Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Síða 9
tessi var fullgerður gat hana af sér
ig börnum er gjarnt Leifur stundaði
vart verður upp talið. Hann befur
din sem bér er birt beitir Glerdreki.
'IRRISDÓTTIR
inustofu í Kaupmannaböfn síðan 1983
tta blaut bún á Norðurlöndum og í
tr mótað í keramikofni, sandblásið og
í glugga sem bafa að viðfangi ratn og
skálar sem eru sjálfstæð myndverk.
SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR
sýnir nú í fyrsta sinn á íslandi en bún er nýkomin beim frá námi í
Skotlandi. Hún befur á undanförnum árum unnið steinda glugga fyrir
ýmsa einstaklinga á íslandi, Englandi og íSkotlandi. Verk hennar á
sýningunni eru stór og kennir þar ýmissa grasa enda bugarflug,
bugbrif og tilfinningar látin ráða. Sigríður befur tekið þátt í samsýn-
ingum á Bretlandseyjum. Myndin: Gluggi í Sparisjóði Reykjavíkur.
SÖRENSTAUNSAGER LARSEN
k með sextán diskum þar sem ýmsu ægir saman enda sækir bann bugmyndir sínar til náttúrunnar fri fjöru upp í fjall.
' sem form og litir leika saman. Sören stundaði nám við Nytjalistaskóiann í Kaupmannaböfn og befur sýnt bæði hér á
stúdíó-glerverkstæði í Bergvík á Kjaiarnesi ásamt Sigrúnu Ó. Einarsdóttur síðan 1982. Myndin: Gærdagurinn.
STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR
sýnir þrjú verk á Kjarvalsstöðum. Manneskjan er viðfangsefni benn-
ar í verkum sem ýmist banga á vegg, standa ein sér eða banga úr Iofti.
Öll eru þau unnin þannig aðþau taka á sig mynd mótsins sem þau eru
brædd í með innlögðum vír. Steinunn stundaði nám á Englandi og
Ítalíu. Hún befur haldið fjórar einkasýningar bérlendis og tekið þátt
í fjölda samsýninga bæði bér á iandi og erlendis. Myndin sem bér
fylgir er úr gleri og heitir Áhrif.
Sýning 9 glerlistamanna á Kjarvalsstöðum
Laugardaginn 11. maí var opnuð á göngum og í
fundarsal Kjarvalsstaða sýningin Glerbrot, en
þar sýna níu listamenn verk sín. Þeir eru
Brynhildur Þorgeirsdóttir, Leifur Breiðfjörð, Lísbet
Sveinsdóttir, Pía Sverrisdóttir, Rúrí, Sigríður Ás-
geirsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Steinunn Þórarins-
dóttir og Sören Larsen. Nímenningarnir sögðu blaða-
manni Lesbókar sitthvað um sýninguna þegar undir-
búningur við opnun hennar stóð sem hæst.
Leifun Eftir því sem við kom-
umst næst er þetta fyrsta sam-
sýning sem haldin er á glerlista-
verkum hér á landi.
Rúrí: Þó er þetta engan veginn
heildarsýning á íslenskri gler-
list, til þess að svo væri þyrftu
fleiri að taka þátt í henni og
leita þyrfti viða fanga, m.a. í
kirkjum.
Steinunn: Heiti sýningarinnar
Glerbrot, er að vissu marki tví-
rætt. Við sýnum brot af íslenskri
glerlist, og um leið brot af gleri
Leifur: Þó er umfang sýningar-
innar mikið. Her sýna níu lista-
menn verk sin, þrjú til fimm
talsins hver. Eins og gefur að
skilja eru vinnuaðferðir mjög
mismunandi og viðfangið fjöl-
breytt enda má hér sjá verk sem
eru „hefðbundin", önnur em eru
svokölluð „konseptu-verk og allt
þar á milli.
Rúrí: Á sýningunni eru verk þar
sem tilraunir hafa verið gerðar í
meðferð á gleri, og þar sem
bryddað er upp á tæknilegum
nýjungum við bræðslu, svo
eitthvað sé tínt til .,.
Sigrún: Þarna eru höggmyndir,
nytjahlutir, veggskreytingar,
steint gler.
Lesbók: Eiga glerlistamenn með
sér samtök, eða sjáið þið hags-
munum ykkar betur borgið á
annan hátt?
Leifur: Það er ekkert glerfélag
til.
Rúrí: Enda starfa sum okkar
ekki eingöngu við glerlist ...
Myndlistarsambandið er orðið
það sterkt ...
Brynhildur: ... Svo er óþarfi að
vera að flokka fólk.
Lesbók: Hvernig tekur fólk við
glerlist?
Sigrún; Sumir virðast hræddir
við hana, óttast að hlutirnir
brotni eða maður skeri sig á
þeim ...
Rúrí: En þó er gler alls staðar í
kring um okkur og er í sumum
tilvikum ekkert brothættara en
leir; glerrúður, glerhús, glerglös,
gleraugu.
Sigrídur: Samt verður að segja að
fólk sé afar jákvætt gagnvart
glerlist, enda erum við öll sam-
mála um það að íslendingar eru
áhugafólk um list yfirhöfuð.
Pía: Ég hef samanburð í þessu
efni frá Danmörku þar sem ég
bý. íslendingar eru svo sannar-
lega listelsk þjóð, það sér maður
t.d. á „sýningarrápinu" sem fjöl-
margir iðka um helgar eða þegar
tækifæri býðst.
Sigríður: f tilefni sýningarinnar
gefur sýningarhópurinn út lit-
prentaða skrá með myndum af
verkum okkar og öðru efni. Dýrt
er að ráðast í útgáfu af þessu
tagi svo við tókum til þess ráðs
að leita til ýmissa fyrirtækja
með styrktarlínur. Okkur var
víðast hvar vel tekið og það sýnir
líka að áhugi á myndlist og
kannske glerlist sérstaklega er
umtalsverður. Glerlist á sér ekki
langa sögu á íslandi en samt er
þess farið að gæta að einstakl-
ingar ekki síður en fyrirtæki
kaupa viðameiri verk til að hafa
í húsum sínum.
UESBÖK MORGUNBLAOSINS 18. MAl 1985 S