Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Qupperneq 4
Á ljóðlistardegi: Frá mestu hrifningu til dýpsta þunglyndis eint í októbermánuði 1912 siglir Stefán Sigurðsson frá Hvíta- dal frá Akureyri með gufuskipinu Flora til Stafangurs. Ferð- in tók um níu daga. í Stafangri voru að minnsta kosti tveir íslendingar sem Stefán þekkti áður. Annar var Jón Hjartar- son, bílstjóri, sem Stefán hafði búið með í Suðurgötu 13 veturinn áður og þekkti auk þess úr Unuhúsi, hinn var Bjarni Guðnason, smiður. Jón Hjartarson leigði her- bergi í Brunngötu 10 hjá landa sínum Jóni Jósefssyni, vélstjóra, sem bjó með tveim systrum sínum, Amalíu og Ástu, og móður sinni, Guðríði Össurardóttur, sem skrif- aði sig Jósefsson í Noregi. Hjá þessari fjölskyldu leið Stefáni eins og heima hjá sér, segir annar íslendingur, sem bjó í Stafangri og kynntist Stefáni á þeim árum, Guðmundur Jóhann Ólafsson. En dvöl Stefáns í Noregi hlýtur að hafa verið erfið allt frá byrjun. Okkur er kunnugt frá dvöl hans á Norð- urlandi sumarið 1912, hve tréfóturinn, sem hann gekk á, þjáði hann. Bjarni Guðnason hefur bent á, að Stefán hafi unnið allt mögulegt í Stafangri, þegar hann gekk á þessum gamla fæti, sem særði hann. Stefán hefur sjálf- ur gefið þær upplýsingar (á sjúkrahúsi) að hann hafi stundað lausavinnu í fyrstu og síðar unnið í Stavanger Stöperi og dok (málmsteypa og slippur). Bjarni hefur skýrt svo frá, að íslendingar í Stafangri hafi komið saman á fund, þar sem ákveðið var, að þeir skyldu safna peningum fyrir nýjum fæti handa Stefáni. Formaður ísíendingafélagsins, Björn Sigurbjörnsson, var driffjöijair söfnunarinnar, sem tókst prýðilega vel. Nýi fóturmu var keyptur hjá skurðtækjasmið, sem pantaði hSRti frá útlöndum, sennilega frá Þýskalandi. Stefán varð mjög leikinn að ganga á honum og haltraði minna en áður. En staflaus gat hann ekki gengið. Erfiðar Stundir í Stafangri Stefán hefur vissulega fundist fátæktin þjaka sig vet- urinn, sem hann dvaldist í Stafangri. Þegar ofan á bættist, að hann lá sjúkur og hrjáður vegna kvala í fætinum, hefur hann átt erfiðar stundir, þegar hann hefur verið algjörlega örvinlnaður og vonlaus. „Stefán var alltaf með stirnað bros á vörunum, svo að hann skyldi ekki íþyngja þeim, sem hann umgekkst," segir Bjarni Guðnason. „En undir yfirborðinu herjaði þung- lyndið." Um Noregsdvöl Stefáns frá Hvítadal 1912—1915 og áhrifin af þeirri dvöl á ljóðlist hans Eftir Ivar Orgland Jóhanna Jóhannsdóttir og Baldur Jónsson þýddu { Stafangri hitti Stefán norska skáldsagnahöfundinn Jens Tvedt (1857—1935), þá bókavörð þar í bænum. Hann er álitið fyrsta dæmigerða átthagaskáld Noregs. Á árunum 1891—1904 gaf hann út 11 bækur og náði á því tímabili lengst sem rithöfundur. — Guðmundur Gíslason Hagalín, sem var mjög áþekkur Jens Tvedt, hitti Tvedt persónulega 1926. „Það var slíkur glampi í augum hans, og þegar hann brosti, var sem hárið og skeggið brosti líka,“ segir Hagalín (munnlega). Hagalín skýrði Tvedt frá því, að ungur íslendingur, sem hefði unnið í Stafangri og væri nú landsþekkt ljóðskáld, hefði fyrstur sagt honum frá bókum Tvedt. Tvedt þekkti hann undir nafninu Sigurdsson og sagði, að hann hefði lesið mikið á safninu og ráðfært sig við sig um val bóka. Það er talsvert stökk frá raunsæismanninum Tvedt ti hins norska rithöfundar, sem talið er að Stefán hafi rekist á, þegar hann dvaldist í Stafangri: hins nýróm- antíska skálds og rökkurdreymanda Thomas Krag (1868—1913), sem var dulspekingur og hughrifaskáld svo af bar. Krag lýsti oft landslagi, þar sem sólin er lokuð úti, eyðilegri og þungbúinni náttúru, sem höfðar til glötunarkenndarinnar, dauðahvatar mannsins, sem stundum var svo rík í Stefáni. I djúpum þunglyndis- köstum sínum er skiljanlegt, að honum hafi fallið vel að reika um með Krag, haldinn einmanakennd og myrkum hugleiðingum, andrúmslofti liðinna tíma. Fram úr hófi rómantískur Árni Hallgrímsson (fyrrum ritstjóri tímaritsins Ið- unnar) segir (munnlega) að Stefán hafi virst vera mjög hrifinn af Thomas Krag. Honum þótti miður að ekkert var þýtt eftir hann á íslensku, og sagði, að það yrði að gera, hann nefndi þá t.d. Ada Wilde (1896), Enken (1899) og Ildliljen (1905). Hagalín mundi einnig, að Stef- án var hrifinn af Krag, og talaði um tvær skáldsagna hans, Ada Wilde og Gunvor Kjeld, Prestens datter (1904). Okkur er kunnugt um, að Stefán hefir byrjað að þýða hina síðarnefndu á íslensku. — Þar eð Stefán hafi Stefán frá HvfdadaI á yngrí árum. verið „fram úr hófi rómantískur eins og Krag“, telur Árni eðlilegt, að „dulrænan og hin meinlega þjáning, sem einkenndi Krag, hafi fundið hljómgrunn í huga hans“. „Stefán var mjög hrifinn af honum, þótti hann svo spámannlegur," segir Árni Hallgrímsson. Það er skiljanlegt að Stefán hafi í andlegum félags- skap skálds eins og Thomas Krag lifað í heimi, „sem ekki var til“, í vitund manna sem lifðu og hrærðust í önn dagsins og baráttu fyrir lífinu. Einkennandi fyrir veturinn, sem Stefán var í Stafangri, eins og líka fyrir Noregsdvöl hans í heild, voru hin andlegu auðæfi, sem hann safnaði í efnalegri eymd og veikindum í ofanálag. — Að honum hafi umfram allt verið hugfólgið að afla sér andlegra auðæfa — um það vitna allar athafnir hans í Noregi, allt frá þeim tíma er hann steig á norska grund og hóf að leita þeirra verðmæta, sem hann hugði eftirsóknarverðust á lífsleiðinni. Það er ekki ósennilegt að kvæðið Örbirgð í Söngvum förumannsins eigi rætur að rekja til hughrifa á Staf- angurstímanum. Frá þessu kvæði er þráður til næsta kvæðis í bókinni, hins hrífandi og innfjálga Aðfanga- dagskvöld jóla 1912, sem Stefán hlýtur að hafa fengið innblástur að í Stafangri. Það virðist ekki háð tilviljun, að þessi kvæði eru sett hvert á eftir öðru í Söngvunum. Örbirgð endar í djúpu þunglyndi á bæn til guðs: „Gefðu mér gleðina aftur/ gleymdu mér ekki drottinn!" Og þegar á eftir hljóma hin huggandi orð gegnum óm kirkj uklukknanna: Gleð þig, særða sál, lífsins þrautum þyngd. Flutt er muna-mál. Inn er helgi hringd. Sigurður Nordal hafði eftir Stefáni, að hann hafi samtímis heyrt klukknahljóminn frá tveim kirkjum; og styrkjandi áhrif hljómsins koma á vissan hátt fram í hinni sérkennilegu uppsetningu vísnanna hjá Stefáni, þar sem tveim og tveim samræmdum ljóðlínum er skot- ið á víxl. Bæði hrynjandi hins stutta og rismikla rétta tvíliðar og ljóðstafasetningin — með tvo stuðla í hverri línu og engan höfuðstaf — orkar, eins og sjálft inni- haldið, mjög persónulegt og frumlegt, þannig að engum getur dulist, að það er raunverulega tollheimtumaður- inn, en ekki faríseinn, sem að lokum gengur fram fyrir ásjónu guðs og segir: Ég er syndug sál. Herra, minstu mín. BERKLARNIR Taka Sig Upp Stefán dvaldist að eigin sögn í Stafangri þar til í júníbyrjun 1913. Þá hélt hann til Haugasunds í von um að fá eitthvað að gera þar. Nokkuð var einnig af íslend- ingum í þessum siglinga- og síldveiðabæ, einkum á ver- tíðum. Stefán leitaði upp einn landa sinn, Jón Sigurðs- son, síðar vélstjóra hjá Bergenske Dampskipselskap. En þá var hann við vélanám í Haugesund Mekaniske Versted, og útvegaði Stefáni vinnu þar. Stefán vann sem aðstoðarmaður, hamrari í stórsmiðjunni (eins og við Stavanger Stöperi og Dok); þannig losnaði hann við miklar göngur, og Jón taldi vinnu hans létta. — Jón fór oft með Stefáni á almenningsbókasafnið í Haugasundi, en þar kynntust þeir vel Rasmussen gamla bókaverði. Stefán vildi alltaf fá verk eftir bestu rithöfunda Noregs, Ibsen, Björnson og fleiri. Rasmussen gamla fannst Stefán fá mikið að láni og spurði Jón einu sinni að því, hvort félagi hans kæmist raunverulega yfir að lesa allar þessar bækur og ynni þó að deginum og hlyti að verða að sofa eitthvað á nótt- unni. — En Jóni virtist, að Stefán væri þreyttari að morgninum þegar vinna hófst (eftir að hafa setið uppi hálfa nóttina við lestur norskra bókmennta) en hann var er vinnu lauk að kvöldi. Jón segir að Stefán hafi algjörlega sökkt sér niður í lestur norskra bókmennta og hafi þar að auki yfirleitt aðeins borið Norðmönnum hið best söguna. Honum lík- aði persónulega vel við þá, öfundaði þá af dugnaði þeirra og einkum af sparseminni. Og hann leit með aðdáun á norskan iðnað og hinar miklu fiskveiðar, sem voru íslendingum algjörlega óþekktar. En jafnvel þótt Haugasundsdvölin hefði upp á margt jákvætt að bjóða fyrir Stefán, varð hún inngangur að nýjum þjáningarkafla í lífi hans, forleikur að dapur- legri örlagasinfóníu, sem fylgdi honum ævina á enda. í Stafangri hafði fótameinið þjakað hann mest. f Hauga- sundi brutust út lungnaberklar. Það var þungt áfall ofan á fátæktina og fótamissinn. í hér um bil hálft annað ár hafði hið heilsuveila skáld orðið að sjá sér farborða með erfiðisvinnu, sem ekki var við þess hæfi. Frá vorinu 1914 var hann ekki fær um að framfleyta sér af eigin rammleik þann tíma, sem hann átti eftir að dveljast í Noregi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.