Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Blaðsíða 9
tr samanber risaveldi, — og milli þeirra er gjá. Hann tekur enga afstöðu, hvorki með austri né vestri; prédikar ekki, en í mynd- unum er heimsádeila, segir hann. Myndin, sem hér birtist, heitir „Á Sprengisandi". Þar má sjá þrjá menn með rakettur eða ein- hverja drjóla, sem gera má ráð fyrir að séu nýtízku vopn. Þeir eru í einhverskonar dansi að því er virðist og á bak við þá er landslag, sem gæti verið ís- lenzkt. Það er til undirstrikunar á því, segir Bjarni, að við erum inni í þessari heimsmynd. Því má bæta við, að einmitt þessi mynd var á samsýningu ís- ienzkra listamanna í Færeyjum fyrir skömmu og fékk sérstakt umtal og vakti athygli þar. A sýningu Bjarna Þórarins- sonar í Gallerí Borg, sem hófst 2. maí og stendur fram til 13. maí, fjallar hann um fleira í sam- bandi við manninn og tilvist hans. Sem viðfangsefni er mað- urinn óþrjótandi; úr þeim brunni getur myndlistarmaður aldrei ausið til fulls. Sumar þessara mynda eru æði órólegar ásýnd- um; fjalla enda um hugsunar- hátt, sem Bjarni segir að sé hugsunarháttur kreppunnar og getur lagst eins og mara á fólk og orðið niðurdrepandi. Það kemur heim og saman við þá til- gátu, sem stundum hefur heyrzt, að hægt sé að skapa kreppu með því einu að vera sífellt að tala um kreppu í einu og öllu. „Þetta er kreppumálverk," segir Bjarni, þótt ekki sé það af atvinnuleysingjum við höfnina eins og stundum mátti sjá í kreppumálverkinu frá fjórða áratugnum. „Þessar myndir standa í sambandi við kreppu og taugastríð hjá mér sjálfun, en einnig eru þær sprottnar af kreppuhugsunarhætti, sem ríkt hefur hjá þjóðinni. Það er tekizt á við andlegar svaðilfarir, þetta er allt af sálrænum toga spunnið og verður það ugglaust áfram, — ég ætla að halda mig við þetta heygarðshorn," sagði Bjarni Þórarinsson. GfSLI SIGURÐSSON 1951—54. Þá var landlægt, segir hún, að draga úr fólki að fást við vatnslit; það var eiginlega bannað. Kannski var það vegna þess að kennarar í skólanum hafi ekki tal- ið vatnslit henta byrjendum? En þá má spyrja: Til hvers er skóli, sem ekki kennir þá tækni einnig? „Löngunin til að vinna með höndunum vaknar kannski, þegar tíminn fer að mestu í stjórnunarstörf," segir Kristín. Henni læt- ur vel að vinna hratt og vill gjarnan setj- ast niður úti í náttúrunni og ljúka mynd- inni á staðnum. Yfirleitt gefst ekki vel, segir hún, að krukka í myndirnar eftir á; ferskleikinn vill þá hverfa. Birtan ræður líka miklu um löngunina, sem síður gerir vart við sig í skammdeginu. Og ástæðan fyrir stillunni og þessu góða veðri, sem ríkir í myndunum hennar Kristínar á sér einfalda skýringu: Hún fer út til þess arna, þegar sólin skín og veðrið er gott. Vatns- litamálarinn er háður hitastigi, ef hann málar úti. Sé rakt og kalt, þá þornar seint og illa á pappírnum. Kristín hefur slæma reynslu af því og sneiðir hjá því. En mynd- irnar urðu til af þörf, segir hún; ekki vegna þess að hana langaði til að halda sýningu. En ein af Langbrókunum sá, hvað hún var búin að gera og þess vegna eru myndirnar nú til sýnis. GS. Ég mála sögur segir Ómar Stefánsson í stuttu sam- tali, en hann er við listnám í Berlín og hefur haldið sýningu þar. EFTIR HJÁLMAR JÓNSSON að er ekki á hverjum degi sem íslendingar opna myndlistarsýningu á erlendri grund, þó ef til vill kunni það að vera al- gengara en almennt er fært í frásögur í íslenskum fjölmiðl- um. Á dögunum opnuðu tveir íslendingar sem hafa verið við myndlistarnám í Berlín, sýningu á verkum sínum þar í borg. Sýningin var haldin á kaffihúsi undir heitinu Kleisther, þar sem jafnan standa yfir myndlistarsýningar, en fólki jafnframt fært að njóta veitinga, standi áhugi þess til þeirra hluta. Segi hugtakið listknæpa einhverjum eitt- hvað, þá má sennilega tilfæra það um nefndan stað. Þessir íslendingar heita Ómar Stefánsson og Þorlákur Kristinsson. Þar sem undirritaður var staddur í Berlín, þótti honum tilvalið að taka annan hvorn þeirra félaga tali í tilefni sýningarinnar. Ómar varð fyrir valinu og viðtalið fór að sjálfsögðu fram á sýningarstaðnum. Ég spurði Ómar fyrst útí hvernig viðtökurnar við sýningunni hefðu verið. „Viðtökurnar hafa verið góðar miðað við þær vonir sem við gerðum okkur fyrirfram. Á það er rétt að benda að sýningin fer fram á knæpu, en ekki í galleríi, þannig að það er margt fólk sem kemur hér inn og sér myndirnar, sem á ekki beinlínis erindi á sýninguna. Síðarmeir höfum við báðir í hyggju að sjálfsögðu að komast í gallerí með mynd- irnar, en það bíður síns tíma. Ég er ennþá við myndlistar- nám og get því vel við unað að fá að sýna hér,“ segir Ómar. Talið berst að tildrögum sýningarinnar. Ómar segist hafa tekið vitað af þessum stað og tekið eftir að það voru sífellt myndlistarsýningar í gangi. Hann hafi því einfald- lega komið að máli við forsvarsmenn staðarins, sýnt þeim myndir af málverkum sínum og Tolla og spurt hvort hann mætti ekki sýna. Það hafi verið auðsótt mál. Ómar og Þorlákur hafa báðir lokið prófi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands og stunda nú nám við Hochschule der Kunste í Berlín eða HdK, HadeKa eins og það er framborið á þýsku. „Ég held að það sé mjög gott að stunda myndlistarnám hér í Berlín," segir Ómar aðspurður um námið, „vegna þess að það er svo mikið að gerast hér í myndlist sem og öðrum listum ef út í það er farið. Maður hefur því gott tækifæri til að fylgjast með ólíkum hlutum án þess að þurfa að hafa of mikið fyrir því. Skólinn er mjög stór og flestar listgreinar kenndar þar. Það sem ég tek einkum eftir í sambandi við námið hér, í samanburði við námið heima, er ef við tökum málverkið, er að mér finnst ég fá greinarbetri kritík á það sem ég er að gera hér, heldur en ég fékk heima á Islandi. Gagnrýnin beinist hins vegar eingöngu að tæknilegum atriðum, að því hvernig málað er, ekki að því hvað er málað eða út af hverju. Ég er útskrifaður úr Nýlistadeild Mynd- listarskólans og á þeim tíma hafði konseptlistin mest áhrif. Þá var mikið talað um hlutverk listarinnar, hvaða hlut- verki listin gegnir í samfélagi manna. Hér í Berlín er fremur lögð áhersla á hvaða listamenn eru góðir og hverjir slæmir. Það er talað um gott eða slæmt málverk, en ekki um stöðu listarinnar eða hvaða gildi þetta hefur allt sam- an,“ sagði Ómar. \ „Hvers vegna valdirðu Berlín til framhaldsnáms fremur en einhverja aðra borg?“ „Berlín varð meðal annars fyrir valinu vegna þess að mér fannst Evrópa gefa mér meiri möguleika heldur en Banda- ríkin, en þar vestra hefur átt sér stað þróun í myndlist sem er fyrst og fremst intellektúel eða hugmyndafræðileg. Evr- ópa á sér náttúrulega miklu lengri hefð í listsköpun og persónulega fellur mér betur að geta miðað við þessa hefð heldur en þessa splunkunýju Ameríku. Það er yfir höfuð mikið að gerast í listsköpun í Berlín og ég held að Berlín sé örugglega jafngóð og París og Róm í sambandi við alls kyns hönnun og listsköpun. Annars hafa islenskir myndlistar- nemar mest sótt til Hollands annars vegar og Bandaríkj- anna hins vegar, en ég vildi sækja á önnur mið,“ sagði Ómar. „Nú er þetta þriðja námsárið þitt hér. Hefur dvölin verið árangursrík?" „Ég hef breyst mikið við veruna hér, en hvort og hvernig ég hef þróast sem málari verður hver að dæma fyrir sjálf- an sig. Ég mála sögur, málverkin mín eru full af sögum, kannski sögum sem fáir eða engir skilja og kannski sumir misskilja. Ástæðan fyrir því að ég mála sögur er að ég vil segja fólki eitthvað, ekki bara veita því innsýn inn í mínar tilfinningar, heldur einnig veita þeim smá skemmtun í leiðinni. Hins vegar þegar ég byrja á mynd veit ég aldrei hvað úr kann að verða. Oft byrja ég á mynd sem er ab- strakt en verður síðan smám saman fígúratív, það er eins og sögurnar brjótist í gegn eftir því sem á málverkið líður. Margir hafa sagt að í myndunum felist allegóría og þetta hefur farið mikið í taugarnar á mér, vegna þess að í mynd- unum mínum á ekki nein allegóría að eiga sér stað. Eftir á að hyggja verð ég hins vegar að viðurkenna í sumum tilfell- um leynist í myndunum ákveðin symbólík, þó hún sé engan veginn meðvituð. Til dæmis get ég ímyndað mér að þegar ég mála Neró keisara þar sem hann spilar tónlist á svín (sjá mynd), þá er það ef til vill táknrænt að svo miklu leyti sem það vísar til stjórnandans sem kreistir peninga út úr mönnunum. Eins Málverk eftír Ómar Stefinsson, sem stundar nú nám íBerlín og béh sýningu þar. Neró spilar i Svín. Milverk eftir Ómar, sem var í sýningunni íBerlin. og svínin gráta blóði í myndinni gráta mennirnir pening- um. Ég skíri yfirleitt myndirnar mínar. Eina myndin sem er nafnlaus á sýningunni, er það einfaldlega vegna þess að hún er of persónuleg til þess; hún er of náin mínu djúpsál- arlífi til þess að ég þori eiginlega að skíra hana,“ segir Ómar aðspurður um nöfn á myndunum á sýningunni. Myndirnar bera nöfn eins og Dichterrad (skáldahjól), Blás- ari, Kummertráger, sem má þýða með Hinn áhyggjufulli, Pillerfrau, Liebhafte Verbindung, svo einhver dæmi séu nefnd. „Hver er tilgangur listarinnar?“ „Tilgangur listarinnar er auðvitað sá að fegra mannlífið, en eins og málum er háttað í dag virðist mér því miður að mikið af því sem almennt er flokkað með listum gangi út á það að tryggja ríkjandi klíku í sessi og hreinlega skíta mannlífið út. Listin á að vera róttæk, hún á að kafa ofan í dýpstu vit mannsins, en í dag er hún fyrst og fremst peningaspursmál," segir Ómar. Hjálmar Jónsson helur veriö blaðamaö- ur á Morgunblaðinu, en stundar nú nám i heimspeki I Berlín. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 4. MAl 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.