Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Blaðsíða 13
VANDIAÐ VEUA
SÉRSKÁLD ...
— segir Marshall Brement
um þýðingu sína á
ljóðum þriggja íslenskra
nútímaskálda
EFTIR ASLAUGU RAGNARS
Marshall Brement
að á vel við á degi sem helgaður er ljóðlist
að segja frá svo sjaldgæfu tildragelsi sem
útgáfu íslenzks ljóðasafns á því tungumáli
sem útbreiddast er á heimskringlunni.
Þessa vordaga sendir Iceland Review frá
sér bókina „Three Modern Icelandic Poets"
sem útleggst „Þrjú íslenzk nútímaskáld".
Skáldin eru Steinn Steinarr, Jón úr Vör og
Matthías Johannessen. Þýðandinn er
Marshall Brement sendiherra Bandaríkj-
anna hér á landi, en sjálfur er hann iðinn
við yrkingar. Verkið tileinkar hann konu
sinni, Pamelu Sanders, en hún er rithöf-
undur. Síðan þau hjónin bar hér að garði
fyrir hálfu þriðja ári hafa þau látið sér
annt um íslenzka menningu og unnið
markvisst að þvi að efla menningarleg
samskipti Islands og Bandaríkjanna.
En hvað varð til þess að Marshall tók
sér fyrir hendur að þýða ljóð íslenzkra
skálda?
— Það vildi svo til fyrir nokkrum miss-
erum að ég var byrjaður að vinna að þýð-
ingu á íslandsklukkunni eftir Halldór
Laxness í samvinnu við íslenzkan rithöf-
und. Við höfðum lagt drög að þessari
vinnu en af ófyrirsjáanlegum orsökum gat
því miður ekki orðið af því að við héldum
áfram verkinu. Ég vildi fyrir alla muni
leggja mitt af mörkum svo íslenzkur
skáldskapur kæmi fyrir sjónir erlendra
lesenda. Þá þegar hafði ég kynnt mér ís-
lenzkar bókmenntir að því marki að ég
treysti mér til að hafa á því skoðun hvað
mig langaði til að þýða. Að fslandsklukk-
unni frágenginni lá beinast við að venda
sínu kvæði í kross og þýða ljóð, ekki sízt af
því að einmitt ljóðið er mér skyldara en
aðrar greinar bókmennta.
— Og af hverju nútimaljóð?
— Af því að þau endurspegla einna bezt
tíðarandann. í ljóðum nútímaskálda krist-
allast þau vandamál sem við er að etja í
nútímanum. Nú sem endranær og hvar-
vetna eru það einmitt ljóðskáld sámtíðar-
innar sem öðrum fremur þreifa á slagæð
þjóðfélagsins. Það var vandi að velja sér
ljóð — og það er vandi að velja sér skáld.
En hafi ég leyfi til að vera ánægður með
eitthvað varðandi þetta verk þá er það ein-
mitt þetta val.
— Vandi að velja sér skáld, segirðu.
— Já, eins og gefur að skilja var það
ýmislegt annað en dálæti á einstökum
skáldum sem nauðsynlegt var að taka tillit
til. Ég hefði t.d. sem hægast getað tekið
sýnishorn af verkum miklu fleiri skálda en
raun varð á, e.t.v. í þeim tilgangi að veita
einhvers konar yfirlit yfir íslenzka ljóðlist
samtíðarinnar. En sú heildarmynd sem
þannig hefði fengizt hefði orðið harla tæt-
ingsleg, er ég hræddur um. Ég vildi heldur
freista þess að setja saman heillegt verk
þ.e. verk sem gæti staðið sjálft, verið
eitthvað af sjálfu sér. Ég skal fúslega við-
urkenna að þetta gerði valið allt annað en
einfalt. Það var t.d. mjög erfið ákvörðun
að ganga framhjá höfuðskáldi eins og
Tómasi Guðmundssyni. Við fyrstu athug-
un fannst mér varla koma annað til greina
en að ljóð eftir hann yrðu í þessari bók.
Við nánari aðgæzlu komst ég að raun um
að það væri mjög erfitt að þýða ljóð hans
— nánast óvinnandi vegur. Ljóð eru mjög
misjafnlega aðgengileg að þessu leyti og sú
staðreynd setti mér vitanlega ákveðnar
skorður. Til skýringar má geta þess að ljóð
ýmissa þýzkra 18. aldar skálda eru nánast
óþýðanleg á enska tungu. Það er vandalítið
að snara orðunum á ensku og að láta rímið
halda sér að einhverju leyti, en hljóðfallið
og músíkin — sjálfur andinn í ljóðinu —
hverfur út í veður og vind, þannig að flatn-
eskjan ein verður eftir. Þetta vildi ég um-
fram allt varast og það setti mér ákveðnar
skorður. Sem betur fer var af nógu að taka
og það má kannski segja að ég hafi notað
eins konar útilokunaraðferð — mjög per-
sónulega að vísu — við að velja mér skáld.
— Hvernig þá?
— Þið íslendingar segið stundum að sá
eigi kvölina sem á völina, en það er nú ekki
nema hálfur sannleikur. Það eru líka for-
réttindi að mega velja og ég ráðfærði mig
við ýmsa um þetta val. Ástæður þess að ég
valdi mér einmitt þessi skáld voru þær að
þau eiga það sameiginlegt að vera full-
trúar hins bezta í íslenzkri ljóðlist nú á
tímum, um leið og skáldskapur þeirra er
heilsteyptur og mótast af djúpúð og víð-
sýni sem munu einmitt vera helztu ein-
kenni íslenzkrar ljóðahefðar frá fyrstu tíð.
Halldór Laxness hefur t.d. sagt mér að
Steinn Steinarr væri mesta ljóðskáld ís-
lendinga á þessari öld og ég sé ekki ástæðu
til að bera brigður á það. Steinn er elztur
þessara þriggja skálda og mér finnst hann
J ón ur ör
Ég er svona stór
Enginn slítur þau bönd,
sem hann er bundinn heimahögum sinum. Móðir þin
fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn,
en þorpið fer með þér alla leið.
Frá þeirri stundu,
er þú stóðst við móðurkné og sagðir:
Ég er svona stór
ert þú samningi bundinn.
Þú stendur alla ævi siðan fyrir augliti heimsins.
Lítill kútur, sem teygir hönd yfir höfuð sér og heyrir
blíðmæli brosandi móður:
Ertu svona stór?
Þú færð aldrei sigrað þinn fæðingarhrepp,
stjúpmóðurauga hans vakir yfir þér alla stund.
Með meinfýsnum skilningi tekur hann ósigrum
þínum, afrekum þínum með sjálfsögðu stolti.
Hann ann þér á sinn hátt, en ok hans hvílir á herðum þér.
Og loks, er þú hefur unnið allan heiminn, vaknar þú einn
morgun í ókunnri borg, þar sem áður var þorpið, gamal-
menni við gröf móður þinnar. Og þú segir:
Ég er svona stór.
En það svarar þér enginn.
I Am So Bi
Nobody tears those bonds,
which bind him to his roots. Your mother
takes you to the street, when you start out in the world,
butyour village travels with you along the entire road.
From that moment,
when you stood at your mother’s knee and said:
I am so big,
you are bound to a contract.
You stand all your life from that point before the eyes of the world.
A little boy who stretches his hands over his head and hears
the caring words of a smiling mother:
Are you that big?
You can never conquer the place of your birth,
its stepmother eye follows you every moment.
It accepts your defeats with malicious understanding
andyour achievements with self-evident pride.
It loves you in its way, but its burden rests on your shoulders.
And finally, when you have won all the world, you wake up
one morning in an unknown city, which used to be a village,
an old man by the grave of your mother. And you say:
I a m so big.
But nobody answers you.
IVlatthías J
atthías tl ohannessen
Á ferð um landið
IV
Og ég hugsa um þá stund
þegar ég kvaddi þig
með klökkva í brjósti,
þá lagðist að þoka
og byrgði mér útsýn
engir tindar stóðu upp úr
pg brostu við sólinni.
ísinn beið átekta,
nú sigldi hann köldum gusti
inn í brjóst mitt og hjarta,
og svitnaði ekki
á svellum.
Þó man ég augu þín,
man hár þitt og vanga —
orð þín man ég
og sársauka:
Bátarnir vögguðu blíðlega
við bryggjuna
bundnir rétt eins og við
hver við annan
án þess að snertast
nema þá eins og við
í önn starfsins.
Og ég man orð þín,
að þér þætti lítið gaman
að ljóðum —
samt reyndirðu að finna mig þar.
Og við finnum hvort annað
í þessu ljóði
um hvita tinda
og þoku sem liggur á milli þeirra,
djúpt stöðuvatn.
Cross-Country
Journey
IV
And I think of the moment
when I said goodbye to you,
the fog came
and shut out my view
no peaks stood up
and smiled at the sun.
The ice bided its time,
and hurled a cold gust
into my heart,
and the icicles
did not sweat.
I still remember your eyes,
remember your hair and cheek —
I remember your words
and pain:
The boats rocked softly
at the pier
tiedjust as we are
to each other
without touching
except as we do
at work.
I remember your words,
that you are not very fond
of poems —
still your tried to meet me there.
And we meet each other
in this poem
about white peaks
and fog which lies between them,
like a deep lake.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MAf 1985 13