Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Qupperneq 6
Bolli Gústavsson í Laufási Þrjú Sólmánaðaljóð Á gangdögum Bringuhvítir blikar bruna inn vog, keifa yfir kamb, kalla: úa, úa! Hæglátar huga kollur að hreiðurstað. Jónsmessa Fuglakliður í kjarri laufgræn birta; angar voðfelld mold. Seljumannamessa Strýkur gola gras, götur horfnar; dengir bóndi Ijá. Egill Helgason India Song á meðan hann skrifaði í sandinn í fjörunni neðan við knossos gekk hún um með brjóstin ber gullsprergt hárið dansaði í blænum þau tignuðu hvort annað á bökkum gangesár ást þeirra enda runnin úr myrkviðinu flaut með straumnum ofanfrá mekong nú eru þau flutt útí eyjarnar tennissinn endurómar um auðar grasflatir þegar kvöldsett er kokteilar hvít föt hinn unaðslegi leiði hún baðar sig í sjónum á nóttunni eins og hvítfyssandi öldur og bárur viti eitthvað um afdrif hans Voltaire, 1981. Olíulitir á plötur og leirtau. JULIAN SCHNABEL Eftir kreppu í myndlistarheiminum er hann óskabarn augnabliksins fyrir vestan og málar á brotiö leirtau, flauel og loöskinn. Af yngri kynslóð myndlist- armanna í Bandaríkjunum er Julian Schnabel óefað sá kunn- asti núna; hann er þó aðeins 29 ára gamall og hefur geysilegan meðbyr þessa stundina. Hann er afskaplega umdeildur listamað- ur í heimalandi sínu, en frægð hans og frama má rekja til kreppu í myndlistarheiminum. Sú kreppa endaði með því að olíumálverk var hafið til vegs og virðingar á nýjan leik, en undir ýmsum nöfnum: Neo Express- jónismi, Ný fígúrasjón, Hinir nýju villtu og hér á íslandi hef- ur þetta verið kallað nýja mál- verkið. Þessi uppspretta varð í Evrópu og síðar hefur stefnan átt fylgi að fagna meðal banda- rískra málara og þá er Julius Schnabel gjarnan nefndur til dæmis. Minimal-list og konsept höfðu þá gengið sér til húðar, vestan hafs sem austan og Schnabel var svo heppinn að vera á ferðinni með nýstárlegar tilraunir, þegar ríkjandi list- stefnur voru komnar í blind- götu. Hann er rétt ein holdtekja ameríska draumsins: fátækur í gær — frægur og ríkur í dag. Schnabel er af gyðingaættum, en nafnið bendir til þess að upp- runinn sé einnig í Þýzkalandi. Fjölskylda Schnabels bjó í gyð- ingahverfi i Brooklyn í New Julian Schnabel lítur út eins og glímukappi og vann fyrir sér sem kokkur og leigubílstjóri þar tii sól frœgöarinnar tók aö skfna honum. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.