Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 12
Ríkarður Öm Pálsson
Vargaldarháttur
í hafnarmynni Reykjavíkur er viti
og varð manni oft gengið þar niöur á yngri árum
að renna fyrir laxa smælingja og smárra drengja,
er smeygja á krókinn marhnút og örlitlum ufsa.
Um dag einn í ágúst ég fann þennan gamla fiðring
og fór þangað aftur að rifja upp fengsælar stundir
og dável til glóðar þá hugði, er hafgolan kalda
við hafurtask endurfætt minntist, svo við hvein úr vestri.
Ég þrisvar til ónýtis agnið um loftið lét fljúga
og aldrei svo mikið sem narta réð kviksilfur ægis;
þá verður í fjórða kasti, að færið af bragði
með feiknarhraða sig norður af hjólinu tæmir.
Mig undraði stórum hve skriðsnörp sú skepna gat verið
og skima í áttina að Engey, á meðan ég byrja
að innbyrða aflann, hvort tún- eða flugfiskur einhver
af vangá í siglingafræðinni villzt hafi hingað.
Þá verður mér litið, er lemst um á bárunni handan,
að löndun mun hafin á svartbak úr hásölum vinda.
í þrálátri ætisleit, söddum af holræsissorpi,
varð síli úr plasti mávinum fullmikil freisting.
Hann leiftursnöggt vék sér á nefið og sporðrenndi spóni
og spekinni gleymdi, að oft kemur krókur mót bragði.
Hans stríð varð langt. Þó lengra hefði það orðið,
er línan slitnaði og fuglinn í austur tók reka,
ef hefði ég ekki af einhverju torræðu afli
þá enzt til að fylgjast með óvæntri bráðinni af landi.
Frá undorni að aftani, inn meðfram götunni Skúla,
í umferðarþyt rak hinn dauðvona varg undan vindi
við fullkomið fálæti allra, er óku þar fram hjá,
þótt fiðraðir kollegar heilsuðu uppá með goggi.
Að lokum að öruggu landi skolaði skepnu
og skreið upp á klöpp til að mæta örlögum sínum.
Eg stóð uppi á kambi um stund að kvikindi drepnu
og kveikti í pípu til að draga úr pirringi mínum.
Vorkvöld í Vesturbœnum
Er miðnætursólin kitlar föxin úti á flóa
og bítur grenjandi í sjónarrönd
þá víkur hugsuninni til kyrrahafseyja
þar sem einstaklingshyggja og innflutningæði
er óþekkt
en veluppalin afkvæmi sólarsona
silast hljóðlega framhjá eftir ástarbrautinni
í endalausri þulu úr bushido:
honda datsun kawasaki daihatsu mitsubishi mazda suzuki
_ ________ toyota.
Jenna Jensdóttir
Morgunn
í Helsingör
Eftir niðdimma nótt
næra hug minn
glampandi geislar sólar,
gleðja hjarta mitt.
Litfagur tínir lítill fugl
grænt lauf af trjánum,
fjaðraðir gára ungar flöt tjarnarinnar
er þeir leita fylgsnis í sefgrasinu.
Fimir verða fætur mínir
er fegurð dagsins hreyfir þáútí buskann.
Mikill er máttur jarðar sem lætur
dauðleika mannsins helgast Alvaldinu,
gefur moldinni græðing
við brautarsteina þegar sorgir græta,
ber frjónálar syngjandi náttúru,
stærstu nautn lífsins, mest alls.
RAI3I2
Um ríkisstjórnir
og fleira
Þar sem ég er utanflokka ípólitíkinni og
alveg laus við óskir um völd, er ég aldrei í
stjórnarandstöðu, heldur styð ég í hugsun
minni og orðum sérhvurja ríkisstjórn, sem
að völdum sest hvurju sinni.
Ástæðan fyrir þessu er sú, að ég trúi
öngvu öðru en því, að allar ríkisstjórnir
telji það æðstu skyldu sína að stjórna landi
oglýð sem best. Valdhafinn er því ávallt
minn maður, einkum ef hann lætur mikið
að sér kveða, svo að fréttamenn blómstri og
það verði stórar fyrirsagnir í dagblöðum.
Takk fyrir.
Hlutverk ríkisstjórna er að mínum dómi
aðeins eitt: að stjórna. Vegna hinnar ríku
tilhneigingar minnar til að styðja ríkis-
stjórnir og vænta mikils árangurs af verk-
um þeirra, verða sennilega fáirjafn oft
fyrir vonbrigðum með ríkisstjórnir og ég.
Ævinlega skulu þær bregðast trausti mínu,
þegar á þær reynir, oftast löngu áður en
kjörtímabilið rennur út. Yfirleitt láta þær
fljótlega undan skömmum og hótunum og
hvurs konar yfirgangi péturs eða páls,
hörfa frá stefnuskrám sínum og góðum
áformum, líða öðrum að reyta af sér völdin
íþessu eða hinu máli, reyna að firra sig
ábyrgð með því að gera ekkert, nema leita
fyrst „samráðs“ við einn sérhagsmunahóp-
inn á fætur öðrum, og vita þo að „samráðið“
gengur ævinlega þvert á stefnuskrá þeirra
og skyldu: að stjórna landi og lýð. Ég vil
miklu heldur þola harðleikna ríkisstjórn en
huglausa. Ekkert er fyrirlitlegra í mínum
augum en kjarkleysi leiðtoganna — ótti
þeirra við óvinsældir og atkvæðatap. Hvur
ætli beri virðingu fyrir hræddum leiðtoga ?
Ekki ég. Leiðtogar eiga að standa eða falla
með verkum sínum. Ríkisstjórnir eiga að
deyja standandi eins og hetjan Erminrekur
í rímum ömmu minnar, en halda velli og
völdum, hafi þær unnið til þess að dómi
meirihluta kjósenda.
Ég endurtek: Sérhvur ríkisstjórn er mín
ríkisstjórn — meðan hún stjórnar, en ekki
grænfriðungar og forsetar smáhópanna.
Mér er öldungis sama þó að einhvurjir úr
félagsfræðideild úrskurði mig vegna þess-
ara ummæla, annað hvort fasista eða
kommúnista.
Svolítið er það skrýtið að mínum dómi,
að enn skuli Sunnlendingar ekki hafa feng-
ið nothæfan akveg að þessari einu höfn,
sem fyrir finnst á allri strandlengjunni frá
Hornafirði vestur á Reykjanes: Þorláks-
höfn. Frá Hveragerði suður á Þrengslaveg
er ekki nema mjó og holótt jeppabraut, en
þá braut verða Sunnlendingar að aka, ef
þeir eiga að komast til eigin hafnar. Stund-
um er þessi braut jafnvel eina samgöngu-
leiðin til Reykjavíkur, það er að segja þegar
Hellisheiði lokast á vetrum vegna snjó-
skafla eða blindöskubyls. Alltaf eru ein-
hvurjir þingmenn og frambjóðendur að lofa
slitlagi, en það kemur bara ekki. Það er eins
með slitlagið og brúna yfir ósinn; leiðtogar
hafa tæplega undan að svíkja gefin loforð
um brúna og boðlegan veg meðfram björg-
unum milli hraðbrautanna tveggja: Suður-
landsvegar og Þrengslavegar. Ætli græn-
friðungar og umhverfisverndarmenn séu á
móti nútímavegi á þessari leið? Kannski
þeir vilji helst hafa reiðgötur þarna, svo
menn geti um eilíf ár haldið áfram að
syngja: „Ólafur reið með björgum fram,
villir hann, stillir hann“? — Eg veit það
ekki.
Hins vegar heyrði ég nýlega í útvarpinu,
að Austfirðingar séu að búa sig undir að
bora göt á fjöll sín og búa til sinn prívat-
hringveg á þeim slóðum, til þess að fimm
eða sex bændur Mjóafjarðar komist í betra
samband við höfuðborg sína, Egilsstaði og
hafnirnar tvær: Seyðisfjörð og Norðfjörð.
Strax létu Vestfjarðajarlar í sér heyra og
boðuðu gat á Breiðadalsheiði og Botnsheiði.
Þeir hafa ekki gleymt sögunni af Búkollu,
þessir öðlingar: skessunni sem boraði gat á
fjallið í eltingaleik við kusu og strákinn.
Því miður fór illa fyrir skessunni — að
hún skyldi verða föst í sínu eigin fjallgati.
Engin ástæða er þó til að óttast, að sagan
endurtaki sig í Mjóafirði; tækninni hefur
fleygt fram, það eru til miklu betri verk-
færi núna heldur en „stóra borjárnið hans
föður þíns“. — Betri? — Jú, að vísu, þó ekki
á öllum sviðum: Ekki mun lengur vera til
svo stórt naut í landinu, að þaðgeti íeinum
teyg drukkið upp allt vatnið í Ölfusárósum,
svo að Eyrbekkingar og Stokkseyringar geti
gengið þurrum fótum út í Þorlákshöfn og
aftur til baka heim með sjávaraflann sinn.
Þeir munu því enn, meðan Austfirðingar og
Vestfirðingar bora göt á fjöllin, verða að
lifa í voninni um brúna, enda eru ekki nema
tæp 30 ár síðan Jörundur þingmaður fékk
samþykki fyrir henni á alþingi.
Guðmundur Daníelsson
12