Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 12
Paramaribo. SURINAME .TLANTIC! OŒAN F«ENGH COtOMBIA GUYANA TIM£M»obyÞ»>iU.>ugmg» Kortið sýnir smáríkið Suriname, áður Hol- lensku-Guyana — umkringt af Brasilfsku- Guyana, Brasilíu, Frönsku-Guyana og Atl- antshafinu, sem er fyrir norðri. 5. N Sú var tíð, að Hollenzka Gui- ana þótti flestum kostum prýdd tii að geta heitið suðræn Para- dís; nokkuð í heitara iagi fyrir okkur kannski, en náiægðin við Atlantshaflð tryggir næga vætu, stórkostlega frjósemi iandsins og afrakstur. Þetta land er sum- sé nyrst í Suður-Ameríku; Atl- antshaflð fyrir norðri og Brasilía og sjáift Amazoniandið fyrir suðrinu. Meðan nýiendustefna þótti boðieg, réðu Holiendingar yflr landinu, en sjálfstæði hiaut það 1975 og nefndist upp frá því Suriname. Kunnugir töldu, að þarna byggi ágætt fólk og umburðar- iynt; bianda af kreólum, indíán- um, Kínverjum og innfluttu fólki ailar götur frá Jövu og hafa Hollendingar ugglaust átt sinn þátt í þeim mannflutningum. Þjóðin bjó við tiitöulega góð kjör í landi þar sem skilyrði til landbúnaðar geta naumast betri verið, en krökkt af fiski í ám og þar að auki átti sér stað í land- inu einhver mesta framleiðsia á bauxite í heiminum. Ofaná öll þessi hiunnindi vildi hollenzka ríkið styrkja þessa fyrrverandi nýlendu sína með 100 milljóna dala framlagi á ári í 15 ár — og þar með voru Suriname-búum tryggðar meðaltekjur uppá 2.500 dali á haus og voru það um það bii beztu tekjur sem þekktust í þriðja heiminum. Það sá iíka á; Einn af hverjum þremur átti bfl og heimiiistæki og rafeindadót, sem þykir sjálf- sagt á hverju heimili í Banda- ríkjunum og Vestur-Evrópu, var einnig orðið hversdagslegt þar. Menn uggöu ekki að sér Allt lofaði heldur góðu í Para- dís, þegar Adam veitti því at- hygli, að einhverjir andskotar voru byrjaðir að handtaka blá- saklaust fólk í stórum stíl. Allt í einu urðu alger umskipti. í stað- inn fyrir hagsæld og umburðar- lyndi var framundan marxismi og ógnaröld. Enginn var óhult- ur; menn borgaralega klæddir handtóku fólk af handahófi að því er virtist. Háskólanum var lokað og öll blöð bönnuð nema fáein, sem voru undir járnhæl hinna nýju kúgara. Frjálsar út- varpsstöðvar voru sprengdar í loft upp ásamt bækistöðvum verkalýðsfélaga og annaðhvort sögðu flestir embættismenn af sér, eða þeir voru reknir. Óttinn réði ríkjum. Niðdimm nótt óttans skall á með þeim hætti, að einhver Desi Bouterse, sem kallaði sig bylt- ingarleiðtoga, kom öllum í opna skjöldu og lét handtaka samtím- is alla áhrifamestu menn þjóð- arinnar, þar á meðal lögfræð- inga, blaðamenn og verka- lýðsleiðtoga. Daginn eftir voru 15 þeirra dauðir. Síðar fundu læknar ummerki á líkunum um hroðalegar pynt- ingar; mennirnir höfðu verið brenndir með sígarettum, stungnir með hnífum, tennur og kjálkar voru brotin og hand- leggir næstum rifnir úr axlar- liðnum. Einn hafði þó bara verið geltur. Sjálfur drap Bouterse tvo með eigin hendi og lýsti um leið yfir uppbyggingu á „nýju Suriname". Ekki var þessu fagnaðarerindi tekið svo sem hann bjóst við og síðan hefur fjöldi fólks flúið land. Andrúmsloftið í Suriname er nú þannig, að enginn þorir að tala af ótta við njósnir og upp- ljóstrun með hroðalegum afleið- ingum. Foringinn gerist marxisti Það merkilega er, að Bouterse hafði ekki sjálfur meðtekið fagnaðarerindi marxismans, þegar hann hrifsaði völdin 1980 og steypti veikri ríkisstjórn. Hann hafði einungis verið íþróttakennari og var lítt menn- taður að öðru leyti. í fyrstu hugðist nýi leiðtoginn leita eftir ráðleggingum frá borgurum landsins og setti upp kassa, þar sem fólk gat sett í tillögur sínar um stjórn landsins og einstök mál. Bouterse hugðist jafnvel berja í brestina og hressa eitthvað uppá eigið skólanám, en ein kennslukonan gerði þá tvennt í senn: Hún varð ástmey hans í fyrsta lagi og í öðru lagi kenndi hún honum sitthvað um fræði Marx og Lenins. Þetta trú- boð bar þann árangur, að innan skamms heimsótti Bouterse Fidel Castro á Kúbu, sem hann áður hafði verið á móti, en hrós- aði nú á hvert reipi og lét það síðan verða sitt fyrsta verk að leyfa Rússum og Kúbumönnum að koma upp fjölmennum sendi- ráðum í höfuðstaðnum, Param- aribo. Þrjú fyrstu árin sem foringi, komu og fóru fjórar ríkisstjórn- ir og sex sinnum voru reyndar byltingar. Einhverskonar sam- band lögfræðinga, verkamanna, stúdenta og presta lét í sér heyra í október síðastliðnum og mótmælti síauknu einræði Bouterse. Fáir létu sjá sig opinberlega, þegar byltingarfor- ingi frá nágrannaeyjunni Grenada kom í opinbera heim- sókn. Hann heitir Bishop og gaf Bouterse ágætt ráð: „Stjórn þín er of góð við óvini sína,“ sagði hann og bætti við. „Þú verður að útrýma þeim, eða þeir útrýma þér.“ Samkvæmt þessu heilla- ráði lét Bouterse til skarar skríða gegn „óvinunum" og byrj- aði á því að láta handtaka nán- asta samstarfsmann sinn, Roy Horb, sem síðar fannst hengdur í klefa sínum. Afturkölluð aðstoð og atvinnuleysi Eftir fregnir af aukinni ógnarstjórn, aftökum og morð- um í desember síðastliðnum, kipptu Bandaríkin að sér hend- inni með 1,5 milljón dala aðstoð og Hollendingar gerðu slíkt hið sama og tóku fyrir 100 milljón dala styrkinn. Atvinnuleysi í Suriname er nú komið yfir 10% og þrátt fyrir landgæðin og bauxite-framleiðsluna, hefur gengið verulega á erlendar inn- stæður, sem voru þó nokkrar. Mikil reiði ríkir meðal útlag- anna sem flúið hafa; í Hollandi einu eru 180 þúsund manns frá Suriname. Forsvarsmaður þess- arar útlagaþjóðar er fyrrum forsætisráðherra Suriname, Henk Chin A Sen, og hefur að- setur í Hollandi. Úr her Suri- name eru 1000 manns í útlegð og ekki talið útilokað að sá her reyni að koma til móts við til- raunir íbúanna að hrista af sér okið. Það gæti sumsé orðið blóðbað, eða þá nýjar hreinsanir og fjöldaaftökur til að koma í veg fyrir að frelsishreyfing komist á laggirnar í landinu. Hitt er svo annað mál, að engin trygging er fyrir því að sól frið- ar og réttlætis tæki að skína á Suriname-búa, þótt Bouterse yrði steypt. Nægir að minna á í því sambandi, að ekki var allur vandi leystur fyrir Ugandabúa, þótt Idi Amin væri hrakinn frá völdum. En í Paradísarlandinu Suri- name hafa menn kynnst því, að rfiarxismi og mannhatur haldast kyrfilega í hendur. Það getur þó naumast talizt nýr sannleikur, heldur staðfesting á því sem ævinlega virðist eiga sér stað. Af einhverjum ástæðum hafa þó stjórnmálafræðingar og félags- fræðingar leitt hjá sér að rann- saka og fjalla um það sérstaka fyrirbæri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.