Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Qupperneq 4
/ VÍ/lMy Smasaga eftir Sólrúnu Jónsdóttur Hún vafði handleggjunum utan um sjálfa sig, þétt og fast. Hendur hennar hjúfruðu sig upp að heitu bakinu. Þetta var allt sem hún átti. Litlu sjálfa sig og hún hélt utan um sig og huggaði sig við það, að enn ætti hún þessa tvo handleggi sem gætu haldið utan um hana. Hvað gæti hún gert ef hún missti þá. Ætli hún yrði ekki að leigja sér handleggi úti í bæ. En hún hafði hvergi séð skilti þar sem á stóð „Handleggja- leigan“ eða eitthvað því um líkt. Það þýddi víst lítið að hugsa um það enda var engin hætta á að hún myndi missa þá á næstunni. Svo hún klór- aði sér á bakinu með hand- leggjunum sem ennþá voru á sínum stað. Hún gæti ekki einu sinni fengið sér sígar- ettu. Hugsunin um það kveikti hjá henni löngun 1 sígarettu svo hún greiddi úr örmunum eins og settlegur kolkrabbi og teygði sig í sígarettupakkann. Þá hófst hin eilífa leit að eldinum. Hún fann engar eldspýtur í hús- inu. Ristavélin var biluð svo hún varð að kveikja á hellu. Síðast hafði hún kveikt á vitlausri hellu og brennt upp stafla af pottaleppum. Já, hún var dulítill hrak- fallabálkur og ekki einu sinni örvhent. Hún dró reykinn niður í dýpstu lungnatotur og hóstaði góðum og hollum reykingarhósta. Nú vantaði hana bara einn bjór og þá væri þetta pörfekt. Hún stökk inn í eldhús og náði sér í bjór úr ísskápnum. Það gat svo sem skeð, aðeins þrír eftir svo hún yrði að druslast út í búð á eftir. Það var þrælavinna að halda ís- skápnum fullum af bjór, hann var ansi snöggur að tæmast. Hún hataði að fara út í búð rétt eftir að hún var vöknuð. Allir störðu á hana og ekki bætti úr skák þegar hún rogaðist með fullt fangið af bjórflöskum. Það gæti gefið fólki rangar hugmyndir. Og hún var ný- vöknuð fram eftir öllum degi. Eitt sinn hafði hún farið í hvítum bómullarserk, nokk- urs konar kjól, út í búð og allir höfðu gónt á hana. Hana hafði langað til að öskra á liðið að þetta væri ekki náttkjóll. Annars kærði hún sig kollótta um hvað fólk hugsaði. Þess vegna væri gaman að fara út í búð í blúndunáttkjól, með nátthúfu og á inniskóm jafnvel með lítið kerti í hendinni. Hún svolgraði í sig bjórinn settist í hægindastól og starði út í loftið. Lyfti upp löppinni „jú- hú“ með einhvers konar can-can-hreyfingu og hló með sjálfri sér. „Hvor er du smuk i dag, það mætti halda að foreldrar mínir hefðu verið dráttarhestar. Dúdillí dú.“ Henni leiddist og vantaði nauðsynlega peninga. Skyndilega fékk hún bráð- snjalla hugmynd og vatt sér umsvifalaust að símanum. Hún hringdi á eitt dag- blaðanna og bað um auglýs- ingu í föstudagsblaðið. „Tek dýr í fóstur, allt frá snjáld- urmúsum til drómedara. Hef unun af dýrum. Góðri um- önnum lofað. Upplýs. í síma 6743—2738.“ Svo framarlega sem fólk kæmi ekki með kóbraslöngu eða sæljón ætti þetta að takast. Þvílík snilldarhugmynd. Hún yrði rík á skömmum tíma. Það var sumar, allir voru í sumarfríi og í mestu vand- ræðum með gæludýrin sín. Hún gæti fyllt húsið af fisk- um, hundum, köttum, brekkusniglum og naggrísum og þyrfti ekkert að gera nema fóðra dýrin á dósamat. Það væri spennandi að sjá hvernig færi. Sjálf hafði hún einu sinni átt fiska og skjald- böku, bölvað rándýr sem hafði étið alla fiskana og tekið svo upp á því að drukkna í hálftómu búrinu. Strax daginn eftir var hringt í hana. Það var maður sem vann við auglýsingadeild- ina og hann og konan hans voru að fara í sumarfrí og þau vantaði pössun á Lovísu og Seikó. Þau voru bæði þæg og afspyrnu vel vanin. Piss- uðu aldrei á gólfið eða nög- uðu húsgögnin. Og hvers konar skepnur voru þessi Lov- ísa og Seikó spurði hún, ekki mjg uppveðruð. Eiginlega hafði hún hætt við þessa hugmynd. Dýrin myndu ör- ugglega rústa húsinu og það fylgdi þeim bévítans lykt og hávaði. Nú, þau eru hrein- ræktaðir grænlenskir sleða- hundar sagði maðurinn hálf- móðgaður og það eina sem þau þurfa er hollt og gott fæði, nægileg hreyfing og úti- vist. Þau hjónin ætluðu að vera tvær vikur á Torre- molinos og gætu því miður ekki tekið litlu elskurnar sínar með sér því þeir á hótelinu tækju ekki á móti gestum með hunda. Hún samhryggð- ist innilega en fannst það nú eðlilegt að fólk væri ekkert æst í að gista á einhverju hundahóteli, fullu af kjöltu- rökkum og blóðhundum sem mændu á mann sultaraugum bítandi í lappir og skó hót- elgesta og spangólandi um allar nætur. Daginn eftir komu Lovísa og Seikó, risa- vaxin loðdýr sem ruddu öllu um koll svo hún lokaði þau inni í geymslu. Síminn hringdi án afláts og á næstu dögum fylltist húsið af köttum, hundum og fuglum, tveimur íkornum og leðurblöku og gífurlegum fjölda naggrísa og hamstra sem varla voru komnir inn er þeir hófu að fjölga sér. Úti í garði stóðu tveir hestar og gæddu sér af perutré nágrannans. Hún hafði allt mjög skipulagt. Inni á klósetti héngu tólf fuglabúr og hávaðinn þar inni var eins og á kvennakló- settinu á Skálafelli rétt eftir miðnætti á laugardags- nóttu. Lovísu og Seikó lét hún dúsa áfram í geymslunni en hina hundana hafði hún inni í stofu. í svefnherberg- inu lágu kettir á víð og dreif, héngu í gardínum og fylltu gluggakistuna. Hömstrunum og naggrísunum sem eðluðu sig án afláts þess á milli sem þeir átu og gutu ungum var staflað inn í eldhús með íkornunum tveimur og leð- urblakan hékk frammi í for- stofu. Það var komin tiltöluleg ró í húsið aftur og hún settist inn í stofu í alla hunda- þvöguna, en þeim hafði hún gefið valíum svo þeir sátu ró- legir og gáfu ekki frá sér bofs. Hún tók fram svarta peningakassann og fjár- haldsbókina, taldi peningana og fékk sér bjórsopa af flösk- unni sem sat trúföst við hlið hennar. Helming hafði hún fengið greiddan fyrirfram og það var dálagleg upphæð. Eitthvað hafði farið í fóður, katta- og hundasand og sag handa bölv. kanínunum eða hvað sem þessar rottur hétu. En afgangurinn var nægi- legur til að geta átt góðar stundir í nokkrar vikur. Hún hellti í dollurnar og brúsana dýramat og vatni, valíum- blandað af tillitssemi við nágrannana, fyllti sandkassa af sandi í stofunni og svefn- herberginu, hennti nokkrum heybögglum í hestana og lét vatn renna í fuglabaðið í garðinum. Pantaði bílaleigu- bíl, gekk út og læsti. ÚR MÍNU MORNI Ótal fávitar yrkja kvæði Þó stundum vilji dagar þeirra, sem sökum öldrunar eða sjúkleika hafa orðið að draga sig útúr almennu vafstri þeirra og skemmtileg- heitum, verða dapurlegir og langir, þegar lítið er að frétta, verður alltaf eitthvað til hugg- unar og gleði öðru hvoru. Nú á síðustu stórhátíð kirkjunnar var flutt ágæt dagskrá í út- varpinu, sem vandlátir bók- menntamenn hafa eflaust kunnað vel að meta, enda var hún endurtekin skömmu síðar. Þar á ég við langan og fjöl- breytilegan minningar- og kynnisþátt um Stein Steinarr. Það var hinn smekkvísi menn- ingar- og listvinur Hjálmar Ólafsson, sem sá um þessa dagskrá. „Það vex eitt blóm fyrir vestan“ hét þátturinn. Hjálmar talaði um ævi Steins, sérstöðu hans og skáldskap, af miklum skilningi * og hlýju, úrvals upplesarar úr ríkjum lifenda og dauðra lásu og furðu mikið var sungið af lögum við Steinskvæði. Eins og menn muna var Steinn van- metinn á hérvistardögum sín- um og féll frá um fimmtugt fyrir aldarfjórðungi, nokkuð „þreyttur og móður“, eins og hann hefði sjálfur getað kom- ist að orði. Eg hlustaði þakk- látur á þessa dagskrá í bæði skiptin sem hún var flutt. En það er ekki aðeins dauð- inn sem hrífur frá manni gamla félaga í andanum. Það gerir lífið og starfið líka. Og við það sættir maður sig bet- ur. Nú á dögunum fékk ég bréf í Kópavoginn póstsett í Reykjavík frá virðulegum embættismanni og spekingi frá fornum dögum okkar Steins og Leifs heitins Har- aldssonar. Hann heitir Karl Strand og var og er áhuga- maður um listir og menning- armál.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.