Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Síða 5
„Sinfóníuhljómsveitin
hér er nú þegar góð, en
hvað gæti hún orðið?
Það vakti athygli mína
og ánægju, að í hljóm-
sveitinni er margt fólk,
sem hefur mun meira til
brunns að bera en
tæknikunnáttu, er lista-
menn.“
unga aldri, og aldrei veitir af að mennta
tónlistarmenn af fremsta megni. — Og
þegar ég kom til Saloniki veitti aldeilis
ekki af að taka margt til bæna. Þar fann
ég einfaldlega fyrir tónlistarlegt tóma-
rúm,“ sagði hann skellihlæjandi, — stund-
um á hann erfitt með að sitja á strák
sínum.
„Þarna var mikið verk óunnið og það
höfðaði mjög til mín að takast á við
vandann. Eg stofnaði því tónlistarskóla
fyrir börn allt frá fjögurra ára aldurssk-
eiði og upp úr, alveg upp í æðra tónlistarn-
ám. — Gerði líka ýmislegt fleira.
Þýðingarmikill liður í þessu starfi var
að efna til fyrirlestra, ráðgjafar og nám-
skeiða fyrir foreldra og aðra aðstandend-
ur. Sá þáttur vill nefnilega oft gleymast.
Það skiptir miklu máli hvert viðhorfið til
tónlistar er heima fyrir; hvernig hlustað
er...
Nú er svo komið í Saloniki að þar stunda
þúsundir barna og unglinga tónlistarnám
og þar er fjöldi tónlistarkennara. Gróskan
varð til þess að við komum á laggirnar
sinfóníuhljómsveit, til viðbótar þeirri, sem
fyrir var í Saloniki, sextíu manna hljóm-
sveit mjög góðra tónlistarmanna. — Þetta
er allt á góðri leið.
Ég hef einnig átt því láni að fagna að
halda hinu besta sambandi við skólafélaga
mína frá Vínarárunum. Flestum þeirra
hefur vegnað framúrskarandi vel, svo sem
Jesus Lopez Copoz, stjórnanda Berlínaróp-
erunnar; stjórnendum mikilvægra hljóm-
sveita í Mílanó og Rómaborg; aðalstjórn-
anda Nýju fílharmóm'uhljómsveitarinnar í
París, Hubert Soudant. — Og ótal fleiri
mætti nefna, kannske ekki síst Gunther og
Neuhold. Hann hefur sigrað i fjölmörgum
samkeppnum og er nú aðalstjórandi óper-
unnar í Parma.“
Gamall Draumur
Rætist
„Til íslands kom ég vegna þess að Sig-
urður Björnsson, óperusöngvari og fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands, hafði heyrt hljómsveitarstjórann
Gabriel Chmura geta mín. Hér frétti ég
svo að gamall kennari minn og vinur, Mil-
itiades Caridis, er væntanlegur hingað. —
Hann er lítill, þessi heimur ...
Eins og ég minntist á áðan, þá rættist
margra ára gamall draumur með komunni
til íslands. Eg hef oft sagt við konu mína,
Barböru Tsambali, sem er óperusöngkona,
að við yrðum einhvern tíma að komast til
þessa lands.
Barbara — á grísku heitir hún Warwara
— og ég höfum reynt að samræma störf
okkar, eins og tök hafa verið á. — Sameig-
inlegu fríin eru þó hvorki mörg né auð-
fengin. Síðan eigum við tvö börn; tvær
dætur, tíu og fimm ára. Þær þurfa að
stunda sína skólagöngu, og þar fram eftir
götunum...
Eldri dóttir okkar er sæmilegur fiðlu-
leikari og hefur einnig áhuga á píanóleik.
Sú yngri er auðvitað ekki langt komin í
tónlistarnáminu, en hafið er það þó. Þá
samkvæmt kerfi, sem ég kom með frá
Þýskalandi og nú er kennt í Saloniki."
PRÝÐILEGUR árangur
„Eftir að algjör uppstokkun átti sér stað
í tónlistarmálum þar, eða á síðustu sex
árum, hefur tekist að ná mjög góðum
árangri. Þar eru nú tíu-ellefu ára gamlir
nemendur, sem þegar eru orðnir ágætis
tónlistarmenn. Það þökkum við, sem að
þessu höfum unnið, nýjum kennsluaðferð-
um og skipulagningu framhaldsnámsins.
í fyrra fögnuðum við fimm ára afmæli
þessa átaks okkar. Við það tækifæri lék
hljómsveit tvö hundruð nemenda loka-
kafla Níundu sinfóníu Beethovens. — Að
vísu hafði ég gert þeim verkið viðráðan-
legra, en þau gerðu þetta svo prýðilega.
Eftir svona fimm ár held ég að þessir
krakkar verði orðnir óvenjugóðir hljóð-
færaleikarar; geti flutt þessa sinfóníu í
heild, án nokkurra breytinga, og það með
glæsibrag.
Það er þetta, sem er mér ómótstæðilegt,
að geta mótað eitthvað; byggt upp. Ég nýt
þess af öllu hjarta. — Þannig er hljóm-
sveit mér hljóðfæri, mitt hljóðfæri — og
hljóðfæri eru misgóð. Það er heldur ekki
sama hvernig farið er með þau ...
Sinfóníuhljómsveit íslands er þannig
nærtækt dæmi. Hvað vill íslenska ríkið
gera fyrir hana? Þetta er ríkisstofnun. —
Skyldi fólk yfirleitt gruna hvað sú
hljómsveit gæti gert fyrir þetta land, ef
rétt er með hana farið; hvers konar land-
kynningarmöguleikar eru þar fólgnir — og
hvernig mætti nýta þá?
Þarna eru auðæfi, sem nýta ætti,
hljómsveitinni sjálfri til gagns og hvatn-
ingar, þjóðinni til mikils sóma og beinlínis
fjárhagslegs ávinnings. — Það þarf að
leggja fé í fyrirtæki til þess að það geti
blómstrað Og skilað arði. Svo einfalt er
þetta.
fslendingar ættu að vera hreyknir af
Sinfóníuhljómsveitinni nú þegar, og það er
nauðsynlegt að hlúa að henni.
einangrun Er
Niðurdrepandi
Svona hljómsveit þarf, til dæmis, að
ferðast til annarra landa minnst tvisvar á
ári. Það eykur þroska hennar og víkkar
sjóndeildarhringinn, eykur samheldni og
starfsgleði. Það slípar hana.
Hljómsveit er viðkvæmt hljóðfæri, ekki
spiladós. Og það vekur alltaf mikla at-
hygli, þegar litla ísland tekur þátt í ein-
hverju á alþjóðavettvangi.
Það er niðurdrepandi fyrir hljómsveit að
vera einangruð. Hún er samsett úr ein-
staklingum, þannig að einnig verður að
hugsa um líðan hvers og eins, ekki bara
hljómsveitina sem heild. — Einstakl-
ingarnir verða að njóta sín, njóta framlags
síns, þrífast og vaxa í list sinni.
Það minnir mig nú á annað. Erlendis
eru fyrsta flokks íslenskir tónlistarmenn.
— Það er vegna þess að þið greiðið ekki
þessu fólki mamisæmandi laun; ekki laun,
sem eru í nokkru samræmi við lengd náms
þess og getu.
Þá hef ég alls ekki nein stjörnulaun í
huga, heldur það, að góðir tónlistarmenn
eiga tvímælalaust að vera í sama launa-
flokki og aðrar hámenntaðar stéttir, til
dæmis læknar.
Að svona skuli vera í pottinn búið á
fslandi stafar líklega af skilningsleysi á
því hvað æðri tónlistarmenntun felur í sér;
hvers konar kröfur eru gerðar til manns,
sem lýkur námi í tónlistarháskóla. Og
læknir getur talið sig fullnuminn að sér-
námi sínu loknu, þegar doktorsgráðan er í
höfn.
Tónlistarmaðurinn getur ekki leyft sér
neitt slíkt. Hann verður, að tólf ára æðra
námi loknu, enn að æfa daglega þá tækni,
og raunar allt, sem hann hefur lært frá
upphafi. Hann verður að halda sér í þjálf-
un eins og fyrsta flokks íþróttamaður.
Á fslandi er margt fólk, sem gæti um-
svifalaust valið á milli bestu hljómsveita í
heimi, ef það vildi flytjast héðan. — Og þá
erum við ekki að tala um góð laun, heldur
há laun. — Launið þið þessu fólki framlag
sitt og erfiði? Flytjið þið auðlindir úr
landi, eða kynnið þið ykkur hvernig má
nýta þær?
f tónlist felast verðmæti af öllu hugsan-
legu tagi. Hún er þroskandi, mannbæt-
andi. — Hún er alþjóðlegt tungumál. Hún
hefur græðandi áhrif."
alþjóðlegt tungumál
„Eins og allir vita ríkir nú ekki vinátta á
milli Grikkja og Tyrkja í dag, frekar en
fyrri daginn. Mér tókst þó að fá því fram-
gengt, að tvö hundruð grísk börn fóru í
tónleikaferð til Tyrklands. Þar bjuggu þau
hjá tyrkneskum fjölskyldum. Foreldrar
barnanna komu með og kynntust þessum
fjölskyldum. — Árangurinn varð mikil
vinátta.
Síðan snérum við dæminu við og buðum
tvö hundruð tyrkneskum börnum, kór og
hljómsveit, til okkar. Foreldrar þeirra
komu líka með. Enn varð árangurinn vin-
átta. — Það var ógleymanlegt að sjá
Grikki og Tyrki kveðjast með tárin í aug-
unum.
Á tónleikunum í Istanbul og í Saloniki
var varla þurrt auga í salnum, þegar börn
þjóðanna tveggja fluttu saman lokakafla
Níundu sinfóníu Beethovens; hljómsveitin
lék, og kórinn söng hin stórkostlegu orð
um bræðralag þjóðanna. — Þetta var
ógleymanlegt.“
FG.
Geimferjusalerni á hundruð
milljóna — en gagnslaust
eir fengu salerni,
sem kostaði jafn-
virði 360 milljóna ís-
lenskra króna — og svo
reyndist það ónothæft.
Það virkaði ekki. Það er
hinn óþægilegi sannleik-
ur varðandi hreinlætis-
aðstöðu geimfaranna
um borð í ferjunni.
Geimfararnir eru
gramir og hönnuðir
bandarísku geimferða-
stofnunarinnar sneypu-
legir, því að jafnvel eftir
fimm ára þrotlausar
rannsóknir og tilraunir
hefur þeim ekki tekist
að leysa eitt frumstæð-
asta vandamál geimfar-
anna.
General Electric, sem
hefur annast hönnun
iagna og tækja í geim-
ferjunni, hefur færst
undan að tjá sig um mál
þetta, en vísað til
Rockwell International,
sem er helsti verktakinn
hvað geimferjurnar
snertir.
—Það er ekki auðvelt
að leysa þetta vandamál,
segir Richard Barton
hjá Rockwell. Þó að þeir
létu okkur fá 360 millj. í
viðbót er ekki víst, að
okkur tækist að leysa
málið.
Hið dýra geimferju-
salerni er samsett af
mörgum háþróuðum
tölvum sem og margs
kyns rafvélum, og þar
eru viftur, dælur, ventl-
ar og allt mögulegt. Öllu
er komið fyrir með
hlíðsjón af því, að lífið
verði geimförunum sem
auðveldast í þyngdar-
leysinu.
í ferðunum með Gem-
ini- og Apollo-geimför-
unum gerðu áhafnirnar
tilraunir með plastpoka
og sérstakt mataræði,
og þá sjaldan var farið í
geimgöngur voru geim-
fararnir búnir bleium í
fullorðins stærð.
Með tilkomu geimferj-
anna skiptir orðið meira
máli, að dvöl úti í
geimnum verði mönnum
sem þægilegust og
ánægjulegust. Bæði kon-
ur og karlar þurfa að
geta einbeitt sér að
störfum í geimnum
langan tíma í einu.
Hið mjög svo flókna
hreinlætiskerfi, sem svo
brást hlutverki sínu,
hefur smám saman ver-
ið einfaldað, svo sem
kostur hefur verið. Síð-
asta gerðin minnir mjög
á útilegusalerni.
—Það er poki, sem
passar í klósett. Pokann
á svo að fjarlæga eftir
hverja ferð, segir tals-
maður geimfaranna í
máli þessu, Dan Ger-
many.
Annars heitir það
einnig wc í geimnum. En
þar standa bókstafirnir
fyrir „waste collection“
— safn úrgangs.
Hluti rafeindaeyrans er lít- Senditækid á að tengja rið Nú er meðal annars bægt
ið senditæki í böfuðkúp- lítil rafskaut í inneyranu. nð stjórna heyrninni með
unni. örgjörva í beltinu.
Rafeindaeyra getur fært
mönnum heyrnina á ný
Sennilega mun það
vera algengt eftir
aðeins 20 ár, að menn
verði búnir litlum töpp-
um hér og þar um
skrokkinn. Lítil tölva
mun tengja þá, og
útbúnaðurinn mun
hjálpa fólki að sjá,
heyra, skynja eða hreyfa
sig.
Þessi tækni er þegar
að nokkru lejrti að kom-
ast í gagnið. í háskólan-
um í Utah hefur verið
þróað rafeindaeyra, sem
á að geta hjálpað 350.000
heyrnarlausum mönn-
um til að heyra á ný.
Seinna munu væntan-
lega miklu fleiri heyrn-
ardaufir njóta góðs af
uppfinningunni.
Rafeindaeyrað gegnir
því hlutverki að koma í
stað hinna smásæju
hárfruma í inneyranu.
Þessar frumur ráða úr-
slitum um heyrnina, þar
sem þær breyta hljóð-
bylgjum í rafboð, sem
send eru áfram til heil-
ans. Örgjörvinn (micr-
oprocessor) í beltinu
gerir hið sama. Hann
tekur við hljóðum frá
hljóðnema í eyranu og
sendir rafboð til heilans
um örsmáan tappa í
heilaberkinum, og heil-
inn breytir boðunum í
hljóð. Örgjörvinn í belt-
inu tekur um það bil
jafn mikið rúm og gang-
ráður (Walkman). Fyrir
aðeins fáum árum hefði
þurft stóra tölvu til að
sinna þessu verkefni.
Nýjar, litlar dísilvélar á leiðinni
Dísilolía nýtur vax-
andi vinsælda sem
eldsneyti fyrir fólksbíla.
Hún er miklu ódýrari en
bensín, svo að dísilbílar
geta orðið hagkvæmir í
rekstri. Þá skapar dísil-
olía einnig mun færri
mengunarvandamál.
En litlum dísilvélum,
sem henta í venjulega
fólksbíla, fylgja einnig
vandamál, sem þarf að
glíma við: Það tekur til
dæmis ekki óverulegan
tíma að hita þær upp,
áður en hægt er að segja
þær í gang. Annar al-
varlegur ókostur er, hve
köld vélin hefur lítið afl.
En þess ber vel að
gæta, að hér er verið að
tala um „litlar dísilvél-
ar“. Hinar stærri eins og
þær, sem eru í flestum
flutningabílum, eru
lausar við marga ókosti
hinna minni. Til dæmis
getur vél með beinni
inngjöf farið í gang án
upphitunar — en það
getur vél með óbeinni
inngjöf ekki.
Vél með beinni inn-
gjöf á heldur ekki við
kraftleysi að stríða, þótt
hún sé köld. Og henni
fylgja fleiri kostir.
En samt sem áður
framleiða engar bíla-
verksmiðjur vélar með
beinni inngjöf fyrir
fólksbíla, ekki ennþá. En
þær eru á leiðinni. Ford
hefur nefnilega kynnt
næstu gerð dísilfólks-
bíla. Að vísu er 2,5 Di,
eins og vélin heitir, enn-
Hér kemur í Ijós eitt af
„ieyndarmálum“ hins
ræntanlega dísilfólksbíls.
Innstreymið þyrlast um
strokkinn, og þannig nýt-
ist eldsneytið bezt
þá aðeins í vörubílaröð-
inni „Transit". En sér-
fræðingar eru að ljúka
við „minni gerð“ af
henni.
Tvær nýjungar eru í
hinni nýju dísilvél, sem
miklu máli skipta. Ford
hefur tekizt að skapa
hringiðu í innstreyminu.
Það eykur nýtingu
eldsneytisins. Þar að
auki er Di-vélin búin
eldsneytisdælu, sem hef-
ur tvöfalt meira þrýsti-
afl en venjulegar dælur í
dísilvélum. Þar sem
sjálfur lokastúturinn
nánast úðar eldsneytinu
í stað þess að senda það
inn í heilum „geisla",
hefur Ford tekizt að
koma vélinni, sem byggð
er á sama grundvelli og
vélar í flutningabíla,
niður í venjulega stærð.
Ford 2,5 Di er nú 2496
sm3 að stærð og hefur 70
hestöfl.
Svo að hin nýja gerð
dísilfólksbíla kemur
sennilega á markaðinn
með Ford-árgerðunum
1985.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. JANUAR 1985 5