Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Blaðsíða 13
Frumgerðin VW 3, einn þriggja bíla sem Porsche smíðaði með samstarfsmönnum sínum á árunum 1934—1936. fram hámarksviðspyrnu drifhjólanna með því að koma í veg fyrir að þau spóli við inngjöf. Núna — tæpum 60 árum síðar — eru Volvo- BMW- og Daimler-Benz-verk- smiðjurnar einmitt að vinna að útfærslu þessarar hugmyndar, til þess að auka á spyrnu í viðbragði og akstursöryggi í há- lku. Áður en yfir lauk átti Porsche höfund- arréttinn að 1230 einkaleyfum, þar af 260 í Þýskalandi. Hann lést í Þýskalandi árið 1951, og hafði þá verið haldið föngnum í frönskum fangelsum frá stríðslokum, þar til Adenauaer kanslari fékk hann látinn lausan árið 1950. ★ Eftir árangursríkar tilraunir með til- raunabílana 30 frá Volkswagen, var farið að huga alvarlega að stofnun verksmiðja til fjöldaframleiðslu bíla í stærri stíl en áður hafði þekkst. Nú var Hitler líka kom- inn í spilið. Hann sá sér hag í því að geta boðið upp á nýstárlegan og eftirsóttan bíl, sem hverjum „almennilega vinnandi þýsk- um þegni" ætti að vera fært að eignast. Þannig var Volkswagen, í viðbót við allt annað, dreginn inn í áróðursmaskínuna. Árið 1938 var sérstakri frítímahreyfingu á vegum þjóðernissósíalista falið að sjá um alla skipulagningu í sambandi við Volks- wagen-framkvæmdina. Héðan í frá skyldi Volkswagen ekki lengur heita Volkswagen, heldur KdF (Kraft durch Freude) -vagn- inn. í maímánuði 1938 var hornsteinninn lagður að VW-verksmiðjunum. ,í septem- ber á sama ári var hafin bygging bústaða fyrir starfsfólk VW-verksmiðjanna. Þar sem áður var grænt engi reis nú upp borg, sem í upphafi hét „Borg KdF-vagnsins“. Hún er núna betur þekkt sem Wolfsburg; framleiðslustaður Volkswagen. Það sama haust var einnig VW-sparnað- aráætluninni hrundið af stað. Hún fól i sér, að hver sem lagði vikulega til hliðar uppháeð sem nam 5 mörkum, hafði forgang að kaupum á Volkswagen-bíl þegar fram- leiðsla þeirra hæfist. Spariféð var síðan notað til að fjármagna framkvæmdir við verksmiðjuna. Undirtektir við þessa sparnaðaráætlun voru mjög góðar; al- mennt vakti þessi nýstárlegi og áhuga- verði bíll hrifningu fólks. Margir sáu sér fært að eignast á þennan hátt ódýran bíl í fyrsta sinn, þótt áætlað verð, 990 ríkis- mörk, hefði líklega ekki staðist þegar á reyndi. Til þess kom heldur aldrei. 1. september 1939 braust heimsstyrjöldin seinni út, og vonir og sparifé 336.668 manna urðu þar með gerð að engu. Eins og svo margt ann- að. WOLKSWAGEN í STRÍÐI Og FRIÐI Hinum nýju VW-verksmiðjum var snarlega breytt til hergagnaframleiðslu, og núna birtist Vólkswagen helst í hinum margvíslegustu myndum sem hernaðar- farartæki, allt byggt á einum og sama grunni. Einna þekktastur varð VW-Kiib- elwagen, eða „Þvottabalinn", sem aðallega var notaður sem liðsforingjavagn og hefur verið framleiddur fyrir herinn allt fram undir þennan dag. Einnig var framleiddur fjórhjóladrifinn VW. Hann sannaði til- verurétt sinn á austurvígstöðvunum sem léttur og dugmikill torfærubíll sem fór allra sinna ferða, meðan önnur farartæki gátu sig hvergi hreyft vegna drullu. Enn- fremur var til útgáfa af VW sem sjóbíl, þ.e. bíl búnum skrúfu, sem gat farið ferða sinna jafnt á láði sem legi. Og náttúrulega var líka reynt fyrir sér með að setja belti undir Volkswageninn; búa til úr honum eins konar skriðbíl. Þegar stríðinu lauk höfðu % hlutar VW-verksmiðjanna verið lagðir í rúst með loftárásum. En Volkswagen í öllum sinum myndum hafði óhjákvæmilega hlotið mikla reynslu og tekið miklum breytingum til batnaðar meðan á stríðinu stóð. Það átti áreiðanlega ekki minnstan þátt í því, hversu rómaður hann varð seinna meir fyrir gæði. Hann hafði hlotið eldskírn í þess orðs fyllstu merkingu, — og staðist hana. Eftir stríðið yfirtóku bandamenn stjórn- ina á verksmiðjunum og byrjað var að framleiða VW í litlum mæli fyrir setulið bandamanna og þýsku póstþjónustuna. En í ársbyrjun 1948 hófst nýtt tímabil í sögu Volkswagen. Verkfræðingurinn Heinz Nordhoff, sem hafði starfað hjá Opel fyrir stríð, var skipaður framkvæmdastjóri yfir verksmiðjunum. Honum kom Volkswagen þá fyrir sjónir sem „aumkunarlegur, ljótur hlutur, sem hafði fleiri galla en hundur flær“. Tekið var til óspilltra málanna með betrumbætur á framleiðslu fólksbílsins, sem hafði mikið til legið niðri í 10 ár. Samhliða því byggði Nordhoff upp þjón- ustukerfi fyrir VW að amerískri fyrir- mynd. Það varð fljótt þekkt sem fyrir- mynd annarra þjónustukerfa í Evrópu og víðar, og átti stóran þátt í velgengni Volkswagen þegar fram í sótti. Framleiðslan jókst nú hröðum skrefum. í maí 1949 skiluðu færiböndin fimmtíu þúsundasta bílnum, skömmu ári síðar hundraðþúsundasta bílnum og 1955 hafði fyrsta milljónin verið framleidd. Þá nam framleiðslan þegar yfir 1000 bílum á dag. Fyrir 1950 kom fyrsti opni VW-bíllinn á markað til reynslu. Hér sjást þrjár útgáfur af bonum. Til að sýna fram á gæði VW og auka söluna hafði verið efnt til auglýsingaher- ferðar snemma á sjötta áratugnum. Þessi herferð fór þannig fram, að þeir sem áttu VW og höfðu ekið meira en 100.000 km á fyrstu vél fengu send armbandsúr. í þá daga þótt gott ef bílvélar entust meira en 80 þús. km. Snarlega var horfið frá þessari auglýsingaherferð þegar í ljós kom, hversu margir Volkswagen-bílar höfðu náð til- skildu marki. Árið 1953 var frískað upp á vélarnar og afköst þeirra aukin úr 25 hestöflum í 30, og aftur í 34 hö árið 1960.1971 varð metfram- leiðsluár í sögu VW. Það ár skiluðu færi- böndin samanlagt 1.292.000 eintökum í þremur löndum, Þýskalandi, Brasilíu og Mexíkó. Og 12. febr. 1972 náði VW því marki að verða heimsmeistari í bílafram- leiðslu þegar 15.007.034 bíllinn var fram- leiddur. Við það missti Ford T-módelið tit- ilinn sem mest framleiddi bíll í heimi. VINSÆLDIRNAR DVÍNA En allt er í heiminum hverfult. Það varð smám saman ljóst, að Volkswagen-bjallan var ekki lengur samkeppnisfær í heimi nýrra kynslóða af bílum, sem voru hann- aðir með tilliti til breyttra tima. Hún þótti ekki jafn hagkvæm í rekstri og áður, óhreinindi í útblæstri samræmdust ekki Snemma fór Porsche að gæla við þá hugmynd að gera óskabarn sitt hæft til þátttöku í hraðaksturskeppnum. Með straumlínulagaðri yfirbyggingu og 32 hestafla mótor náði þessi forveri seinni tíma Porsche-sportbíla 130 km/h hámarkshraða. 1939 var bíllinn tilbúinn til keppni, en stríðið batt skyndilegan enda á allar frekari fyrirætlanir. Sjóbíllinn var framleiddur sem hernaðarfar- artæki á árunum 1943—1945. Þessi kyn- blendingur af bíl og báti var með skrúfu, sem tengdist beint við sveifarás á siglingu. Henni var síðan lyft upp þegar á land var komið. Á síðustu árum stríðsins var orðið mjög lítið um fljótandi eldsneyti í Þýskalandi. Það var þvígripið til allra ráða til að knýja bíla áfram, eins og t.d. að framleiða trégas ur viðarkolum í til þess gerðum ofnum, sem var fyrir komið íbílunum. Hérsést verið að „tanka timbri“ á umbyggðan Volkswagen. „Fast þeir sóttu sjóinn ... “1 Volkswagen með sínu eðlilega lagi varlíka vinsæll sjóbíll. Þegar búið var að þétta helstu göt og rifur og skella skrúfu aftan á var farartækið sjóklárt Þessi mynd var tekin þegar Bretinn Malc Buchanan sigldi Volkswagen sínum frá eyj- unni Mön yfír til Englands. 400 metrum frá ströndinni varð bann bensínlaus, en hagstæð- ur byr bar hann að landi. lengur nýjum kröfum um hámarksgildi, yfirbyggingin bauð ekki upp á nægjanlegt öryggi og fleira kom til. Þannig fækkaði óðfluga kaupendum Bjöllunnar, og árið 1978 var framleiðslu hennar hætt í Þýska- landi. Framleiðslunni er engu að síður haldið áfram í Brasilíu, Mexíkó og Nígeriu; Bjall- an virðist ekkert á þeim buxunum að gefa upp öndina. í Þýskalandi fara vinsældir hennar vaxandi á ný meðal fólks úr öllum stéttum og aldurshópum. Og ekki er verðið þar heldur til þess að spilla fyrir, Mexíkó- bjallan kostar komin til Þýskalands undir 10 þús. þýskum mörkum og er þar með ódýrari heldur en bæði Renault R4 og Citr- oén 2 CV. Hún ku einnig vera betri núna en nokkru sinni fyrr. Nokkrir bílar hafa orðið til þess að marka sín spor í heimssöguna. Ford T-módelið er til dæmis einn þeirra. Hann var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn og við hann miðast upphafið að færibandavinnu- brögðum, sem á vissan hátt eru undirstaða vestræns hagkerfis í dag. Þessi ótrúlegi fjöldi — yfir 15 milljónir bíla á árunum 1908—1927 ber því vitni, hve framleiðslu- kerfið að baki hans var vel heppnað. T-módelið var stóra skrefið í þá átt að gera bíla að almenningseign og þar með hluta af okkar daglega lífi eins og við þekkjum það í dag. Austin Mini markaði einnig Volkswagen er enn framleiddur í þessum búningi, sem búinn er að standa sig vel í bálfa öld. þáttaskil þegar hann kom á markað, skömmu fyrir 1960. Allir þeir bílar, sem í dag ganga undir nafninu smábílar og eiga miklum vinsældum að fagna meðal al- mennings, eru byggðir á Mini-útfærslunni. Það þýðir að vélin er þverliggjandi fram- mí, með sambyggðum gírkassa og fram- hjóladrifi. Þar með vinnst tiltölulega mik- ið pláss í farþegarými miðað við stærð bíl- anna. En að mati greinarhöfundar er og verður Volkswagen samt stærsta tækni- undrið í sögu bílanna frá upphafi. Hann var snilldarlega hannaður. I honum sam- einuðust óvenjulega margar nýjar og framúrstefnulegar hugmyndir, burt séð frá hugrekkinu sem þurft hefur til að bjóða fólki — maðurinn er í sjálfu sér íhaldssamur — upp á svo marga hluti án hliðstæðna samankomna undir einu þaki. Því er það ekki beint tilviljun, að nú á 51 árs afmæli Bjöllunnar hefur hún verið framleidd í u.þ.b. 21 milljón eintaka, — met sem sennilega á ekki eftir að verða slegið í framtíðinni. Af þeim 5115 hlutum sem ein Volks- wagen-bjalla samanstendur af, hefur að- eins einn hlutur haldist óbreyttur við þróun hennar í gegnum tíðina. — Það er gúmþéttilistinn með lokinu á farangurs- geymslunni. Jón B. Þorbjörnsson stundar nám I bllaverk- fræöi I Þýzkalandi. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 19. JAN0AR 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.