Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Side 13
Rabelais FIMMTÁNDI KAPITULI Hvernig Gargantúi var færður til annarra uppfræðara Þá varð föður hans ljóst að hann tók ekki neinum framför- um þrátt fyrir það að hann stundaði námið mjög vel og lá næstum alltaf yfir bókunum. Og það sem verra var: hann varð sífellt aulalegri og einfaldari, dreymnari og dauðheimskari. Þegar Grandgussi kvartaði yfir þessu við don Filipus des Marais, vísikóng af Papeligosse, fékk hann það svar að drengn- um kæmi betur að læra ekki neitt heldur en að lesa slíkar bækur hjá þvílíkum meisturum, því lærdómur þeirra væri hégóminn einber og viska þeirra eins og tómur glófi: hún afvega- Ieiddi góða og göfuga hugi og spillti hverjum æskublóma. Þessu til sönnunar, sagði don Filipus, skaltu taka hvaða ung- an mann sem er nú á dögum, sem hefur aðeins stundað nám í tvö ár, og ef hann hefur ekki betri dómgreind, betra orðaval, betri framsögn en sonur þinn, og betri framkomu og háttalag í samkvæmum, þá geturðu bí- nefnt mig grobbarann frá La Brenne. Þessi uppástunga líkaði Grandgussa mætavel og hann mælti svo fyrir að eftir henni skyldi farið. Þetta kvöld kom Des Marais með skósvein sinn ungan til snæðings; hann var frá Ville- gongis, Eudemon að nafni, svo vel greiddur, svo vel klæddur, svo vel snyrtur og svo fágaður í háttum sínum að hann var lík- ari engli en manni. Svo sagði hann við Grandgussa: Sjáðu þennan unga pilt? Hann er ekki enn tólf vetra. Jæja, ef þér þóknast þá skulum við sjá til hvaða munur er á þekkingu þinna afgömlu óvit- röklegu bullukolla og unga fólksins nú á tímum. Grandgussa líkaði tilraunin, og hann fyrirskipaði skósveinin- um að halda framsögu. Þá reis Eudemon á fætur, að fengnu leyfi meistara síns, téðs vísi- kóngs; hann hélt á höfuðfatinu í hendinni, hafði opinskáan svip (©argantúí Hin stór- hrikalega œvisaga Gargantúa hins mikla föður I*an tagrúls forðum sett saman af meistara Alkófrýbasi 7. hluti Þýðandi: Erlingur E. Halldórsson og rauðar varir. Öruggur í fasi beindi hann augunum af æsku- djörfu hóglæti að Gargantúa, og tók að lofa hann og vegsama, í fyrsta lagi fyrir dygðir hans og góða siðu, í öðru lagi fyrir lær- dóm hans, í þriðja lagi fyrir ætt- göfgi hans, í fjórða lagi fyrir lík- amsfegurð hans, og í fimmta lagi hvatti hann Gargantúa innilega að sýna föður sínum virðingu í hvívetna vegna þess mikla kapps sem hann lagði á að afla honum góðrar menntunar. Að síðustu bað hann Gargantúa vinsamlegast að ráða sig sem hinn sísta á meðal þjóna hans, því annarrar gjafar æskti hann ekki af himnaföðurnum en að verða þeirrar náðar aðnjótandi að mega veita honum velþegna þjónustu. Ræðu þessa flutti hann með svo hárréttum til- burðum, með svo skýrri fram- setningu, á svo litríku máli og góðri latínu, að hann virtist keimlíkari Grakkusi, Cicero eða Emilíusi fornaldarinnar heldur en ungum pilti núlifandi. En Gargantúi kunni ekkert betra svar heldur en að fara að belja eins og kýr. Hann faldi andlitið í húfunni, og það var óhægara að toga út úr honum orð en fret úr dauðum asna. Við þetta varð faðir hans öskureiður og vildi lumbra á meistara Jobelin. En Des Mara- is forðaði honum frá því með snjöllum fortölum sem hrifu hann svo sterkt að reiðin sjatn- RABELAIS 1494—1553 Hið gamla — hið nýja Fyrirlitning Rabelais á aka- demmunum 1 Sorbonne (sófist- unum) var ekki einskoröuö við háskólann. Áhrif þeirra voru á öllum sviðum menntalífsins og kirkjunnar; þegar í skóla kynnt- ist hann fræðiritum þeirra og valdi, enda notar hann ætíð reynslu sína til að draga að þeim dár, þ.e. draga upp nákvæma mynd af þeim og hátterni þeirra. En þrátt fyrir það að hann hafði orðið illilega fyrir barðinu á þeim (allar bækur hans voru bannfærðar stuttu eftir útgáfu), þá er fyrirlitning hans háðsleg ogglaðvær en ekki heiftúðug eða beiskjublandin, hann spottar þá á líkan hátt og munklingana sína (les petits moynetons), sem hann þekki svo vel frá klaustur- árunum. Þeir voru úreltir. Þetta kemur berlega fram í „Garg- antúa", þegar Grandgussi ræður til sín doktor og sófista, meist- ara Túbal Holofernes, til að upp- fræða risann son sinn: „hann kenndi honum staf- rófið svo vel að hann gat þulið það utanbókar afturá- bak; og það tók hann fimm ár og þrjá mánuði. Þá las hann honum fyrir Donatum (latnesk málfræði), Facet- um (um borgararétt), Teo- dolum (ritningin borin sam- an við goðsögur) og Dæmi- sögur Alanusar (siðaboð í bundnu máli), en þetta tók hann þrettán ár, sex mán- uði og tvær vikur.“ (14. kap.) „Þá varð föður hans Ijóst að hann tók engum fram- fórum enda þótt hann stundaði námið mjög vel og lá næstum alltaf í bókun- um. Og það sem verra var: hann varð stöðugt aulalegri og einfaldari, dreymnari og dauðheimskari.“ (15. kap.) í lok miðalda voru það einkum tvö kenningakerfi sem nutu hylli valdsmannanna: nominalismi Williams Ockhams og scotism- inn, kenndur við Duns þann Scotus sem Rabelais er sífellt að hnýta í, og hafði verið stolt Fransiskusar-munka (reglu- bræðra Rabelais) allt frá því á 14. öld. Ockham mátti hinsvegar kallast æðstiprestur hinna lærðu, þ.e. þeirra sem kunnu að lesa, efndu til rökdeilna og áttu aðgang að bókum í klaustrum og söfnum. Samkvæmt ochkamism- anum, sem var uppreisn gegn heilögum Tómasi af Aquinas er vildi færa skynsamleg rök fyrir trúnni, þurftu menn engan veg- inn að skilja það sem þeir trúðu, öðru nær: þeir máttu ekki reyna að skilja það og urðu að sætta sig við að kennisetningin væri óskiljanleg. Því að það sem menn skilja er ekki frá guði. Þegar Grandgussa hafði skil- ist að kennsla sófistans væri verri en engin, fékk hann syni sínum nýjan kennara, Ponokrat- es, sem var lærður í fræðum húmanista: „Gargantúi vaknadi nú klukkan fjögur á hverjum morgni, og á meðan hann var strokinn voru honum lesnir nokkrir kaflar í Heil- agri ritningu, hátt og skýrt, aði. Þá bauð Grandgussi að sóf- istinn skyldi fá kaupið greitt, og að hann skyldi látinn hvolfa í sig einni eða tveim krúsum með fínu sófista lagi; en því næst gæti hann farið til fjandans. Að minnsta kosti þennan dag- inn, sagði hann, verður hann ekki mikill útgjaldabaggi fyrir gestgjafa sinn, ef svo fer að hann deyr eins og fullur eng- lendingur. Þegar Jobelin var kominn út úr húsinu ráðgaðist Grandgussi við gestgjafa sinn, hvaða meist- ara skyldi fá drengnum. Þeir ur- ðu ásáttir um að Ponokrates, kennari Eudemons, skyldi fá stöðuna, og að þeir skyldu allir saman halda til Parísar til að kynna sér hvað ungir menn lærðu í Frakklandi um þsér mundir. SEXTÁNDI KAPITULI Hvernig Gargantúi var sendur tii Parísar, um hryssuna risavöxnu sem bar hann, og hvernig hún út- rýmdi uxaflugunni í La Beauce Á því sama misseri sendi Fay- oles, fjórði konungur Númedíu, Grandgussa úr löndum Afríku þá mestu og risavöxnustu hryssu sem um getur, og einnig hina skrýmslislegustu (svo sem þið vitið fullvel eru stöðugt að koma fram ný og ný kynjadýr í Afríku). Hún var á stærð við sex fíla, hófar hennar voru klofnir í tær eins og hófarnir á hesti Júlí- usar Cesars, eyru hennar héngu eins og á geitunum í Languedoc, og lítið horn á lendinni. Húð hennar var að öðru leyti rauð- brún og brennd, með grá- flikróttum doppum, og það sem meira var: tagl hennar var hið hroðalegasta því það var jafn stórt, svona hérumbil, og turn- inn hjá Sankti Mars-þorpi, í nánd við Langes, 1( og eins fer- kantað; og brúskarnir í því voru að öllu leyti eins broddóttir og hveitiöx. Ef þessi lýsing furðar ykkur þá mun ykkur furða enn meir á því sem ég segi ykkur um dindil- inn á hrútnum í Skýþíu,21 sem vó meira en þrjátíu pund, eða um dindilinn á kindunum í Sýr- landi, en við rassinn á þeim (ef Thenaud fer með rétt mál) þarf með framsögn sem þeim hæfði. Síðan fór hann á af- vikinn stað að losa sig við eðlileg úrgangsefni, og það endurtók kennarinn fyrir honum það sem hafði verið lesið, og útskýrði myrka og torskilda staði. í bakaleið- inni virtu þeir fyrir sér fest- inguna, hvort hún væri eins og þeim hafði sýnst hún vera undanfarandi nótt... Að því búnu var Gargantúi klæddur, kembdur, liðaður, snyrtur og parfúmeraður, á meðan lexíur gærdagsins voru rifjaðar upp fyrir hon- um... Þar næst héldu þeir ... út á engið þar sem þeir hófu boltaleik eða tennis eða hornaleik, og þjálfuðu þannig líkama sína eins og þeir höfðu áður þjálfað hugi sína..." (23. kap.) 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.