Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Blaðsíða 5
minnsta kosti nokkur hundruð eintök,
helst þúsund, líkt og gildir ennþá. Kaup-
endahópurinn var lítill, en þjóðlegur
menningarmetnaður vó þar upp á móti.
Áður en fyrstu bókaklúbbarnir voru stofn-
aðir munu bókakaupendur aðallega hafa
verið menn úr hástétt og millistétt, emb-
ættismenn, menntamenn, iðnaðarmenn, og
svo auðvitað lestrarfélögin. En að sjálf-
sögðu hefur þetta farið eftir því hvers kon-
ar lestrarefni var verið að selja. f félaga-
tali Bókmenntafélagsins í Skírni árið 1932
virðast fáir eða engir verkamenn og
óbreyttir sjómenn í Reykjavík vera félagar
og hljóta efnin að hafa valdið nokkru um
það. Álþýðubókasafn Reykjavíkur, sem nú
heitir Borgarbókasafnið, var stofnað árið
1923 og hefur varla verið burðugt fyrstu
árin.
Við slíkar aðstæður hefur augljóslega
verið erfitt að hafa lifibrauð sitt af
skáldskap. Þess vegna voru veittir skálda-
styrkir til stuðnings. En reyndar var það
svo að fyrstu skáldastyrkirnir fyrir alda-
mótin voru ekki hugsaðir sem niður-
greiðsla á framleiðslukostnaði, heldur sem
einhvers konar fátækraframfæri eða verð-
laun. Fyrst var stungið upp á skálda-
styrkjum á Alþingi árið 1897 (til Matthías-
ar Jochumssonar og Steingríms Thor-
steinssonar) en Grími Thomsen tókst að
hindra að þeir yrðu veittir. Þingið veitti
fyrst skáldastyrk árið 1891, þeim fjölgaði
svo hægt uns sjö skáldum var veittur
styrkur árið 1905; tuttugu árum síðar
hafði talan á að giska tvöfaldast eða rúm-
lega það, og var lágmarksúthlutun 500
krónur.
Styrkjamál rithöfunda þróuðust fljót-
lega þannig að annars vegar var um að
ræða styrki handa einstökum höfundum er
var úthlutað beint af þinginu, hins vegar
voru almennir skáldastyrkir úr sjóði sem
sérstök nefnd úthlutaði úr. Vegna þessa
fyrirkomulags spunnust oft fróðlegar um-
ræður á þingi, enda voru þar sumir kallað-
ir til að segja álit sitt sem greinilega höfðu
ekki hundsvit á bókmenntum. Stundum
urðu eins konar hrossakaup um styrkina,
og er sagt að styrkur til jafnaðarmannsins
Þorsteins Erlingssonar hafi verið sam-
þykktur gegn því að sálmaskáldið Valdi-
mar Briem fengi líka styrk.
Þegar rætt er um að þingheimi hafi ver-
ið mislagðar hendur í þessu efni rifjast
ævinlega upp fyrir mönnum fimmtán
hundruð króna styrkurinn sem Halldóri
Laxness var synjað um árið 1925. Synjunin
kvað hafa stafað af því að menn áttu bágt
með að koma auga á bókmenntagildi eða
réttara sagt hefðbundin einkenni rímna-
kveðskapar í ljóði því þar sem segir meðal
annars:
Eia!
Eia perlur! Eia gimsteinar!
Eia leikur
leikur í sólskini
útí skógi!
Það var Unglingurinn í skóginum, fram-
úrstefnukvæði Halldórs, sem prentað var í
Eimreiðinni árið 1925.
ÍSLAND ÚTVEGAR SÉR SKÁLD
Vegna þess hve markaðurinn var lítill
hlutu ritlaun að verða lág nema um met-
sölubækur væri að ræða. Engum sögum
fer af því að Halldór Laxness hafi fengið
laun fyrir fyrstu skáldsögur sínar, Barn
náttúrunnar og Undir Helgahnúk nema ver-
ið hafi súpuskál fyrir þá fyrrtöldu. Betur
gekk með Vefarann. Á honum hagnaðist
skáldið nokkuð og notaði sér féð til Amer-
íkuferðar. Undir Helgahnúk er ein fyrsta
íslenska bókin (ef ekki sú allra fyrsta) þar
sem tekið er fram að „copyright" sé höf-
undarins, en höfundarréttur var þá lítils
virtur og hamlaði það þeim sem vildu lifa
af ritstörfum. Lög um rithöfundarétt voru
fyrst hér árið 1905, og voru þau skáldum
til hagsbóta.
Halldór Laxness hefur skrifað að enginn
hafi stutt styrkumsókn hans í efri deild
Alþingis nema Sigurður Eggerz. En ýmsir
lögðu Halldóri liðsyrði á öðrum vettvangi.
Bjarni Jónsson frá Vogi hafði barist fyrir
listamannastyrkjum og hann mælti sér-
stakiega með styrk til Halldórs á þingi,
sama gerði Ásgeir Ásgeirsson. 14. mars
árið 1925 skrifaði Kristján Albertsson
grein í Vörð þar sem hann mælir með veg-
legum styrk til Halldórs. Tómas Guð-
mundsson skrifaði í Morgunblaðið tveim
vikum síðar til stuðnings honum. Tómas
Ungur maður á uppleið og kominn
út í heim: Halidór í Innsbruck
1921.
segir að verði styrkurinn ekki veittur sé
hætta á að skáldið setjist að erlendis, eins
og allir vissu að mörg bestu skáld þjóðar-
innar höfðu gert fyrr á öldinni. Sjálfur
benti Halldór á í blaðagrein í janúar 1925
að listamannastyrkirnir voru samanlagðir
(8.000 kr.) minna en ein embættismanna-
laun.
Það var eðlilegt framhald af sjálfstæð-
isbaráttunni að reyna að gera islenskum
rithöfundum kleift að sinna ritstörfum al-
farið, eftir því sem hugur þeirrá stóð til.
Kristinn E. Andrésson orðaði þetta einu
sinni svo á Alþingi:
„listir og bókmenntir eru okkur marg-
falt meira virði en stærri þjóðum. Listir og
bókmenntir eru sjálfstæðismál okkar, og
landvarnir okkar.“
Árin fyrir 1930 virðist Alþingi hafa
fylgt þeirri stefnu sem þarna er túlkuð,
enda voru framlög til lista og vísinda
meira en tvöfalt hærri (sem hlutfall af
ríkisútgjöldum) 1915 og 1924 heldur en
1934.
þessu sinni, en það mál leystu velviljaðir
menn með tvennu móti: annars vegar var
skotið saman í sjóð handa honum, hins
vegar var samið við hann um að skrifa
nokkrar greinar í Vörð gegn ríflegum rit-
launum.
Stundum er sagt að kvikmyndastjörnur
og þeir sem auglýsa vörumerki eigi það
sammerkt að vilja heldur hafa frægð að
endemum en liggja í þagnargildi. Líkt
virðist viðhorf þeirra íhaldsmanna hafa
verið sem studdu Halldór Laxness til stór-
virkja um þetta leyti. Þeir vildu heldur
hafa uppreisnargjarnt stórskáld á íslandi
en ekkert. Þess vegna borguðu þeir honum
vel fyrir að skrifa róttæka samfélagsgagn-
ryni i íhaldsblaðið Vörð.
Ástæða er til að þakka víðsýni slíkra
íhaldsmanna fyrr á öldinni. Hún er verð
eftirbreytni. Hins vegar er auðvitað ekki
hægt að reka menningarstarfsemi ein-
göngu á grundvelli þess sem höfðingjar
láta af hendi rakna. En þegar Halldór
Laxness lagði á rithöfundarbraut naut
hann þess að áhrifamiklir menn voru sam-
mála um að hin nýsjálfstæða þjóð þyrfti
að skaffa sér stafnbúa á sviði skáldskapar-
ins.
Búauðgisstefna
Þegar Halldór Laxness skrifaði fyrstu
sögur sínar á unglingsárum fetaði hann í
fótspor Björnstjerne Björnson og Knut
Hamsun. Hann var ekki nema sextán ára
þegar hann skrifaði Barn náttúrunnar, en
sú skáldsaga kom út árið 1919 á kostnað
skáldsins og móður hans. Halldór las ekki
einu sinni sjálfur prófarkir af verkinu
heldur var rokinn út í heim að afla sér
mennta. Barn náttúrunar á skylt við sumar
smásögur sem hann skrifaði um þetta
léyti, t.d. söguna „Den tusindaarige Is-
lænding" sem birtist í Berlingske tidende
19. október 1919 og heitir einmitt „Barn
náttúrunnar" í íslensku gerðinni í Morg-
unblaðinu í maí 1923.
í stuttu máli fjallar skáldsagan Barn
náttúrunnar um. hvernig ungur og auðugur
Vestur-íslendingur, Randver Ólafsson,
hverfur árið 1918 aftur til íslands í þeim
tilgangi að finna frið í sálu sinni og ákveð-
ur að gerast bóndi. Þá segir sagan frá
þroskaferli villidýrsins fagra, Huldu, sem
er barn náttúrunnar og óttalega dekruð,
dóttir Stefáns stórbónda. Ástir takast með
Randveri og Huldu, enda er undirtitill sög-
unnar „Ástarsaga". Hinn fátæki bónda-
sonur Einar, sem í upphafi sögunnar for-
mælir því hlutskipti sínu að vera sonur
bónda, fyrirfer sér út af ástarsorg: Hulda
náttúrubarn vill hann ekki.
Sagt hefur verið að í þessari bók sé að
finna einhvers konar niðurstöðu af höf-
undarverkinu í heild, því þar séu slegnir
strengir sem síðar áttu eftir að hljóma oft
hjá skáldinu. En hafi kveðið við sama tón
hjá honum síðan var það kannski mest
áberandi að þá voru formerkin orðin þver-
öfug, eins og Sjálfstætt fólk er besta dæmið
um. Randver er dyggðablóð og vill siðugt
kvonfang, hann langar að strita og vinna
sig upp frá núlli, verða ríkur á grasrækt
eins og ísak hjá Hamsun. Tæpast var hægt
að hugsa sér hefðbundnari og jafnvel
íhaldssamari boðskap í skáldverki um
jetta leyti þegar módernisminn og menn-
ingarskipbrot heimsstyrjaldarinnar miklu
hrjáðu hugi erlendra skálda. En þótt Barn
náttúrunnar flytji ekki merkilegan boðskap
var í verkinu skáldleg glóð sem varla fer
fram hjá neinum.
Sagan um Randver og Huldu virðist
boða einhvers konar afturhvarf til náttúr-
unnar. f því sambandi koma bækur
Hamsuns fyrst upp í hugann, en náttúru-
stefna af þessu tagi kom áður fram hjá
Rousseau og i átjándu aldar hagkenningu
sem nefnist búauðgisstefna (fýsíókrat-
ismi). Búauðgissinnar höfðu andúð á öðr-
um framleiöslugreinum en frumfram-
leiðslu og ^inkum naut landbúnaður hylli
þeirra. Þeir voru jafnframt andvígir mik-
illi ríkisstarfsemi. Randver hefur afráðið
að játast sveitalífi og hafna borgum. Hann
er víðsýnn og sigldur, en honum finnst
goðgá að Hulda skoði sig um á erlendri
grund þótt hann hafi sjálfur gert það.
Hann telur hégómlegt að fara í skemmti-
ferðir til útlanda þegar jörðin bíður erj-
andans og eldhúsið húsmóðurinnar. í ljósi
hagsögunnar virðist Randver sem sé fylla
flokk þeirra manna sem aðhyllast land-
búnaðarbyltinguna sem hófst fyrir um
10.000 árum en eru minna hrifnir af iðn-
byltingunni sem hóf að breiðast út fyrir
um tvö hundruð árum. Landbúnaðar-
kreppan evrópska, sem gerði harkalega
vart við sig á Islandi á áratugunum um og
eftir síðustu aldamót, jók gengi eins konar
búauðgisstefnu um skeið, eins og hamsún-
isminn var besta dæmið um í bókmennt-
unum.
Náttúran Og Þjáningin
Munurinn á ást Randvers til náttúrunn-
ar og ást Huldu til hennar er sá að í ást
Randvers felst löngun til að rækta og aga
landið, fella það undir vilja mannsins. En
Hulda ann óspjallaðri náttúru sem mann-
leg hönd getur ekki snert án þess að
skemma. Þau eru þannig hvort með sínum
hætti börn náttúrunnar, þótt stúlkan eigi
kannski frekar tilka.ll til þess nafns en
Randver.
Þessi tvenns konar ást á náttúrunni
kemur fram í þeirri senu þar sem Randver
játar hinni kornungu Huldu ást sína.
Hann kemur henni að óvörum þar sem hún
grætur Einar kotbóndason, hún stekkur þá
burtu og upp í þverhníptan hamar; Rand-
ver eltir. Þegar hún sér kóngulóarvef i
hamrinum snýr hún við niður til að
skemma hann ekki, en sú leið er hálfu
hættulegri heldur en leiðin áfram og upp.
Randver er þá svo heppinn að hafa hníf á
sér, mundar hann og hótar að reka hann í
hjarta sér nema hún fari upp og forði sér
þannig frá fjörtjóni. Hún verður við þeirri
bón, og eftir það lítur hann á þau sem
trúlofuð. Hann hefur sveigt vilja hennar
undir sinn, náð henni á vald sitt, fengið
hana til að virða mannslíf meira en
ósnortna ómannlega náttúruna. Með ást-
arjátningu sinni hefur Randver snúið baki
við fyrra lífi: hann er ekki lengur bitur út
í konur, honum býður við fyrra líferni sínu
sem fasteignabraskari og ánetjast nú bú-
auðgisstefnunni.
Eins og sést af senunni í hamrinum er
táknmál sögunnar dálítið ofljóst á köflum.
Erindi skáldsins er að sama skapi skýrt.
Og það kemur enn betur fram í kaflanum á
eftir þar sem greinir frá fundum Randvers
og Jóns, sem er aldraður kotbóndi í
grenndinni. Jón byrjaði með tvær hendur
tómar fyrir fimmtíu og sjö árum í lamb-
húsi, og nú er sonur hans búinn að húsa
upp; landið gefur þrjú kýrfóður en var hálf
dagslátta áður. Semsagt: ameríski draum-
urinn í íslenskri gerð; sá draumur sem
aldrei rættist hjá Bjarti í Sumarhúsum.
Þótt Jón gamli hlakki til að deyja kveð-
ur hann sig ekki þekkja annað en lífsgleði
úr striti sínu. Þegar Randver ber sjálfan
sig saman við þennan gamla bonda er
niðurstaðan sú að bóndinn hafi sýnt ást á
jörðinni og föðurlandinu og verið fórnfús.
En sjálfur hafi hann verið sníkjudýr sem
lifði á starfi einmitt slíkra manna. Hann
telur erfiði bóndans gefa lífsfyllingu:
„Insta eðli sitt, hið sanna, einlæga og
góða, nálgaðist maðurinn með því, að
strita fyrir lífinu úti í náttúrunni, —
sízt með því að velta sér í gullsandinum
innan múra stórborganna — Þar var
Undanfarin ár hefur dr. Árni Sigurjónsson rannsak-
að verk Halldórs Laxness frá millistríðsárunum. Árni
hefur sent frá sér bókina Den politiske Laxness og birt
greinar í tímaritum um þetta efni, auk þess sem hann
hefur kennt bækur Halldórs við Háskóla íslands.
Lesbókin birtir nú og næstu helgar greinar Árna um
æskuverk skáldsins frá Barni náttúrunnar til Vefar-
ans mikla frá Kasmír. Þessar fyrstu bækur skáldsins
voru skrifaðar af ótrúlegum þrótti, og enginn vafi leik-
ur á að Vefarinn mikli frá Kasmír var eitt merkasta
skáldrit á Norðurlöndum á 3. áratugnum. í fyrstu
grein sinni spjallað Árni meðal annars um vinnuskil-
yrði íslenskra skálda eftir fyrri heimsstyrjöldina og
um Barn náttúrunnnar.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. JANÚAR 1985 5