Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Side 6
Teikning af Eyrindi og Höllu eftir Eirík Smitb, byggd í samtíma lýsingu. Halla var fremur
smávaxin, dökk í framan og heidur Ijót, en Eyvindur ljós yfirlitum með framstæða neðri vör.
Margt
má
læra
af Eyvindi
Eftir Ásgeir Jakobsson
2. hluti
Jóla-Lesbók var þáttur af Fjalla-Eyvindi og
Höllu eftir að þau lögðust út frá Hrafnsfjarðar-
eyri vorið 1761 og í þættinum aðallega sagt frá
hreysum þeirra og hvernig þeim hefði búnazt í
ÆLm útilegunni.
Þessi þáttur var hugsaður sem ábending
því fólki alltof mörgu, sem er að dragast
upp í frómleika, sístritandi en á aldrei
málungi matar og dræpist heldur úr
hungri en taka til sín annarra manna
brauðsneið, sem lægi á glámbekk. Fólki
ber að fara varlega með frómleikann og
ofnota hann ekki, hann var hvorteð er
aldrei ætlaður nema aumingjum.
Á einhverri mestu harðindaöld, sem yfir
landið hefur gengið og kotafólk hrundi
niður á kotum sínum úr hungri í hinum
fullkomnasta frómleika, björguðust þau
Eyvindur og Halla þokkalega á þjófnaði og
ránum og urðu þjóðhetjur, en kotbænd-
urnir sem þau stálu frá fengu slæma út-
reið í sögunni fyrir að ofsækja þau. Svona
gengur það nú oft til í mannlífssögunni.
Þá var og þess getið í inngangi áður-
nefnds þáttar, að ferill þeirra hjúanna
gæfi skáldlega sinnuðu fólki möguleika til
skáldskapar í allar áttir: þau væru efni í
ástarsögu, hetjusögu, pólitíska frelsissögu,
glæpasögu og svo er það loks til, að rekja
sögu þeirra eftir þeim strjálu heimildum
og þeim sögnum, sem sannferðugastar eru
taldar og það verður nú gert hér og þá
sumstaðar vísað til þess, sem sagt er í
jólaþættinum.
Það var í miðjum verkfallsþrengingum
ríkisstarfsmanna í haust að leið, að ég var
þar staddur, sem gamall maður fagnaði
langlífi sínu og margir mættir til að sam-
fagna honum, svo sem siður er, þótt ástæð-
an blasi ekki alltaf við manni.
Á slíkum samkundum ber margt á
góma, en það er hefðbundin venja, ekki
sízt í afmælum gamalla manna, að forðast
öll dægurmál, sem geti vakið deilur með
mönnum. Oft vill það þó verða að einhver
detti útúr rullunni, einkum ef Bakkus er í
veizlunni, og án hans eru nú flest veizlu-
höld heldur döpur, en friðurinn tryggari.
Sá maður hefur líklega heilsað of oft uppá
Bakkus, sem tók til að segja verkfallssögu
í veizlunni, en engar sögur eru eldfimari,
þar sem margt fólk er saman komið og úr
ýmsum áttum, en verkfallssögur.
Fjalla-Eyvindur Stillir
Til Friðar
Saga þessa veizluspillis var af leikkonu,
sem maðurinn sagði hafa hringað sig
utanum bryggjupolla, eða setzt á hann
klofvega, hann var ekki viss um hvort var,
til að farmenn fengju ekki bundið skip sitt
við bryggju. Sú skýring fylgdi undarleg-
heitum konunnar, að hún hafi alla tið ver-
ið undarleg í háttum sínum síðan hún lék
Höllu í leikriti Jóhanns Sigurjónssonar.
Leikhúsfróður maður rak skýringuna
strax ofan í sögumann, og sagði leikkonu
þessa aldrei hafa leikið Höllu, en rík inn-
lifun konunnar í annað hungurhlutverk,
sem hann nefndi, gæti hafa valdið því, að
henni fyndist hún alltaf illa haldin í mat
og drykk og klæðum og húsakosti og væri
þetta algengt um leikara, að þeir kæmust
aldrei útúr hlutverkum sínum, sem þeir
hefðu lifað sig inní.
Það var langur vegur frá því, að öllum
þætti sagan góð, eða skýringin, og loftið
varð kyrrt í þögn eins og verður á undan
fellibyljum.
Þegar komin er Halla er Eyvindur í
pilsfaldinum, því að undir pilsfaldi Höllu
hefur hann líklega verið alla tíð; hann var
maður veikgeðja en hún skaphörð.
Manni nokkrum, sem ekki líkaði sagan
varð það fyrst fyrir, að gripa Eyvind, mun-
að hann af því nefnd hafði verið Halla, til
að berja með honum uppá ríkisstjórninni
og svara þannig með gagnárás fyrir leik-
konuna. Hann sagði:
— Fjalla-Eyvindur var manna lífseig-
astur, en ekki einu sinni hann hefði getað
lifað á þeim launum, sem þessi ríkisstjórn
skammtar okkur.
Hið góðlátlega afmælisrabb var þannig
heldur betur að losna úr böndunum og ekki
bötnuðu horfurnar, þegar svarað var:
— Ætli sá skúrkur hefði ekki fljótt kom-
izt uppá lag með að sofa í stólnum á dag-
inn en rumska á kvöldum til að vinna
ómælda eftirvinnu.
Sumum mönnum er það gefið, ýmist af
heimsku eða snilli, að slá menn útaf laginu
í heitum umræðum með óvæntri athuga-
semd svo gersamlega útí hött að menn,
sem hafa dregið djúpt að sér andann til að
spýta sem skarpast útúr sér illyrðum
missa málið og standa gapandi.
Stór maður og raddmikill varð öllum
fyrri til andsvara. Hann sagði reiðilega:
— Skúrkur! Hann Fjalla-Eyvindur
skúrkur, ég held nú ekki — og hann hóf
þrumandi ræðu til varnar mannorði Ey-
vindar og var bæði mælskur og hávær.
Það kom náttúrlega flatt uppá alla
viðstadda, að málið skyldi taka að snúast
um mannorð Fjalla-Eyvindar og viðstödd-
um ríkisstarfsmönnum féllst tungan og
einnig þeirra féndum, snarráðir friðar-
sinnar gripu tækifærið, svöruðu mannin-
um strax með illyrðum um Eyvind og
Höllu en þau reyndust eiga sér marga
málssvara og veizlunni var bjargað frá því
að leysast upp 1 óbótaskömmum.
FLestir reyndust hafa þekkingu sína á
Fjalla-Eyvindi og Höllu úr leikriti Jó-
hanns og það er ágæt þekking til að halda
uppi þrætum.
Það kom fram í þessari veizlu og víst
komið fram víðar, að nú séu erfiðir tímar í
landi voru og margur þurfi að læra að lifa
af litlu. Það gæti verið mörgum hagkvæmt
að kunna fyrir sér að stela keti, það er dýrt
ketið, og éta hrátt, það er dýrt að sjóða, og
svo kæmi það öðrum vel að kunna að fela
birgðir, sem erfitt er að gera grein fyrir,
hvernig fengnar séu.
Allt þetta má læra af Fjalla-Eyvindi.
Hann varð stundum að lifa á hvannarótum
og hráu hrossaketi en líka stundum að fela
ofnógt sauðarfalla, sem erfitt var að tí-
unda.
Heimildir um Æviferil
Eyvindar Og Höllu
Ekkert er til, sem heitir með réttu sönn
saga, aðeins misjafnlega skálduð, og þær
þykja minnst skáldaðar, sem sagðar eru
eftir svonefndum heimildum. Þær eru
strjálar af Fjalla-Eyvindi og Höllu.
Það var ekki fyrr en hartnær heilli öld
eftir að Eyvindur var genginn til feðra
sinna, að Gísli Konráðsson fór að safna í
söguþátt af honum og um líkt leyti Páll
Melsted sýslumaður og Jón Árnason þjóð-
sagnasafnari.