Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 12
„Myndir þú eigi vilja rera í himnaríki,“ spurði Hákon konungur Þórð kakala, „ef Gissur væri þar fyrir." „ Vera vildi ég gjarnan, “ segir Þórður — „og væri þó langt í milli okkar“. Þessi maður var líklegri til að skrifa sögu en vera söguhetja. Aðfarir Þórðarmanna, sem að framan eru greindar, sýna glöggt, að Þórður hefur búið sig undir að bjóða konungsvaldinu birginn ef í odda skærist, þótt hann vildi forð- ast það eins lengi og unnt væri. Hví slapp Þórður svo vel? Það má velta því fyrir sér á ýmsa vegu, af hverju Þórður sleppur lífs í konungsgarði eftir svo ákveðna mótspyrnu hans manna á íslandi. Þótt Þórðarmenn hafi sjálfsagt aldrei látið neitt uppi um sjálfa orðsendinguna með þeim Kolbeini og Ara, af ótta við að Þórður yrði meiddur eða aflífaður, þá hefur konungi verið ljóst, þegar hann frétti að mótspyrnu Þórðarmanna, að hún myndi vera að undirlagi Þórðar. Hann hlaut að hafa búið sína menn undir átök við konung. Það gat ekki lengur farið á milli mála, að Heinrekur biskup sagði satt, þegar hann flutti þá sögu, að Þórður hafi lagt alla stund á að festa sjálfan sig í sessi en ekki Noregskonung. Hákoni konungi létu vel klók- indin og hann hefur talið, að það æsti upp stóran hluta íslendinga til aukinnar mótspyrnu, ef hann léki Þórð hart eða dræpi hann og vægi þá í sama knérunn og með drápi Snorra. Það gat líka farið svo, sem fór, að konungur þyrfti aftur að grípa til Þórðar til að tefla honum fram gegn Gissuri. Hákon bregður því á það ráð að hann gerir heldur vel til Þórðar, fær honum góða sýslu og reynir þannig að gera Þórð sér hollan á ný. Þórði kakala bregður tvívegis fyrir 1254, þegar Gissur Þorvalds- son kom út til Björgynjar, eftir að konungur hafði stefnt honum ut- an, til að standa fyrir máli sínu, en Gissur hafði reynzt konungi litlu tryggari sendimaður en Þórð- ur. Þórður var í Björgyn, þegar Gissur kom út til Noregs og „var með þeim enginn vinafundur", segir í Hákonarsögu. I íslendingasögu segir frá at- burði, sem varð í þetta skipti, þeg- ar Gissur kom út til Björgynjar og samskipa honum nokkrir íslenzkir menn: — og væri þó langt í milli okkar „Og svo bar til nokkru síðar, er þeir höfðu uppskipað (úr skipi því, sem þeir komu á), að Þórður og nokkrir menn gengu hjá stofu einni og heyrðu þangað manna- mál. Þeir námu staðar og heyrðu að sagt var frá drápi Kolbeins Dufgussonar. Sá maður sagði frá, er Þórður hét og var Steinunnar- son. Þóttust þeir það finna, að hann bar allar sögur betur Gissuri en brennumönnum, hvað alla menn undrast að Kolbeini varð ekki fyrir (bar sig ekki vel). Þá gengur Þórður kakali í stofuna og mælti: „Nú skal sjá, hversu mikið þér verður fyrir." Laust hann Þórð Steinunnarson þegar með öxi, er hann hélt á, svo að Þórður þessi féll í óvit.“ Og áfram segir svo í íslendingasögu: „Konungur var í Túnsbergi, þeg- ar Gissur kom út til Björgynjar og Þórður var þar fyrir. Gissur fór strax til Túnsbergs á konungsfund og Þórður litlu síðar og tók kon- ungur honum eigi marglega. Giss- ur var þar fyrir. Og er Þórður hafði þar skamma hríð verið, bið- ur hann konung, að léti Gissur í brott fara, og segir eigi örvænt, að vandræði aukist, ef þeir væru í einum kaupstað báðir. Konungur svarar: — Hver von er þér þess, að ég reki Gissur, frænda minn, frá mér fyrir þessi ummæli þín — eða myndir þú eigi vilja vera í himna- ríki, ef Gissur væri þar fyrir? — Vera vildi ég gjarnan —, segir Þórður, — og væri þó langt í milli okkar. Konungur brosti að, en þó gerði konungur það, að hann fékk hvor- um tveggja þeirra sýslu. Hafði Þórður sýslu í Skíðunni (Skien á Þelamörk. Gissur fékk sýslu í Þrándheimi). Þeir, Þórður og Gissur, fóru báðir með konungi til Hallands. Er þar mikil saga frá Þórði. Þórður var vinsæll í sýslu sinni og þykir þeim, sem fáir ís- lenzkir menn hafi slíkir verið af sjálfum sér sem Þórður." Að byggja neðanjarðar Frá sjónarmiði orkunýtingar og fagurfræði kunna byggingar undir yfirborði jarðar að þykja æskilegri kostur en skýjakljúfarnir. Fari svo, gæti útlit borga í framtíðinni orðið mjög frábrugðið því, sem nú er. Eru borgir á leiðinni niður í jörðina? Munu skýjakljúfar byggðir í jörð niður í stað þess að skaga út úr henni? Ef til vill, það er að segja, ef arkitekt frá Minnesota segir rétt fyrir um væntanlega byltingu í hönnun bygginga. „Hefðbundnar byggingar eru að of miklu leyti byggðar ofan- jarðar," segir David Bennett, arkitekt í Minneapolis. „Græn svæði glatast og útsýnið spillist. Borgir framtíðarinnar verða sennilega byggðar meira neðan- jarðar en nú er gert.“ Og vissu- lega gætu borgarsvæöi litið út eins og gróðurlendur með mjög dreifðum byggingum, og einung- is nokkrir sólspeglar gæfu til kynna, að neðanjarðar væri ið- andi borgarlíf. Nýlega var lokið við neðan- jarðar-skýjakljúf, sem öllu held- ur ætti að kalla klettakljúf, við háskólann í Minnesota. Teikn- ingin hlaut verðlaun og hönnuð- urinn var ofannefndur Bennett. Byggingin, Civil/Mineral Engi- neering Building, nær 33 m und- ir yfirborð háskólalóðarinnar, en upp úr jörð standa aðeins 6 m af henni. Ofanjarðar er tækjabún- aður fyrir ljós og hita, en neð- anjarðar eru rannsóknastofur og skrifstofur. Þrjár hæðir, höggn- ar inn í ísaldarklett, hvíla á 10 m 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.