Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Blaðsíða 6
Eftir dr. Pétur Pétursson — Fyrri hluti Eitt dæmið um það hvert stórmál spíritisminn var í andlegu lífi Reykvíkinga og raunar allra landsmanna þegar á fyrsta áratug aldarinnar var, að fyrstu íslendingarnir, sem luku háskólaprófi í heimspeki, þeir Ágúst H. Bjarnason og Guð- mundur Finnbogason, létu báðir til sín taka í þeim umræð- um, sem fram fóru. Ágúst var eins og áður segir á annarri skoðun en spíritistar um orsök og eðli fyrir- brigðanna, en hann mun hafa talið mikilsvert að rann- saka þau. Hann var félagi í Breska sálarrannsóknafé- laginu,1 og er athyglisvert, að félagið sneri sér til hans, en ekki einhvers úr Tilraunafélaginu, með beiðni um skýrslur um draumspeki og fjarskyggni Jóhannesar nokkurs Jónssonar, er kallaður var Drauma-Jói. Niður- stöður sínar og ályktanir birti Ágúst síðan í bók, sem gefin var út árið 1915.2 Rannsóknir á dularfuilum fyrirbrigðum höfðu vakið athygli sálfræðinga í sambandi við athuganir þeirra á dáleiðslu og undirmeðvitund eða dulvitund. Sálarrann- sóknamenn lögðu einnig mikla áherslu á þessi atriði; einkum má hér nefna Myers þann, er skrifaði bók þá, er hratt hreyfingu spíritista af stað á íslandi. Myers var upphaflega málfræðingur, en aflaði sér mikillar þekk- ingar í sálarfræði, og William James, sem telja má einn af upphafsmönnum nútíma sálarfræði, taldi bók hans (Human Personality and its Survival of Bodily Death) tímamótaframlag til skilnings á dulvitund mannsins. Myers varð fyrstur til að kynna kenningar Freuds í hinum enskumælandi heimi.3 Ein af grundvallarspurningunum, sem Myers fjallaði um, var, hvort persónuleiki mannsins (sálin) gæti yfir- gefið líkamann og starfað utan hans, og taldi hann slíkt vera sannað. Næsta atriði var spurningin um, hvort sálin gæti lifað af líkamsdauðann. Grundvallaratriði í kenningum Myers var, að dulvit- undin væri í sambandi við æðri heim, andlegan, og Einar H. Kvaraa á skriístofu sinni, þi 75 ára. Spíritistar telja npphaf hreyfingar sinnar til dularfullra fyrirbrigða, sem áttu sér stað á heimili Fox-fjölskyldunnar í smábænum Hydesrille í Bandaríkjunum. Dæturnar þrjár á beimilinu urðu allar þekktir miðlar, bæði á Englandi og í Bandaríkjun um. Spíritisminn á Islandi í ljósi félagsfræðinnar Det var en fest kun, för natten den sorte, hun var en gjest kun; — og nu er hun borte. Kvæði Stefáns birtist í annarri ljóðabók hans Óði einyrkjans, sem kom út 1921. Sigríður, kona Stefáns, hefur sagt frá því (munnl.) að Sefán hafi haldið að systir Mathilde væri látin úr berklum. Það virðist ekki hafa veriö neitt bréfasamband milli hans og Matthild- ar, og ímyndun hans hlýtur að hafa byggst á frétt um að hún væri komin á heilsuhæli. Kvæðið Frá liðnum dögum er einnig orðið til undir stjörnu Ibsens. Að formið minnir á Brente skibe, beinir einnig huganum að því, sem hann hefur aldrei getað gleymt, í hjarta sínu. — Og var þess raunar að vænta, þegar sú, sem hann kallar góða systur, hefur ekki aöeins blásið honum nýjum lífskrafti í brjóst, heldur einnig gert honum fært að syngja ástinni lof með svo barns- lega glöðum huga, svo fagnandi tárhreinum tónum, að helst minnir á Henrik Wergeland. Aðeins með þjáningu og myrkur að baksýn er auðið að skilja þá geislandi sólarupprás, sem Stefán lýsir fyrir okkur í kvæðinu Hún kyssti mig, þar sem hann með hljómfalli leikandi léttra öfugra þríliða hrífur okkur með sér og sannfærir okkur um hið mikla lífsundur, sem hefur átt sér stað: Ég er frelsaður, Feigð, ég hef faðmað og kyst. Undir september-sól brosti sumarið fyrst. Sú Mynd Hefur Fylgt Mér 21. júní 1919 skrifaði Stefán séra Matthíasi Joch- umssyni bréf, en þar heitir meðal annars: „ ... Yður verður augljós gleði mín er þér vitið þetta: Það eru tvö skáld á Norðurlöndum er ég hyllti meir en önnur ogþau eru: Matth. Jochumsson og Henrik Werge- land. — Eg hefi dvalið þrjú ár í Noregi, meiri hluta þess tíma var ég veikur — iá í sjúkrahúsi — þann tíma las ég mikið og mest ljóð. Eina íslenzka bókin, sem ég hafði þar hjá mér, voru tvö bindi af ljóðmælum yðar. Þau færðu mér birtu og yl og mér jókst hugrekki til að horfast í augu við dauðann. Ég reif mynd yðar upp úr annarri bókinni og festi hana á vegginn yfir mér. Síðan hefir sú mynd fylgt mér á mörgum stööum i mörgum herbergjum og ég vil ekki glata henni, hún minnir á svo íbúar og kraftar þess tilverustigs gerðu vart við sig í gegnum dulvitund manna.4 í riti sínu fjallaði Myers einnig um náðargáfu ofurmenna, þ.e.a.s. innblástur snillinga. Taldi hann, að slíkir menn, sem bæru af öðr- um í einhverju tilliti, hefðu sérgáfu til að virkja krafta, sem byggju í dulvitundinni, og tjá þá í búningi meðvit- undarinnar. En hann taldi ekki hægt að skýra sköpun- argáfu og innsæi snillinga með tilvísun til mannlegrar dulvitundar einnar, hér hlytu einnig að vera æðri öfl að verki. Þetta taldi Myers einkum og sér í lagi vera ein- kenni á dulspekingum og trúarbragðahöfundum, en ætti einnig við, þegar um væri að ræða skáld, rithöfunda og vísindamenn.5 Hann benti einnig á, að bænin (hug- leiðsla) væri mikilvægt tæki til þess að greiða æðri öflum leið að vitund mannsins.6 Hér er komið mjög nærri rómantískum þankagangi um gildi hins góða og fagra og um eðli hugsjóna og upptök í hinu guðlega eða a.m.k. í því yfirmannlega. Það er í sjálfu sér ekkert undarlegt, að menn, sem voru að gefast upp við að halda raunsæisstefnunni til streitu í þjóðfélagi, sem ekki átti yfir að ráða neinni hefð eða félagslegum grundvelli fyrir þá hugmyndafræði, skyldu leita á vit slíkra hugmynda sem koma fram í bók Myers. Bókin er auk þess vel skrifuð, með innsæi skáldsins og Haraldur Nielsson prótessor. nákvæmni vísindamannsins. Þessar hugmyndir voru heldur ekki svo fjarlægar viðfangsefnum þeim, sem ein- kenndu íslenska heimspekihugsun, ef hægt er að tala um slíkt, hvort heldur á 19. eða 20. öld. Má hér nefna höfunda eins og Björn Gunnlaugsson (Njóla) og Brynj- ólf Jónsson frá Minnanúpi (Saya huysunar minnar). Rómantísk „guðspeki" hefur og verið rauður þráður í ljóðum þjóðskálda okkar eins og Bjarna Thorarensens, Jónasar Hallgrímssonar, Gríms Thomsens, Steingríms Thorsteinssonar, Matthíasar Jochumssonar og Einars Benediktssonar. William James var einn allra þekktasti vísindamað- urinn, sem sálarrannsóknamenn og spíritistar vitnuðu til. Hann var prófessor við Harvardháskólann í Banda- ríkjunum, upphaflega lífeðlisfræðingur, sem fékkst við sálarfræði, en framlag hans til heimspeki (pragmatism- inn) var einnig viðurkennt. Hann nálgaðist fyrirbrigði spíritismans út frá því heimspekilega viðhorfi sínu, að tilgátur, sem virtust ganga í berhögg við þekkt vísinda- leg lögmál, þyrftu ekki endilega að vera rangar.7 Sem félagi í Breska sálarrannsóknafélaginu og einn af stofnendum þess bandaríska tók James mikinn þátt í sálarrannsóknum og taldi skýringar spíritista þess virði að athuga þær vandlega. Hann féllst á, að sum fyrir- brigðin gætu bent til einhvers konar vitundarlífs eftir dauðann, en taldi, að sannanir fyrir því ættu langt í land, áratugi eða jafnvel öld.8 Guðmundur Finnbogason virðist hafa haft svipaðar skoðanir og James. Hann þýddi nokkrar greinar eftir hann og birti sumar þeirra í Skírni, meðan hann var ritstjóri hans.9 margt... En mér er ómögulegt að minnast yðar svo, að minnast ekki Wergelands um leið. Ljóð yðar og Wergelands grípa mig á sama hátt og hljómar kirkjuklukknanna gripu mig í æsku þegar ég heyrði hringt til tíða. — Það er sunnudagur — hámessa — og guð alstaðar nálægur ..." Ekki leikur vafi á að Stefán hafi þroskast sem skáld meðan hann dvaldist á Förre. Hann hlýtur að hafa hugsað mikið um líf og dauða. Þetta hefur verið mjög þungbær tími fyrir hann, tími fullur af sálrænu eirðar- leysi, angist og vonleysi. Einnig hefur öflug lífsorka gripið Stefán, eins og oft fylgir berklaveiki, lífsorka, sem fær sannfærandi útrás í kvæðinu Hún kyssti mig. í sál hans hefur gætt mikilla sveiflna, frá mestu hrifn- ingu til dýpsta þunglyndis. 14. apríl 1915 er að finna umsögn í sjúkradagbók Förre-heilsuhælis um bæði lungun, þar sem einkum er bent á greinileg sjúkdómseinkenni í hægra lunga. Síðan kemur þessi merkilega færsla: „Sjúklingurinn hefur allan tímann verið óánægður og eftirlátur við sjálfan sig einnig gagnvart fyrirmælum læknisins. Upp á siðkastið beinlínis þvermóðskufullur við forstöðukonu og starfslið. Hann er því brautskráður í dag.“ m

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.