Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Blaðsíða 14
Þ J Æ O Ð M 1 N J A R Trafakefli eftir Brynjólf Halldórsson Trafakeflin svokölluðu eru meðal sérkenni- legustu og oft með beztu útskurðargripum íslenzk- um. Öll eru þau af svip- aðri gerð, en oftast hefur þó aðeins yfirkeflið svo- nefnda varðveitzt, því að í það var listin lögð. Keflin voru ævinlega notuð tvö saman, undirkeflið, sem var sívalt og yfirleitt óskreytt, og yfirkeflið, sem prýtt var miklum út- skurði. Tröfin, sem strokin voru með keflinu og sem þau bera nafn af, voru vafin utan um sívalt und- irkeflið, það síðan lagt á borð og yfirkeflið tekið milli handanna og því ýtt fram og aftur á undirkefl- inu, sem fylgdi þá með, og smám saman sléttaðist trafið. Má þó nærri geta, að ekki hafi tröfin sléttazt jafnvel og með strokjárn- unum, er síðar komu, en allt um það, þetta var betra en ekki og kvenfólk- ið gat þá skartað hvítum tröfum sínum sem mynd- uðu hinn sérkennilega höfuðbúnað, skautafald- inn. Oft voru trafakeflin festargjafir, ekki aðeins hér á landi heldur og er- lendis. Þess vegna má ætla, að til þeirra hafi verið sérstaklega vandað, og má ætla, að ungir menn hafi oft leitað til hagleiksmanna til að fá skorið trafakefli sem fest- argjöf, því að ekki var öll- um gefinn hagleikur á út- skurð. Brynjólfur Halldórsson á Þrastarstöðum í Skaga- firði, sonur Halldórs bisk- ups á Hólum Brynjólfs- sonar, var alþekktur snilldarsmiður á tré og málma. Árið 1971 eignað- ist Þjóðminjasafnið að gjöf frá Sigfúsi Johnsen fv. bæjarfógeta forkunn- argott og óskemmt trafa- kefli eftir hann, og hér eru bæði keflin varðveitt, undirkefli og yfirkefli. Keflið hefur Brynjólfur greinilega gefið konu sinni, eins og það ber með sér, en á því er hið bezta verk. Undirkeflið er úr bæki og á þvi gagnskornir bandhnútar við báða enda og virðist keflið holt að innan. Ef til vill hefur eitthvað verið innan í því sem hringlaði, er það valt. — Á yfirkeflinu, sem er úr furu og mjög haglega skorið, er mannshönd á fremri enda með þrí- brotnum hring á baug- fingri, og hélt konan þar vinstri hendi sinni, en ein- falt handfang er á hinum. Þannig gátu þau haldizt í hendur í táknrænum skilningi er konan strauk tröfin og er þetta fyrir- komulag algengt á trafa- keflum. — A hliðum kefl- isins eru bandfléttur og barokskraut, jurtir og mannshöfuð, gagnskorinn kambur eftir miðju og síð- an vísa umhverfis eins og stundum má sjá, ort beinlínis til að hafa á keflinu: Að þér stefni auðnan mörg eikin nöðrustétta, Eggertsdóttir Ingibjörg eigðu keflið þetta. Og síðan ártalið 1770. — Ingibjörg kona Brynj- ólfs var dóttir Eggerts prests í Stærra-Árskógi og Undirfelli Sæmunds- sonar og giftust þau um 1766. Þau voru foreldrar Þóru móður Péturs bisk- ups Péturssonar og Hall- dórs Kláusar silfursmiðs. ÞÓR MAGNÚSSON ÁSLAUG RAGNARS Dögun Dauðinn í gættinni veðragnýr á glugga musterið lokað ekkert svar Spurn í möttum spegli skuggi á tjaldi bærist í kuli um kveld en dauðinn svarar ekki hann kom og íór og kemur bráðum aftur en ekki fyrr en dagar hinzta sinni. Hann kemur í dögun með gný ogþyt þúsund radda fótataki fjöldans bumbudyn og bliki þess sem var. Hafið tii marks: hrafna tvo sem slá þungum vængjum klukku sem lemur kólfinn. Það er hann. Óljós mynd flöktir í skuggsjá brestur og hrekkur í þúsund flísar gluggi skellur upp á gátt tjaldið rifnar musterið galopið fjaðrir í súgi vængir hefjast hrafnar hverfa í dagsbrúnar glýjubrotum þúsund flísa. a W ■ Fyrsti snjorinn Fellur fnjúk Flögrar hægt um nótt og mjúkt og hljótt fyrst á vetri á móti mér enn um haust með fangið fullt os eneinn veit áður en eitt blátt hvert fnjúkið fer og hvítt og mjúkt á móti mér bakvið borg um miðja nótt fellur fnjúk hægar hægar hægt og hljótt skinið hvítt óðar eitt og eitt og ekki neitt HÚSBÚNAÐUR í rafeindaparadís Sýningarhús fyrir nýjan hús- búnað, Kip’s Bay Show House í New York, hefur látið hönnuðina Bromley og Jacobsen útbúa það sem þeir kalia „media room“ eða einskonar fjölmiðlastofu. Þar er leitazt við að sameina það tvennt, að koma tækjunum fyrir á sem beztan hátt og í annan stað hefur verið teiknaður sér- stakur sóffi með það fyrir aug- um, að þægindin geti orðið sem mest, þegar horft er á skjáinn fyrir sjónvarpið og myndbandið, — hlustað á tónlist frá LASER- plötuspilaranum, útvarp eða snældu. Sóffinn er svo þægi- legur, hvort sem setið er upp við bakið, eða legið útaf, að líklega sofna flestir innan lítillar stund- ar og margir þekkja það nú orð- ið, hvað það getur verið einstak- lega þægilegt að sofna út frá sjónvarpinu. Að sjálfsögðu er öllu fjarstýrt í þessari rafeindaparadís: Áhorfandinn eða áheyrandinn í sóffanum hefur tæki á stærð við vasatölvu til þess; það tæki er nú raunar í almennri notkun. Á þessu miðlunarsviði felst stærsta stökkið framávið í LASER-plötuspilaranum, en í sjónmáli eru mikiu stærri sjón- varpsskermar, eða sýningar- tjald, sem nær yfir heilan vegg og yrði myndinni varpað á tjald- ið. Vandinn felst í að halda sæmilegum myndgæðum. Sumir spámenn telja að fjöl- miðlaherbergið verði jafn sjálf- sagt í íbúðum á næstu öld og eldhús eða baðherbergi þykja nú. Þá verður fyrir löndu hætt að horfa á myndir á 20 tommu skjá og þeir sem geta valið um marg- ar sjónvarpsrásir, þurfa þá ekki sífellt að vera að slökkva á prógramminu sínu til að kíkja á, hvað skyldi vera á hinum rásun- um. Þess í stað verða nokkrir smáskjáir, kannski rúmlega lófastórir til hliðar við aðal- skjáinn og þar verður einfald- lega alltaf hægt að sjá, hvað fram fer á hinum rásunum. Einn er þó sá vandi, sem erfið- lega mun ganga að leysa í hinni fjarstýrðu rafeindaparadís: Hvernig á maður að halda sér vakandi í sóffanum? G.S.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.