Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Side 5
Það var á sama ári og fyrri heimsstyrjöldin braust út, sem Stefán hóf að heyja sitt eigið persónulega stríð við sjúkdóm og dauða, og í hálft annað ár háði hann þessa baráttu á norskri grund. Þennan tíma lá hann að lang- mestu leyti á sjúkrahúsi og var þungt haldinn. En sjúk- leikinn fékk hann til að kafa dýpra. — Og sjaldan — eða aldrei — í lífi Stefáns skein ljósið skærar gegnum myrkrið en það gerði, þegar sjúkdómurinn fékk hann til að stilla innilegustu strengi skáldhörpunnar, og hann eignaðist í skugga dýpstu sorgar sinnar af dýrmætustu stundum sinnar ævi. „Dagar mínir Eru Sem Sagt Taldir í hægra fæti Stefáns, sem hafði verið tekinn af hon- um í Reykjavík árið 1907, höfðu verið berklar, og senni- legt er, að hann hafi verið veill fyrir þeim berklum, sem hann fékk í Haugasundi vorið 1914. Hráslagalegt og kalt loftslagið í Vestur-Noregi hefur líklega gert sitt. „Stefán nefndi aldrei neitt um veikindi sín við mig,“ segir Jón Sigurðsson. „Það voru vinnufélagar hans, sem báðu hann að fara til læknis. Þá hafði Stefán lengi verið mjög kvefaður." Andreassen verkstjóri sagði við Jón, að hann héldi, að félagi hans væri veikur, og bað Jón að hvetja hann til að vitja læknis. Að því er Jón best veit fór Stefán til C. Magne Rönnevig eða dr. Krosby. 4. maí 1914 lagðist Stefán á sjúkrahúsið í Haugasundi. Þar lá hann aðeins í fjóra daga. 8. maí var hann lagður inn á Förre, heilsuhæli 8 km austur af Haugasundi. Þar lá Stefán allt til 14. apríl 1915, lengsta samfleytta tímann, sem hann lá á sjúkrahúsi í Noregi. Dr. Rönnevig, sem á árunum fyrir síðustu heimsstyrj- öld var bæjarlæknir í Haugasundi, skýrir svo frá að vöntun á sjúkrarúmum var svo mikil, að það voru eink- um gömul berklatilfelli, sem hægt var að sinna í fyrstu. Förre-heilsuhælið hafði ekki röntgentæki eins og Luster-heilsuhælið í Sogni, þar sem ástandið var miklu betra hvað tæki snerti. En þar af leiðandi var ákaflega þakkaði það, að hann hélt lífi. Stefán sagði, að þar hefði hann kynnst best mikilli og göfugri ást. Hann var sjálf- ur undrandi yfir, að slíkt skyldi fyrir sér liggja. Jóhann segir að hjúkrunarkonan hafi verið falleg stúlka, vel vaxin. En sjálfur horfði hann meira á Stefán en hana. Hann var undrandi yfir að Stefán skyldi vera svona ástfanginn. Annars vildi hann aðeins tala um að stúlkur væru hrifnar af honum. En Stefáni þótti veru- lega vænt um stúlkuna. Hún var það það eina, sem hann lét sig nokkru varða. Ásgeir Bjarnþórsson listmálari man, að Stefán sagði honum, að hann hefði legið á sjúkrahúsi í Noregi og haldið, að hann mundi deyja. Þá varð hann ástfanginn af einni hjúkrunarkonunni og tók að batna. Jónas Sveinsson læknir í Reykjavík minnist þess, að Stefán talaði um norsku hjúkrunarkonuna, sem „blés nýju lífs- afli“ í hann, þegar hann hélt sig að dauða kominn. Og Sigríður Jónsdóttir, ekkja Stefáns, segir á sama hátt, að Stefán hafi þakkað hinni norsku hjúkrunarkonu líf sitt. Þegar Stefán og Sigríður eignuðust dóttur, einmitt 17. maí (þjóðhátíðardag Norðmanna) — og norska hjúkrunarkonan hafði veitt honum innblástur að kvæð- inu Seytjándi maí — lét hann barnið heita í höfuðið á henni. Dóttir Stefáns, Matthildur, sem fæddist 1922, segir að hún hafi heyrt að faðir hennar hafi meira að segja haft í huga að skíra hana Mong, sem var ættar- nafn norsku hjúkrunarkonunnar Mathilde. En þegar ekkert varð úr því á hann að hafa sagt, að hann mundi kalla hana báðum nöfnunum. Frú Elinborg Bogadóttir Magnússen á Skarði, Skarðsströnd, hefir skýrt svo frá (munnlega), að hún hafi spurt Stefán, hvort hann hafi nefnt barnið eftir konu nokkurri þar í nágrenninu, sem hét Matthildur. Þá sagði Stefán: „Nei, það er nafn sem er mér kært.“ Það Stafaði Birtu Af Henni Mathilde Mong fæddist 8. desember 1889 á bæ föður tólf talsins, um það bil helmingurinn hafði brún augu og helmingurinn blá. Mathilde var há vexti, bláeygð og ljós yfirlitum með sviphreint andlit og beint nefn. Það stafaði birtu af henni. — Faðir hennar var söngkennari, og fjölskyldan var söngelskt fólk. Mathilde söng vel, og frú Aubert getur vel ímyndað sér, að hún hafi sungið fyrir sjúklingana. Mathilde var lúterstrúar (í þjóðkirkj- unni), en sótti mikið meþódistakirkjuna. (Það má nefna í þessu sambandi að Matthildur, dóttir Stefáns, var einnig lúterstrúar, en hún ólst upp hjá ættingjum í Búðardal. Stefán gerðist rómversk-kaþólskur 28. nóv- ember 1924 en síðan öll fjölskylda hans nema Matthild- ur.) Ottar Fagernæs, sem systir Mathilde giftist mörgum árum seinna (1925), hefur skýrt svo frá að Mathilde hafi lokið hjúkrunarnámi síðla sumars 1912. Hann segir að hún hafi talað mikið um Förre. Einu sinni brá hún sér í smá skemmtiferð með dvalargestum í sumarbúðum, fékk lungnaberkla og fór á Landeskogen, heilsuhæli (í Setesdalnum). Sjúkradagbókin þar sýnir að hún hefur legið þar frá 29. september 1916 til 28. febrúar 1917, 1918 var hún á Lillehammer og frá 1919 hjúkrunarkona í sex ár á Eidskog, þangað til hún giftist Ottar Fager- næs. Frú Aubert segir að hún hafi oft verið heilsuveil og fjórum sinnum verið sjúklingur á Ríkisspítalanum í Osló. Hún lamaðist í hendi og gat ekki skrifað síðustu árin. En það hljóta að hafa verið óvirkir berklar. (Fag- ernæs segir, að hún hafi síðast verið í eftirliti 1937—’38, en aldrei var hægt að sanna að um sýkla væri að ræða.) Á hinn .bóginn þjáðist hún af astma, og Fagernæs getur þess, hve þolinmóð hún hafi verið í öllum þessum þreng- ingum. — Hún andaðist á heimili sínu 11. maí 1947 úr liðagigt og hjartalömun. Hún var barnlaus. „ ... ÉG HEF FAÐMAÐ OG KYSST“ Með mynd systur Matthildar í huga skulum við þá snúa okkur að þeim kvæðum Stefáns, sem hljóta að Stefán rúmliggjandi á Luster-heilsuhælinu, en nokkrír hressir sjúklingar taka lagið honum til heiðurs. Förre-heilsuhælið, þar sem Stefán lá. erfitt að komast inn þar. f skýrslunni segir Stefán með- al annars að hann hafi hvorki liðið neyð né soltið, og ekki heldur búið með neinum berklasjúklingi. En í marslok hafi hann fengið hósta, orðið lystarlaus, og máttlaus og magur. Fyrstu daga veikindanna svitnaði hann að nóttunni, en hefir ekki hóstað blóði. — Dr. Rönnevig, sem sjálfur hefur skrifað sjúkradagbókina, segir (munnlega) að það sé raunar ekki svo mikið að græða á hinum gömlu sjúkradagbókum um ástand sjúklingsins. Það er ekki hægt að fá neina örugga vitn- eskju um sjúkdóminn af þeim. Svo virðist, sem Stefán hafi haft berkla í báðum lungum, en þó þarf ekki að vera svo. í hægra lunga hlýtur hann að hafa haft berkla, eftir því sem næst verður komist. Þegar Stefán var búinn að vera á heilsuhælinu í sjö vikur skrifaði hann trúnaðarvini sínum, Erlendi Guð- mundssyni í Unuhúsi, bréf. Það er dagsett „Förres Sanatorium 1. júlí ’14“ og hljóðar svo í heild: „Kæri Erlendur. Jeg skal ekki þreyta þig með löngu brjefi — aðeins fáeinar línur langar mig að senda þjer. Dagar mínir eru, sem sagt taldir — hægra lungað er gersamlega eiðilagt — jeg lagðist 2. maí og hef legið siðan. Jeg sætti mig vel við að deyja — lífið hefir verið mjer þungt með köflum. Góði Erlendur fyrirgefðu mjer alt, sem jeg hefi gert á hluta þinn, jeg veit það er margt en þú mátt ekki fyrirlíta mig, jeg þoli það ekki. Elsku vinur minn skrif- aðu mjer, nokkrar línur. Jeg má ekki skrifa meira. Gleymdu mjer ekki. Þinn Stefán Sigurðsson Förres Sanatorium pr. Haugasund." ÁSTFANGINN - OG TÓK AÐ BATNA Eftir að Stefán fékk lungnaberkla hófst vinátta hans og Jóhanns Skagfjörðs, sem var sanntrúaður hermaður í hjálpræðishernum. Jóhann, sem áður hafði gagnrýnt Stefán vegna hvefsnis-tóns hans gagnvart öðrum sam- löndum í félagsskap þeirra í Haugasundi, segir, að það hafi verið sökum þess, að Stefán snerist til guðs, að hann varð honum vinveittur. Það var einu sinni, þegar Jóhann staidraði við á Förre-heilsuhælinu heilan sunnudag, að Stefán sýndi honum konu þá, er hafði svo mikla þýðingu fyrir hann sem skáld, mann og trúmann, og hann meira að segja síns, Mong, skammt frá bænum Egersund á Rogalandi í Suðvestur-Noregi. Hún var fullnuma hjúkrunarkona. Frú Nico Aubert, frænka hennar, lýsir henni sem óvenjuskýrri og hjartahlýrri manneskju með mjög hlýj- ar tilfinningar fyrir öllu, sem var veikt og hrjáð. Hún var opinská og raungóð, glaðhuga manneskja, og dug- leg. Hún var öll í starfi sínu, eins og þegar hún annaðist vin sinn frá Eistlandi á Förre-heilsuhælinu. Hann hafði strokið úr rússneskri herþjónustu og gekk á stýri- mannaskóla, en hann dó úr bráðaberklum í maí 1911. Þannig hafði systir Mathilde kynnst lífinu, bæði ástinni og sorg ástvinamissisins. — Framkoma hennar var slík sem hjúkrunarkonu, að öllum þótti vænt um hana, segir frú Aubert. Mathilde var sanntrúuð, alin upp á mjög trúuðu heimili. Faðir hennar, sem var kennari í heima- byggð sinni, var mjög gáfaður, glöggur maður með mörg áhugamál. Móðir hennar var meira eins og gengur og gerist, heimakær kona. Systkinahópurinn var stór, hafa orðið til undir hinni skæru leiðarstjörnu hennar. í hinu angurværa og sársaukafulla kvæði Frá liðnum dögum hefur Stefán dregið upp ógleymanlega mynd af sjúkrastofu, þar sem hún, „systirin yngsta", huggar hann með söng sínum og gefur honum augnablikssælu. En úr því að sælunni var hvort sem var lokið, hvers vegna söng hún þá ekki að lokum „Ibsens fegurstu ást- arljóð" — um hverfulleik ástarsælunnar: De siste gjester vi fulgte til grinden: farvellets rester tok nattevinden I tifold öde lá haven og huset, hvor toner söte mig nyss beruset. Stefán frá Hvítadal: Hún mig Heyr mitt Ijúfasta lag, þenna lífsglaða eld, um hinn dýrlega dag og hið draumfagra kveld. Rauðu skarlati skrýðzt hefur skógarins flos. Varir deyjandi dags sveipa dýrlingabros. Ég var fölur og fár, ég var fallinn í döf. Eg var sjúkur og sár, og ég sá aðeins gröf. Hvar er forynjan Feigð með sitt fláráða spil? Hér kom gleðinnar guð og það glaðnaði til. Læddist forynjan frá með sinn ferlega her. Hún var grimmeyg og grá, og hún glotti við mér. Eg er frelsaður, Feigð, ég hef faðmað og kysst. Undir septembersól brosti sumarið fyrst. Ó, þú brostir svo blítt, og ég brosti með þér. Eitthvað himneskt og hlýtt kom viö hjartað í mér. Gegnum skínandi skrúð inn í skóginn mig bar. Þangað kóngsdóttir kom, og hún kyssti mig þar. Ég á gæfunnar gull, ég á gleðinnar brag. Tæmi fagnaðarfull. Ég gat flogið í dag. Ég á sumar og sól, ég á sælunnar brunn og hin barnsglöðu bros og hinn blóðheita munn. Þennan hamingjuhag gaf mér heit þitt og koss, þennan dýrlega dag, þú, mitt dýrasta hnoss. Þetta lífsglaða Ijóð hefur lifað það eitt, að þú, kóngsdóttir, komst, og þú kysstir mig heitt. Lifs míns draumur er dýr, þessi dagur hann ól. Mér finnst heimurinn hýr eins og hádegissól. Ég er syngjandi sæll, eins og sjö vetra barn. Spinn þú, ástin mín, ein lífs míns örlagagarn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MAl 1985 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.