Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Side 8
Dálítil nútímaþægindi þrátt fyrir allU Sígaunahúsmæður með þrott sinn á þrottabóli í spænsku borgarúthrerfi. sem hugdjarfir krossfarar lengi og um miðja 15. öld tóku bæjarstjórar þýsku borganna að bjóða þeim fé fyrir að hypja sig á brott, enda erfitt að hafa samúð með þessari þjófóttu flökkuþjóð, illvirkjum hennar og galdraverkum. I kringum árið 1720 komu þeir til Skandinavíu og voru varla fyrr komnir en þeir voru gerðir brottrækir frá Svíþjóð, þótt ekki kæmi slíkt í veg fyrir að þeir hreiðruðu um sig þar til langdvalar. I Finnlandi og Noregi voru þeir nefndir „Tater" og „Fant“ og voru eins og gefur að skilja ásakaðir fyrir galdra. íkveikjur í skógum og meira að segja fyrir njósnir, en samt bjuggu þeir um sig meðal innfæddra eins og ekkert væri. Þeir komu mun fyrr til Englands, nefni- lega í kringum árið 1440, siglandi frá Hol- landi og dreifðust um Wales, írland og Skotland. Hundrað árum síðar greip Hin- rik 8. til harðra aðgerða gegn þeim og ásakaði þá meðal annars fyrir að hylma yfir með útsendurum páfa. Allt kom þó fyrir ekki og sígaunarnir héldu kyrru fyrir á eyjunni og urðu síðar merkilegt rann- sóknarefni fyrir George Borrow, kunnan Sígaunafræðing sem reit bókina „The Zincalí" (1841), ferðaðist á slóðir sígauna í Evrópu og lærði tungu þeirra (rómaní). Afrakstur rannsókna hans er nauðsynleg- ur lestur öllum þeim sem hafa áhuga á að skilja hugsunarhátt sígauna. Sígaunar Ólæsir og óskrifandi eru þeir flestir, afneita kerfinu og virða að vettugi allar félagslegar skyldur Eftir Aitor Yraola Sigrún A. Eiríksdóttir þýddi Þegar leita skal uppruna sígauna getur verið erfitt að gera greinarmun á þjóðsögu og staðreynd. „Sígaunum", „gypsies", „Zíngaros", „sarracenos" eða hverjum nöfnum menn kjósa að nefna þá, hafa ávallt fylgt ofbeldisverk, þjófs- háttur og fyrirlitning heiðvirðs fólks. Til eru ýmsar sögur víðsvegar í Evrópu um uppruna sígauna, en þrjár slíkar eru sameiginlegar sígaunum í jafnólíkum löndum og Frakklandi, Ungverjalandi og Spáni. Fyrsta sagana segir að sígaunar séu afkomendur Adams og konu sem hann var í tygjum við áður en Eva kom til sögunnar, og vegna þessa álíta allmargir sígaunar að þeir hafi fæðst saklausir af erfðasyndinni og þurfi ekki að vinna. Hinar tvær sögurnar segja frá bölvun sem Guð lýsti yfir sígaunum. í báðum sög- unum er Egyptaland ættland þeirra. Sam- kvæmt annarri sögunni eru sígaunar af- komendur þeirra Egypta sem neituðu Maríu mey, Jósef og Jesúbarninu um að- stoð þegar þau voru á flótta undan ofsókn- um Heródesar. Hin sagan segir frá kross- festingu Krists, frá því að rómversku her- mennirnir leituðu að nöglum til að negla líkama hans á krossinn, en fundu hvorki nagla né járnsmið sem vildi smíða þá. Þá bauðst egypskur maður til að taka verkið að sér og Drottinn lýsti þeirri bölvun yfir honum, fjölskyldu hans og afkomendum þeirra að þau skyldu ráfa um jörðina alla tíð síðan. Menn hafa lengi talið að sígaunar væru ættaðir frá Egyptalandi, en nú á dögum eru sérfræðingar yfirleitt einhuga um að telja að þjóð þessi hafi upphaflega búið á Indlandi. Að þessari niðurstöðu hafa málvísindamenn og sagnfræðingar komist út frá málvísindalegum rannsóknum ein- vörðungu. KOMNIR FRÁ INDLANDI Fyrstu sögur sem fara af sígaunum í Evrópu eru frá tímabilinu 835 e.Kr. til 1000 e.Kr., en þá hafa þeir einhverra hluta vegna orðið að flytjast frá Indlandi. Ekki er ósennilegt að þeir hafi dvalið í Grikk- landi á þessum árum, þar voru þeir nefnd- ir „Atzincani" og almennt taldir „galdra- menn og þjófar". Á 13. og 14. öld dreifðust þeir um svæðið á milli Pelopsskaga og Dónár. Undir lok 14. aldar setjast þeir að í Vestur-Evrópu og koma eftir tveim leið- um, annars vegar meðfram ströndum Mið- jarðarhafsins og hins vegar þvert yfir Mið-Evrópu. Þeir settust að í Ungverja- landi á 14. öld og ekki leið á löngu þar til sett voru lög um að þeir skyldu handteknir og hnepptir í þrældóm. Til Þýskalands komu þeir sem pílagrímar á flótta undan Tyrkjum og höfðu meðferðis griðabréf undirrituð af konungum og aðalsmönnum, en ekki voru þetta mjög fjölmennir hópar. Ekki héldu sígaunarnir þó stöðu sinni GALDRAMENN Og Þjófar Alls staðar sem þeir komu, sennilega að einhverju leyti vegna þess að þeir höfðu ekki áhuga á að samiagast lífinu þar, eða vegna framtaksleysis, eða vegna þess að menn litu á þá sem galdramenn og þjófa, misstu þeir smám saman réttindi sín og urðu kynþáttur sem var öllum til ama. Þeim var lítið gagn í aðalatvinnugreinum sínum, svo sem málmsmíði, gripasölu, spá- dómum, söng og dansi. Óljós staða þeirra innan þjóðfélagsins og skráveifurnar sem þeir gerðu los payos (þeim sem voru af öðrum kynþætti) höfðu í för með sér ofsóknir á hendur þeim. Frá 16. öld marg- földuðust lög og reglur gegn þeim um Evr- ópu alla, þeir áttu yfir höfði sér útlegðar- dóma, það varð refisvert að aðstoða þá á nokkurn hátt, kveðnir voru upp dómar um Sígaunar komu til Errópu einhrers staðar að austan um sripað leyti og ísland byggðist, eða aðeins fyrr. Þeir erunú bættir flökkulífi og búa ekki lengur í tjöldum. Hér er spænsk nútíma sígaunamóðir með bópinn sinn — riðkoman sýnist ærin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.