Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Qupperneq 11
'slatt er á hjaJJa.
Uab6^Priat>jófur
Þægilegra aö
það flakka sem
dettur í hug
Fyrir rétt þrem vikum birtist lítil klausa á innsíðum pressunnar: „íslendingur í 4.
sæti í heimsmeistarakeppninni í diskódansi“. Ekki vakti hún mikla athygli, þótt
árangurinn væri ekki svo lítill, þjóðmálin og jólaumstangið skyggðu á. Við vildum
þó fá að fræðast ögn meira um Astrósu Gunnarsdóttur, 19 ára gamla, indæla
stúdínu, sem vann þetta afrek í London.
Hvernig hófst þetta allt saman?
„Ég byrjaði í fimleikum 10 ára
hjá Armanni, en ég byrjaði ekki
að dansa þar til fyrir þremur ár-
um hjá Dansstúdíói Sóleyjar. Svo
fór ég að sýna með krökkum frá
skólanum. Núna æfi ég sex daga
vikunnar og kenni jafnframt yngri
hópum."
Hvers vegna kepptir þú, sem
stundar jassballett, um íslands-
meistaratitilinn í diskódansi?
„Ég hef alltaf dansað og sýnt
með öðrum. Þegar fleiri eru sam-
an er auðvelt að fylgja öðrum, ef
minnið bregst. Mig langaði þess
vegna til að koma fram á eigin
spýtur og keppa þar sem ég þyrfti
alveg að treysta á sjálfa mig.“
Keppnina hér heima átti að
halda miklu fyrr en eins og venju-
lega skorti keppendur, og þess
vegna seinkaði henni. Auglýsingar
voru loks settar upp í skólanum og
ég lét skrá mig nokkrum dögum
fyrir keppnina. Hún var haldin
nokkrum vikum fyrir úrslita-
keppnina í London. Við komumst
þrjár áfram, þar af tvær frá Sól-
eyju. Fyrstu verðlaun voru ferð til
Ibiza sem ferðaskrifstofan Úrval
gaf. Keppnin fór mjög vel fram og
á Magnús Kristjánsson heiðurinn
af því.
Fengum Ekkert
Að Borða
Eftir viku var ég komin til
London. Ég kom auðvitað of seint
(var að dansa í Vestmannaeyjum
kvöldið fyrir brottför), en var tek-
in hershöndum þegar ég loksins
mætti. í fjóra daga æfðum við
stöðugt frá klukkan sjö á morgn-
ana til miðnættis. Ekki fengum
við mikla næringu, en hamborg-
ara og franskar af og til. Það er
rétt hægt að ímynda sér hvað við
höfðum mikla lyst á slíkri fæðu,
þreytt og sveitt. Þess vegna lifðum
við mest á vatni úr krananum og
ávöxtum, ef einhver var svo skyn-
samur að grípa þá með á æfingar.
Forkeppnin var haldin kvöldið
fyrir úrslitin og ég var í öðru sæti
um heimsmeistaratitilinn eftir
hana. Þá var valinn besti búning-
urinn sem ítalinn vann. Ég hafði
ekkert æft mig en var nokkurn
veginn með „beinagrindina“ á
hreinu. Væri dansinn fastmótaður
óttaðist ég taugaveiklun og að
verða stíf. Þá hefði ég sífellt verið
að gæta þess að gera nú rétt. Það
er miklu þægilegra að láta það
flakka, sem manni dettur í hug í
hvert skipti."
Hvernig fannst þér aft keppninni
staðið?
„Hún var haldin með sjón-
varpsáhorfendur í huga, miklu
frekar sýning en keppni. Allt var
unnið í miklum flýti og það kom
bæði niður á atriðunum og döns-
urunum. Hver fékk stuttan tíma
og margir þurftu að breyta spor-
um vegna sviðsins. Við fundum
flest fyrir því, að eiginlega var bú-
ið að ákveða fyrirfram að Bret-
Finnbogi Marinósson og Ásta Hrönn Maack ræöa við Ástrósu Gunnarsdóttur um heimsmeistarakeppni 1 diskódansi
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7. JANOAR 1984