Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Blaðsíða 6
N Olympus Mons. Þetta útkulnaða eldfjall á Marz er ekki bratt að sjá á þessari teikningu, en fjallið er engu að síður það stærsta í öllu sólkerfínu. Séð með mannlausum geimförum á Marz egar geimfarar ná að lokum til Mars, verð- ur eitt af því fyrsta, sem þeim verður ætlað að gera, að fara frá lendingarstaðnum til Chryse Planitia, hrufóttrar sléttu á norður- hveli reikistjörnunnar, þar sem lendingar- í páskablaði Lesbókar, 30. marz síðastliðinn, birtist grein með myndum um mannaðar ferðir til Marz og áætlanir Geimferðastofnunar Banda- ríkjanna þar að lútandi. í framhaldi af því sem þar kom fram, birtist hér sjónarmið Carls Sagan og ýmislegt til viðbótar um aðstæður á þessari plánetu, sem næst er jörðinni. hluti bandarísku geimflaugarinnar Vík- ings 1. hvílir, þögull og ef til vill grafinn, en ekki gleymdur. Þeir munu festa plötu á flaugina og skíra hana að nýju í höfuðið á Thomas A. Mutch í heiðurs skyni við hinn látna vísindamann hjá Bandarísku geim- ferðastofnuninni. Marskönnuðir framtíð- arinnar munu eiga Mutch og Víkingum margt að þakka, því að þær myndir og upplýsingar, sem geimflaugarnar sendu til jarðar, hafa gefið mönnum langbezta vitn- eskju hingað til um Rauðu reikistjörnuna og aðstæður þar. Fyrstu nánari kynni af Mars, sem reyndar ollu vonbrigðum, fengu vísinda- menn árið 1965, þegar Mariner 4. flaug framhjá reikistjörnunni og sendi til jarðar 22 óskýrar myndir af vatnslausum hnetti með mörgum, djúpum gígum og hann virt- ist jafnsnauður af lífi og tunglið. Nokkru skýrari myndir frá Mariner 6. og 7. stað- festu það, sem fyrri myndirnar höfðu sýnt af hinu eyðilega útliti. LÖNGU ÞORNUÐ FUÓT Geimvísindamenn sendu svo 1971 Mar- iner 9. á lægri braut umhverfis Mars í iengri og nákvæmari leiðangur, en feiki- legir rykstormar huldu með öllu yfirborð reikistjörnunnar, svo að í tvo mánuði sendu myndavélar geimflaugarinnar að- eins myndir af rauðum rykskýjum. Þegar svo stormana Iægði og rykið settist, kom stórfenglegt landslag í ljós: Hrikaleg eld- fjöll djúp gljúfur og það, sem var langsam- lega áhugaverðast, árfarvegir og óshólm- ar, sem löngu þornuð fljót höfðu að því er virtist myndað í berginu. Ef vatn hafði runnið á Mars, hafði þá líf þróazt þar einn- ig? Helsta hlutverk Víkingaleiðangursins, sem enn betur var vandað til, var að fá svar við þeirri spurningu. Eftir tíu mán- aða ferð frá jörðu árið 1976 skildist lend- ingarhluti Víkings 1. frá geimflauginni á braut umhverfis Mars og lenti á Chryse Planitia. 45. dögum síðar lenti lend- ingarhluti Víkings 2. um 1.500 km norðar í klettahlíðum eldfjallsins Mie. Víkingur 1. tók fyrst mynd af sjálfum sér eins og barn, sem er að prófa sína fyrstu myndavél. Þarna stóð hann í hinum fíngerða jarðvegi Mars. Síðan tók hver myndin eftir aðra að berast til jarðar, og alls sendu Víkingarnir 54.000 myndir frá Mars. Brátt varð því umhverfi þeirra ýms- um jarðarbúum eins kunnuglegt og útsýn- ið úr stofuglugganum hjá þeim. Tæki í geimflaugunum mældu hitastig, vind- hraða og loftþrýsting, og einnig var tækja- búnaður í báðum lendingarförunum til að efnagreina bæði andrúmsloftið eða loft- hjúpinn og jarðveginn sem og allar þær lofttegundir, sem jarðvegurinn kynni að gefa frá sér. Úr báðum förunum gekk mjór armur, sem mokaði upp jarðvegi og setti í kassa, sem var aðeins eitt ferfet að stærð. En í honum voru gerðar þrjár líffræði- legar tilraunir í því skyni að greina hinn minnsta vott um efnabreytingar, sem verða, þegar jarðneskar lífverur breyta líf- rænu koiefni í hinar flóknu lífrænu sam- eindir. Fyrsta tilraunin vakti mikla eftirvænt- ingu. Sýni úr jarðvegi Mars gaf skyndilega frá sér súrefni, er það komst í samband við raka í lendingarfarinu. Hafði rakinn hreyft við einhverjum lífverum, sem að hætti jarðneskra jurta gæfu frá sér súr- efni? Svo reyndist þó greinilega ekki. Eftir að sýni hafði verið hitað upp í 150 C°, sem sennilega hefði nægt til að drepa hverja þá örveru, sem hugsanlega væri á Mars, gaf það einnig frá sér súrefni, er það var vætt. Hinir vonsviknu vísindamenn drógu þá ályktun af þessu, að einhverjar efnabreyt- ingar fremur en líffræðileg starfsemi hefðu valdið súrefninu. En þótt tvær aðrar tilraunir til að uppgötva líf hafi einnig orðið árangurslausar, útilokuðu vísinda- menn ekki algerlega, að líf hefði þróazt á Mars og kynni að vera þar enn, ef til vill í vatni lengra undir yfirborðinu nálægt hin- um ísi þöktu pólhettum. AÐEINS Þunnur LOFTHJÚPUR Einhvern tíma í fyrndinni, sögðu þeir, hefði Mars verið heitari og lofthjúpur hans þykkari, samsettur úr gastegundum frá eldfjöllunum. En reikistjarnan er að- eins þriðjungur jarðar að stærð. Þess vegna kólnaði hún hraðar, og þyngdarafl hennar er of lítið til að geta varnað því, að mest af lofttegundunum hverfi út í geim- inn. Það heldur nú aðeins þunnum loft- hjúpi, sem aðallega er koldíoxíð, yfir plán- etunni, og allt vatn, sem eftir er á yfir- borðinu, er frosið. En mælingar, sem gerð- ar hafa verið frá geimflaugum með inn- rauðum geislum, sýna að ísinn, sem í jarð- veginum er og í pólhettunum (sem er sam- settur úr vatni og koldíoxíði) geti ekki ver- ið skýringin á því, hvað hafi orðið af því vatni, sem forðum streymdi um hina fornu árfarvegi. Sumir vísindamenn telja hugs- Hversvegna til Marz? Inámunda við okkur er annar heimur, forvitni- legur, freistandi, kvíðvænlegur og stórfengleg- ur. Það er næsta reikistjarna, og við getum virt fyrir okkur yfirborð hennar í litlum kíki. Það er sú reikistjarna, sem líkust er jörðunni í öllu Eftir Carl Sagan, pró- fessor við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og for- seta félagsskaparins The Planetary Society. sólkerfinu. Aðeins hafa verið gerðir út tveir leiðangrar til Mars, sem heppnazt hafa að öllu leyti: Mariner 9 árið 1971 og Víkingar 1 og 2 1976. Þeir leiddu í ljós undraheim: Þar var djúpur gljúfradalur, sem myndi ná frá New York til San Franc- isco. Feiknastór, forn eldfjöll, og hið stærsta gnæfði 24.000 metra yfir meðal- hæð yfirborðs Mars. Líndarleg jarðvegslög voru irtnan um ísi þakta pólana, og senni- lega segja þau sögu loftslagsbreytinga á Mars. Ljósar og dökkar rákir, sem vind- blásið ryk hafði markað á yfirborðið, mynduðu veðurkort Mars fyrir síðustu áratugi og aldir. Gífurlegir rykvindar um allan hnöttinn gáfu fyrstu visbendingarn- ar um kjarnorkuvetur, veðurhamfarir, sem kynnu að fylgja í kjölfar sóts og ryks, sem yrði af völdum kjarnorkustríðs á jörðu. Og þarna voru torráðin fyrirbæri á yfirborðinu og regluleg röð pýramída á há- sléttu — varla vottur um einhverja forna menningu á Mars, en engu að síður merki- leg rannsóknarefni. Þarna voru hundruð bugðóttra gilja, gamlir árfarvegir og ár- dalir frá því fyrir milljarði ára eða svo og bentu greinilega til fyrri tímabila mildari aðstæðna og líkari þeim, sem eru á jörð- unni, en í hinu þunna og kalda koltvíildis andrúmslofti á Mars nú á dögum. Trúlega Líflaust Með Öllu Þær tiiraunir, sem gerðar voru með Vík- ingaförunum, til að „finna líf“ á Mars höfðu aðeins það markmið að finna vott af einhverju, sem hugsanlega gæti talizt líf- rænt. Þeim var ætlað að finna þá tegund af lífi, sem við þekkjum. En sú staðreynd, að engra merkja um líf hafi orðið vart við ýmsar tilraunir á tveimur stöðum með 7.000 km millibili á reikistjörnu, sem ber merki ofsalegra storma, bendir að minnsta kosti sterklega til þess, að Mars muni vera líflaus hnöttur í öllu falli nú á dögum. En ef Mars er líflaus, þá er um tvær nær 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.