Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Qupperneq 10
Mississippi-fljót með New Orleans í baksýn. Þó athafnalíf rið fljótið hafi minnkað halda skýjakljúfarnir ifram að rísa. Tightrope, nýjasta mynd Clint Eastwoods er tekin í franska hrerflnu f New Orleans, sem bér sést. Flutningaskip fri öllum heimshornum bíða i Mississippi eftir afgreiðslu íNew Orleans-höfn. í höfninni í New Orleans rar rerið að mála fljótabátinn President sem hefur um áratuga skeið rerið einn stærsti skemmtistaður borgarinnar. Um borð hafa td. Louis Armstrong, Tbe Rolling Stones og Earth, Wind and Fire leikið. Disney World, Epcot Center og Sea World við Orlando koma milljónir ferðamanna á ári hverju til að skoða furðuverkin. Þar er ferðast inn í fortíð og framtíð og t.d. í Magic Kingdom eru mörg eftirminnileg ævintýri. Samtíðin verður heldur ekki út- undan. Enginn vafi leikur á að íslendingar eiga eftir að sækja m.a. þessa skemmti- staði heim í ríkara mæli en verið hefur þegar Flugleiðir hefja fyrst flugfélaga áætlunarflug frá Evrópu til Orlando. Sýningin í New Orleans hefur ekki dreg- ið að sér jafnmarga ferðamenn og vonast var til, jafnvel er búist við um 70 milljón dollara halla á heimssýningunni. Miðborg New Orleans minnir í mörgu á New York og þá einna helst breiðgatan Canal Street, iðandi af mannlífi ólíkt öðr- um borgum djúpa suðursins. Athyglisverð- asta íbúðarhverfið í New Orleans er í gamla franska borgarhlutanum sem geng- ur upp frá Mississippi-fljóti og er kallað The French Quarter. í þessu hjarta borg- arinnar eru götunöfn á frönsku og minna mörg á þá staði þaðan sem frumbyggjarn- ir komu. Jassinn hefur gert þennan hluta borgarinnar frægastan enda hafa margir þekktir jassspilarar komið þar fram á veitingahúsum og leikið á götum úti. Satchmo gerði garðinn frægan en hann ólst upp á munaðarleysingjahæli í borg- inni, eignaðist blásturshljóðfæri 13 ára og gerðist lærisveinn Josep „King“ Olivers eins af fyrstu spámönnum þessarar tón- listar, eins og ýmsum er kunnugt. Frægð þessara tónlistarmanna og stöðu í hljóm- listinni þarf ekki að tíunda hér, svo kunnir sem þeir eru. En nú er lítið um jass í franska hverfinu, meira um hávaðasamt rokk og fatafellutónlist, og minnti þekkt- asta gatan, Bourbon Street, einna helst á heldur sóðalegt hafnarhverfi í evrópskri borg. Það er engin tilviljun að nýjasta kvikmynd Clint Eastwoods, Tightrope, gerist að mestu leyti í franska hverfinu, en myndin fjallar m.a. um morð og vændi á þessum slóðum. Kvikmyndinni hefur verið vel tekið hér í Bandaríkjunum. Heillandi áhrif ÁRITHÖFUNDA Mörg húsin eru eftirminnileg þótt þau megi eflaust muna sinn fífil fegurri og hefur byggingarstíll franska hverfisins áreiðanlega þó nokkra sérstöðu í suðrinu. Þessi borgarhluti hefur heillað marga heimsfræga rithöfunda, allt frá Walt Whitman til Tennessee Williams. Aðrir þekktir höfundar hafa starfað við blaða- mennsku í New Orleans, s.s. Mark Twain og 0. Henry. Lillian Hellman er einn þekktasti höfundur fæddur í New Orleans, svo og Truman Capote. Að sjálfsögðu er skoðunarferð um New Orleans ekki fullkomnuð fyrr en siglt er með gamaldags fljótabáti, eins og t.d. Natchez, um Mississippi-fljót. Þá fyrst kemur í ljós hvað hafnarsvæðið er stórt. Leiðsögumaðurinn sagði m.a., að umferðin um ána væri minni en áður og hefði hún dreifst til annarra borga eins og t.d. Galv- eston í Texas og Mobile í Alabama. Ástæð- an væri m.a. sú, að skipin þyrftu ekki að sigla upp neinar ár til að komast í höfn í þessum borgum, en það væri mjög dýrt að sigla upp eftir Mississippi til New Orleans. Slíkt ferðalag væri aðeins farið undir stjórn sérstakra hafnsögumanna. Á fljót- inu lá samt fjöldi skipa frá mörgum lönd- um og á bökkunum mátti sjá vöruskemm- ur, álverksmiðju, olíuhreinsunarstöð og slipp, svo eitthvað sé nefnt. Leiðsögumað- urinn á Natchez sagði ennfremur, að nú fækkaði slippum því að skipin stækkuðu sýknt og heilagt og gömlu vöruflutn- ingaskipin yrðu senn úr sögunni. Á fljót- inu lá stórt vöruflutningaskip frá stærsta útgerðarfélagi heims, japanska skipafélag- inu Sanko Line, vel málað og snyrtilegt og var okkur sagt að engan mann þyrfti í vélarrúm vegna þess hve tölvubúnaður væri fullkominn. Áður en komið er til New Orleans heldur maður að enn eimi eftir af gömlum tíma og má það að vissu marki til sanns vegar færa. Fljótabátarnir eru nú fáir og einung- is notaðir fyrir skemmtisiglingar. Mississ- ippi Mark Twains er horfin á sama hátt og Bourbon Street Louis Armstrongs heyrir sögunni til, hvað sem ferðaauglýsingum líður. Við Bourbon Street blasa nú helst við illa þefjandi knæpur, útigangsfólk og ferðamenn og vonandi ætlar enginn í franska hverfið aðeins til að hlusta á góð- an jass — hann er annars staðar. Enn sitja þó svertingjadrengir við Mississippi og veiða fisk með bambusstöngunum sín- um eða í net. Það var gaman að sjá þá þarna niður með ánni fjóra saman, en uppi á bakkanum voru stór hús frá plantekru- tímanum og vantaði ekkert nema Stik- ilsberja-Finn til að fylla myndina. HJ. Tallahassee. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.