Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 5
landi hinu forna, að við tilbeiðslu hennar í Efesos hafi runnið saman hugmyndir um mey og móður „og því taldi kristna kirkjan hyggilegt á 5. öld tímatals vors að sveigja síðustu fylgjendur þessa átrúnaðar að fótum Maríu meyjar, og breyta uppskeruhátíð Artemisar, sem haldin var um miðjan ágúst, í fagnaðarmessu yfir himnaför Guðsmóður. Svo lifa fornir siðir í nýjum, og allt breytist nema kjarninn sjálfur. Sagan verður að vera samfelld eins og lífið, ella er dauðinn vís“, eins og segir í þýðingu Jónasar Kristjánssonar. 6 Það vantar ekki að líkneskja Artemisar í kvæði Kristjáns Karlssonar sé mælskt minnismerki um feg- urð gyðjunnar, þar sem hún stendur í stoltum garði og minnir á sig. En hún er dauður bókstafur í allri sinni storknuðu dýrð. Algjör andstæða stúlkunnar í upphafi kvæðisins. Hún er ímynd vorsins og vekur eftirtekt skáldsins sem slík, nú horfin af sjónarsviðinu, öll og því heil og fullkomin eins og það eitt getur orðið, sem ekki er til. En þó er hún til í vitund skáldsins, það nægir. Fegurð hennar er sönn fegurð og andstaða þeirrar föls- unar tímans, sem er Artemis úr eir. Þessar andstæður gera kvæðið eftirminnilegt. La Belle Dame Qui Bégaie verður lesandanum sérstök reynsla eins og hvert annað atvik úr lífinu. Það sem við upplifum í listinni verður okkur jafnmikilvægur veru- leiki og það sem við reynum í lífinu, að minnsta kosti meðan það veldur ekki sorg eða sársauka óbærilegrar þjáningar. Listin getur sem betur fer aldrei keppt við þau ósköp, sem ekki verða aftur tekin. Stúlkan í kvæði Kristjáns er að vísu ekki annað en hverfult vor, sem kvaddi mynd sína hljóðlega einn góðan veðurdag, en varðveitist þó í vitund skáldsins, lýtalaus minning um ófölnaða fegurð, sem skákar hinni mestu fullkomnun í listsköpun Grikkja. Hún var af holdi og blóði og storkn- aði ekki í óforgengilegu efni, mildri fölsun tímans; eirn- um. Þetta er ekki sízt athyglisverð áminning til þeirra, sem telja að unnt sé að viðhalda orðstír mikilla ríkja með óforgengilegum minnismerkjum. Það er lífið sjálft í öllum sínum margbreytilegu myndum, sem hefur síðasta orðið. Líkneskjurnar safna einungis fölnuðu laufi að fúnum stöllum; tákni hausts og tortímingar, enda þótt það hafi eitt sinn vaxið af sól og sumri syngjandi fuglum til lofs og dýrðar. Ströng fegurð Artemisar storknar á leið sinni inn í mælska áminningu um eigið ágæti sem er í raun og veru ekki annað en ávísun á verðmæti, sem eru ekki til. Athyglisverð andstæða við forgengilega fegurð mál- höltu stúlkunnar sem hverfur inn í októberminninguna og lifir þar, meðan ljóð skáldsins er lesið. En í garði Artemisar eru fuglarnir hættir að syngja eins og í ljóði Keats um miskunnarlausu yndisfögru huldukonuna La Belle Dame sans Merci, sem einnig er fölsk ímynd sannrar fegurðar. í meðferð Keats verður stúlkan líkneskja af holdi og blóði, minning um fegurð sem bezt er að gleyma. Slík fegurð rotnar hvort eð er í svörðinn með fölnuðu laufinu. En í ljóði Kristjáns Karlssonar er þessi sama fegurð dauðanum ofurseld með endurtekningum í síðustu þremur línum kvæðisins. Lífið í öllum sínum fjölbreytileik er annars staðar, til að mynda í minningu um undurfagra stúlku sem er jafnlifandi í dauða sínum og lífi. La Belle Dame Qui Bégaie1} eftir Kristján Karlsson i Hún stamar, eins og eftirtekt hins unga vors sé hér í eftirtekt hins unga vors var ímynd þess hún sjálf og skilin eftir, ekkert mál jafn eðalborið, grannt. Langt mál um ekkert: aðeins það sem ekki er til fær mál. II Hún breytist hægt, ó hverfult vor sem hvarf frá sinni mynd og lét oss eftir óskilgreint hvort einkamál þess sjálfs var hennar eign, hvert andartak án orðs er mynd þess heil. Unz nakin fegurð fellur burt sár fjötur hennar máls. III Og hér í öðrum október í öðrum garði létt að nöktum fótum fórn á ný dygg forsjá tímans ber. Rusl sumars hleðst að háum legg, mælsk Artemis úr eir, ströng fegurð tímans, fölnað lauf mild fölsun tímans, eir steypt fegurð tímans, eir. 1) Ljóðið er áður óbirt. HÁSKOLI ISLANDS - HEIMSPEKIDEILD Verðandi heimspekingar. Konur hafa áhuga á þessari námsgrein; af 850 nemendum heimspekideildar eru 500 konur. Áhugi á gildum og verömætum er ástæða þess að við leggjum stund á mannleg fræði Páll Skúlason prófessor í heimspeki, Gunnar Karlsson prófessor í sagn- fræði og Höskuldur Þráinsson prófessor í íslenskri málfræði ræðast við um viðfangs- efni heimspeki- deildar og málefni sem tengjast kennslu í deildinni, svo sem sögukennslu, og málskrúðs- fræði og fleira Heimspeki miðar að því að gera okkur kleift að ræöa af skynsam- legu viti um hvað sem vera skal og mynda skynsamlega orðræðu um heiminn Páll: Háskólinn er stofnaður 1911 með því að Prestaskólinn, Lagaskólinn og Lækna- skólinn eru gerðir að deildum hans og heimspekideild sett á laggirnar. Kennslu- greinar hinnar nýju deildar voru upphaf- lega tvær: íslensk fræði og forspjallsvís- indi. Deildin átti að verða almenn vísinda- og fræðadeild. Nú hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan og sú spurning hlýtur að vakna hvort hlutverk deildarinnar sé ekki orðið allt annað en það var áætlað í upphafi. Hvað vilt þú segja um þetta, Gunnar? Gunnar: Ég held að deildin hafi kannski verið að nálgast það núna á síðustu árum aftur að verða lík því sem henni var ætlað upphaflega. Um langt skeið var hún af- skaplega mikil tungumálakennsludeild. Þetta stafaði, að ég held, að miklu leyti af tilboðum frá erlendum stjórnvöldum um kennslu í erlendum tungumálum. Þetta hafði auðvitað mikinn hagnýtan tilgang. Það var þörf á að mennta tungumálakenn- ara og hefði kannski mátt vera meira af því. En ég held að upphaflegur tilgangur deildarinnar sem heimspekideildar hafi svolítið fallið í skuggann af þessum hag- nýtu markmiðum. Á árunum kringum 1970 verður síðan mikill vöxtur í deildinni. Þá koma inn greinar eins og heimspeki, almenn bókmenntafræði og almenn mál- vísindi, sem urðu á ýmsan hátt mikill stuðningur við ástundun íslenskra fræða sem voru þarna alla tíð fyrir. Námið Er Orðið Hagnýtara Höskuldur: Á síðari árum hefur námið í hinum norrænu fræðum — í málfræði, bókmenntum og sögu — færst í mun nú- tímalegra horf. Áður fyrr var meiri áhersla lögð á fornmálið, fornsöguna og fornbókmenntirnar. Nú er ekki síður lögð áhersla á efni sem stendur okkur nær í tíma. Námið hefur að sama skapi orðið fræðilegra og hagnýtara fyrir menntun kennara. Páll: Má ég biðja ykkur að nefna dæmi um nútímaleg viðfangsefni í fræðum deild- arinnar? Höskuldur: Athuganir á máli barna. Sumir halda kannski að mál barna, sem ekki eru búin að ná fullu valdi á móður- málinu, sé ómerkilegt viðfangsefni og það geti varla verið að börn geti sagt okkur mikið um málið. En það má einmitt læra mjög margt um málið með því að skoða mál barna. Menn hafa líka hér í heimspekideild, eins og náttúrlega alls staðar annars stað- ar, farið að notfæra sér tölvur við ýmsar athuganir á bókmenntum og máli, safna textum í tölvutæku formi og vinna ýmis rannsóknarverkefni með tölvu. Margir hafa eflaust tilhneigingu til að hugsa sér að þeir, sem fást við mannleg fræði, sitji bara með blýant og blað og hugsi og skrifi. Auðvitað er það oft þannig. En af því að ég nefndi hina nýju tölvu- tækni, dettur mér í hug eitt dæmi. Það var nemandi sem ætlaði að skrifa kandidats- ritgerð um „jú“ í íslensku, hvenær menn nota „jú“. Það er einfalt að fletta því upp í Orðabók Menningarsjóðs eða Orðabók Blöndals. Þar stendur hvers konar kvik- indi þetta er. „Jú“ er notað sem svar við spurningu sem neitun er í. „Ætlarðu þá ekki að koma? Jú, ég kem.“ Nú vill svo vel til að Baldur Jónsson á mikið safn af text- um sem eru í tölvutæku formi og það er hægt að semja sérstakt forrit til þess að leita að tilteknum orðum. Nemandinn fékk leyfi Baldurs til þess að láta tölvuna skrá út öll „jú“ sem koma fyrir í þessum text- um. Það kom út úr þessu að „jú“ er notað á býsna fjölbreytilegan hátt, miklu fjöl- breytilegri en þann sem greint er frá í venjulegum orðabókum eða kennslubókum í íslensku. Það er náttúrlega ekki tími til að rekja það hér, en þetta er aðeins eitt dæmi um það hvernig nýjar leiðir geta hjálpað okkur til að finna nýjan sannleik. Gunnar: Sem dæmi um ný og óvenjuleg viðfangsefni í sagnfræði langar mig til að segja litla sögu. I fyrra kom til mín nem- andi og bað mig að benda sér á ritgerðar- efni. Það hafði þá nýlega komið á daginn hjá mér í kennslu, að engar upplýsingar virtust tiltækar um hvenær getnaðarvarn- ir hefðu farið að hafa áhrif á fólksfjölgun hér á landi, svo ég stakk upp á því við stúdentinn, að hann kynnti sér sögu getn- aðarvarna. Hann ætlaði að gera þetta, en komst þá fljótlega að því að annar stúdent var kominn með þetta verkefni. Fyrir fáum árum hefði þetta ekki getað gerst. Og ég hélt að þetta væri mjög frumlegt efni. Þannig er sagnfræðin að leggja undir sig svið mannlegs lífs sem skipta fólk mjög miklu máli, en var alls ekki venja að leggja LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. MARZ 1984 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.