Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Side 6
I ERNESTO CARDENAL ÖNNUR NÆTURVAKA Steinar V. Árnason sneri úr spænsku Önnur stund það er stund næturtíðanna og í myrkvaðri kirkjunni virðist margt óhreint á sveimi. Þetta er stund myrkraverka nautna og svalls stund míns ljúfa lífs. Nú man ég allt hið liðna „og synd mín stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum" Og sem við í andakt kirjum sálmana fara minningarnar á kreik og smjúga inn í bænina eins og skvaldur í útvarpi eða öldugjálfur. Það koma fram löngu liðnar svipmyndir úr bíó svefnlausar einmana nætur á hótelum danshús barir ferðalög konur og löngu gleymd andlit skuggalegir svipir Somoza myrtur stígur nú upp úr grafhýsi sínu (og með honum Síhon Amorítakonungur og Og, konungur í Bazan). Spegilmyndir Ijósanna í Copacabana hverfast eins og pílárar í hjóli í kolgruggugu skólpinu sem vellur út úr klóökum Managua. Glefsur úr fáránlegum samræðum frá fornum fylliríisnóttum heyrast aftur og aftur eins og gölluð hljómplata sé spiluð. Það heyrast hróp frá spilavítunum sem drukkna í ölduniðnum „og synd mín stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum" Það er stund ljósadýrðar á vændishúsum og knæpum, hús Kaífasar er fullt af fólki og í höll Somoza er hvergi myrkur því það er fundur í herráðinu og pyndingatæknar halda brátt niður í fangelsin. Það er stund leynilögreglu og njósna gripdeilda og framhjáhalds og til að láta líkin hverfa. Mjúkur, þungur sekkur fellur með skvampi í vatnið. Stund helfróar og dauðastríðs stund sveitans í garðinum og freistninnar. Úti bíða fyrstu morgunfuglarnir upprennandi sólar. Það er stund nepju og niðfölva og ísköld kirkjan iðar af árum meðan við þreyjum nóttina í sálmasöng. Emésto Cadenal (f. 1925) er fræöslumálaráöherra I stjórn sandlnista I Nicar- agua, kapólskur prestur og Ijóöskáld. Hann tók þátt I misheppnaöri uppreisnar- tilraun gegn einræöisstjórn Somoza 1954, varð slðan landflótta og leitaði hælis I klaustri I Bandarikjunum (Gethsemanl I Kentucky), tók þar prestvlgslu (1965) og sneri slöan aftur til Nicaragua til þjónustu við landa slna, rak trúboösstöö og skóla á Solentiname-eyjum I Nicaraguavatninu. Þetta Ijóö, sem hann nefnir 2 A.M., er úr Ijóðasafninu Gethsemani Ky (1964) frá klausturárunum I Kentucky. S.A. Klifinn kjölur að er í mínum huga ekkert efamál að skáldsaga Thors Vilhjálmssonar Fljótt fljótt sagði fuglinn, sem út kom árið 1968, er mesta nýmælið í eftirstríðsbókmenntum okkar. Hún var frumherjaverk, lfktog Maöurinn er alltaf einn, sem kom út sautj- án árum áöur, árið 1951. Með þessum verk- um og fleirum hefur Thor aukið nýrri vídd í íslenskan sagnaskáldskap, sem löngum hefur einkennst af formlegri fátækt og fornfálegu efnisvali. Á árunum í kringum 1950 dvaldist Thor í Suður-Evrópu, drakk í sig andrúmsloft tímans og las bókmenntir, enda þykjast menn sjá í verkum hans áhrif frá höfund- um, einsog Joyce, Albert Camus, Claude Simon og ekki síst T.S. Eliot. Sumir hafa kiknað undan þessum jöfrum, en ekki Thor. Hann hefur skrifað með sínum hætti og lagað evrópskan bókmennta- og menn- ingararf að eigin skáldskap, gert á þann hátt íslenskar bókmenntir nútímalegri og alþjóðlegri, en þær áður voru. Um skáldskap Thors Vilhjálmssonar. Eftir Matthías Viðar Sæ- mundsson. Myndirnar eru eftir Thor Vilhjálmsson Að Mála Þagnir Með Orðum Stundum er gerð sú krafa til skáldskap- ar, að hann líki eftir lögmálum hvers- dagsleikans, sé „realískur", einsog það er kallað. Thor hefur alla tíð haft slíkar dagskipanir að engu og búið sér til sitt eigið raunsæi. Verk hans eru skáldskapur, gædd eigin lífi, byggð á sjálfstæðri reynslu og skynjun, full af flugi. Thor hefur ekki skotist, einsog mörgum, að listin réttlætist af sjálfri sér, að hún er ómaksins virði. Ekki svo, að hann hafi gengist undan sið- ferðilegri ábyrgð rithöfundarins, vitað hinsvegar, að henni verður ekki sinnt, svo gagn sé að, með pólitísku moldviðri, heldur skáldskap, sem fært getur fólk nær sjálfu sér, glöggvað sjón þess og skilning, aukið líf þess og gert það sjálft að skáldum. Hér á eftir reyni ég að lesa ákveðna merkingu úr verkum Thors, en það má ekki gleymast að þau eru fyrst og fremst 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.