Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Blaðsíða 10
Úr dönaku bamamyadinni „Ottó er nashyrningur“ eftir Runte Hammerich og mun bún vera ein vinsxlasta barnamynd Norðurlanda hin síðari ár. Mikið kvikmynda á sjöundu kvikmyndahátíð Listahátíðar ■ - I já Idag er sjöunda Kvikmyndahátíð Listahátíðar sett. Sýndar verða tuttugu og níu myndir og verður hátíðin opnuð með mynd sem gerð er eftir hinni geysivinsælu sögu Astrid Lindgren, Ronju ræningjadóttur. Verða þau bæði heiðurs- Hin árlega kvikmyndahá- tíð Listahátíðar hefst í dag og stendur til 25. maí í Austurbæjarbíói. Af því tilefni birtir Lesbók tvær greinar til leiðbeiningar þeim, sem áhuga hafa á þessum menningarvið- burði svo og á kvikmynda- gerð almennt. gestir við þetta tækifæri, Lindgren sjálf og leikstjóri myndarinnar, Tage Danielsson. Með þessu vill Kvikmyndahátíð leggja áherslu á mikilvægi mynda fyrir börn og unglinga. Mönnum ætti að vera ljós nauð- syn þess að upplýsa, skemmta og örva fólkið sem kemur til með að skapa og sækja kvikmyndir framtíðarinnar. Ronja ræningjadóttir verður ekki eina barna- myndin á hátíðinni. Frá Danmörku kemur myndin Ottó er nashyrningnr. Ungur piltur eignast undrapenna og getur skapað með honum heila veröld því myndirnar sem hann teiknar lifna við. Raunar eru fleiri myndir á hátíðinni sem gætu flokkast undir „myndir fyrir alla fjölskylduna", myndir sem börn eða a.m.k. unglingar ættu að geta haft gaman af svo sem Sætabrauðsvegurinn um líf og leiki á Martinique-eyju eftir þarlenda konu, Euzhan Palcy, en framleidd af Frökkum og svo Dansinn dunar eftir ítal- ann Ettore Scola. Þar greinir frá breyting- um á tíðaranda síðustu þriggja eða fjög- urra áratuga og gerist öll á dansleik. Er tónlistin eiginlega söguþráðurinn en ekk- ert er talað í myndinni. Myndir fyrir börn og unglinga eru því eitt af áhersluatriðum þessarar hátíðar. Myndaval Fleiri áhersluatriði mætti nefna, atriði sem koma fram í myndavalinu. Reynt er að sýna myndir sem áhorfendur hér hefðu trúlega ekki átt kost á að sjá, að öðru jöfnu; þ.e.a.s. myndir sem ekki koma frá hinum enskumælandi heimi. Sömuleiðis ber valið með sér að ekki var miðað við myndir sem komu fram á síðustu mánuð- um heldur spannar það allt frá nýjum og nýlegum myndum til mynda sem teljast Astrid Lindgren. Hinn ástsæli barnabókahöf- undur verður gestur kvikmyndahátíðar 1985, en eftir skáldsögu hennar „Ronja ræningja dóttir“ hefur verið gerð afar vinsæl kvik- mynd sem sýnd verðui á hátíðinni. mikilvægar í kvikmyndasögunni svo sem Sjö samúræjar eftir meistara Kurosawa. ÞÝSKALAND Fleiri þungavigtarmenn eiga myndir á hátíðinni. Sýndar eru myndir eftir tvo góða gesti fyrri hátíða, þá Wim Wenders og Werner Herzog. Hinir þýsku full- trúarnir tveir tengjast hátíðinni og íslandr á þann hátt að annar verðu gestur okkar nú: Hark Bohm. Eigi skal gráta heitir mynd hans. Hinn er Radu Gabrea og er raunar Rúmeni sem starfar í Þýskalandi vegna ofsókna heima fyrir. Hann vinnur nú að undirbúningi kvikmynda eftir Nonna- Jean-Luc Godard, einn þekktasti og umdeild- asti kvikmyndastjóri heimsins í dag, verður einnig gestur kvikmyndahátíðar 1985. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.