Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 7
irutan merkilegt flokksbókadót og skólabækur.
Þarna störfuðu sjö þúsundir manna, húsið hét Neisti
eftir dagblaði flokksins Neistanum (á ensku the Poly-
graphical Plant of Scanteia). Áttatíu hundruðustu vél-
anna frá Rússlandi. Bjart og rúmgott. Glaðlegt verka-
fólk að starfi, vel ílits, mart bersýnilega ofanúr sveit,
einkum kvenlegur vinnukraftur; jafnvel sígaunakonur
voru komnar á stúfana, en vinna er eitt hið mesta böl og
smán og helvíti sem hent getur spákonur. Aldrei hefur
tekist að fá sígauna til að trúa á guð, hvurnin sem farið
er að. Þeir láta sig ekki með það að heimurinn hafi orðið
til af sjálfu sér; þá virðist vanta einhverjar sérstakar
öreindir i heilann. Rúmenía hefur leingi verið bendluð
við þetta merkilega fólk, og landið talinn hæfilegur
griðastaður til að bjarga því frá svonefndri heiðarlegri
vinnu og styrkja það til hrossaþjófnaðar og fiðluleiks;
að vísu geníalt, en ekki að sama skapi súnt. Ég sam-
hryggist sígaunum þegar ég sé að heimskir embættis-
menn og sálarlausir pólitíkusar eru búnir að koma
þessu fólki í vinnu sem svo er kallað, og ekki svigrúm
leingur til að sarga á fiðlu né stela útigángshrossum.
í hvíldarheimili hjá Mogosoaiahöll er tjörn þar sem
„ákönnur" vaxa og froskar æpa hver með sínu lagi, og
hljóma þó saman einsog þegar sígaunar eru að sarga á
fiðlu. Þetta var einsog landar segja „gullfallegur kons-
ert“ um hávorið og mistur yfir skóginum hinumegin við
vatnið.
Stutt blaðaviðtal útí bláinn og síðan rokið á stað að
hitta friðarberserki sem heita „þjóðleg nefnd til vernd-
ar friði í Rúmeníu", — háopinber aðilji þar sem virð-
íngarmenn skipa embætti, og er þar formaður Sado-
veneau karl, bráðum níræður, og þrír háttsettir vara-
formenn, þarámeðal rektor Búkurestiháskóla, og var ég
kyntur þessum virðulegu öldúngum. Ég gat naumlega
talið mér til gildis að vera meiren í meðallagi friðar-
sinni miðað við þær kröfur sem til slikra öðlínga voru
gerðar; ég færi einkum á friðarþíng til að hlusta, von-
andi að þögn mín í og á mörgum málum kynni þó að
vera roluskapur minn, en ekki svik við málstaðinn. Mik-
ið friðartal, þar sem aðeins annar stríðsaðili er viðlát-
inn, verkar á mig einsog giftíng þar sem annað hjón-
anna er uppá Akranesi; þó skrýtið væri, æstust karlarn-
ir upp við linlegan skerf minn til mála, og fóru að flytja
ræður í formi barnslegrar skrílprópagöndu, einsog ég
væri á sekúndu orðinn málsvari heimsstyrjalda og ást-
vinur bombunnar. Ég baðst undan því að vera tekinn
sem málsvari fyrir absúrdista og atómskáld og mundi
ekki svara spurníngum sem ýuðu að því eða bæru í sér
að ég væri agent provocateur. Kallar dróu inn ángalíur
og sögðust raunar vel vita að ég ynni þó að minstakosti
fyrir það sem þeir kölluðu á ensku The Glorification of
Man, hver fjárinn sem það kann nú að vera. Ég sagðist
ekki einusinni skilja þeólógíu leingur — ef þetta átti að
vera það; en eitt víst, hér erum við — á þessum púnkti
og þessari stund, og ekki ástæða til að berjast nema
okkur blóðlángi til, því manns vilji er manns paradís.
(Hefur sjaldan heyrst dauflegra spakvitríngahjal í
Rúmeniu.)
Annar forseti vildi heyra af mér pottþétt, hvort ég
væri með eða móti hugsanlegri atómhervæðíngu mig
minnir vesturþjóðverja (kanski als heimsins). Ég sagði,
að ef hann teldi mig fulltrúa og máltalara bombunnar,
væri það meiri vegsemd en ég ætti skilið. Svona pex hélt
enn áfram góða stund, þángaðtil ég sagðist vera á móti
öllu pípi, ekki aðeins í Vesturþýskalandi heldur líka í
Austurþýskalandi að viðbættum öðrum löndum sem
hann kynni að tilnefna eða fleiri. Mannskepnan væri
óheppilega innrætt kvikindi, líklega ekki alskostar rétt
smíðað, amk í samanburði við einglana, sem þó eru
taldir ekki par gáfaðir. Eftir þó nokkurt þvogl, þar sem
menn stöguðust á því sama, án uppljómunar, kom ég
loks aftur upp með hugsjón og mælti með henni sem
einna seigustum málstað í þrætu: eingin upplogin né
raunsönn friðarhreyfíng er til nema menn setjist hver
hjá öðrum og fái sér í nefið. En einginn friðarsinni í
Rúmeníu kunni að taka í nefið; ég ekki heldur. Þeim
fanst ekki einusinni fyndið að taka í nefið. Aðrar stefn-
ur í friðarátt eru þó síst minni svindill. Sambúð sem
táknar ekki frið milli tveggja aðilja er stríð. Ég er
ekkert gefinn fyrir frasa úr rússum, sem að vísu kunna
að frelsa þá sjálfa í stríði, — en vonandi ekki kála
öllum öðrum; þó ekki af því rússum detti of fátt í hug
þeirra hluta sem ráða friði og framförum, heldur liggur
vandi þeirra og böl í hinu, að þeir eru of mikill hluti af
yfirborði jarðar að flatarmáli; þyrfti að gera úr þeim ca
30 lönd; og einsog segir hjá Laotse: að stjórna stóru ríki
er einsog að sjóða smáfisk; það gæti farið með þá einsog
aðra. Ég fór að hugsa, þegar hér var komið sögu, hvort
þetta væri annað en skrípalæti, og væri hér verið að
leikstýra einhverju spotti gagnvart mér; og ég sjálfur
farinn að taka þátt í einhverskonar strákalátum. Eða
var þeim sjálfum ekki ljóst að Alheimsfriðarhreyfíng er
aðeins nafn á aktívistapólitík fyrir utanríkisstefnu séra
Jósefs heitins rússakeisara? Ég vona amk að þessir
blessaðir menn haldi ekki að þeir séu Alheimsfriðarfé-
lag Daglaunamanna eða þvíumlíkt. Einginn vandi að
setja lög þar sem rússakeisari er skírður upp og kallað-
ur höfuðöreigi heimsins. Nú kölluðu rúmenar og spurðu:
hvað um íslendinga? Ég fyrir mína parta sagðist telja
íslendínga friðarfélag samkvæmt skilgreiníngu, þar
sem einginn stefnir hærra en ef takast mætti að skjóta
rjúpur, gæfasta fugl á jörðinni, og hækka pundið í fiski:
að minstakosti erum við íslendíngar sú þjóð hér á jörðu
sem aldrei hefur farið í stríð móti neinum nema fiskum,
svo bragð sé að, og reyndar oft beðið lægra hlut, þó
kunni að vera lítilmannlegt afspurnar að segja svo í
eyru jafn harðra bardagamanna og rúmena.
Undir kvöld undi ég enn hjá rithöfundum mínum við
þægilegt rabb, hitti þar aftur Stankú og formann rit-
höfundafélags þeirra, skáldið Bienku, gamlan kunn-
íngja frá Róm; lítill góðmannlegur þýskur. Haldið úr
hófi rithöfunda ásamt leiðsögufrú í óperuna að heyra
Álftavatnið bjarta (Tsjækofski).
9
Nú kom að því að mér skyldi boðið til Konstöntu við
Svartahaf. Vönduðum bílstjóra var auk frú Prófetu fal-
ið að annast mig einsog sjáaldur auga síns. Úr Konst-
öntu horfir maður út á Svartahaf sem mér hefur ein-
lægt sýnst grámyglulegt og heldur leiðinlegt haf, hver
sem kann að eiga lönd að því. f þeim löndum þar sem ég
er kunnugastur þessu hafi, er það svo uppurið að lífi, að
varla sést vísindalega marktækur fugl hnita þar hrínga
til að finna síli. Þessvegna rek ég upp stór augu núna
þegar ég sé einhverskonar fjörugan krákuhóp yfir Dóná
þarsem við ókum yfrum á ferjunni. Nema mér sýndist
þetta vera lítill hrafn.
Hvað heitir nú þessi fugl hjá ykkur?
Frúin: (án þess að hugsa sig um eða hvá): Albatross.
Og síðan hvunær þekkið þér þennan fugl?
Tveim árum áðuren ég giftist, sagði frúin.
Bílstjórinn sneri sér næstum við í sætinu og leiðrétti
frúna formálalaust en dálítið fúll og sagði: Þessi fugl
heitir húkk.
10
Konstanta nær ósum Dónár: Hvar sem auga lítur og
ekki síst utaná húsunum, hánga risavaxnar prentmynd-
ir af þrístirninu Marx-Engels-Lenín, og oftast í réttri
röð: faðir, sonur, heilagur andi.
Við latneska þáttinn í þessu fólki bætist mart annað
sómafólk af asíurótum, allt frá töturum til skýþa. Gott
ef sumt af því hefur ekki fundið upp stjörnufræðina,
jafnvel almanakið; að ógleymdri stjörnuspáfræðinni
sem er enn stórkostlegri; kanski meira að segja lóka-
ritmatöflurnar í onálag. Mart af þessu fólki kysi helst,
sýnist mér, að búa utanvið alla reglu nema skipulag
hesta, og reynir alt hvað það orkar að verjast menníng-
arstraumum ekki aðeins hesta, heldur allra annarra en
sjálfra sín, hlíta hvorki Kristi né Múhameð, því síður
Búddha, en allra síst Marx, Engels og Lenín, sem þó
sannanlega tilheyra þessa heims guðum. Aungvum hef-
ur nokkurntíma tekist að fá sígauna til að trúa á guð.
Einsog áður sagt, þeir halda að heimurinn hafi orðið til
af sjálfu sér. Margir hrossaprángarar af tatarakyni
ráða samt yfir eldbruna tilfinnínganna í fiðluleik. Sé
leitað að eðliseiníngu sjálfra rúmena, ídentítetinu,
kynni það að vera í geitarhús ullar að leita; fyrir utan
fiðluspil og hross er eitthvað einhlítt sem maður saknar
hjá þeim. Fyrsta blómaskeið rúmena hefst á 15du öld
fyrir Krist, og voru þá viðskiftavinir þeirra Mycene,
Égyptaland, Scythia, Kýpur og Krít; jafnvel svo ólíkleg
landspláss sem Túrkestan koma þar við sögu, svo og
Honan í Kína, auk Þýskalands og Rússlands til norðurs.
Drakúla er maður nefndur ef mann skyldi kalla, einn
mestur draugur í heimi svo pólínesinn írafellsmóri hjá
okkur á íslandi er varla meira en venjulegur drísildjöf-
ull hjá honum. Drakúla býr í Karpatafjöllum. Af bók
Brams nokkurs Stokers, ensks liðþjálfa, hefur Drakúla
orðið frægastur. Sagan er meðal þeirra bóka sem undir-
ritaður las á móðurmálinu samhliða stafrófskveri Ei-
ríks Briems. Þessi saga, Makt myrkranna, um draug í
Karpatafjöllum, hefur mér þótt ein best íslenskuð
skáldsaga útlend síðan ég var fjögurra ára; og gildir það
frammá þennan dag. (Þýð. Valdimar Ásmundsson mað-
ur Bríetar eldri og afi Bríetar ýngri.) Mér þótti nokkuð
ólíklegt að liðsforíngi hér í Konstanta skyldi aldrei hafa
heyrt Drakúlusar getið, og var þó móri sá landi hans,
ein alfremst söguhetja í Rúmeníu. Afturámóti stakk
hann því að mér, að ég skyldi láta drakúluhöfund mæta
afgángi en fara heldur að finna skáldið óvidíus hinn
rómverska, samtímamann Krists, og höfund Ars amat-
oria, þar sem svo vel til vildi að þessi dýrðarmaður átti
heima hér í fljótsbakkanum.
Nú rann mér upp ný og betri sól og var Drakúlus
bóndi geymdur um sinn. Hinsvegar er óvidíus fæddur í
rómverjum árið 43 fyrir kristsburð og dó þegar frelsar-
inn var 13 ára. Óvíd gerðist eitt helsta ástaskáld verald-
ar, en var af keisaranum þveginn burt úr Róm í viður-
kenníngarskyni og fluttur í þetta fjarlæga virki við
Svartahaf; og rættust svo orð lögmálsins, eftir gamalli
og nýrri formúlu, um örlög skálda og fagurra meya.
Mér fanst ég hefði með tali mínu um Drakúlu stigið
víxlspor gagnvart Rúmeníu; en komst að því að rúmen-
um þykir jafn lítill akkur í Drakúlu og íslendingum að
vera viðbendlaðir Irafellsmóra sem hefur flækst úr Pol-
ýnesíu til íslands á rekadrumbi. I raun var ég liðsfor-
íngjanum þakklátur að stínga upp á því að ég færi að
heilsa höfuðelskhuga latneskrar silfuraldar í óshólmum
Dónár í stað þess að leita uppi Bram Stoker undirfor-
íngja og djöful hans Drakúlu í Karpatafjöllum.
Það var smellið af Óvidíusi að lifa á dögum Krists,
sem fróðir menn einsog Archibald Robertson telja
fæddan og til orðinn í raun, þrátt fyrir tröllasögur
helgra bóka; og sé frelsarinn helgisöguleg þróun sann-
verulegs manns. Þetta sjónarmið er trúarlega upplyft-
andi og sálfræðilega holt; og hlýtur að vera í vissum
skilníngi sögulega rétt.
Nú fór ég að skoða hellinn í bökkum Dónár þar sem
fánginn Óvidíus heimskvennagull hefur búið leingst
skálda á allri þeirri tíð sem konur hafa vænst brúðgum-
ans í tárum. Hellir útlagans í fljótsbakkanum er hólfað-
ur með náttúrlegum steinblökkum grófhöggnum; og
skápar í veggina. Bálkur úr grjóti er legurúm þessa
ástheita skálds. Alt þokkalega fágað og prýtt fyrir vitj-
unartíma meyarinnar. Ég skil við sjálfan mig um sinn í
óshólmum Dónár, á dögum Krists, undir sverði keisar-
ans, þar sem Ástmögurinn orti Ars amatoria uns hann
dó.
(Uppúr gleymdri minniskompu frá 1960.)
„Annar forseti vildi heyra af mér pott-
þétt, hvort ég væri meö eöa móti
hugsanlegri atómhervæðingu mig
minnir Vestur-Þjóðverja (kanski als
heimsins). Ég sagði, að ef hann teldi
mig fulltrúa og máltalara bombunnar,
væri það meiri vegsemd en ég ætti
skilið.“
Halldór Laxness. Myndin er tekin þegar hann kom í tækni-
deild Morgunblaðsins ásamt þýzkum sjónvarpsmönnum.
„Drakúla er maður nefndur ef mann
skyldi kalla, einn mestur draugur í
heimi syo pólínesinn írafellsmóri hjá
okkur á íslandi er varla meira en ven-
julegur drísildjöfull hjá honum. Drak-
úla býr í Karpatafjöllum.“
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7. JANOAR 1984 7