Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 6
Landið á pörtum dálítið einsog í grösugasta landi
álfunnar, Póllandi; nema skógar og fjöll í fjarsýn. Þegar
ég ók í því landi, sem ég nú nefndi, undraði mig mest að
sjá bændur beita kú í bandi á þrautnagaða vegbrúnina;
ein af ráðgátum heimsins. Hörgull á mjólk gerði
mjólkurbörnum illa líft í landinu. { Póllandi þyrfti að
finna upp að búa til mjólk úr grasi án belju.
Hér í Rúmeníu kom mér Pólland í hug þegar ég sá
rúmenskan bónda teyma kú í bandi til beitar á vegbrún-
inni. Aðferðin virðist tilheyra heimsbyltíngunni.
Spurníng: Af hverju er þessi maður að láta beljuna
naga vegbrúnina — og hvar sem auga lítur allt í kríng,
ekkert nema gras?
Frú Prófeta: Hann á frí, you see. Þetta er prívatkýrin
hans.
Á þjóðveginum mætum við alskonar farartækjum þar
sem bændafólk situr í hrúku uppá vögnum sínum dúðað
upp fyrir haus í sólarbreiskjunni; minnir á rússneskar
sveitakonur; þó einginn skyldleiki á milli — nema Marx.
Spurníng: Af hverju dúðar fólk sig í sjölum og trefl-
um og sest ýmist uppá kerrur eða útundir vegg hjá sér á
svona björtum sumardegi?
Frú Prófeta: Af ýmsum orsökum; sumir reyna að aka
útúr þessum vindi sem þeir hafa ótrú á; aðrir klæða
einfaldlega af sér hitann: Ce sont des mélancoliques.
Kríngum stórhótel i smíðum við væntanlega bað-
strönd: hermenn með byssu.
Spurníng: Af hverju eru þeir að munda þessar byssur
hérna?
Frúin: Yður hefur missýnst, það eru mælíngatæki.
Bráðum mættum við þriðja soldátanum með byssu.
Ég spyr: Hvurn ætlar þessi nú að fara að skjóta?
Frúin: Oh, you see, this is the season for hunting
ducks here in Rumania (núna er stokkandavertíðin).
Undirritaður: Skjóta þeir fugla um varptímann?
Frúin: Yes, that is the best season.
Hjá öðru stórhýsi í smíðum útí mörkinni vörðu vopn-
aðir hermenn okkur leiðina.
Undirritaður: Hvað eru þeir að gera hér með hríð-
skotabyssur?
Frúin misti ráptuðruna sína á bílgólfið svo hún laukst
upp; hún svaraði ögn ríngluð: I don’t know
Gólfdúkar sem unnir eru á þessu víðlenda búi kosta
1000 dollara hver. Þetta er kvennavinna. Búðir hér þjást
af enn meiri vöruskorti en jafnvel í Póllandi; þó er fólk
síst dauflegra hér en þar. Sveitir eru bílfáar og nóg
pláss á vegum; þó helsti mikill hrossakerrudráttur og
geingur ökuþórinn frammeð einsog gert var við malar-
akstur í vegavinnu á íslandi á minni tíð; vitur hægfara
uxi er algeingur mótor. Ég hef bráðum séð of mikið af
horuðum hrossum um dagana í heimsfrægum algræn-
um lýðveldum. Það er einsog þessar bíllausu brautir
byltíngarinnar hafi kallað ‘á yfirnáttúruleg hross utan-
úr tóminu. Ef verið væri að keppa um hvor kæmist af
með færri bíla, Pólland eða Rúmenía, þá held ég Rúm-
enía mundi busta pólínamenn. Hér einsog annarsstaðar
í bílfáum löndum er byrjað að þeyta hornið alt hvað af
tekur ef ökumaður grillir hreyfíngu á brautinni í 5 km
fjarlægð, þó ekki sé nema hægfara boli fyrir kerru.
-Á Eftir útliti að dæma, og þrátt fyrir sveitamensku
'jl uppá gamla móðinn í öllum áttum, virðast flestir
3 hafa í sig og á; þó er ekki því að leyna að oft
bregður fyrir sveitamönnum frá annarri öld. í ein-
stöku plássi rekst maður án skýríngar á raunveru-
legan tötralýð, leppalúða, og heyrir bersýnilega til
kóngsríki því sem áður var, þegar bændur voru
virtir á við útigángspeníng; frúin sagði að
þetta mundu vera dulklæddir sígaunar á
skemtiferð. Mart af fólki er hér vel í meðallagi
frítt, en ekki svipmikið; sópar ekki að því; sumt
gæti hafa mist hús sitt aleigu og ættíngja í einu
lagi. Ég nenni ekki að spyrja frú Prófetu hvort
þetta gaungufólk sé að leita að ferðaskrifstofu ríkis-
ins. Frúin lítur á alt sem kraftaverk, ef það styrkir
mynd hugsjónarinnar; annað sér hún ekki. Þetta horf-
ir til vandræða hér í Rúmeníu, segir hún, einsog
hún sé að vandræðast yfir of miklum framför-
um. Þeir byggja og byggja alstaðar
þessi lúxushótel; velmegunin
er svona mikil. Sko þetta
barn að leika sér í út-
prjónaðri peysu
sólarhitanum.
Hversvegna mega ekki þessar hortruntur sem draga
bændavagnana bíta grasið?
Landið er ríkiseign, sagði frúin þurlega.
Kanski hefði ég ekki átt að spyrja svo í landi þar sem
vex grænt gras og horuð hross hvar sem auga lítur; líka
í skógum og á fjöllum. Sveitamönnum finst sólbað ein-
kenna útlenda oflátúnga. Þarf ekki að fara nema örskot
útúr Búkarest til að sjá bændur klæða af sér hita með
því að færa sig í eina úlpu í viðbót í sólskininu; og konur
gánga dúðaðar svo aðeins blánefið stendur útúr svartri
skuplunni. Hvaða lærdóm má draga af þessu?
Svar: Bændur sjá ekki sólina. Eða réttara sagt: vilja
ekki sjá hana.
Frá haglendi á heiðum uppi (örnefnið virðist slavn-
eskt) stendur eftirfarandi fróðleikur í dagbók minni til
viðbótar því sem ofan greinir: Einhverskonar sel. Þar lá
boli á bási sínum, eitt hið mesta kynbótanaut sem nú er
uppi á Balkan. Hann lygnir aftur augum, slefar hvítum
silfurþræði og bölvar í sífellu, en illindislaust og virðu-
lega, einsog við sjálfan sig. Stundum í hljóði. Ég sá
menn sjóða kjalarneskjúku útundir vegg; smalamenn.
Þegar þeir hafa seitt geitamjólk við hægan eld leingi
dags láta þeir hana í byttur og setja í hana kjak hvað
sem það þýðir (kanski hleypir). Þegar lokið er, sveipa
þeir kjúkuna í léreft, fergja síðan lauslega og pressa úr
henni ólekju. „Kjúku" sem á að geyma leingi selta þeir.
Við brögðuðum þetta hjá smölum. Súnt.
7
Veislan hjá vini mínum, höfundi Berfætlínga, Zah-
aria Stankú: göfugmannleg. Tólf manns. Við sátum
undir borðum í rúma fjóra tíma. Selskapurinn mikilsti
frönskumælandi, þó var einn gestanna talinn kunna 15
til 20 mál — sem er ögn villandi, hvíslaði þá annar: en
kanski þeir tali þau við sjálfa sig. Málakunnátta undir-
ritaðs nægði amk ekki til þess að ég skildi bofs í rúm-
ensku af samanburði við önnur mál; er hún þó samsett
úr fjórum og grundvöllurinn í henni latína. Sumir segja
að í útlöndum sé öruggara að vita ekki við hvern maður
er að tala í samkvæmum þá og þá; það kennir manni að
minstakosti að tala ekki af sér um nokkurn skapaðan
hlut við nokkurn mann. Hvern sem kann þessa reglu
skiftir ekki máli hvað hann segir í selsköpum. Verst ef
gesturinn fer að tala illa um þann ókunna Fúsintes sem
hann er að ræða við í svipinn, og svo vill til að það er
forsætisráðherrann.
Stankú-hjón mintust við mig góðrar viðkynníngar í
Moskvu fyrir 12 árum, svo og heimsóknar þeirra
Stankú-feðga hjá mér að Gljúfrasteini í fyrra. Sem
betur fer tókst mér ekki að komast að því hver sú
franska var sem sat vinstra megin við mig, og líklega
hefur verið þýsk, því aldrei sagði hún orð á frönsku né
ensku né öðru mér skiljanlegu máli, og allra síst á
þýsku; en skotraði augum af miklu uppgerðaráhuga-
leysi alt í kríngum borðið.
Stankú kallinn ber hátt meðal þeirra skálda er bækur
semja eftir einni af hinum vinsælli formúlum okkar
tíma, og kend við sósíalrealisma, félagsraunsæi; samt er
einhver áróðursblær á því að líkja þessum rúmena við
Gorkí. Mér sýnast skáldsögur hans um sígauna vera
hérna megin við hetjubókmentaforskrift kenda við sósí-
alrealisma. Hinn „gáfaði verkalýðsleiðtogi" Stalín
skildi frá upphafi að aðalsmerki sigurvegara á heims-
mælikvarða er ekki að slíta sér út á þínghaldi með
tilheyrandi pexi; drepum drepum, sagði líka sá íslenski
dánumaður Skuggasveinn. Það var mannbætandi að
hitta Stankú hér og hvar á leiðinlegum rithöfundaþíng-
um friðarsinna sem stundum voru einsog sjálfgeing vél;
stundum innbarinn krampi. Heima hjá sér var Stankú
alþíngismaður, stórhöfðingi, demókrat og öreigi. Sex
réttir á borðum; blini (þeas pönnukökur) með spínati,
súpa og fiskur, kalkúnssteik með grænmeti og salötum,
skyldug röð vína einsog á Vesturlöndum, terta úr eggj-
um rjóma og berjum, loks ferskir ávextir, kaffi konjak
og líkörar. Eg var svo heppinn að einn í samkvæminu
var viðskiftaráðherra landsins svo ég gat sagt söguna af
því þegar mér tókst ekki að kaupa mér að borða á
rúmensku alþjóðalestinni á dögunum, af því dollarar,
pund og mörk eru ekki gángeyrir í þessum heimshluta.
Og var að þeim brandara meir skemt sér og hærra
hlegið en nokkru öðru í þessu hófi; hversvegna? Kanski
taugaveiklun; þó voru menn málreifir. Aungu að siður
þótti mér merkilegt að dama úr hátoppi ríkisvaldsins
skyldi við borðið fitja uppá einhverri þvælu, sem allir
kunnu en einginn sinti um: geimfarir. Nema hvað ég
leyfði mér að hvá til að heyra betur oní þessa mikils-
virtu frú. Hún bætti við: Og nú eru rússar búnir að gefa
það út í radíó að Gagarín sé meiri maður en Alexander
mikli, Marco Polo, Kristófer Columbus og jafnvel —
Jules Verne.
Vous ca trouvez juste? sagði ég, því mér fanst ein-
hvernveginn að einhver yrði að segja eitthvað.
Oui, pour les enfants, sagði frúin.
Fleira heyrði ég því miður ekki minst á geimfarir í
Búkarest. Ég fyrir mína parta gat sagt frá því þegar ég
var staddur í New York í fyrra og Gagarín flaug þar
yfir borginni í spútniknum sínum. Kanar sögðu: Makes
you have a nasty feeling.
8
5. maí var ég í ógurlegu prenthúsi, Scanteia, reist í
stalínskum afmælistertustíl og gífurleg hetjustand-
mynd af marskálkinum í hjálpræðisherstreyu, reiðbux-
um og vasstígvélum, á blettinum fyrir utan. Þeir prenta
í þessu húsi hérumbil öll dagblöð sín útgefin í Búkarest
og ókjör af tímaritum úttroðnum af stórsigrum friðar-
sinna og öðrum sósíalrealistískum stórmælum; þarfyr-
6