Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Side 15
Straumlínan endurbætt: Audi 100 er með vindstuöulinn 0,30, sem er sá lægsti sem náöst hefur á fólksbflum. Audi 100 aö innan: Vel formuö sæti en stinn. MælaborÖ og annaö aö innanverðu er samkvæmt þýzka skólanum og hefur geflð góöa raun. á hefðbundinn hátt og hef ég ekkert við það að athuga, utan eitt: Ljósarofinn, sem er í stöng vinstra megin við stýrið, vill þvælast fyrir stefnuljósastöng- inni, sem er sömu megin, en fjær. Fyrir nokkrum árum hefði svo stór bíll verið mun þyngri. En nú hefur sú þyngd náðst niður með því að nota sérstaklega styrkt ál, fíbergler og plast þar sem járn var notað áður. Þetta eru þau efni, sem bílaiðnaðurinn mun nota í vaxandi mæli í fram- tíðinni og er einn liðurinn í þeirri viðleitni að gera bíla sparneytnari. Það er rétt straumlína einnig og Audi 100 sýnir og sannar að bíll með lægsta vindstuðul þarf alls ekki að vera lágur undir loft. Þegar meðalmaður situr á venjulegun hátt undir stýri, hefur hann þverhandar hæð frá höfði og upp í loft. Audi 100 er með dýrari bílum í efri milliflokki nú sem stendur — en hann er þeirra stærstur og hann er einnig þeirra spar- neytnastur. Frágangurinn er að hætti Þjóðverja; sem sagt pott- þéttur. Og þar að auki er fram- hjóladrif. Það er sumsé heilmik- ið í boði og þá er ótalið frábært útlit, sem áreiðanlega á eftir að verða tekið til viðmiðunar í bíla- iðnaðinum. Að öllu samanlögðu verður að telja að Audi 100 sé vel kominn að sæmdarheitinu bíll ársins. Audi 100 CC — bfll ársins samkvæmt kjöri sérfræöinga bflablaöa í Evrópu — einhver bezt teiknaði bfll, sem sést hefur GS lengi. í baksýn: Lágmynd Sigurjóns Ólafssonar af saltfiskvinnu. Audi 100 CC Samanburður á verði Þegar talað er um bfla í efri milli- flokki er einkum átt við stærð og rúmtak, en í aðalatriðum haldast stærð og verð í hendur. Þá er veru- legur verðmunur á algengustu fólks- bflunum í þessum flokki, þar sem lengdin er 4,60—4,90 og breiddin 1,70—1,80. Miöað er við sjálfskipt- ingu. Peugeot 505 Volvo 240 Saab 900 Citroen CX 20 Opel Record BMW 520i Audi 100 CC Toyota Crown þús. 451 485 481 492 520 640 650 667 Bíll ársins í Evrópu og enn ein rósin í hnappagat þýzkra bílasmiða Stærðin skipar Toyota Crown í þennan flokk, en ef til vill vilja Jap- anir fremur flokka hann með lúx- usbflum eins og Citroen CX 20 Pall- as, sem kostar 650 þús., Saab Turbo sem kostar 668 þús., Peugeot 604 sem kostar 700 þús. og Volvo 760 sem kostar 803 þús. Sökum hækk- unar dollarans hefur verið á amer- ískum bflum hækkaö svo að þeir mega heita út úr myndinni, en stæröin á öllum hinum nýju „inter- mediate“, sem þeir nefna svo, skipar þeim í efri milliflokk. Til dæmis má nefna aö Chevrolet Citation kostar 750—800 þús., Chevrolet Celebrity 950 þús., Malibu um 900 þús. og einnig Buick Skylark. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.