Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Page 8
Fjölmiðlar nefndu þetta „dýrasta málverk í heimi“ er það var slegið á 8,1 milljón sterl- ingspunda á uppboði hjá hinu heimsþekkta uppboðsfirma Cristie’s í London hinn 18. apríl sl. 80 ein- býiis- húsa virði Nálega 500 ára gamalt málverk, Aðdáun vitr- inganna eftir ítalska mál- arann Mantegna var ný- lega selt á verð, sem svarar til 421 milljónar íslenzkra króna. Aldrei hafði eins miklu fé verið fórnað til að tryggja sér eitt meðalstórt málverk, enda er reglan hvergi úti í hinum stóra heimi að meta málverk eftir stærð, þyngd eða fyrirferð. Nei, hér gilda önnur altæk- ari lögmál. Matsverð þessa dýra málverks var 5 milljónir punda fyrir uppboðið, svo að eitthvað hefur gengið á, áður en það var endanlega slegið J. Paul Getty-safninu í Malibu, Kaliforníu. Umreiknað i íslenzkan gjaldmiðil gera 8,1 milljón punda 421 milljón króna, svo að þannig hafa kaup- endur farið litlar 180 milljónir yfir mats- verð, en sú upphæð ein þykir dágott verð fyrir málverk á heimsmarkaðnum. Við hér á litla útskerinu eigum víst erf- itt með að skynja slíkar risaupphæðir í réttu samhengi þegar um kaup á einu litlu málverki er að ræða. Skal því upplýst að þetta jafngildir kaupverði 80 einbýlishúsa hér á landi ef við miðum við, að hvert hús kosti rúmar 5 milljónir. Hér er komið gott dæmi um fjárfest- ingar í útlandinu en þar skipa málverk meistaranna veglegan sess og ofar gulli og gimsteinum er vel lætur. Jafnvel óhlutlæg málverk tuttugustu aldarinnar er venju- legt fólk nefndir „kolabstrakt" eru hér ofarlega á blaði og hafa verið slegin á hærra verði en mörg miðaldaverkin. Þótt málverkið „Tilbeiðsla konunganna" sé vel málað og hin ágætasta mynd eftir höfundinn, Andrea Mantegna (1431—1506), skortir hana ýmislegt af því, sem hann var hvað frægastur fyrir um sína daga og er enn, — þ.e. byggingarleg rannsókn mynd- flatarins, anatómía, fjarvídd, markviss hlutföll og rismiklar sviðsmyndir. Hið síð- asttalda skrifast á áhuga hans fyrir forn- menningartímabilinu. Þannig er þetta hvorki verðmætasta né dýrasta málverkið, sem til er eftir þennan málara, og það er nokkuð langt í það, að það geti með sanni talist „dýrasta málverk í heimi". En myndir eftir þennan málara endur- reisnartímabilsins í fyrstu gerð liggja eng- an veginn á lausu og urðu ennþá sjaldgæf- ari er kirkja í Padúa, sem er sögufræg smáborg í nágrenni Feneyja, varð fyrir sprengjum í seinni heimsstyrjöldinni og laskaðist mikið. Kirkjan var ríkulega skreytt veggmyndum eftir Mantegna og munu þær flestar hafa eyðilagst, en nokkr- ar var mögulegt að vinna upp að nýju. Kirkja einsetumannsins, „Chisesa degli Eremitani", er í næsta nágrenni við hina nafntoguðu Scrovegni-kapellu, sem hinn mikli forveri Mantegna, Giotto di Bondone (1266—1337), skreytti með 38 freskum. Myndlistarmenn frá öllum heimshorn- um leggja einmitt leið sína til Padúa til að skoða verk þessara meistara í frumgerð sinni svo og undurfallegar lágmyndir Don- atello (1386?—1466) í kirkju heilags Ant- óníusar; hina miklu riddarastyttu úr bronsi á torginu fyrir framan kirkjuna svo og risariddarastyttuna frægu úr tré, sem álitin er vera eftir sama. Þessir þrír meistarar og nýsköpuðir störfuðu allir í Padúa að hluta til, og And- rea Mantegna er fæddur í útjaðri borgar- innar og lærði fag sitt á verkstæðum þar. En hann starfaði lengstum í Mantúa, að- setri fjölskyldunnar Gonzagna er ríkti á þessum slóðum. Andrea Mantegna taldist fremsti málari Norður-Ítalíu um sína daga, ferðaðist mikið um landið og varð fyrir sterkum áhrifum helstu nýsköpuða þeirra tíma. Nýir landvinningar á sviði málaralistarinnar voru honum allt og sjálfur endurnýjaði hann tækni málverks- ins, sem ótalmargir tóku upp eftir honum og menn eru enn að læra af. - O - Tveimur árum fyrir dauða sinn gekk olíujöfurinn J. Paul Getty endanlega frá erfðaskrá sinni. Allar eigur hans runnu til safns þess í Malibu, Kaliforníu, er hann sjálfur stofnaði. Erfingjum hans hefur ekki tekist að hnekkja þessum dómi, svo að uppbygging safnsins er komin á fullt skrið. Hér er um verðmæti að upphæð 2,2 millj- arða dollara að ræða og ljóst má vera, að í Kaliforníu mun á næstu árum og áratug- um rísa eitt mikilfenglegsta safn veraldar. Það var árið 1967, sem Getty fór fyrst að skipulegja safnhugmyndina. Hann ákvað að byggja eftirlíkingu af hinni frægu „Villa di Papyri" í Herkúlaneum við Napoli-flóann, er var undir ösku og eim- yrju árið 79 eftir Krists burð, svo sem margur veit. Getty var sú staðreynd hugleikin, að tengdafaðir Júlíusar Cesars, Lúcilus Calp- urnius Piso Caesonius, hafði líkast til dvalið þar um tíma. Þann mann dáði olíu- jöfurinn vegna auðæva hans og söfnunar- áráttu. Það var álit J. Paul Getty, að úr siðleys- ingjum tuttugustu aldarinnar væri þvi að- eins hægt að gera menntað fólk að list- menningu væri haldið að þeim. Safnbyggingin í Malibu er þegar orðin of lítil og því er fyrirhuguð ný jarð- skjálftaheld safnbygging á hæðardragi milli Beverly Hills og Hollywood, sem á að vera tilbúin árið 1990. Til að hægt sé að nýta sérstök skattfríð- indi til menningarmála til fulls eru for- ráðamenn safnsins beinlínis neyddir til að verja a.m.k. 90 milljónum dollara til lista- verkakaupa árlega. Eru þeir í sambandi við listaverkakaupmenn um allan heim og fylgdust m.a. grannt með uppboðinu hjá Cristie’s í London um gervihnött. Tæknina hafa þeir þannig tekið í þjónustu sína. Engin ákveðin lína hefur verið lögð um myndverkakaup til safnsins önnur en að verkin eigi að vera af hámarksgæðum og frá öllum tímum. Uppbygging safnsins minnir um ýmis- legt á stefnumótun stálbarónsins, Hans Heinrich von Thyssen Bornemisza, sem á eitt frægasta og mesta einkasafn veraldar, — en auðævin að baki eru jafnvel ennþá meiri. Með þessari hugmynd sinni hefur olíu- furstinn J. Paul Getty reist sér óbrot- gjarnan minnisvarða. Bragi ásgeirsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.