Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Side 2
Böövar Guðlaugsson
Heimur
hins
heyrnar-
skerta
Oft er sagt um alvarlega heyrnarskert fólk: 0, hann eöa
hún heyrir þaö sem hann eöa hún vill heyra. Þetta er
alrangt. Því fer fjarri aö heyrnardauft fólk vilji ekki heyra
þaö, sem sagt er viö þaö eöa talaö í návist þess. En
tilviljun ræöur því oft, hvaö hinn heyrnardaufi heyrir og
hvaö ekki. Oft kemur fyrir aö hann læst heyra hvaö sagt
er til aö forðast aö endurtaka þurfi frásögnina fyrir hann
einan.
Heyrnarskerðing er ein teg-
und fötlunar, og fötlunin þá
náttúrulega þeim mun alvar-
legri sem skerðingin er meiri.
Ég er engan veginn viss um, að
fólk geri sér grein fyrir því, hve
skert heyrn er alvarleg fötlun,
og á ég þá vitaskuld við skerð-
ingu á háu stigi, svo mikla t.d.
að fólk verður að nota heyrnar-
tæki til þess að geta að ein-
hverju gagni fylgst með venju-
legu mæltu máli.
Viðhorf almennings til þess-
arar tegundar fötlunar hefur þó
breyst mikið á seinni árum, að
ég hygg, eins og raunar viðhorf
samfélagsins til fatlaðra og
sjúkra yfirleitt. En ég held að
talsvert skorti á, að almenning-
ur geri sér í raun og veru grein
fyrir því, hvers alvarlega heyrn-
arskertur einstaklingur fer á
mis í daglegri umræðu fólks.
Þ'etta er að ýmsu leyti mjög
skiljanlegt. Heyrnarskerðing
verður síður greind í fljótu
bragði en margar aðrar fatlanir,
fólk ber hana ekki utan á sér,
fljótt á litið. í öðru lagi áttar
velheyrandi fólk sig misjafnlega
vel á því, hve talað orð er stór
þáttur í samskiptum. manna,
þýðingarmikil tjáskipti í dag-
legri umgengni einstaklinga
hvers við annan. Auðvitað má
segja, að það sé bættur skaðinn
fyrir hinn heyrnarskerta, þótt
hann heyri ekki allt, sem talað
er í návist hans, það er svo sem
nóg af málæði, sem enginn hef-
ur gagn eða gaman af að heyra.
2
Lausnin er ekki
að brýna raustina
Hitt er miklu lakara, að oft
ræður tilviljun ein því, hvaða
orð og setningar hinn heyrn-
arskerti grípur, og hvað fer
fram hjá honum. Það getur allt
eins verið, að hann nemi vita
þýðingarlaust snakk, en missi af
kjarna málsins, og fái alranga
mynd af inntaki umræðunnar.
Oft misheyrir heyrnarskert fólk
líka það sem talað er við það, og
svarar þá alveg út í hött. Getur
slíkt hljómað hjákátlega, og
þykir oft hin besta fyndni, en er
þó ólíkt góðlátlegri og lausari
við alla illkvittni en áður var,
finnst mér. Heyrnarskert fólk
hváir vitanlega oftar en fólk
með óskerta heyrn, og skiljan-
lega verða viðmælendur þess oft
óþolinmóðir, þegar þeir þurfa að
tví- eða þríendurtaka sömu
setninguna. Grípa þá margir til
þess ráðs að hækka röddina upp
úr öllu valdi, nánast æpa, svo að
hinn heyrnarskerti dauðsér eftir
því að hafa verið að hvá, og
ofgera máske bæði þolinmæði
og raddböndum viðmælandans.
Á hinn bóginn er heyrnarskerð-
ingu margra þann veg háttað, að
það er engu betra að æpa hátt á
þá en tuldra niður í bringu sér,
hvort tveggja er hæpin aðferð
til að láta heyrnarskert fólk
nema orðræðu sína, þannig að
gagn sé að. Skýr framburður,
þar sem kveðið er vel að hljóð-
um málsins, en ekki aðeins tæpt
á þeim, skikkanlegur talhraði,
en ekki eins og verið sé að tala í
ákvæðisvinnu eða uppmælingu
og fólk fái visst gjald fyrir hvert
orð, er miklu vænlegri leið til að
láta heyrnarskert fólk heyra til
sín en óp og tuldur.
Ég hef oft velt því fyrir mér,
hvort fyrirlesarar eða upplesar-
ar yfirleitt geri sér grein fyrir
því, að áheyrendur þeirra kunni
að heyra misjafnlega vel. Dettur
þeim nokkurn tíma í hug, að
þeir kunni að þurfa að breyta
framsögn sinni eitthvað, til þess
að inntak ræðu þeirra komist
sem best til skila?
Auðvitað ætti hver sá sem
hefur svo skerta heyrn, að hann
nemur ekki venjulegt mælt mál
að nota heyrnartæki. En þegar
fyrirlesari talar ofan í ræðu-
púltið við skrifuð blöð, og þá
gjarnan í mjög lágum tón,
sennilega af kurteisisástæðum,
þá koma heyrnartæki að tak-
mörkuðu gagni.
Sem trúnaðarmál
væri ...
Þetta á einnig við í ýmsum
stofnunum, sem almenningur
þarf að leita til; afgreiðslufólkið
talar svo lágt og hratt, að veru-
lega heyrnarskertur maður fylg-
ist ekki með. Hitt er annað mál,
að þegar maður biður um nánari
upplýsingar og vekur athygli á
lélegri heyrn sinni, þá bregst
flest afgreiðslufólk vel við og
leggur sig fram um að tala hægt
og skýrt. Iðulega er manni líka
vísað inn til einhvers ákveðins
fulltrúa, sem „hefur með málið
að gera“, eins og sagt er, og full-
trúinn reynist oft tala við mann,
eins og verið sé að hvísla í trún-
aði að manni þýðingarmiklu
leyndarmáli. Slíkt hentar
heyrnarskertum illa. Hér hefur
aðeins verið drepið á örfá atriði,
sem gefa til kynna örðugleika
heyrnarskertra í samskiptum
við talað mál. Fjölmargt fleira
mætti nefna. Hér hefur hins
vegar ekki verið rætt um algera
heyrnleysingja, enda hef ég ekki
eigin reynslu við að styðjast í
því efni.
En nú spyrja kannski ein-
hverjir; Hvernig í ósköpunum
getur heyrnarskert barn lært að
tala nokkurn veginn eðlilega?
Er þá átt við barn, sem að mjög
takmörkuðu leyti heyrir hvað
talað er í nánasta umhverfi
þess.
Sem svar við þessu vil ég
segja eftirfarandi: Frændi minn
einn var strax í bernsku alvar-
Iega heyrnarskertur, og þegar í
ljós kom, að hann lærði ekki að
tala með eðlilegum hætti tók
amma mín til sinna ráða og
bókstaflega kenndi drengnum
sínum að tala. Hún sat með
hann og lét hann hafa eftir sér
orð og setningar og útskýrði
merkingu þeirra fyrir honum;
Þetta sagði móðir mín mér, og
ég veit það er satt. Drengurinn
lærði svo að lesa með aðstoð
ömmu og heimiliskennara. Og
löngu seinna, þegar þessi frændi
minn var orðinn fulltíða maður,
dáðist ég oft að því, hve ótrúlega
glúrinn hann var í stafsetningu.
En vafalaust hefur afburða
traust sjónminni og minni yfir-
leitt, komið þar til. Sendibréf,
sem hann skrifaði, voru að jafn-
aði kórrétt stafsett, stuttorð og
oft barnslega einlæg, en aðal-
efninu alltaf komið afdráttar-
laust til skila. Þessi frændi
minn gat engan þátt tekið í
samræðum í margmenni, t.d. við
matar- eða kaffiborð, það varð
að tala við hann einan og alveg
hjá honum, ef maður vildi láta
hann heyra til sín.
Ég minnist þess sem krakki,
að hann var stundum að spyrja
um hvað fólkið hefði verið að
tala við matborðið áðan, þegar
allir hlógu svo mikið?
Óþægileg tilfinning
Því miður gat maður ekki
nærri því alltaf gefið fullnægj-
andi svör. Oft hafði umræðuefn-
ið verið stórum fáfengilegra en
hann hélt, og stundum hafði
maður blátt áfram ekki nennt
að hlusta svo náið, að maður
gæti endursagt honum samræð-
urnar að neinu gagHi. Ég fann
oft, að honum sárnaði þetta, og
hélt jafnvel, að maður væri vilj-
andi að leyna hann einhverju, og
á hinn bóginn fannst mér hann
stundum óheyrilega forvitinn.
Ég skildi því miður ekki fyrr
en löngu síðar, hve sárt það hef-
ur verið að sjá glaðlegt masandi
fólkið allt í kring um sig, en