Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Qupperneq 7
veröld úr orðum, afar sérstæð. Að mörgu leyti sverja þau sig í ætt við ljóðið. Myndir kalla á tilfinningu lesanda og draga hann inní ákveðið hugarástand, en krefjast ekki rökbundins skilnings. Leggir þú táknræna merkingu í þær er það þitt mál. Lesandinn getur notið verka Thors einsog hljóms, lit- ar eða myndræns forms, enda hafa margir líkt þeim við fjölhljóma tónkviðu, mósaik eða myndlist. Slíkar samlikingar eru réttlætanlegar, því Thor reynir i sí- fellu hið ómögulega, að þenja orðið út fyrir takmörk sin; láta þögnina hljóma i gegn- um orðið og mála með því heiminn. Hug- leiðingar mínar hér á eftir skýra þvi vafa- laust lítið, sem er eins gott fyrir Thor, þvi fullskýranlegur skáldskapur geymir fátt af galdri eða áleitni. I verkum sínum hefur Thor ávallt lýst hinni mannlegu vegferð, sem í senn er draumleikur og harmleikur, þar sem tog- ast á lífsþorsti og dauðabeygur, ást og ein- semd, gleði og angist. Söguhetjur hans eru að jafnaði nafnlausar, enda tákna þær ekki aðeins þær sjálfar, heldur og mann- eskjuna i okkur öllum. Hinar ýtrustu and- stæður leikast á i þessum verkum. Við greinum tilurð og sköpun ásamt andhverf- um þeirra, eyðingu og dauða; annarsvegar er löngun eftir að sameinast uppsprett- unni og verða eitt með lífsandanum, hins- vegar firring og sekt. Þessar andstæður eru alþekktar úr bókmenntum flestra alda, en Thor hefur auðnast, með persónulegum stíl og miklu hugmyndaflugi, að tjá þær á frumlegan hátt. lífsháski Og Skáldskapur Mynd farandans, hins vegmóða ferða- langs — mín, þín og okkar allra, hefur verið grunnstef í verkum Thors frá upp- hafi til þessa dags. En séu þau fyrstu og seinustu borin saman kemur í ljós athygl- isverð þróun. í verkum sjötta áratugarins, verkum einsog Maðurinn er alltaf einn, Dög- un mannsins og Andliti í spegli dropans, skín oft dauðalegur máni á höfuðsetna flótta- menn, ráðvillta og sligaða af viti; písl þeirra er hörð og köld, merkingarlaus enda virðast þeir dæmdir á heljargöngu, klofnir hið innra og með óeirð í blóði, ganglerar án marks. Leit þeirra — og höfundarins — að lífsmerkingu ber svipaðan árangur og strit Tantalosar; bölsýnið á köflum yfir- gengilegt og verður helst jafnað við lífs- skoðun Gunnars Gunnarssonar á árunum uppúr fyrstu heimsstyrjöld. I þessu sambandi koma orð Tarkofskís uppi hugann: „Sá, sem ekki þjáist, er ekki fær til flugs í andlegum skilningi." Steinn Steinarr sagði og eitt sinn, að menn yrðu ekki mikil skáld, nema þeir kæmust í lifs- háska. Ótal dæmi sýna réttmæti þessara yfirlýsinga. Þórir Jökull var leiddur undir höggið og samdi ódauðlega vísu af þvi til- efni. Dostóéfskí var teymdur fyrir aftöku- sveit og síðan hafa heimsbókmenntirnar ekki verið samar. Gunnar Gunnarsson var margoft nær soltinn i hel á leið sinni til skáldskapar, bæði í eiginlegum og óeigin- legum skilningi. Mér er næst að halda, að eitthvað svipað megi segja um Thor. Hið ramma bölsýni hans var í sjálfu sér óhjákvæmilegt á árunum upp úr 1950; kalt stríð og gjöreyðingarhætta virtust gera mannlega viðleitni heldur kléna og vest- ræn menning eiga sér litla framtíð. Engin furða, þótt ungir menn á Signubökkum, Thor og félagar, tækju andköf og horfðu svörtum augum oní pernóglasið. Fleirum á þeim tima var um megn að herja gegn myrkraskrýmslum samfélags og eigin sál- ar. Þá hafði borið í andlega blindgötu. Sumir flúðu yfir í austræna dulhyggju og „Lesandinn getur notiö verka Thors einsog hljóms, litar eöa myndræns forms, enda hafa margir líkt þeim viö fjölhljóma tónkviöu, mósaík eöa barokska myndlist. Slíkar samlíkingar eru réttlætanlegar, því Thor reynir í sífellu hiö ómögulega, aö þenja oröiö út fyrir tak- mörk sín ...“ afneituðu með því forsendum hins vest- ræna manns, gefnum og grónum úr öldum framan. Aðrir hölluðust til uppgjafar- stefnu og héldu að hún væri existensíal- ismi, sem í þá tíð naut mikilla vinsælda. Það var þó mikill misskilningur því frum- herjar existensíalismans franska, þeir Sartre og Camus, voru langt í frá máls- hefjendur fárs og feigðar. Þeir voru bjart- sýnismenn og vildu brjóta vegginn við enda blindgötunnar, sögðu sem svo, að hver og einn yrði að efla sitt mótstöðuafl gegn sársauka og dauða, halda á brattann, einsog Sysifos gamli, þó að þungstígt yrði. Þá Ieið fór Thor. Uppleiðina. Ganglerinn í hans seinni verkum er enginn grátandi Golíat, þó að alltaf geymi hann einmana- leika sinn, ofurnæmi og óeirð. VEISLA í Völundarhúsi í skáldverkum einsog Fljótt fljótt sagði fuglinn, Ópi bjöllunnar, Mánasigði og Turn- leikhúsinu býður Thor til veislu í völund- arhúsi; völundarhúsi, sem myndbreytist og skapar sjálft sig í nýjum hlutföllum frá andartaki til andartaks, myndauðurinn með ólikindum. Þessi verk verða ekki lesin einsog auðnumdar raunsæissögur því segja má að Thor brjóti nær allar reglur hefðbundinnar frásagnar: söguþræðir ým- ist fléttast saman og verða að einu, kú- vendast eða klofna, persónur gliðna sund- ur og renna saman, mörk tímasviða rofna o.s.frv. Spyrja má: Af hverju slíkt form? Við lifum í skógi tákna og mynda, sagði vís maður eitt sinn, eða, með öðrum orð- um, flóknum og torráðnum heimi, þar sem flest er afstætt og fátt skynsamlegt, reyn- um þó hvert um sig að ríma saman líf okkar til að komast af. Verk Thors spegla þetta ástand: óreiðu nútímalífs. Engu að síður er hvert og eitt þeirra samfelldur vefur. Myndaflóðið takmarkast af sjón- gáfu þess sem horfir og skynjar, óreiðan af samtengjandi meginhugsun, sem oft á tíð- um kjarnast í sígildri goðsögn. { sumum sagnanna er goðsögnin einsog lífstré, sem rís úr miðju og breiðir lim sín um verkið allt, eða, öllu heldur, frásagnarflaumurinn streymir að og frá einu „auga“. Enn má spyrja: Af hverju slíkt form? og svara með tilvísun í sjálfan T.S. Eliot. Hann sagði eitt sinn, að bókmenntir okkar tíma gætu aðeins ráðið við veruleikann eftir leið goð- sagnarinnar, mýþunnar. Hefðbundin frá- sögn gæti ekki túlkað og lagt í form það öngþveiti, sem við búum við í dag. Og hvað er þá goðsögn, í sem fæstum orðum: vís- dómur, þar sem reynt er á táknrænan hátt að skýra þverstæður tilverunnar, óreið- una, vísdómur margra alda, samanþjapp- aður. að lifa lífið af Skáldsögur Thors eru tröllauknar, enda bindur höfundurinn sig ekki við hreppinn sinn heldur fjallar um vandamál, sem sameiginleg eru fólki hvar og hvenær sem er á jarðarkringlunni. Hættur samtímans, I kjarnorkuvá og styrjaldir, æskulýðsupp- reisnir, trúblinduhreyfingar og pólitík — allt þetta og margt, margt fleira fyllir mynd hans af mannlegu hlutskipti. Ég held þó að rekja megi flesta þætti verka hans að einum punkti, og leyfi mér í því sambandi að vitna í Turnleikhúsið, þar sem ein persónan segir: Ætliði að láta þetta líða allt frá ykkur, án þess að skynja lífið, að þið lifið lífinu án þess að lifa lífinu; sem er ekkert líf ef maður veit ekki af sér, og gleymir því, gleymir dauðanum. Krafan er ekki, að við lifum einsog rökkurverur í skugga dauðans, heldur til dauðans, í vit- und um sjálf okkur, sem dauðlegar verur. Sá, sem gjörir sér grein fyrir mennsku sinni, hann veit hvað tengir hann öðrum mönnum, hann eyðir ekki lífinu. Enginn þarf að vonast eftir endanlegum sigri í lífsslagnum, dauðaslagnum, en líktog augnablikið gefur sjálfu sér gildi, þá sækir manneskjan reisn sína í baráttuna. — Ein- hver hugmynd af þessu tagi sýnist mér að tengi saman verk einsog Fljótt fljótt sagði fuglinn, svo dæmi sé tekið. I þeirri bók er sögð saga manns, sem lærir af reynslunni, lærir að takast á við angist sína í stað þess að flýja hana. Hann á margt sameiginlegt með Bjarti í Sumarhúsum, þeim kauða, þótt lifi í öðrum tíma, stríðið er það sama þótt andstæðingurinn sé ef til vill annar. Þær hugmyndir, sem ég hef reynt að lýsa, standa djúpum rótum í íslenskri menningarhefð og þarf ekkert að vísa á Camus eða Sartre í því sambandi. Flestir þekkja ljóðlínur Þóris Jökuls: Skafl beygjattu skalli, þótt skúr á þig falli, ást hafði þú meyja, eitt sinn skal hver deyja. Frakkar hafa ekki, á löngum og ströng- um bókum, lýst betur meginkjarna hinnar tilvistarlegu lífsskoðunar. Sumir muna einnig söguna gömlu um Gunnar í orma- garðinum, þann sem háði sitt vonlausa stríð við dauðann með hörpuslætti, bund- inn og bjargarvana. Gunnar mátti aldrei gleyma lífsháskanum, því þá var honum bráður bani búinn, þar eð ormarnir biðu þess að slættinum linnti til að höggva hann í hjartastað. Eigi að síður og þess vegna hélt hann áfram og orti sína list á streng uns yfir lauk. Þessir þrír listamenn og kjarnakarlar, Þórir Jökull, Gunnar Gjúkason og Thor Vilhjálmsson bera okkur sama erindið, ævinlega jafn brýnt og tímabært. Matthlas Viðar Sæmundsson er cand. mag. I íslenskum bókmenntum og fæst viö ritstörf. j Greinin að ofan er að mestu samhljóða erindi sem flutt var við kynningu á verkum Thors Vil- i hjálmssonar á Isafirði 23. mars slðastliðinn. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS- 11. MAl 1985 7‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.