Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Blaðsíða 2
H L JOMPLOTUR Leöurblakan á hljómplötum Sama árið og Sveinbjörn Sveinbjörnsson sat við að semja lag við lofsöng séra Matthíasar Joch- umssonar úti í Edinborg lagði Johann Strauss yngri síðustu hönd á nýja óperettu sem hefir orðið frægust og vinsælust af öllum verkum þeirrar gerðar og sveipað Vínarborg og tónlist hennar töfraljóma. Þetta var óperettan Leðurblakan sem hef- ir notið sérstakra vinsælda allt frá þeim tíma sem tónar hennar bárust um sali Theater an der Wien 5. apríl 1874. Hún hefir að sjálfsögðu orðið hljómplötufyrirtækjum ærið keppikefli, en enda þótt margir hafi verið kallaðir hafa fáir reynst útvaldir. Segja má að fáum sé sú list jafn vel lagin og Vínarbúum að leika Strauss- valsa eins og vera ber, enda hafa þeir þessa tónlist í blóðinu og með nokkrum sanni má segja að þeim láti öðrum betur að gera Leðurblökunni þau skil sem henni ber með réttu. Um það leyti sem farið var að gera hæggengar hljómplötur kom á markaðinn hljóðritun frá Vínarborg þar sem Clemens Krauss var stjórnandinn. Þessi útgáfa er nú tæpast til á al- mennum markaði, en ef menn skyldu rekast á hana er hún enn allrar athygli verð sakir þess hve vel er að verki staðið. Skömmu síðar kom önnur fræg hljóðritun á markaðinn frá HMV í „mono“. Þar var stjórnandinn Herbert von Karajan og Walter Legge sá um upptökuna. Meðal söngvara voru Elisabeth Schwartzkopf, Rita Streich, Gedda, Krebs, Kunz o.fl. Hér var skipað í hvert hlutverk eins og best var á kosið, enda hefir þessi hljóðritun verið gefin út á ný HMV RLS 728. Karajan lét þó ekki hér við sitja heldur gerði aðra hljóðrit- un fyrir aldarfjórðungi sem einnig hefir komið út að nýju og þá beitt hinni svokölluðu „digit- al“ tækni. Þessi upptaka er sér- stæð að því leyti að hér er til viðbótar „Gala“ konsert þar sem frægir söngvarar eins og Renata Tebaldi, Birgit Nilsson, Jussi Björling, Ljuba Welitsch, Giuli- etta Simionato og Ettore Basti- anini syngja sitthvað úr heimi óperettunnar til viðbótar við Leðurblökuna. í Leðurblökunni sjálfri voru helstu söngvararnir Hilde Gueden, Waldemar Kmentt, Erika Köth, Walter Berry og Eberhard Waechter, og það er kór ríkisóperunnar í Vín sem syngur og Vínarfílharmóní- an leikur. Að sjálfsögðu er þessi upptaka betri tæknilega en sú frá 1955, og þarna eru mörg atriði gerð af mikilli snilld t.a.m. sum atriðin hjá Gueden og Resn- ik sem syngur Orlofsky. Árið 1972 kom út víðfræg upp- taka af Leðurblökunni þar sem stjórnandinn var enginn annar en Willi Boskovsky. Hann tekur verkið öðrum tökum en Karajan og að sjálfsögðu tekst honum ekki allt jafn vel, en meðal söngvaranna eru Annelise Roth- enberger, Renate Holm, Nicolai Gedda, Fischer-Dieskau, Walter Berry og Birgitte Fassbaender sem er frábær í hlutverki Orl- ofskys. Rothenberger er prýðileg í hlutverki Rosalindu og í heild er þetta talið ein besta upptakan HMV sls 964. Þess má geta að Jóhann Strauss, höfundur Leður- hlökunnar. það er Vínarsinfónían sem leik- ur í þetta skiptið, en kór ríkis- óperunnar syngur eins og hjá Karajan. Til viðbótar má nefna tvær nýlegar hljóðritanir. Stjórnend- urnir eru Carlos Kleiber og Rob- ert Stolz. Báðir eru þeir frá Austurríki, þó að forlögin hafi á stundum hrakið þá til annarra heimsálfa. Kleiber er sá þeirra sem talið er að hafi tekist betur enda var ellin farin að sækja fast á Stolz þegar hann gerði sína upptöku og það dregur upp- færsluna niður að Wilma Lipp — sem syngur Rósalindu — var búin með sitt besta og það setti sitt mark á verkið. Aðrir söngv- arar eru Holm, Rudolf Schock, Berry, Curzi og Steiner, og eins og hjá Boskovsky er það Vínar- sinfónían sem leikur og ríkis- óperukórinn sem syngur, Euro- disc 88610 XDE. Söngvararnir hjá Kleiber eru Julia Varady, Lucia Popp, René Kollo, Bernd Weikl, Hermann Prey og Ivan Rebroff. Þær Varady og Popp bera þessa upptöku uppi, því að afgangurinn er dálítið misjafn og enda þótt stjórnandinn hafi bæði sveigju og nákvæmni til að bera, verður það stundum á kostnað glettninnar og gáskans sem í verkinu býr og Rebroff sem Orlofsky prins er ekki góð lausn, enda þótt hann syngi f fal- sett eins og honum er lagið, DGG 2707 086. Enn má nefna hljóðritun þar sem Karl Boehm er stjórnand- inn. Þær Gundula Janowitz og Renate Holm eru stjörnurnar í þeirri upptöku í hlutverkum Rósalindu og Adéle, en karla- hlutverkin eru tæpast jafn vel af hendi leyst, en það eru flestir sömu söngvararnir og nefndir hafa verið hér á undan í ofan- greindum hljóðritunum. í hlut- verki Orlofskys er Wolfgang Windgassen og það er ekki jafn vel af hendi leyst eins og t.a.m. Fassbaender gerir hjá Bosk- ovsky. Eins og löngum áður er það kór ríkisóperunnar í Vín sem syngur og Vínarfílharmóní- an leikur undir stjórn Boehms, Decca set 540. Allar þær hljóðrit- anir sem hér hafa verið taldar upp hafa sér til ágætis nokkuð, en engin gnæfir yfir hinar þegar á allt er litið. Því má segja að enn sé beðið eftir þeim Messíasi sem leysir þá þraut, en þeim sem ekki geta beðið skal helst bent á Willi Boskovsky HMV sls 964. A.K. ERLENDAR B Æ K U R Stephen Jay Gould: The Mismeasure of Man A Pelican Book. 1984. Þessi bók hefur marga kosti reyfarans, það er að segja þeirra sem einhver veigur er í. Höfundurinn, sem er víðfræg- ur vísindamaður og starfar við Harvard-háskóla í Bandaríkjum Norður-Ameríku, birtir hér rannsóknir sínar á rannsóknar- niðurstöður greindarmælinga- manna, en þeir eru og voru margir í heiminum og hvað flestir fyrir vestan haf. Þessir vísindamenn, ef hægt er að kalla þá því nafni, einbeittu sér helst að því aö afsanna þá kenningu að allir menn séu fæddir jafnir. Þeir vildu sýna fram á það að svartir menn, indíánar og gyð- ingar t.d. stæðu hvítum mönnum langt að baki hvað greind varðar og hæfni til að drottna og stjórna. Mælingamennirnir höfðu flestir eitthvað óhreint í pokahorninu og má vera að einn og einn hafi verið þess ómeðvit- aður en allt ber þó að sama brunni, greindarmælingar eru nokkuö sem ekki er hægt að byggja á. Saga mælinganna er ljót og skapaði heldur ógeðfelld- ar kenningar og framkvæmdir. Þetta má lesa í Mismeasure of Man sem er, eins og að ofan greinir, reyfaraleg bók og spenn- andi aflestrar. Philippe Aries: The Hour of Our Death Helen Weaver þýddi úr frönsku. Perigrine Book, Penguin Books 1983. Þegar einstaklingur fellur frá, hvort sem er í slysi, vegna ald- urs, í stríði eða á einhvern annan hátt sem menn yfirgefa jarðlífið, eins og það heitir, þá tekur dauð- inn ekki til hans eins. Ættingjar og vinir fá sinn skammt af dauð- anum og athöfn fylgir því þegar líkinu er komið fyrir, brennt eða grafið. Svo er og hefur verið í aldaraðir. Allt fram á áttundu öld voru kristnir menn grafnir fjarri mannabústöðum, helst á opnum svæðum, en að því kom að þeir sem einhvers voru metn- ir tóku að æskja þess að vera grafnir í sóknarkirkjum sínum eða í nálægð þeirra. Þar með brotnaði ísinn og hver kannast ekki við misvelhirta kirkjugarða til sveita á íslandi. En aldirnar liðu og dæmið snérist við og á vorum dögum eru kirkjugarðar fjarri kirkjum og íbúðarhverfum bæja og borga. Dauðinn er tabú og því er öllu því sem honum viðkemur haldið úr augsýn fólks, eða væri ekki hægt að álíta sem svo að fólk vilji helst að vélar sjái um greftrun hinna dauðu eins og stúlkan í fyrirlestri Páls Árdal um siðfræði vildi að vél fram- kvæmdi refsingu sem eitt ómennið ætti skylda. í Nýju-Guineu er einn ætt- okkur sem hefur þann sið að í hvert sinn sem einhver úr hon- um deyr, hætta eftirlifendurnir að nota tiltekið orð og af þeim sökum verður mál þessa ættokks alltaf fáskrúðugra og fátækara og viðbúið að þaö deyi algerlega út. Þótt þessi siður sé ekki kunn- ur meðal vesturndaua, þá hafa vissulega margar venjur tilheyrt þá er menn deyja, sem sumar hverjar teljast í hæsta máta ein- kennilegar. The Hour of Our Death er yf- irgripsmikið félagsfræðirit og fjallar um allt sem snertir dauð- ann eins og hann hefur blasað við kristnum mönnum í bráðum tvö þúsund ár. Höfundurinn Philippe Aries er franskur og hefur skrifað tvær aðrar bækur: Centuries of Childhood og West- ern Attitudes Towards Death. Pausanias: Guide to Greece Vol. 1: Central Greece. Vol. 2: Southern Greece. Translated with an Introduction by Peter Levi. Illustrated with Drawings from Greek Coins by John Newberry. Maps and Plans by Jeffery Lacey. Penguin Books 1984. Hellados Periegesis skrifaði Pausanias á síðari hluta annarr- ar aldar eftir Krists burð. Svo virðist sem hann hafi komið frá Lydiu. Hellados Periegesis sem þýðir leiðsögn um Grikkland er, eins og nafnið bendir til, hand- bók fyrir forvitna ferðalanga. Hér má lesa um marga sögustaði Grikklands, rústir nefndar, bent á staði sem vert er að koma á vegna menningarverðmæta þar um slóðir og hér finnast goðsög- ur tengdar landshlutum og margar frásagnir aðrar. Þetta verk mun vera ein fyrsta ferðabók sögunnar og er um margt athygli verð. Penguin; í JCIassics PAUSANIAS GUIDE TO GREECE Peter Levi hefur þýtt þetta verk og skrifar óteljandi margar neðanmálsgreinar til skýringar á textanum og var ekki óþarft verk. Guide to Greece samanstend- ur af tíu bókum og er þeim ekki raðað í númeraröð í þessari þýð- ingu. Verkinu fylgja mörg kort og lýsingar auk staða- og mannanafnaskrár. Samtals er verkið í þessum tveimur bindum upp á rúmar eitt þúsund síður og telst til Klassíska bókaflokks forlagsins. 2 J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.