Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 3
Betra að eiga nóg í buddunni, ef maður ætlar að Ifta inn hjá Yves Saint Laurent og kaupa samkvæmiskjól svo sem þennan hér. ur öllu fremur spretthlaup milli búðarglugga. Allra stærstu nöfnin í tízku- heiminum hafa ef til vill ekki mest aðdráttaraflið, þegar mað- ur skoðar sig um á Rue Fau- bourg Saint-Honoré, því tízku- fatnað þeirra er nú á dögum að finna í fremstu tízkuverzlunum út um allan heim. Það eru hinir alveg sérstöku, sem vekja mestu forvitnina eins og til dæmis „Rety“. Hef aldrei heyrt það nafn! Þó er þetta tízkuhús stór- veldi í borgum eins og Jidda, Kuwait eða Abu Dhabi austur í Arabalöndum. Gullvægir viðskipta- vinir frá Arabíu Satt bezt að segja er ekkert svo sérstakt að sjá á neðri hæð- inni hjá „Rety“, sem er til húsa í tveimur heldur litlum og forn- fálegum húsum, sem standa hlið við hlið vinstra megin götunnar, og maður fer jafnvel að undrast, hvað það er, sem austurlenzkir viðskiptavinir hússins sjái eig- inlega svo spennandi við þennan stað. En það er uppi á annarri hæð, sem undrið skeður, og hverjum og einum má verða ljóst, hvað það er, sem dregur og lokkar hinar fagureygðu austur- landadömur eins og segull stál- ið: Þar getur að líta ævintýra- lega skrautsýningu í tylli og öll- um regnbogans litum. ,,.Rety“ hefur sérhæft sig í kvöldklæðn- aði fyrir stórsamkvæmi í Aust- urlöndum. Fyrir 10.000—75.000 franka fást þarna skrjáfandi, gull- eða silfurofnir kvöldkjólar og tilheyrandi aukahlutir í gíf- urlegu úrvali. Framkvæmda- stjóri hússins, virðuleg eldri dama, skýrir okkur frá því, að eitt sinn hafi ein af þessum austurlenzku meyjum pantað 1000 kjóla handa sér og gestum sínum fyrir brúðkaupsveizlu sína. En með slíkri pöntun var jafnvel „Rety“ ofboðið, svo að hin væntanlega brúður varð að láta sér nægja að kaupa aðeins 75 kvöldkjóla í það skiptið. Á viðskiptakortum „Retys" er ekki einungis gefið upp heimil- isfang tízkuhússins í París, heldur líka í London, og þá í Old Bond Street að sjálfsögðu. Að fyrirtækið skuli hafa heimilis- föng á þessum tveimur stöðum, gefur til kynna nýja stefnu hinna auðugu austurlenzku viðskiptavina: London er ekki lengur í þeirra augum einasta innkaupaparadísin; þeir hafa komizt að raun um, að það er líka einkar auðvelt að eyða pen- ingunum sínum í frönsku höfuð- borginni. Og þar sem frankinn er á sífelldri niðurleið hjá hinni sósíalísku stjórn Frakklands, styrkist um leið kaupmáttur olíumilljónanna við innkaup í París. Cartier — gjafavörur upp á milljónir hver hlutur Nokkrum skrefum fjær ræður Cartier ríkjum. Ungu stúlkurn- ar, sem leiðbeina viðskiptavin- unum í verzlunarsölum hans, hafa fyrir löngu vanizt arabísku tölustöfunum á ávísunum og telja helzt núllin fyrir aftan fyrstu tölustafina — þegar töl- urnar gerast mjög háar, er stundum hætta á mistalningu. „Og samt er þetta eiginlega bara lítið útibú hjá okkur hérna í Saint-Honoré," segir verzlun- arstýran, „því hinir virkilega dýru munir eru seldir í aðal- verzluninni." Hún dregur fram pakka af svörtum sígarettum innan úr hrúgu af skjölum, skartgripum, úrum, kveikjurum og öðrum persónulegum smá- hlutum, sem liggja í einni bendu á borðinu fyrir framan hana — allt saman hlutir, sem um allan heim gefa til kynna, að eigandi þeirra sé í allra efsta launa- flokki. Þarna er jafnvel boðið upp á úrvals espresso við búð- arborðin, og bollunum ýtt á ein- hvern hátt inn á milli verð- mætra skrautmunanna. Hafi manni yfirleitt verið hleypt inn fyrir skotheldar glerdyrnar á verzluninni og jafnvel verið boð- ið upp á efri hæðina, þá er það einfaldlega merki þess, að mað- ur hafi áunnið sér traust Cartier-hússins. Þetta kunnum við óneitanlega að meta að verðleikum og reyn- um líka að sannfæra Cartier- liðið um, að við séum þessa trausts verð, með því að koma í skyndingu auga á undurfagran skrauttappa úr silfri innan um alla milljónamunina á gjafa- vöruborðunum. Skrauttappinn sá árna reynist á verði, sem er nánast ókeypis: kostar aðeins vesæla 950 franka. Vissara að vera afar vel klæddur Við erum núna stödd í allra fínasta hluta hinnar hávirðu- legu Rue du Faubourg Saint- Honoré við gatnamótin á Rue de Castiglione. Handan þessarar þvergötu fellur aukanafnið „Faubourg" niður; gatan heitir eftir það Saint-Honoré, fær um leið á sig alþýðlegri blæ og verð- ur að mun ódýrari. Þó er greini- legt á ýmsum umsvifum, sem standa yfir við þennan hluta götunnar, að það alþýðlega yfir- bragð á víst ekki eftir að standa ýkja lengi. En lítum svolítið nánar á áð- urnefnd gullin gatnamót, þar sem „Morabito" hefur allar hill- ur fullar handa þeim fjáðu viðskiptavinum, sem sólgnir eru í leðurvörur í gæðaflokknum „haut luxe“. Sá sem kemur þar inn í leit að varningi úr ósköp blátt áfram kálfsskinni, sútuðu af sérhæfðum meistara í þeirri grein, mun víst örugglega finna eitthvað við sitt hæfi hjá „Mor- abito“; en mannskapurinn í af- greiðslunni tekur þá fyrst veru- lega við sér, ef viðskiptavinur- inn strunsar bara beint inn og biður umsvifalaust um að fá að líta á vörur úr krókódílaskinni. Sá sem fer að virða fyrir sér litla skjalatösku úr krókó á 1575 franka (um 5.100 ísl. kr.) og sýn- ir greinilegan áhuga, getur verið öruggur um verðuga athygli og lipurð afgreiðslufólksins; sá sem kastar stóru ferðaskjóðunni á 24.750 franka (um 80.000 ísl. kr.) sér um öxl og sýnir öll ummerki einlægs áhuga á að kaupa grip- inn, hlýtur strax heilan hóp af- greiðslufólks sér til halds og trausts við innkaupin. Svo ekki sé talað um þann, sem fer að virða nánar fyrir sér stóru lang- ferðatöskuna á 84.000 franka (ísl. kr. 268.800.00), því þá birtist framkvæmdastjóri verzlunar- innar sjálfur til að veita við- skiptavininum upplýsingar um öll einstök smáatriði varðandi frábæra gerð ferðatöskunnar — það er að segja, að ef þessi viðskiptavinur er yfirleitt álit- inn vera sennilegur kaupandi. Til þess að öðlast það álit, verð- ur viðskiptavinurinn að vera til- svarandi vel klæddur, karlmenn til dæmis í fötum með greini- legum virðuleikastíl í sniði og (hverjum kunnáttumanni) auð- sýnilega af dýrustu gerð. Hefðarskyrtur frá Charvet Öruggur vitnisburður slíkra æðri lífshátta eru til dæmis skyrtur frá Charvet — aðeins örfá skref til vinstri frá „Morab- ito“ — við Place Vendome. í hægra horni þessa fagra torgs, með sitt frábæra arkitektíska jafnvægi í öllum hlutföllum, er aðsetur fyrirtækisins Charvet að finna. Stofnað árið 1838 og stendur því á gömlum merg og heldur margar hefðir í heiðri í sinni skyrtugerð. Charvet verð- ur að teljast einasti skæði keppinautur skyrtuskraddar- anna í London, sem löngum hafa talizt heimsins beztu. Klæðsker- arnir hjá Charvet eiga í fórum sínum lista yfir vellauðuga viðskiptavini frá fornu fari og allt fram á þennan dag: Napol- eon III var einn af fyrstu stór- löxunum, sem létu sauma á sig hjá Charvet, de Gaulle var þar fastur viðskiptavinur allt frá þeim dögum, er hann var ungur liðsforingi. Hann pantaði skyrt- urnar sínar hjá Charvet, jafnvel á meðan hann dvaldi í útlegð í London á stríðsárunum. Um svipað leyti komu líka nýir viðskiptavinir til Charvets, og létu taka mál af sér: Það voru þeir Hermann Göring og Joseph Goebbels. Jacques Offenbach var aftur á móti betur þokkaður hjá fyrirtækinu; svitagjarnir þóttu hins vegar fyrirrennarar arabísku olíufurstanna, þ.e.a.s. indversku auðkýfingarnir hér áður fyrr. Colban, fram- kvæmdastjóri hjá Charvet, dregur fúslega fram reikn- ingana, sem maharadsjinn frá Patiala þurfti að borga á sínum tíma. Árið 1931 lagði hann inn pöntun hjá fyrirtækinu á fjöl- mörgum mismunandi skyrtum handa sér, og af hverri gerð skyldi sauma nokkrar tylftir í einu, svo að mahradsjinn hefði örugglega nægilegt til skipt- anna; hverri einstakri skyrtu skyldu svo fylgja nokkrir flibb- ar. Kennedy forseti var einn af föstum viðskiptavinum Charv- et-hússins, en það reyndist ómögulegt að lokka það upp úr Monsieur Colban, hver af stór- mennum vorra daga séu fastir viðskiptavinir Charvets. Hann brosir einungis við slíkum spurningum og lætur sér nægja að benda á, að hver sem er geti keypt sér skyrtur hjá Charvet, einnig hálsbindi eða vasaklúta úr efnum, sem séu sérstaklega ofin fyrir Charvet af handvefur- um á Ítalíu, í Englandi eða Frakklandi. Sama gildi um knipplingana, sem skreyta dömublússur frá fyrirtækinu. Tilbúin skyrta kostar í verzlun- inni 395 franka (um 1260 ísl. kr.), sérstærðir af skyrtum kosta þó 590 franka (ísl. kr. 1888.-) og skyrta, saumuð eftir máli, kostar 695 franka (2224 kr). Þetta verð hækkar vitan- lega, ef viðskiptavinurinn óskar eftir skyrtuefni, ofnu úr hand- tvinnuðu líni, silki eða úr ör- þunnum baðmullardúk, sem er orðin feiknasjaldgæf vara nú á dögum. Gullofinn glitvefnaður Sá sem gjarnan vill þukla á fínustu efnum og fatadúkum og hefur líka — vel að merkja — efni á að kaupa slíka vöru og greiða út í hönd, honum skal ráðlagt að ganga þvert yfir Place Vendome frá Charvet yfir til „Wilmart". Arabískar fursta- frúr, sem stundum koma fljúg- andi til Parísar frá nálægari Austurlöndum og hafa kven- klæðskera sína með sér, kaupa gjarnan inn hjá „Wilmart“. Þeim er naumast fjár vant, því samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum eru ávísanirnar, sem þær fylla út eftir gerð kaup, oft um 350.000 fr. og upp í 500.000 franka (frá rúml. 1,1 upp í 1,6 milljónir ísl. kr.). Viðskipti við nálægari Aust- urlönd er engin nýlunda í verzl- uninni „Wilmart", því egj^pzka konungsfjölskyldan keypti þar reglulega inn á valdatímum Farúks konungs. Fín kjólaefni kosta þarna þetta 600 og upp í Frh. á bls. 16 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.