Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Blaðsíða 11
reynslu koma taugaveikiunareinkenni í Ijós á fullorðinsaidri. Menn eru að mestu ómeðvitaðir um mik- ilvæga sálarreynslu í barnæsku en þegar hún verður þeim Ijós með hjálp sálgrein- ingarinnar geta þeir losnað úr spenni- treyju sálarkvillanna. „Hvataorku" nefndi Freud það afl sem knýr áfram þroskann. Ef vissum hvötum er ekki fullnægt á ákveðnu aldursskeiði, t.d. þörfinni fyrir athygli, þá hleðst sálar- orkan upp og út brjótast einkenni tauga- veiklunar. VÉLRÆN OG GAMALDAGS AÐFERÐ Nútíma líffræðingar og sálfræðingar álíta að sú mynd sem Freud dró upp af sálinni sé vélræn og gamaldags — hún minni á gufuvélar þar sem lág- og háþrýst- ingur skiptist á í leiðslukerfinu og ventlar stuðli að jafnvægi með misjöfnum árangri. Það sé jafnvel hægt að losa sig við of mik- inn þrýsting með því að veita bannfærðum hvötum útrás í andlegri sköpun. En á svo einfaldan hátt er ekki einu sinni hægt að lýsa persónuleikanum segja gagnrýnendur. Þýski taugasálfræðingur- inn Hellmuth Benesch segir það t.d. vill- andi að lýsa undirmeðvitundinni sem „hreyfanlegum, sjálfstæðum þætti sálar- innar með eigin markmiðum og ásetningi", en það hafi Freud gert með kenninu sinni um „það“. Benesch segir sálina eina heild sem ekki sé hægt að hólfa niður. Það sýni sig líka í raun að sálarmynd Freuds gagni ekki: það hafi verið sannað ótal sinnum að taugaveiklunareinkenni hverfa alls ekki þótt sjúklingarnir hafi fengið vitneskju um sálaráföll í barnæsku. Þýski atferlisfræðingurinn Hansjörg Hemminger segir að þessi hugmynd sé einfaldlega leifar upplýsingarstefnunnar, sem hafði að einkunnarorðum: „Sannleik- urinn mun gera yður frjálsa." „Sú hugmynd að lækningarmáttur felist í því að vera meðvitaður um eitthvað," seg- ir Freud-gagnrýnandinn Hemminger „er ein af veraldlegum lækningárkenningum nútíma vestrænnar menningar, sem sett hefur vísindi á trúarstall. En enn harðari gagnrýni má Freud sæta fyrir aðferðir sínar með sálgreiningu. úmP V >!.*■' !. I xV), é J. Skopmynd af Freud frá 1910 — Álíka óþarfur og Frjálslyndi flokkurinn í Englandi — Drengurinn Sig- mund Freud ásamt föður sín- um 1865. Hann helt því ætíð fram að hafa safnað obbanum af þekkingu sinni í endalausum samtölum sínum við sjúklingana líkt og gullleitarmaður sem heldur eftir í síu sinni eðalmálmi sálarlyginnar. En Esch- enröder fullyrðir að venjulegur vísinda- maður geti varla fundið nokkur rök fyir sálgreini-kennisetningum eða tilgátum hans í meðferðarlýsingum sem hann lét eftir sig, jafnvel ekki þeim frægustu. Eschenröder tekur söguna af „Úlfa- manninum" sem dæmi þegar hann flettir ofan af handahófskenndri túlkun Freuds, sem ekkert tillit tók til skoðana sjúklings- ins. Sumir hafa talið söguna af „Úlfa- manninum" þá merkustu sem Freud lét eftir sig. HELDUR Vafasöm Draumspeki Árið 1910 kom auðugur Rússi að nafni Sergej Konstantinowitsch Pankejeff til Vínar til að leita sér lækningar við tauga- veiklun. Hann var í fjögur ár í meðferð hjá Freud, sem kallaði hann „Úlfamanninn" vegna þess að úlfar komu við sögu í einum drauma hans. Árum saman hvorki gekk né rak hvað svo sem Freud reyndi. Það var ekki fyrr en hinn önuglyndi prófessor hót- aði að hætta meðferðinni að skriður komst á Rússann, sem var löngu orðinn háður Freud. Pankejeff skriftaði þá fyrir Freud að hann hefði fjögurra ára gamall dreymt draum sem skotið hefði sér skelk í bringu: í drauminum sá hann svefnherbergis- gluggann opnast skyndilega og í krónu mikils hnetutrés fyrir utan húktu tvö hvít úlfumlík rándýr með löng skott og sperrt eyru og störðu á hann, hreyfingarlaus og fjandsamleg og við það vaknaði hann, óttasleginn og æpandi uns fóstran kom hlaupandi honum til hughreystingar. Nú gerðist fátt í þessum draumi, en samt varð hann Freud að gnægtarbrunni undarlegra hugmynda og túlkunar: skottin löngu eru auðvitað reðurtákn, sjálfir úlf- arnir holdgerving föðurins, hvítur feldur- Marianne Kruil. — Dularfull sinnaskipti Freuds voru nokkurs konar frelsun, bæði frá vísindalegum og persónulegum vandamálum. — inn bendir til þess að hann sé í náttfötum, og hræðsla drengsins sé, enda varla von á öðru, „geldingarótti". Freud lítur þannig á að u.þ.b. átján mánaða gamall hafi Úlfamaðurinn Pank- ejeff orðið vitni að samförum foreldra sinna og við það tækifæri hafi hann einnig séð kynfæri þeirra. Þegar hann leit kyn- færi móður sinnar augum hafi hann fyllst ótta við geldingu og þá hafi faðir hans orðið að „skelfilegri" persónu sem mögu- legur gerandi í Ödipusar-þríhyrningnum. Nú þóttist Freud hafa komist að „hinu upphaflega atviki" og þar með fundið kjarnann í taugaveiklun Rússans. Skömmu áður en Pankejeff lést 1979 í i Vín skýrði hann blaðamanninum Karin ' Obholzer frá sálgreiningu sinni. Hann sagði að túlkun Freuds hefði komið sér mjög spánskt fyrir sjónir, en prófesorinn hefði hamrað á því að hann yrði að trúa sér, ætti bati að nást: „Þér skuluð trúa því sem ég segi yður og þá munuð þér læknast sjálfkrafa." Eschenröder heldur að einungis með hjálp slíkra „jákvæðra tillagna" hafi Freud lánast að ná einhverjum árangri með sálgreiningu sinni. En samt sé obbinn af kennisetningum hans og litríkar goð- sagnir úr undirheimum sálarinnar ein- tómur heilaspuni sem yfirleitt standist hvorki tilrauna né vísindaprófanir. Sálfræðingurinn Hans Jurgen Eysenck, sem býr í London, segir að sálgreinikenn- ingin hafi verið þróuð án nægilegra til- rauna eða eftirlits og hún byggi á afskipt um Freuds af „fámennum hópi fólks úr æðri stéttum Vínarbúa". Eysenck segir ennfremur að „Freud þótti það aldrei varhugavert að draga ályktanir um allt mannkynið á grundvelli upplýsinga um svo smáan hóp“. Mannfræðingar og þjóðfélagsfræðingar efa mjög að t.d. Ödipusarduldin eins og Freud setti hana fram, sé sálarþáttur sem frá örólfi alda hafi verið njörvaður í eðli manna og hljóti því að fyrirfinnast í hvaða menningu sem er, hvenær sem er. Ef Ödip- usarduldin hafi verið til þá væri það helst sem afsprengi sérstaks hópeflis meðal fjöl- skyldana þar sem karlinn færi með völdin líkt og var meðal góðborgara Evrópu áður fyrr. Sú tíð er nú að mestu liðin. Kenning Freuds um þroska barna hefur lengi staðið völtum fótum. Samkvæmt sálgreinikenningunni byrjar þroskinn með sogstigi þegar barnið er á brjósti, þá tekur við þarmstigið þegar barnið er vanið á kopp og síðan „reðurstigið" þegar kynvit- undin vaknar. Barnið er svo loks á „dul- stigi“ milli fimmta og tólfta aldursárs en þá tekur kynþroskaskeiðið við. Barnasálfræðingar álíta þessa skiptingu fjarri raunveruleikanum. Rannóknir hafa sérstaklega leitt í ljós að ályktanir Freuds um persónuleikaþróun eru fjarstæðu- kenndar. Þeim sem kennt var á kopp af hörku bera engin merki „þarmpersónu- leika“ svo sem nirfilsháttar eða smámuna- semi. Sálgreiningarkerfið fær enn verri útreið þegar skoðaðar eru langtímakannanir sem gerðar hafa verið á fólki er varð fyrir sárri reynslu í barnæsku. Fraud áleit að á þess- um frumskeiði lífsins væri að finna upp- runa allrar taugaveiklunar. Hann gekk út frá því að atburðir á þessum aldri svo sem áfall eða ófulinægðar hvatir leiddu óum- flýjanlega til taugaveiklunareinkenna síð- ar á ævinni. Yfirgripsmiklar rannsóknir sýna á hinn bóginn að þessi vélræna „áfallskenning", sem byggð er á náttúruvísindalegu orsaka- samhengi, er stórkostleg einföldun á raunveruleikanum. Breskir, bandarískir og sænskir þjóðfé- lagsfræðingar hafa fylgst á kerfisbundinn hátt með tugþúsundum manna allt frá vöggu fram á manndómsár. Niðurstaða þeirra er sú að erfiðleikar I æsku svo sem rústaðar fjölskyldur, taugaveiklaðir eða ofbeldishneigðir foreldrar, uppeldi á mun- aðarleysingjahælum eða í fóstri hafa hart- nær engin áhrif á geðræna heilsu fólks. Margt af þessu fólki varð einkar vel fært um að lifa lífinu á meðan þeir sem lifðu eins og blómi í eggi urðu reköld. Atferlislíffræðingurinn Hansjörg Hemminger telur það kreddu að áfall í æsku leiði skyndilega til sálsýki á fullorð- insaldri. Hann segir að „stakt sálarsár" sé ekki til og því sé öll leit sálgreina að því árangurslaus. Hemminger segir að áhrif fjölskyldu á einstakling verði að skoða í heild því þau stafi af „fjölþættri virkni erfða og umhverfis" og „meðvituðum ákvörðunum og gjörðum hvers og eins“. Hann er á öndverðum meiði við Freud þeg- ar hann heldur því fram að menn geti orðið taugaveiklaðir hvenær sem er ævinnar og af óteljandi ástæðum. Þegar gagnrýni Hemmingers er skoðuð stendur ekki steinn yfir steini eftir í kenn- ingarfræðum Freuds. Því virðist næstum aukaatriði að geta þess að meistaraverk Freuds um draumaráðningar sem á sínum tíma varð til þess að heildarkenningar hans hlutu viðurkenningu er nú líka búið að tapa sannleiksgildi sínu. Langsóttir Brandarar Þeir sem vinna nú við rannsóknir á því sem gerist í mannsheilanum þegar hann dreymdi líta á draumaráðningar Freuds sem langsótta brandara. Þeir sjá ekki drauma sem ljóðræn skilaboð frá undir- meðvitundinni heldur sem viðbrögð helsta líffærisins við tilviljanakenndum tauga- rafboðum stofnheilans. Fólk dreymi, segja þeir, þegar heilinn reynir að vinna merkingu úr boðunum sem dynja á honum frá Stofnheilanum og því eru draumar ekki annað en óljósar og merkingarlausar myndraðir. Hemminger spyr hversvegna sálgrein- ingin sem hálf-vísindaleg kenning og að mestu gagnlaust meðferðarkerfi sé ekki löngu fallin úr gildi, einkum þegar tillit er tekið til allrar gagnrýninnar. Svarið er að hún hefur aldrei þóst vera vísindaleg eða eingöngu vísindaleg, heldur var hún eins kohar vakning sem Freud hratt af stað 1906 með hinum fræga „miðvikudags- sálarselskap" sínum. Meðlimir voru lærisveinar Freuds og þeir hittust á þessum hátíðlegu samkom- um þar sem andrúmsloftið var eins og á einhverri trúarsamkundu. Max Graf, faðir Hans litla, hefur lýst þessu svo að smám saman hafi „þessi trú skapað sína eigin kirkju", „sálgreinasamtökin", sem átti sér eigin lög og yfirstjórn, en hana hafði LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. MAl 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.