við það verk hlaut hann sinn fyrsta skóla á því sviði, sem leitt hefur hann til höfuðsætis í kirkjulist í Danmörku. Er þar að geta um kirkjurúður í blýramma og steyptri umgerð, jafnt og altar- istöflur og skreytingar kirkju- muna. Norðurhjarinn varð vettvangur hans Sven Havsteen-Mikkelsen ólst upp á heimili heimskauta- könnuðarins Ejnars Mikkelsens í Kaupmannahöfn og varð snemma handgenginn norrænni sögu og náttúru. 15 ára kom hann fyrsta sinni til Færeyja, sigldi til íslands og Austur- Grænlands, er hann tók þátt í rannsóknarleiðöngrum, m.a. á franska rannsóknarskipinu Pourqui-pas, sem dr. J.B. Charc- ot stýrði. — Öll athygli hans beindist að löndunum við Norður-Atlantshaf og varð norskt, færeyskt og íslenzkt landslag eftirlætis viðfangsefni hans í listmálun. En eftir að hann kvæntist Pamelu Mont- gomerie, sem var fædd á Eng- landi en ættuð frá Skotlandi, varð Skotland hluti hins list- ræna heims hans. í hálfa öld hefur hann nú málað, lagt stund á grafík og kirkjulist og skapað norræna list á dönskum grund- velli, viðlíka móttækilegur fyrir listhefð á hinum Norðurlöndun- um og í kirkju- og menningar- hefð heimalandsins, sem krafið hafa hann með fjölmörgu móti til endurnýjunar og andlegra reikningsskila. Það hófst á Fjóni, þegar Sven Havsteen-Mikkelsen settist að í nágrenni Kertemindes 18 ára að aldri og leitaði vegsagnar Fritz Sybergs og Johannesar Larsens. Hann dvaldi á smábýli einu og fann fyrstu fyrirmyndirnar ým- isthjá kúnum í fjóshlýjunni eða undir berum himni á snævi- þöktum túnunum, þar sem hann teiknaði og málaði fram í myrk- ur og Orion merlaði á vetrar- himninum. Hér varð hann virktarvinur hins ómengaða umhverfis hinna hörðu og frum- stæðu vinnubragða sveitalífsins, húsdýranna á heimabænum, nakinna trjánna, hinna mildu lína í samfellu hæðadraganna og í sléttum fleti fjarðarins, auk svipbrigða fólksins, sem bar merki erfiðis síns, þrautseigju og kjarks. Hann beitti sjóninni og þjálfaði smám saman list- rænt handbragðið um leið og hann útilokaði sjálfs síns hug og eiginlega meðferð þess, er fyrir augun bar og sneri þá að kalla baki við þeirri menningu, sem braut linnulaust niður, ár eftir ár, meir og meir, þá lífshætti og það umhverfi, sem hann elskaði. Eftir síðari heimsstyrjöldina og þátttöku í andspyrnuhreyf- ingunni ferðaðist Sven Hav- steen-Mikkelsen aftur norður á bóginn, fyrst til Færeyja, þá Skotlands, þar sem hann gerði fjölda landslagsmynda á ótrú- lega skömmum tíma, og voru þær málaðar af eðlislægri til- finningu fyrir fjarlægð, ljósi og litum. Færeyskar byggðir, óveð- ursdagar, hríðar til fjalla, skozk miðaldasteinhús og trúræn við- fangsefni, s.s. einfaldar en lit- sterkar helgimyndir, fylltu hann slíkri andagift, að hann málaði myndir í nýjum og nýjum blæ- brigðum af hinu sama efni. Listmálarinn nálgaðist þau skaut, sem hann hefur síðan verið bundinn: norrænt nátt- úrufar í yfirþyrmandi formi upprunans og sýnir á hinu ótím- anlega atburðasviði Nýja testa- mentisins. Hann grundvallaði söguskoðun sína á lestri íslend- inga- og Noregskonunga sagna og kafaði dýpra í þankans djúp í sagnaminnum á mótum fornra og nýrra trúarbragða á Norður- löndum og sýnilegum merkjum þjóðkristninnar á hinum fyrstu öldum, er sveitakirkjurnar voru reistar. Einkenni landslagsmynda Svens Havsteen-Mikkelsens allt frá byrjun eru þau, að á þeim gefur nær aldrei fólk að líta. Hann leitar æ og aftur uppi hið mannlausa land, náttúruna eins og hún muni hafa verið fyrir til- komu mannsins, grundvöllun heimsins, sem hefur upp jarð- eindina og lyftist í hæðir, fjallið af ramgjörðu efni en þó í svif- léttu formi, hulið regnskúrum, eða sveipað hljóðlátum kvöld- blámanum yfir mannabyggð, sem ber í græna og gullna liti fjallshlíðarinnar. Slíkt mynd- efnisval, sem bæði er harðrátt og auðugt að innileik milli frumvalds og fjarlægðar, jarð- 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.