Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Side 4
minnir mig hraðlestin héti og má þó vera að leiðin sem
hún fór hafi verið enn flóknari en nafnið bendir til. Trúi
maður ferðabæklíngum er betra að fara í aungva ferð,
en vera kjur og lesa þá sér til skemtunár heima hjá sér.
Rúmenía var eitt af þeim löndum Evrópu þar sem ég
hafði aldrei komið; þekti hvorki þjóðina né túngumálið,
lífið né peníngana, matinn né vínið, aðeins skáldið og
öðlínginn Zaharia Stankú sem ég hafði kynst á alþjóða-
þíngum friðarmanna í París Róm og Moskvu. Þegar þar
kom að greiða skyldi fyrir kvöldverðinn í rúmenska
veitíngavagninum milli Vínar og Búkuresti, sagði yfir-
maðurinn að þeir tækju ekki við útlendum peníngum
hér: Það er ólöglegt.
Undirritaður: Ég er útlendíngur og þessvegna hef ég
útlenda penínga. Hvort viljið þér heldur mark eða doll-
ar?
Ég verð settur í fángelsi ef ég fer að hafa bánkavið-
skifti í lestinni, sagði þessi einkennilegi lestarbryti. En
ég get lánað yður fyrir dinner.
Allright, thank you, no, sagði ég.
Annars verð ég að biðja yður að bíða á næstu stöð á
meðan ég kalla á lögregluna, sagði hann.
Meðan ég var að hlusta á brytann bera saman bæk-
urnar við einhverskonar yfirvald, sneri sér að mér borg-
aralega klæddur stútúngskall roskinn, samfarþegi
minn, dálítið útþvældur, mæltur á skrýtilegri djöfla-
þýsku og segir við mig:
Mætti ég bjóða herranum að borða?
Spurníng mín: Hvurnin þá?
Ja, reyndar er ég búinn að borga frammí eldhúsi fyrir
matinn sem þér voruð að borða áðan, segir karl. Svo það
er alt í lagi. Það voru sex mörk.
Nú var skotið á fundi með yfirmönnum lestarinnar og
hernum, og þessi gamli kristilegi þýskari, eftirlegukind
úr einhverju ómerkilegu stríði, og tilheyrði gleymdu
minnihlutaþjóðerni í Rúmeníu, hann var ekki yfir-
heyrður þó hann hefði bersýnilega drýgt glæpinn. Lög-
reglan sneri sér að mér og spurði:
Viljið þér gera svo vel að hlýða á það sem vér erum að
segja.
Eg sagðist vera gestur rúmensku ríkisstjórnarinnar
og á hennar ábyrgð. Gerið svo vel að snúa yður þángað.
Þeir sögðust mundu sjá um að ég feingi gjaldeyri
minn endurgreiddan á morgun.
Hvaða gjaldeyri? Einginn skuldar mér penínga hér,
sagði ég.
Fyndni er ekki tekin gild af embættismönnum á
járnbrautum; því síður hjá hernum. Afturámóti kallaði
herforínginn á yfirmenn sem voru enn hærri og gáfaðri
en hann: generálar, gott ef ekki geimfarar. Þeir mæltu á
margflókna túngu sína um stund og ég hélt áfram að
lesa blaðið þángaðtil forínginn sagði bæði á frönsku og
þýsku: gera svo vel að taka eftir því sem við erum að
segja.
Eg sagðist enn vera útlendur maður og gestur ríkis-
stjórnarinnar i Búkarest og hefði ekki umboð til að taka
við fyrirskipunum hér.
Þá sté fram aftur þessi rúmenski fornaldarþjóðverji
og sagði eitthvað við mennina.
Eftir samtalið við kallinn kom herforínginn og gerði
honnör: þetta mál verður afgreitt í ráðuneytinu á morg-
un, sagði hann. Síðan var gerður meiri honnör og skildu
menn sáttir að kalla.
Halldór Laxness og Auður kona hans taka á móti gestum á áttræðisafmæli skáldsins.
2
Koman til Búkarest gerðist á þeim tíma sólarhríngs
sem mörgum þykir ömurlegur: rúmlega 5 að morgni.
Komnir voru á vettváng háttvirtir grútsyfjaðir full-
trúar úr stofnunum menníngarviðskifta við útlönd, svo
og úr rithöfundafélaginu auk manna úr menntamála-
ráðuneytinu og heimsfriðarhreyfíngunni; og síðast en
ekki síst tilvonandi túlkur minn, virðuleg dama að nafni
frú Prófeta, prófessor í ensku.
Þetta fólk ók mér þúnglamalega í myrkrum nætur til
Athanae Palace hótels, og var mér þar feinginn til
umráða salur með svefnkrók og fylgdi baðherbergi svo
stórt að nægt hefði til að lauga dinosaurus. Ekki hafði
ég sofið leingi þegar upphófst voldugur klukknahljómur
úr nálægri kirkju. Auðheyrt að það var sú blessaða
austurkirkja. Ég borðaði ögn af berjamauki sem hafði
orðið hér eftir, og fór síðan út að leita að þessari kirkju;
gekk á hljóðið. Dygðamenn sem þar bygðu, frömdu
messu sína fúlskeggjaðir í þúngum helgiskrúðum þeirra
grísku; þessir menn dependera í messuhaldi af fornkeis-
aralegu heimsveldi Býzantíum, ásamt þeim tóntegund-
um í músík, svo og kórónu og skeggi, sem þar heyrir;
messuklæði voru slík í viðhöfn að jafnvel þeim hjá
páfanum mundi ekki hafa orðið um sel. Það var einsog
maður væri lentur innanum þau sólkerfi þar sem séra
Matthías stóð þegar hann orti Ó guð vors lands, og
hafði mist alt samband við skapaða skepnu utan her-
skara einglanna.
Nauðsyn ber til að koma sér upp réttu hugarfari
gagnvart dagblöðum. Annars ertu glataður. Samt er
það ekki einhlítt í jafn skrýtilegri málblöndu og rúm-
enska er. Býzantínskir tónarar í kirkjusaung virðast
stefna með hávaða og óhljóðum að því að turna til
réttrar trúar þeim voldugum drotni Christo sem sann-
anlega hefur ekki hersveitir, en var heingdur upp milli
tveggja þjófa.
3
Tveir virðulegir herrar á mínu reki úr friðarhreyfíng-
unni komu að finna mig á hótelinu og hældu mér uppí
hástert sem stórkostlegum friðarbardagamanni. Ég
varð að drekka útúr bollanum til að hugsa um hvað ég
ætti að segja; datt þó ekki annað í hug en: „tyrkneskt
kaffi er best“. Ég fór að segja þeim frá því að ég hefði
vaknað við hávaða í morgun og notað tækifærið að fara
í kirkju. Þeim brá dálítið og sögðu: hversvegna?
Undirritaður: Margir segja um Drottin alsherjar:
Ekki til, ekki til. Aðrir segja: Það er betra að gá.
Annar friðarfulltrúinn, þýskumælandi skáld, svaraði
með upphafi á trúarlegu stringendó og brosti dapur-
lega: Dort wo du nicht bist, dort ist das Gluck.
Vonandi hefur hann ekki átt við okkur í friðarhreyf-
íngunni?
Kem ég aftur að því, að hinir háu gestir höfðu á milli
sín frú Prófetu, sem las bækur mínar, niðursokkin,
ásamt ríkisstjórn og almenníngi í Rúmeníu, og hafði
feingið það hlutverk að gerast stoð mín og stytta um
sinn. Þessi hátíðlega frú sagði fátt ótilkvödd, en settist
á stól til hliðar og lagaði ögn á sér hárið. Nú var slafrað
í sig tyrknesku kaffi sem líkist graut. Rúmenskt koníak;
ekki nógu sérfróður til að finna drykknum stað. Frúin
tók upp bréf frá járnbrautarstjórninni þar sem skýrt
var frá því að ég hefði af misgáníngi þríborgað máltíð
mína á lestinni í gær. Væri nú loks búið að afgreiða
málið og upphæðin hérmeð endurgreidd af járnbrautar-
stjórninni með samþykki ráðuneytisins. Ég sagði ekki
neitt til að verða ekki sakaður um að blanda mér í
fjármálaflækjur ókunnra ríkja. Þó skildist mér að als
mundi hafa verið borgað amk tvisvar fyrir umrædda
máltíð í lestinni; ef ekki þrisvar einsog skrifað stóð. Ég
sagði að mér þætti mjög fyrir því að hafa platað þessa
fátæku en vingjarnlegu járnbraut svo átakanlega útaf
einum róstbíf.
Lagfæríng á tímaskekkju hafði enn ekki fest rætur
svo um munaði í Rúmeníu, þrátt fyrir byltíngu. Það sem
olli útlendíngi furðu var stórfeld ferðaþjónusta í undir-
búníngi, samfara tugum hótela í skýkljúfastíl í smíðum
útum öll foldarból. Oft fram með fljótum. Önnur á
gulum söndum. Landið var ekki mjög vélvætt og lands-
bygðin enn heldur illa húsuð, segja dagbækur mínar; þó
óvíða annað að sjá á víðavángi en grænt gras, akra og
skóga; svo og furðu mikið af grindhoruðum hrossum og
var það eina undrið í Rúmeníu sem ég skildi ekki, —
landi þar sem alt er á kafi í grængresi utan Karpata-
fjöll.
4
Skýakljúfar þeir sem byltíngin var byrjuð að reisa í
grænum lágkúruplássum fornrar sveitasælu komu að
minstakosti jafnflatt uppá sveitamenn sjálfa einsog
hefði himinn borgarastéttarinnar hrapað oná jörðina.
(Tilraunir í vasabókarstíl)
EFTIR HALLDÓR LAXNESS
4