Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Blaðsíða 10
DULRÆN FYRIRBÆRÍ OG VÍSINDIN Eftir dr. Erlend Haraldsson sálfræðing Dr. Erlendur Haraldsson. Þriðji hluti umræðu um vísindi eða gervivísindi, sem birtist í Fréttabréfi Háskóla íslands. í síðasta blaði var innlegg dr. Þor- steins Sæmundssonar stjarnfræðings í þessa um- ræðu og hér svarar dr. Er- lendur honum. Imarshefti Fréttabréfs HÍ ritar dr. Þorsteinn Sæmundsson skilmerki- lega grein um gervivísindi og dulsál- arfræði. Svo sem búast mátti við af jafn glöggum og hreinskilnum manni og dr. Þorsteini gerir hann í greininni prýði- lega samantekt á helstu rökum viss hóps manna sem hafa gagnrýnt rannsóknir dul- rænna eða „yfirskilvitlegra" fyrirbæra, sumir reyndar af nokkru offorsi og ekki að sama skapi af mikilli þekkingu. Er ástæðulaust fyrir dr. Þorstein að óttast að ég styggist við slík skrif því þau eru góður grundvöllur umræðu sem þarflegt er að fá. Dr. Þorsteinn gagnrýnir þá skoðun mína að rannsóknaraðferðir skeri úr um það hvort fræðigrein teljist til vísinda eða gervivísinda; gervivísindi sé fræðimennska sem ber vísindalegt yfirbragð „en styðst í einhverju meginatriði við staðleysur eða hugaróra. Samkvæmt þessari skilgrein- ingu getur viðfangsefnið verið úrslitaat- riði engu síður en rannsóknaraðferðin ... “ (Þ.S.). Erum við ekki í sérhverri rann- sókn að raunprófa tilgátu sem við efumst um, vitum ekki hvort er rétt eða ekki, þ.e. að prófa „staðleysur og hugaróra"? Ef skilgreining dr. Þorsteins er rétt, eru þá ekki, ef betur er að gáð, öli vísindi gervi- vísindi? Hvernig getum við vitað hvað eru „staðleysur og hugarórar" nema með „hinni vísindalegu aðferð"? (Hvað segja vísindaheimspekifróðir menn um þetta at- riði?) Ef dr. Þorsteinn telur aðra leið færa, hlyti hún ekki að fela í sér innleiðingu einhvers konar páfadóms til að úrskurða fyrir okkur hvað séu „staðleysur og hugar- órar“ og hvað ekki? Slík embætti hafa ekki reynst vísindunum vel. Þá geymir vísinda- sagan ýmis dæmi um „staðleysur og hug- aróra" sem urðu að viðurkenndum sann- indum, og um „raunveruleika" sem reynd- ist „staðleysur og hugarórar". Vísindin eiga sér ekki ýkjalanga sögu og sennilega lítt hyggilegra fyrir okkur að trúa blint á ríkjandi hugmyndafræði en það var fyrir menn fyrr á öldum. Eigum við einungis að rannsaka viss fyrirbæri en lifa í blindri trú um önnur? Mér sýnist dr. Þorsteinn gera að staðreyndum ákveðnar heimspeki- legar forsendur, sem eigi að ákvarða hvað séu „staðleysur og hugarórar" og hvað ekki. Eigi að færa gild rök fyrir þvi að dulsál- arfræði geti ekki verið vísindi, verður að sýna fram á að ekki verði komið við neins konar raunprófun eða tilgátuprófun i rannsókn svonefndra yfirskilvitlegra fyr- irbæra, þ.e. að viðfangsefnið sé órannsak- anlegt. Slík rök koma ekki fram í grein- inni. Nú mun það ekki hafa verið ætlun dr. Þorsteins að sýna fram á að dulsálarfræði geti ekki hugsanlega verið vísindi, heldur fremur hitt að reynslan sýni að hún sé gervivísindi. Rökin eru: a) engar áreiðan- legar jákvæðar niðurstöður hafi fengist, b) þegar marktækur árangur hefur náðst megi rekja hann til aðferðafræðilegra galla (skussaháttar), eða c) sviksemi („gagnasköpunar") þeirra sem rannsókn- irnar framkvæmdu. Að þessu mun ég víkja nánar síðar. Fyrst stuttan sögulegan inngang. Dr. Þorsteinn ritar: „í meira en hundrað ár hefur fjöldi fræðimanna unnið óþreytandi að því að rannsaka skipulega svonefnd yf- irskilvitleg fyrirbæri í þeirri sannfæringu eða von að þar leynist eitthvað sem vert sé að rannsaka ... Það eitt að menn skuli enn vera að ræða þessa sömu spurningu (þ.e. um tilveru fyrirbæranna, E.H.) eftir þrotlaust rannsóknarstarf í heila öld, kann að vera nokkur ábending um svarið." Þótt öld sé liðin síðan rannsóknir hófust á þessu sviði er fjarri sanni að nefna þær þrotlausar skipulegar rannsóknir fjölda fræðimanna. Þessir menn voru fáir og unnu oftar en ekki að rannsóknum á þessu sviði með öðrum störfum eða aðeins um stundar sakir, svo sem próf. Guðmundur Hannesson*1* eða próf. Ágúst H. Bjarna- son.(2) Rannsóknarstofa við háskóla var ekki stofnuð í greininni fyrr en við Duke- háskóla á fjórða áratugnum og þar hafa aldrei unnið nema fáir menn í senn. Meira að segja í upphafslandi þessara rann- sókna, Bretlandi, verður ekki til háskóla- stofnun eða fast embætti á þessu sviði fyrr en á þessu ári við háskólann í Edinborg. Aðalstarf stofnenda Society for Psychic- al Research í Bretlandi voru rannsóknir á meintri reynslu almennings af dulrænum fyrirbærum og voru þær framkvæmdar svo sem best tíðkast við réttarrannsóknir. En slík gögn þóttu er á leið ekki frambæri- leg sem vísindaleg sönnunargögn þótt al- mennur málarekstur fyrir dómstólum hafi ætið byggst að verulegu leyti á slíkum rannsóknum og geri fram á þennan dag. Annað verksvið voru rannsóknir á miðl- um, ekki síst þeim sem orðaðir voru við efnisleg fyrirbæri. Sem dæmi má nefna rannsóknir Sir William Crookes*3* og fleiri(4) á D.D. Home og rannsóknir próf. Guðmundar Hannessonar á Indriða Ind- riðasyni.*1* f þessum tilvikum voru að verki menn sem almennt voru taldir mjög hæfir og hvorugur þessara miðla varð í rannsókn uppvís að svikum þrátt fyrir fjölda vitna og athugana um árabil. Þessir tveir miðlar hurfu brátt af sjónarsviðinu hvor á sínum stað. Margir miðlar urðu uppvísir að svikum og á aðra voru borin svik. Fyrir bragðið vildu sumir er á leið ekki taka mark á neinum rannsóknum á einstökum mönnum. Hversu vönduð sem rannsókn eða athugun var mátti ævinlega deila um það eftir á hvort hún hefði verið nógu vel gerð, og hvort ekki hafi brögð verið í tafli, þótt ekkert sérstakt benti til slíks. Athuganir og lýsingar fyrirbæra, jafnvel einstæðra fyrirbæra, eru nokkur þáttur í náttúruvísindum. Hví skyldi því ekki mega gefa einstökum athugunum og rannsóknum dulrænna fyrirbrigða af of- annefndri gerð nokkurt gildi þótt þær geti ef til vill ekki talist fullkomin vísbending um tilveru fyrirbæranna? Krafan um það hvað teldist viðunandi „sönnun" var því lengi að þróast og varð sífellt strangari. Til þess var að vissu leyti skiljanleg ástæða sem var fyrst og fremst sú að fyrirbærin, ef raunsönn reyndust, gengu að ýmsu leyti í berhögg við grund- vallarskoðanir í náttúruvísindum og jafn- vel uppáhaldsforsendur vísindalegs starfs. Tökum spádóma sem dæmi. Geti einhver í reynd spáð fyrir um óorðna hluti er það vísbending þess að afleiöing (vitneskja um atburð) geti orðið til á undan orsök sinni (atburðinum sjálfum), ef við göngum út frá orsakalíkaninu eins og almennt er gert. Gerist lyftingar á þann hátt sem Crookes og Guðmundur Hannesson lýstu kann það að benda til þess að þyngdar- lögmálið, eins og við skiljum það nú, sé ekki algilt. Með tímanum urðu endurtakanlegar til- raunir það sem vísindamenn sættust yfir- „Ef dr- Þorsteinn telur aðra leið færa, hlyti hún ekki að fela í sér innleið- ingu einhverskonar páfa- dóms til að úrskurða fyrir okkur hvað séu „staðleys- ur og hugarórar“ og hvað ekki? Slík embætti hafa ekki reynst vísindunum vel.“ leitt á að eitt væri fullnægjandi rök fyrir tilveru þessara fyrirbæra, þótt réttmæti þess sé mjög umdeilanlegt. Þessi skilning- ur varð þó ekki almennur fyrr en undir miðja þessa öld. Það var ekki fyrr en á fjórða áratugnum að sú tölfræði og tækni varð til sem nú er notuð við tilraunir sem kynnu að reynast endurtakanlegar með næstum hvaða hópi manna sem er. Dr. Þorsteinn ritar: „Dularsálfræðing- um hefur ekki tekist, þrátt fyrir linnulaus- ar tilraunir, að finna eitt einasta fyrirbæri sem unnt sé að sýna fram á við endurtekna tilraun, þannig að aðrir rannsóknarmenn geti gengið úr skugga um það“ (Þ.S.). Þetta er rétt ef miðað er við þann 100% endur- takanleika sem stefnt er að í efna- eða eðlisfræði. Mælingar á hugrænum ein- kennum manna eru mun erfiðari og óstöð- ugri en samsvarandi mælingar á dauðri náttúru. Því háþróaðri sem lífverurnar eru því meiri verður breytileiki og mismunur einstaklinga. Endurtakanleiki tilrauna er því yfirleitt nokkurt vandamál í greinum eins og sálarfræði og líffræði og í enn rík- ara mæli í dulsálarfræði, enda gefur það nokkra vísbendingu að tölfræðin er rikj- andi í rannsóknum þessara greina. Hluta þessa vanda má rekja til þess hversu erfitt er að stjórna einstökum breytum og halda öllum ytri sem innri aðstæðum óbreyttum. En, ef unnt væri að endurtaka vissar til- raunaniðurstöður reglulega í 30%, jafnvel í 15% tilvika, hefði þá ekki verið sýnt fram á endurtakanleika tilraunar? Ef endurtak- anleiki í dulsálarfræði er skoðaður í þessu ljósi, fær fullyrðing dr. Þorsteins ekki staðist. (Hvað segja fróðir menn um endurtakanleika í öðrum greinum, t.d. ör- eindafræði?) Dr. Þorsteinn ætti að kynna sér hve margar tilraunir hafa verið gerðar þar sem marktækur munur finnst á fjölda réttra getrauna hjá þeim sem trúa og þeim sm ekki trúa á dulræn fyrirbæri, þannig að þeir fyrrnefndu nái meira árangri? (Sauð-hafra-sambandið svonefnda; nafnið tekið úr Biblíunni, Matt. 25:32.) Niður- staða með andstæðum mun, þ.e. að van- trúarmennirnir fái marktækt fleiri réttar lausnir en þeir sem trúa, hefur hins vegar aldrei fengist svo ég minnist.(5,6) Ég hef lengi haft sérstakan áhuga á endurtakanleika tilrauna því það er þýð- ingarmikið atriði sem ég tel að menn í greininni ættu að sinna af meiri þrótti en raunin er, en eins og tilraunamenn munu vita er það, allavega í ýmsum greinum, ekki uppáhaldsiðja manna að endurtaka tilraunir annarra. Ég hef t.d. tvisvar gert meiriháttar tilraunir með sauð-hafra- sambandið, fyrst með 189 manna úrtaki og svo með 449 manna. Þátttakendum í þess- um tilraunum var afhent blað sem á voru 100 auðir reitir og þeim tilkynnt, að eftir að tilrauninni væri lokið, myndi tölva Reiknistofnunar velja af tilviljun einn af fjórum bókstöfum í hvern reitanna. Nú áttu þeir að giska á hvaða bókstafur yrði valinn í hvern reit. Jafnframt voru þátt- takendur spurðir um viðhorf sín til dul- rænna fyrirbæra. Að öllu þessu loknu fengum við útskrifaðar úr tölvunni raðir 100 bókstafa sem valdir voru með tilvilj- unaraðferð fyrir hvern einstakan þátttak- anda. í fyrra sinnið fékkst ekki marktæk- ur munur á fjölda réttra lausna hjá þeim sem trúðu og ekki trúðu á dulræn fyrir- bæri.(7) í síöari tilrauninni varð niðurstað- an marktæk (p=.02) og mjög marktæk (p=.0005) fyrir nýja en að innihaldi mjög svipaða tilgátu. Birti ég þessar niðurstöð- ur m.a. í desemberhefti Fréttabréfs Félags háskólakennara árið 1975.(8) Viss endur- takanleiki hefur vissulega fundist í til- raunum af þessu tagi þótt gagnrýnendur þegi yfirleitt um það þunnu hljóði. Hvað um „Ganzfeld“-tilraunirnar svo- nefndu sem gerðar hafa verið við Maimo- nides Medical Center,(9,10) við Houston- háskóla,(11) við sálfræðideild háskólans í Cambridge I(12) og víðar? Sama tilrauna- snið hefur verið endurtekið í meginatrið- um og endurtekningarhlutfallið reynst vera um 50% ,(13) Sjálfur hef ég ásamt próf. Martin John-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.