Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Blaðsíða 10
fólk
Samantekt úr
Der Spiegel
„Margir sjúklingar
virðast falla saman við
þá streitu sem fylgir
því að vera sífellt að
grafast fyrir um löngu
liðna hálfgleymda at-
burði frá barnæsku, en
þess krefst sálgreining-
in. Rannsóknir í
Bandaríkjunum hafa
leitt í ljós að sumir
þeirra verði áreitnir og
ofbeldishneigðir, en
aðrir fyllast sjúklegum
hugmyndum eða flýja í
ofdrykkju eða eitur-
lyf.“
Aþessum tíma hófst hann
handa um að sálgreina
sjálfan sig, svo sem
frægt er orðið, og varð sú
greining að langri og
kveljandi birgðatalningu
í sálarkirnunni. Hún er
fram á þennan dag fyrir-
mynd skyldugreiningar rétttrúaðra geð-
lækna. Eftir nokkur ár, að greiningunni
lokinni, kom Freud aftur fram á sjónar-
sviðið með nýjar kenningar.
Marianne Krull lýsir hamskiptunum svo
að Freud „hafi hætt að grafast fyrir um
sök föður síns, gefið „áreitiskenninguna"
frá sér og tekið sem góður sonur alla skuld
á sig sjálfur með því að setja kenninguna
um Ödipusarduldina í hennar stað“. Sú
kenning er fengin að láni frá leikriti Sófó-
klesar með ákveðnum breytingum þó.
Leikritið fjallar um þríhyrning þar sem
sonurinn girnist móðurina og er eljari föð-
ur síns. Hjá Sófóklesi er ljóst í byrjun að
faðirinn hefur framið hræðilegan glæp á
syni sínum þegar hann var barn, en Freud
minnist ekki á það. Er hér kominn sá fóta-
skortur á tungunni, sem kenndur er við
Sigmund Freud?
Marianne Krull lítur á þessi dularfullu
sinnaskipti Freuds sem nokkurs konar
frelsun frá bæði vísindalegum og persónu-
legum vandamáium, en hún er einnig
þeirrar skoðunar að tími sé kominn til að
„veita fyrri kenninu' Freuds uppreisn
æru“.
HANN Skýrði Frásögn
Sjúklinganna
Eschenröder telur þessar deilur skipta
litlu máli. í hans augum er ekki lengur
hægt að geta sér til um hvort hinir móð-
ursjúku kvensjúklingar Freuds sögðu satt
eða lugu því Freud hafi yfirleitt sett þeim
orð í munn þó svo sé látið líta út sem þeim
hafi dottið sjálfum alit þetta í hug þegar
þær voru lagstar á beddann hjá prófess-
ornum.
Freud sagði að markmið meðferðarinn-
ar væri að kalla fram bernskuminningar,
hugaróra eða drauma úr undirdjúpum
meðvitundarinnar, raða þessum brotum
saman eins og raðspili og „túlka" síðan
með þeim árangri ef vel gengi að sjúkling-
urinn skildi sjálfan sig betur á eftir.
Reyndin var samt önnur segir Eschen-
röder sem álítur að Freud hafi beitt klók-
indum eins og miðalda þrætubókarmaður
til að leggja gildrur fyrir sjúklinga sina.
Ef þeir vildu ekki viðurkenna túlkun hans
á t.d. ákveðnum draumum, sagði hann þá
sýna „mótþróa" sem sprytti af tregðu
hinna taugaveikluðu til að viðurkenna
óþægilegar og því sérlega mikilvægar
staðreyndir.
Vitni hafa lýst því hvernig Freud tókst
að brjóta slíka mótspyrnu á bak aftur.
Hann stýrði frásögn sjúklinga sinna með
því að setja mildilega ofaní við þá, hrósa
þeim hóflega, humma og rýta eftir því sem
við átti allt þar til þeir sögðu sögur sem
voru í samræmi við það sem hann vildi
sjálfur heyra. Þetta segir Eschenröder að
sé ein tegund heilaþvotts sem hafi reynst
mjög árangursrík í sálfræðitilraunum.
Að sjálfsögðu þverneitaði Freud opin-
berlega að viðhafa slíkar aðferðir. Hann
skrifaði eitt sinn að hann „gæti varla
brýnt nógsamlega fyrir starfsbræðrum
sínum að taka sér skurðlækni til fyrir-
myndar við vinnu sína, en hann setji eigin
einkenni og jafnvel samúð til hliðar og
beiti andlegum þrótti sínum að því einu að
framkvæma aðgerðina svo vel sem unnt
er“.
Nauðsynlegt væri að halda fullri fjar-
lægð til að koma í veg fyrir hættuna af
„yfirfærslu", því að sjúklingarnir skipi
sálgreininum í nokkurs konar foreldra-
hlutverk og beri þá tilfinningar til hans,
kaldar eða heitar eftir aðstæðum.
VAFASÖM áhrif á
Sjúklingana
Margir gagnrýnendur hafa á hinn bóg-
inn grun um að þessi skipan mála hafi
helst þjónað þeim tilgangi að vernda lækn-
inn sjálfan. Freud var teprulegur maður
sem lagði allt kynlíf á hilluna þegar hann
var fertugur. („Manni eins og mér er ekki
hollt að finna til holdlegrar ástríðu.") Á
fyrstu árum sálgreiningarinnar kom oft
fyrir að kvensjúklingar Freuds yrðu ást-
fangnar af honum — en það var þessum
siðvanda manni hin mesta raun. Það eina
sem hann lét eftir sér var að keðjureykja
vindla.
En sennilega er hættan á „yfirfærsl-
unni“ tilkomin vegna þess hvernig Freud
sviðsetti meðferð sína. Þegar sjúklingur-
inn er látinn liggja eins og kornabarn við
hliðina á fullorðnum manni sem situr í
stól er nema von að hann fari smám sam-
an að haga sér eins og barn.
Nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós að
flestir sjúklingar sem gangast undir sál-
greiningu verða háðir sálgreininum ævi-
langt. Þeir fá „undur eigin persónu" á heil-
ann og „upplifa stöðuga sálgreiningu án
þess að breytast hætishót".
Hve margir geðveilir ná þeim árangri
sem Freud stefndi að, að „verða færir um
að framkvæma og njóta", liggur ekki á
ljósu, en það litla sem vitað er lofar ekki
góðu.
Samanburðarrannsóknir hafa leitt i ljós
að fjórum af hverjum tíu geðveiki-sjúkl-
ingum virðist batna, stundum skyndilega,
eftir nokkur ár og skiptir þá engu máli
hvort þeir hafa verið hjá sálgreini eða
ekki. Hins vegar kom í ljós að mun meiri
líkur voru til þess að þeim versnaði sem
Ieitað höfðu til sálgreinis og verið í með-
ferð.
Margir sjúklingar virðast falla saman
við þá streitu sem fylgir því að vera sífellt
að grafast fyrir um löngu liöna hálf-
gleymda atburði frá barnæsku, en þess
krefst sálgreiningin. Rannsóknir í Banda-
ríkjunum hafa leitt í ljós að sumir þeirra
verði áreitnir og ofbeldishneigðir, en aðrir
fyllast sjúklegum hugmyndum eða flýja í
ofdrykkju eða eiturlyf.
Þeir sem að rannsókninni stóðu komust
að þeirri niðurstöðu að sálgreining geti
„gert fólk heilbrigt, en geti líka átt þátt í
því að gera það brjálað".
Þessi hætta vofir ekki einungis yfir
sjúklingunum heldur líka „læknunum".
Bandarískur sálgreinir heldur því fram að
sá sem vill koma til móts við „yfirgengi-
lega sérstöðu" hvers sjúklings eigi það á
hættu að „drukkna í öllu því margræða og
flókna upplýsingaflóði" sem honum fylgir.
Það sé nokkuð víst að „þessi vinna geri
mann vitskertan" þegar til lengdar lætur.
En Freud var ekki eins viss um lækn-
ingarmátt aðferðar sinnar og margir þeir
sem fetað hafa í fótspor hans. Hann
kvaðst eitt sinn ekki mæla með sálgrein-
ingunni sem lækningaraöferð heldur
vegna þess sannleika sem hún gæti dregið
fram í dagsljósið.
Bæði sálgreinikenningin og það álit á
sálar-„apparati“ mannsins sem hún byggir
á fela í sér að einungis þurfi að draga
Gordionshnút sálarflækjunnar upp í með-
vitundina til þess að hann rakni af sjálfu
sér.
Hreinsun Breuers
Vinur Freuds og velgerðarmaður Jósef
Breuer vakti áhuga taugalæknisins Freud
á sálarfræði á níunda áratug aldarinnar
sem leið. Breuer var iæknir í Vín sem
reyndi að losa konur við móðursýkisein-
kenni með því að dáleiða þær.
Breuer hélt að ef konunum tækist að ná
leyndum orsökum þjáninga sinna upp úr
undirmeðvitundinni þegar þær væru í dái
ætti að vea hægt að lækna þær með því að
gera þeim grunnmeinið ljóst. Þetta kallaði
Breuer „hreinsun" (kaþarsis).
Freud hafði verið í læri í París hjá Je-
an-Martin Charot, frægasta taugalækni
þess tíma, og fengið þar hugmynd sem
hjálpaði honum við leitina að hinum duldu
orsökum móðursýkinnar: Charot hafði ein-
hvern tíma látið þau orð falla að „kynlíf
væri víst alltaf með í spilinu" þegar um
móðursýki væri að ræða.
Á áratugnum eftir tilraunir þeirra
Freuds og Breuers (sem flestar fóru út um
þúfur) skóp Freud yfirgripsmikla kenn-
ingu um mannlegan persónuleika og þróun
hans. Helstu atriði hennar eru þessi:
I barnæsku, eða til sjötta æviárs þroskast
maðurinn á flókinn hátt og árekstrar
verða margir. Þá myndast flestir þættir
síðari persónuleika hans.
Verði þroskinn ekki eölilegur á þessu
skeiði t.d. vegna uppeldis eða skelfilegrar
Taugalæknirína Charcot íParís, lærífaðir Freuds (fyrir miðju á myndinni) — Kynlíf alitaf
meó í spilinu, þegar um móðursýki er að ræða —
l —^
10