Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Síða 5
Því miður reyndust þessi hótel handa útlendum túrist-
um.
Gesturinn ók á stað í skoðunarferð ásamt með bíl-
stjóra, auk leiðángursstjórans Prófetu á helgidegi. Sól
skein í heiði samfara hvössum þurrum vindi mér áður
ókunnum. Hús bænda voru lágreist og fornfáleg, en
sólbaðsöld að dembast yfir þetta fólk; þó meir fyrir-
sjáanleg en byrjuð. Sveitafólk mjakaðist útúr bæum
sínum með börnin í halarófu dúðuð uppfyrir haus, og
settist í forsælu útundir vegg. Sumir báru með sér bekk
til að fá setið í ró og virt fyrir sér þessa einkennilegu sól
sem þeir höfðu kanski ekki tekið eftir fyren í marxism-
anum: nú átti þessi himnakroppur að fara að mjólka
peníngum handa ríkinu fyrir tilbeina útlendra ferða-
lánga sem kæmu til að liggja mannsberir á jörðinni.
Betri bændur sátu í kolsvörtum sunnudagafötum út-
undir vegg, konurnar dúðaðar í skuplur og sjöl til að
klæða af sér hitann. Almenníngur hér hafði sumsé enn
ekki fundið púðrið í sólinni, aðeins heyrt að þessi ein-
kennilegi himnakroppur væri allra meina bót, en trúði
því mátulega einsog öðrum sósíalistískum kenníngum;
gætti þess þeim mun vandlegar að hvergi kæmist sól-
arglæta að beru andliti fremuren öðrum líkamspörtum.
Fáfræði veldur því að mér skilst ekki glögt hvers-
vegna liðnar kynslóðir í Evrópu hafa allt frammá þenn-
an dag klætt af sér sólskin. Siðmenníng fornþjóða virð-
ist ekki hafa haft rúm fyrir „sólbað". Uppgötvun sólar
var ófullkomin. Sú bændaregla að klæða af sér sól var
tilamunda í gildi á íslandi á minni bernskutíð. Frú
Prófeta skýrði þetta svo: sólskin var fyrir byltínguna
talið yfirstéttarlúxus og algert eitur fyrir húðina á al-
menníngi. Oft hef ég síðan vonað í mesta hrossakval-
aralandi heimsins, Islandi, að alvaldið vildi grípa í
taumana og senda til Rúmeníu alla horaða og óham-
íngjusama hesta sem hjá okkur standa útá klakanum
veturna í gegnum og naga visin strá uppúr hjarninu.
1. maí. Dumbúngur. Hiti 15° á celsíus. Þeir aflýstu
skrúðgaungu þessa mikla hátíðadags og gáfu út snögg-
soðna yfirlýsíngu: hann rignir. Síðar gert heyrinkunn-
ugt að það gerði ekkert til því afmæli Flokksins væri
eftir viku hvort eð væri.
Úr því búið var að aflýsa skrúðgaungu 1. maí vegna
veðurs, og afmæli sjálfs kommúnistaflokksins auk þess
í sjónmáli, varð úr að frú Prófeta skyldi bæta mér þetta
upp og taka mig í ferðalag til Sinaia. Frúin var að sínu
leyti ekki sérfróð um innanhússerjur stjórnmálamanna
og hafði réttilega lítinn húg á öðrum heilsum en barna
sinna og bónda, auk pabba og mömmu. Hún sagði að hér
hefði verið feiknalega harður vetur í Rúmeníu árið sem
hún gifti sig. Þetta var ein af þeim látlausu prúðu
konum sem ógna öðrum konum með því að drekka vatn;
hæsta lagi ropvatn. Latneskar sagnir kann hún aftur-
ámóti allar rétt í myndum, háttum, tíðum og föllum.
Kókakóla þykir henni svo vont að hún kemur því ekki
niður. Segist aldrei hafa verið mikið fyrir bókmenntir
þó hún hafi lent í þeirri ógæfu að verða prófessor í
þeim. Ég samhrygðist. Hún sagðist eiga fult í fángi með
að ráða við andagiftina í fyrirskipuðum shakespeare-
textum sem hún kennir í mentaskólanum. Tóbaki sinnir
hún kvenna síst.
í Sinaia eru hallir þeirrar þýskrar konúngsættar sem
sat í fáeina ættliði að völdum í Rúmeníu; frú Prófeta
slumpaði á og sagði tvo eða þrjá. Frúin var eingin
viljandi brandarakona.
Þessar þýsku kóngsmyndir, sem svo átti að heita,
reistu hér einhverskonar hallareftirhermur í veiðikofa-
stíl, sagði hún. Þeir sóuðu fé rúmena í þessa ljótu
ofvöxnu þýsku kofa; lærðu ekki rúmensku fyren sá sein-
asti, prins Michael der Arme, en hann var rétt að byrja
í rúmensku þegar hann var rekinn úr landi; eða var
hann kanski heingdur; búin að gleyma því.
Jafnvel Karl Lupescu kunni ekki rúmensku nema
einsog sígauni.
Með leyfi frú, hvaða maður var það?
Það var nefnilega svoleiðis að fyrstur þýskur kóngur
sem var sóttur híngað til að stjórna hér, hann var
sveitarómagi af hohenzollernætt með tóman poka í
hendinni. Skömmu seinna var hann orðinn ríkasti mað-
ur landsins og grúfði yfir ríkisfjárhirslunni. Ættin fór
héðan stórrík. Michael litli kom hingað með
eina handtösku, en fór þegar hann fór
einsog ég sagði yður með tutt-
ugu járnbrautarvagna
af drasli í eftirdragi, sem hann stal hérna. Síðan giftist
hann einhverjum dönskum sveitarómaga af ættinni
parma (að hugsa sér að svona fólk skuli líka vera til í
Danmörku). Getur þetta verið rétt? (NB Svo uppskrifað
í vasabók eftir frúnni.)
Við borðuðum lunch með frægri leikkonu og teingda-
móður hennar sem er gift leikhússtjóranum franska.
Um kvöldið kyntist ég heimspekíngi frá Salóníkí og
grísku skáldi. Gríska skáldið var prófessor og kysti á
hönd þegar hann kynti sig fyrir Prófetu. En þegar hann
kysti mig einnig á hönd „parce que vous etez digne
qu’on vous baisse la main“ — þá fór mér ekki að verða
um sel; slíkt hefur ekki komið
fyrir mig áður né síðan.
2. maí: Skoðaði hallir konúnga
og geyma leifar af dóti sem ein-
hver hefur bersýnilega skilið eftir.
, Hályft herbergi, útskorin í hólf og
gólf, og virtist fígúruverkið vera
gert í maskínu og límt síðan inn-
aná loft og veggi; (ég vona að þetta
útflúr sé ekki úr lýsingu á annarri
höll). Daginn eftir stundaði ég enn
hallir: hvergi hefur samt orðið eft-
ir gull né gimsteinar þegar þessir
kauðar voru reknir út eða festir
upp. Gömul og góð regla að sá sem
ræður fyrir gálga eignist gullið og
gimsteinana.
Seinni höllin sýnu skárri, þar
sem Mikel bjó, reist í fúnkis,
kunnum þýskum flatarmálsfræði-
stíl frá kríngum 1930. Fúnkis fylg-
ir einlægt skemstu línu milli
púnkta og er í rauninni endur-
lausn frá frjálsum ósmekk keisara
og sígaunabaróna.
Frúin lagði eftirfarandi skjal
inn hjá mér til fróðleiks um kvöld-
ið (safnað, sett upp, ritað og und-
irritað með eigin hendi: frú Próf-
eta).
Viðvíkjandi Harman samyrkju-
búi:
685 fjölskyldur (3—4 í fjölskyldu)
Ummál 1400 hektarar
40 hektarar mais, hafrar, kartöfl-
ur, sykur rauðrófur
Mjólkurpeníngur 780 höfuð í fjósi
(400 mjólkurkýr)
1200 sauðfjár
600 endur
2000 gæsir
Akur, 90% véltækur
Kartöflur & rauðkál, 90% vélvætt
fjós
Eldsneyti, trjáviður.
Miðstöðvarhitun (ekki)
Vatn sótt í brunna
Fólk á sjálft hús sín.
Bíó, TV, klúbbhús, bókasafn,
heilsuhæli
Barnagarður og vöggustofa
Almenn verslunarbúð (3500
manns á búi)
Rétttrúuð kirkja (þ.e. grísk-ka-
þólsk).
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. JANÚAR 1984 5