Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Page 7
York þar til Julian var 15 ára.
Þá fluttist hann með foreldrum
sínum til Brownsville, sem er
smábær á bökkum Rio Grande,
syðst í Texas. Það voru mikil
viðbrigði frá New York og Juli-
an þjáðist þar af einmanaleika.
Hann þótti annars kraftmikill
og hress strákur; er stór vexti og
kraftalegur. En stráknum frá
New York gekk ekki vel að kom-
ast inn í klíkurnar í Brownsville
og í einveru sinni fór hann að
mála. Sextán ára var hann kom-
inn til Kaliforníu og hélt áfram
að mála — oft voru það myndir
með pólitísku ívafi — og hann
virðist ekki hafa skeytt neitt um
þær stefnur, sem þá voru mest í
hávegum hafðar. Að loknu
menntaskólanámi þreytti hann
inntökupróf í listaskóla í New
York, Whitney Independent
Study Program — og var einn
af þeim 15, sem valdir voru af
100 umsækjendum.
Að náminu loknu bjó Schnab-
el áfram i New York og vann
fyrir sér með leigubílaakstri
meðal annars. Árið 1975 fluttist
hann aftur til Texas og þar hóf
hann að gera tilraunir með alls-
konar efni á myndflötinn og
fyrstu einkasýningu sína hélt
hann í Contemporary Arts
Museum í Houston. Ekki seldist
þar ein einasta mynd.
Schnabel sneri enn á ný til
New York. En það virtist ekki
nokkur möguleiki á að vinna
fyrir sér með listinni. En hann
var hress og tók því sem að
höndum bar. Áður en langt um
leið var hann orðinn kokkur í
veitingu lúsinu Ocean Club.
Enginn sérstakur kokkur —
segir eigandi veitingahússins,
en hann var málglaður og boru-
brattur.
Næst setti Schnabel kúrsinn á
Evrópu; var um tíma í París og
á Ítalíu. Hann var farinn að ef-
ast um framtíðina á þessu plani
þegar hann sneri heimleiðis og
enn varð hann kokkur; nú í
Greenwich village. Þar kom
hann á þeirri skipan í samráði
við eigandann, að listamenn
gátu fengið að éta í skiptum
fyrir teikningar. Sjálfur hélt
hann áfram að mála og það var
á þessum stað, sem hann komst
í kynni við Mary Boone, sem þá
var að koma á laggirnar nýjum
sýningastað. Mary Boone hefur
verið kynnt hér í Lesbók, en hún
er ung og fögur og kom eins og
eldibrandur inn í þennan hrika-
lega frumskóg, sem myndlist-
armarkaður New York-borgar
er. Bara á Manhattan eru meira
en 400 gallerí. En Mary Boone
var útsjónarsöm og komst inná
einn aðal kónginn í frumskógin-
um, Leo Castelli. Síðan hefur
henni gengið afburða vel, enda
þótti hún frá upphafi þefvís í
betra lagi og strax við fyrstu
sýn kvaðst hún viss um að geta
gert sér mat úr verkum Julian
Schnabels. En það gerðist þó
ekki fyrr en tveimur árum síðar.
Á meðan brá Schnabel sér til
Spánar til að drekka í sig Evr-
ópukúltúrinn og hreifst mest af
arkitektinum Gaudi, sem var al-
veg sér á parti. Og Schnabel var
einmitt staddur í Barcelona
þegar hann fékk gullvæga
hugmynd, sem markaði tíma-
mót á ferli hans: Diskar, sem
límdir væru heilir eða brotnir á
myndflöt og síðan málað yfir
allt saman. Heimkominn til
New York fór hann beina leið í
verzlun Hjálpræðishersins, þar
sem hægt var að fá ódýrt leir-
tau. Hann fyllti heilu kassana af
leirtaui og hóf að líma diska á
plötur. Yfir það málaði hann
líkt og hann var vanur að mála á
léreft. „Mér fannst ég hafa beðið
eftir þessu allt mitt líf,“ sagði
hann seinna. Aldrei hafði hann
gengið sælli til hvílu en eftir
þann dag. Og um nóttina vakn-
aði hann við að diskarnir losn-
uðu af fletinum og duttu í gólfið.
En það var bara tæknilegt
vandamál, sem auðvelt var að
bæta úr. í nóvember 1979 hélt
Schnabel sína fyrstu sýningu á
myndverkum af þessu tagi og
vakti þá strax verulega athygli.
Ekki gat þetta uppátæki samt
talizt nýtt af nálinni. Margir
höfðu gert hliðstæðar tilraunir
— meira að segja höfðum við
séð þær hér á Islandi löngu áður
í myndverkum Braga Ásgeirs-
sonar. Það sem kannski var ný-
stárlegt hjá Schnabel var, að
hann málaði alveg fígúratíft
ofan á diskana og diskabrotin.
Síðar hafa aðrir málarar reynt
það sama — ekki með leirtaui,
heldur einhverju öðru. Mér er
til dæmis minnisstæð geysistór
mynd á Documenta-sýningunni
í Kassel á síðasta hausti, þar
sem Tékkinn Jiri Dokupil hafði
límt mörg hundruð bækur á
myndflöt og málað síðan andlit
ofan á allt saman.
Síðan hefur Schnabel fært út
kvíarnar á þann hátt, að hann
málar á fleti þakta með flaueli
og jafnvel loðskinnum fyrir
utan leirtauið. í vaxandi mæli
hefur hann orðið expressjónisti
og ef til vill eru það áhrif frá
nýju hreyfingunum í Evrópu.
Það er samt ekki auðvelt að
flokka Schnabel. Hann er engan
veginn hreinræktaður express-
jónisti — myndlistarmaður sem
afneitar hinni hefðbundnu
notkun á lérefti sem grunnefni
— en málari samt. Velgengni
sína getur Schnabel mælt í doll-
urum. Ekki er langt síðan hann
fékk 2000 dollara fyrir mynd, en
nú bíða söfn og safnarar eftir
því að hann láti eitthvað af
hendi rakna — og nú þýðir ekki
að nefna minna en 40 þúsund
dollara fyrir mynd.
Von er að spurt spurt sé:
Hvað er svona merkilegt við það
að líma upp leirtau? Er Julian
Schnabel góður málari, þegar
öllu er á botninn hvolft? Burt-
séð frá diskunum, brotnum eða
heilum, er sumt af því sem ég
hef séð eftir Schnabel frísklegt
og allgott í lit, einkum það sem
hann hefur unnið ákveðnar und-
ir merki expressjónismans nú
uppá síðkastið, en um það hef ég
því miður ekki dæmi hér. Þær
myndir, sem hér fylgja með eru
frá 1980 og 1981. Eg held samt,
að styrkur hans sem málara sé
engan veginn í hlutfalli við þá
frægð, sem auglýsingamaskínur
markaðarins hafa búið honum.
Gísli Sigurðsson
7