Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Síða 14
Bjarni Benediktsson og Guðmundur Kjærnested í Hornrík á Ströndum 2. júlí 1970. Átta dögum síðar fórst Bjarni í eldsvoðanum á ÞingvöHum. komur þangað. Ég spurði eina frúna hve- nær tiltekin kona í Grímsey ætti von á sér. Sigríður Björnsdóttir sneri sér sposk að mér og sagði. Hvernig stendur á því að skipherrann hefur áhuga á hvort konur eru ófrískar hér í Grímsey. Henni fannst sýnilega eitthvað skrýtið við þetta. Ég út- skýrði fljótlega fyrir frú Sigríði að við varðskipsmenn yrðum að fylgjast vel með slíkum málum ekki síður en öðrum. Það kæmi oft í okkar hlut að flytja annaðhvort lækni út í eyjuna eða sængurkonuna í land. Bjarni og Sigriður áttu mjög góðan dag í Grímsey. Þeim var afburða vel tekið og voru ánægð að kvöldi. Um kvöldið sigldum við svo til Siglufjarðar og þar fóru þau í land ásamt Ellert og konu hans. Nokkrum dögum síðar barst hin hörmu- lega frétt um andlát þeirra hjóna. Þau höfðu farið í sumarbústað á Þingvöllum ásamt dóttursyni sínum. Enginn veit hvað gerðist þá nótt en þau fórust öll í eldsvoða er sumarbústaður forsætisráðuneytisins brann til kaldra kola. Fært út í 50 mílur Sumarið 1972 fórum við Margrét til Spánar í sumarfrí. Við komum til baka 17. ágúst og ég tók þá aftur við skipstjórn á Ægi. Ég ræddi við Pétur Sigurðsson for- stjóra um lagfæringar á Ægi, neyðarstop, vélar og fleira. Enn fremur um landhelg- ismál. Lítið hafði ég upp úr þeim samtöl- um því forstjóri taldi mikla óvissu ríkja. Meðal þess sem látið var um borð í Ægi fyrir brottför voru tvennar víraklippur. Engar leiðbeiningar, skriflegar né munn- legar, fylgdu þessum gripum. Menn vissu svo sem til hvers þetta var, en enginn á skipinu hafði séð klippurnar notaðar. Um meðferð þeirra ríkti óvissa. Heimild til þess að nota klippurnar lá heldur ekki fyrir. Útfærsla íslensku fiskveiðilögsögunnar gekk í gildi 1. september 1972. Þann 26. ágúst fór ég með varðskipið Ægi frá Reykjavík, þá út á Faxaflóa til æfinga. Við æfðum uppgöngu í skuttogara og þjálfuðum skipshöfnina í að nota kylfur. Uppgönguæfingar fóru þannig fram að varðskipsmenn fóru í bátum frá varðskip- inu og fóru síðan upp í það að framan, en þar er hæð þess frá sjó svipuð og á mörg- um skuttogurum. í fyrstu gerðum við tilraunir með að kasta krókum upp yfir handrið skipsins og feta síðan upp eftir kaðli með hnútum. Reyndin var sú að aöeins nokkrir kom- ust þannig upp. Við breyttum þá um að- ferð, köstuðum krók upp fyrir handriðið og hífðum svo kaðalstiga og þá gekk auðveld- lega að komast um borð. Pétur Sigurðsson hafði ætlað að koma og tala við mig áður en látið var úr höfn. Hér voru margir óvissuþættir og ný við- horf. Hann kom hins vegar ekki en hringdi og sagðist mundu hitta mig í Keflavík, en þar ætlaði hann að koma með aðmírálinn á Keflavíkurflugvelli um borð í Ægi nokkrum dögum síðar. Við vorum að æf- ingum í nokkra daga úti á flóanum. Um þetta leyti stóðum við þrjá báta að ólögleg- um veiðum í flóanum. Fórum með þá til Akraness þar sem málin voru tekin fyrir. Ekkert varð af því að við færum til Keflavíkur að hitta Pétur Sigurðsson. Því næst var haldið austur fyrir land. Við vor- um á Þistilfirði 1. september. 2. september rákumst við á sextán togara út af Gerpi og rákum þá ut fyrir 40 mílurnar. Þessir bresku togarar voru nafn- og númeralaus- ir. Höfðu afmáð hvort tveggja. Við höfðum samband við þá um talstöð og gáfu þá skipstjórar upp nöfn, allir nema tveir. Við fórum því næst til Norðfjarðar. Meöan við stönsuðum þar kom Lúðvík Jósefsson þá- verandi sjávarútvegsráðherra um borð. Hann spjallaði við okkur um alla heima og geima. Sagði okkur m.a. að samþykkt hefði verið 10% kauphækkun til varðskips- manna og hækkaðar tryggingar. Ég varð mjög undrandi þegar það frétt- ist daginn eftir að Morgunblaðið hefði prentað frásögn af komu Lúðvíks um borð í Ægi og þar með að Lúðvík gæfi skipherr- anum fyrirmæli. Ég hefi Sverri Her- mannsson alltaf grunaðan um að hafa komið þessu í blaðið. Fyrsta klipping togvíra Við héldum nú norður fyrir land og komum hinn 5. september að nokkrum breskum togurum, sem voru að veiðum norðaustur af Hornbanka. Kl. 10.25 kom Ægir að togara sem var ómerktur, járn- plötur soðnar yfir nafn og númer. Énginn þjóðfáni sjáanlegur. Einnig var málað yfir einkennisstafi á reykháfi. Þessi togari var með svartan skrokk, eikarmálaðan keis, aftari hluti brúar og neðsti hluti reykháfs í sama lit. Efri og fremri hluti brúar hvít- ur. Net var strekkt frá miðju skipi bak- borðsmegin aftur að bátaþilfari. Nú var kallað til togarans á örbylgju. Skipstjóri svaraði með kallmerkinu 059. Honum var þá send eftirfarandi orðsending. Þér eruð að ólöglegum fiskiveiðum inn- an hinna nýju íslensku fiskveiðimarka og þess vegna fyrirskipa ég yður að hífa vörpu yðar og stöðva fiskveiðar, að öðrum kosti verð ég að tilkynna gerðir yðar og þér getið síðar verið málsóttur fyrir þessa ólögmætu gerð. Þetta var forskrift frá Landhelgisgæsl- unni. Við áttum að lesa þessa „bæn“ yfir þeim. Meira máttum við ekki gera að sinni. Fyrir austan höfðu þeir látið sér segjast. Þessi var sá fyrsti sem neitaði öllu. Skip- stjóri þessa ómerkta togara staðfesti mót- töku orðsendingarinnar. Ég lét stýrimanninn spyrja hann um nafn og einkennisstafi togarans. Þessu neitaði skipstjórinn að svara. Þessu næst var lesin yfir skipstjóranum orðsending þess efnis að ef hann ekki segði varðskips- mönnum strax nafn skipsins og númer, áskildum við okkur allan rétt til þess að stöðva fiskveiðar hans. Hann væri að brjóta alþjóðalög og reglur um nöfn og skrásetningu fiskiskipa að veiðum á Norður-Atlantshafi. Skipstjóri þessa ómerkta skips neitaði eftir sem áður að segja til nafns skipsins. Notaði aðeins 059 í viðskiptum við okkur. Hann spilaði nú lag, Rule Britannia, í talstöðina svona til ögrunar. Þegar hér var komið hafði annar vírahnífurinn, sem við fengum í Reykjavík, verið tengdur drátt- arvír og kl. 10.40 var honum slakað fyrir borð í fyrsta sinn. Við vorum allir spenntir hvernig þetta myndi takast. 3. stýrimaður, bátsmaðurinn og tveir hásetar voru aftur á við dráttarspilið og kallkerfið milli brúar og skuts var opið. Ég hélt Ægi nú fyrir aftan óþekkta togarann bakborðsmegin, sigldi fyrir aftan hann og beygði fram með honum stjórnborðsmegin. Togaramenn slökuðu nú út gildri nælontrossu, sýnilega með það fyrir augum að hún færi í skrúfu varðskipsins. Endi trossunnar flaut aftur með bakborðssíðu Ægis án þess að valda okkur tjóni. Við höfðum slakað út 60 föðmum af dráttarvírnum og nú sást allt í einu hvern- ig afstaða togvíranna, þar sem þeir lágu aftur úr blökk togarans, breyttust, átak kom á dráttarvírinn og hnykkur. Síðan slaknaði á dráttarvírnum og í sama mund sást að annar togvír togarans var slakur. Fyrsta klipping á togvír landhelgisbrjóts hafði tekist. f þessari fyrstu klippingu náðist forvír togarans. Hann tapaði því ekki vörpunni, en tafðist verulega frá landhelgisveiðun- um við að ná henni inn á öðrum vírnum. Það má segja að nú varð mikið uppi- stand meðal bresku togaranna sem voru þarna að veiðum um 22 sjómílur innan nýju 50 mílna markanna. Allir hífðu upp trollin og komu siglandi á fullri ferð. Við á Ægi fórum hring um óþekkta togarann og komum nærri stjórnborðsskuthorni hans. Áhöfnin stóð á bátaþilfari og skipverjar köstuðu kolamolum og allskyns rusli yfir í varðskipið. Einn skipverjanna á togaran- um kastaði stórri brunaöxi sem fór í sjó- inn á milli skipanna. Það voru mikil hróp og köll og bölbænir bæði frá körlunum á togaranum og í tal- stöðvunum. Við komumst nú fljótlega að því að hér var á ferðinni togarinn Peter Scott H-103. Togararnir, sem komu nú á fullri ferð í átt til okkar, ætluðu sýnilega að gera út um málin í eitt skipti fyrir öll með ákeyrslu á Ægi. Þeir voru ellefu talsins, og skipstjórarnir létu dólgslega, hótuðu í tal- stöðvum sínum að keyra varðskipið niður. Við á Ægi töldum nóg að gert í bili og kl. 11.23 héldum við af staðnum til annarra starfa. Enn var skipstjóri óþekkta skipsins spurður um nafn, en hann neitaði sem fyrr. Oft hafði maður hlustað með undrun og hrolli á orðbragð bresku togaraskipstjór- anna. Nú gekk þó út yfir allan þjófabálk. Meðal þess sem þessir karlar hótuðu var að eyðileggja sex vörpur íslenskra fiski- skipa fyrir hverja eina sem skorin væri frá breskum togurum. Breska eftirlitsskipið Miranda var á þessum slóðum og hélt til togaranna. Skip- stjórinn þar, sem ég þekkti vel, gerði sitt til að stilla skap skipstjóranna landa sinna. Hann kallaði mig síðan upp og var reiður. Mótmælti aðförinni að óþekkta togaranum og vitnaði í úrskurð Haag- dómstólsins um að breskum togurum væru heimilar veiðar hér að 12 mílilm, ennfrem- ur í alþjóðalög. Þá sakaði hann okkur um að stofna lífi breskra sjómanna í hættu með því að skera á togvíra. Ég tjáði honum að þetta mál kæmi Haag-dómstólnum ekkert við. Hér væri um að ræða brot á alþjóðalögum um merkingu fiskiskipa á Norður-Atlantshafi. Ennfremur brot á íslenskum fiskveiðilög- um. Adams, skipstjóri Miranda, róaðist nokkuð við þessar upplýsingar og lofaði að koma sjónarmiðum okkar á framfæri við yfirmenn sína. Varðandi það að við hefðum stofnað lífi og iimum breskra fiskimanna í hættu, komi stundum fyrir að togarar slíti togvir og teljist ekki til tíðinda. Ég sagði skip- stjóranum á Miranda einnig að breskir ómerktir togarar við Austurland hefðu gefið varðskipinu upp nöfn og númer. Það hefði þessi ómerkti landhelgisbrjótur hins vegar ekki gert og því hefði verið ákveðið að skera af honum vörpuna. Við á Ægi vorum við Vestfirði næstu daga. Þeir dag- ar og nætur urðu viðburðaríkar. Ur Sagnabanka Leifs Sveinssonar Fjör á Gullfossbarnum Kunnur svínabóndi úti á landi þurfti nauösynlega aö láta flytja fyrir sig kynbótagrís frá Danmörku. Óhægt var um vik, þar sem algert bann var viö innflutningi svína til landsins. Nú voru góö ráö dýr, því svínastofninn var að úrkynjast hjá bónda. Tekur hann þann kost aö biöja danskan heildsala, Hansen aö nafni, fyrir grísinn, en hann var um þaö bil að sigla til íslands meö Gullfossi frá Kaupmannahöfn. Er nú grísinn fluttur um borö í einsmannsklefa Hansens í Gullfossi og sprautaöur meö þeim lyfjum, sem dugöu til þess, aö ekki heyrðist í honum á leiöinni. Gullfoss kemur við í Leith aö vanda og alltaf hefur Hansen gætt þess, aö grísinn sé sprautaöur reglulega. En síöasta daginn um borð, er Gullfoss nálgast ísland, þá var svo skemmtilegt á barnum, aö Hansen gleymdi sér. Kemur þá farþegi úr næsta klefa viö Hansen og kvartar yfir því við Guö- mund Þóröarson bryta, aö ekki sé svefnfriöur fyrir einhverjum helvítis Dana, sem hríni eins og svín. Kom þá í Ijós, aö gleymst haföi hjá Hansen aö sprauta grísinn. Tollskoðun á Heathrow Friðfinnur heitinn Ólafsson forstjóri Háskólabíós hélt til Lundúna meö hóp af íslendingum. Hægt gekk aö komast í gegnum tollinn á flugvellinum, þvi enskir tollveröir eru manna nákvæmastir í starfi sínu. Leiðist nú Friöfinni þófið og gengur til eins mjög borðalagös manns, sem þar var aö líta eftir og tjáir honum, að hann sé með ferðamannahóp frá íslandi, sem eigi aö skoöa borgina um daginn, en síöan eigi þau aö mæta hjá Elísabetu drottningu kl. 17.00, og spyr, hvort ekki sé hægt aö flýta tollskoðun eitthvaö, því sér leiðist að koma of seint til Buckingham-hallar. Brá yfirmaður þegar viö og lét flýta allri tollskoöun svo, aö eftir augnablik var allur hópurinn kominn í gegnum tollhliöiö. Þá kallar yfirmaðurinn til Friöfinns: „Nú hringi ég til Buckingham og tilkynni, aö þiö séuö á leiöinni."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.