Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Side 14
anda sem. tákn fyriif landið alft.
hans endúrspiejfjla á undraverðan hátt feg-
urð landsins og tígulegt yfirbragð þess, um
leið og þau birta kviku þess mannlífs sem
er eins og margra alda óslitinn þráður, —
sá þráður sem rakinn verður til þess lífs
sem nú er lifað í landinu. Steinn var
brautryðjandi i íslenzkri nútímaljóðlist.
Hann braut gegn hefðinni og lét sig ekki
muna um að láta rím, stuðla og höfuðstafi
lönd og leið þegar honum bauð svo við að
horfa. Hann varð fyrstur merkisskálda til
að leggja út á þessa braut sem eflaust
hefur verið erfiðaðri yfirferðar á íslandi
en víðast hvar annars staðar. Það segir
sína sögu að m.a.s. W.H. Auden hafði ekk-
ert veður af Steini þegar hann var hér á
íslandi árið 1937, m.a. í þeim tilgangi að
kynna sér ljóðlist og annað menningarlíf.
Hann telur sig verða þess áskynja að hér
hafi ekkert markvert borið við síðan róm-
antíkin hélt innreið sína, með viðkomu í
Danmörku og Þýzkalandi, og að hér sé
enginn nútímaskáldskapur til að ganga
fram af gömlum konum, eins og hann
orðar það. Þó höfðu ljóð eftir Stein verið
gefin út á þessum tima en þau höfðu ekki
hlotið meiri hljómgrunn en þessi ummæli
t*p*3fcS»»SJHei
LUdens bera yitni uní. Nú er; öldin önnui
og að heitl ma hvert mannsbarn á þessu
landi er reiðubúið að viðurkenna að Steinn
Steinarr sé snilldarskáld. Mér er í mun að
aðrir en íslendingar, þessi fámenna þjóð,
fái tækifæri til að meta Stein að verðleik-
um.
— Steinn er í mínum huga tákn lands-
ins alls. Síðan kemur Jón úr Vör. Hann
kveður um hið íslenzka þorp og er tákn
þess í mínum huga. Jón úr Vör er íhugull.
Ljóð hans eru einföld en hafa glæsilegt
yfirbragð og það er sjaldgæft að þetta
tvennt fari saman í ljóðlist. Hann er hljóð-
látt skáld, næmur og tær svo af ber, og það
er mín skoðun að sum ljóða hans séu á
heimsmælikvarða. Þær hugsanir sem
hann setur fram eru mjög frumlegar og á
margan hátt afar sérstæðar. Það er ætlun
mín að þær eigi víða erindi í þessum óró-
lega heimi sem við lifum í — fólkið í heim-
inum hefur þörf fyrir þá látlausu rósemi
hugans sem Jón úr Vör býr yfir og kann að
koma til skila.
— En landið og þorpið segja ekki alla
söguna — ekki söguna sem mig langar til
að segja með enskri þýðingu á ljóðum
þriggja íslenzkra ljóðskálda. Yngsta skáld-
w er .paö ská^daniia sénj etencúir mér qæst
— í áldri og hugsunarhætti. Mátthias Jo-
hannessen er af þeirri kynslóð sem fyrst
leggur land undir fót og horfir ekki ein-
ungis á lífið með ísland sem viðmiðun
heldur einnig heiminn í kring. Hann er
sannkallaður heimsborgari. Hann fylgist
með því sem er að gerast í veröldinni af
því sem ég vil kalla háum sjónarhóli. Hann
er tákn borgarinnar — fulltrúi þéttbýlis
borgarinnar í eiginlegri og óeiginlegri
merkingu. Á öld hraða og boðskipta sem
eiga sér stað um heimsbyggðina alla á
svipstundu er borgin umhverfi okkar allra,
hvort sem við erum börn fámennrar þjóð-
ar í strjálbýlu landi eða börn fjölmennrar
þjóðar í þéttbýlu landi. Matthías er tals-
Kvöldljóð
Mitt hjarta er fullt af mjúku, svörtu myrkri,
sem mannlegt auga fær ei gegnum séð.
í dimmri ró það dylur vitund þinni,
á djúpsins botni allt, sem hefur skeð.
Lát storminn æða blint um höll og hreysi
og hrinda opnum dyrum ríks og snauðs.
IAt heimsins unað hyljast mold og sandi,
mitt hjarta er ríkt oggætir vel síns auðs.
Mitt hjarta er fullt af heitu, svörtu myrkri,
sem hrynji miðrar nætur rökkursjár.
Og djúpt í þessu myrkri er mynd þín falin,
með munn sem granatepli og sólgyllt hár.
Steinn Steinarr
Evening Poem
My heart is full of darkness, soft and black,
which you and I have trouble seeing through.
All that took place within your trackless depth
in dark eternal peace it hides from you.
Let storms rush blindly through both castle and hut,
and rattle doors of both the poor and leisured.
Let luxury douse itself in soil and sand,
my heart is rich and garners all its treasure.
My heart is full of darkness, soft and black
as northern eye of midnight twilight fair.
And in this darkness hides your face concealed
with pomegranate mouth and sungold hair.
maöur einstakungsins Tsþjóðahafinu um
leið og hann horfir yfir þetta haf og segir
frá því sem hann sér. Ég held að einmitt sú
staðreynd að hann hafi haft tækifæri til
að skoða heiminn, bæði með því að kynn-
ast lífi annarra þjóða af eigin raun og með
þvi að alast upp og lifa á tima breyt-
inganna þegar upplýsingarnar flæða
heimshorna á milli á svipstundu, hafi átt
mikinn þátt í að móta hann sem skáld. Um
leið byggir hann á hinni sérstæðu íslenzku
ljóðahefð og sameinar þannig fortíðina og
nútímann. Hann man þá veröld sem var
um leið og hann er virkur þátttakandi í
þeirri veröld sem er. Trúin er líka ríkur
þáttur í ljóðum hans og þannig spannar
hann yfir enn víðara svið mannlífsins.
Kannski á hann ekki svör við því sem við
erum að spyrja um en hann orðar spurn-
ingar okkar með þeim hætti að við skiljum
þær. Að kunna að spyrja er kannski enn
meira virði en það að veita svör.
— Þú talar íslenzku, lest íslenzku og
skilur islenzku. Ég hélt að íslenzka væri
eitt erfiðasta tungumál sem menn gætu
tekið upp á þvi að læra. Svo er líka spurn-
ing hvort það er ómaksins vert að læra
tungumál sem einungis 240 þúsund hræð-
ur tala.
— Ég tala islenzku, les hana og skil, en
það er alls ekki án erfiðismuna. Ég hef
einstakt yndi af tungumálum og á tiltölu-
lega auðvelt með að læra þau. Strax eftir
að ég kom hingað byrjaði ég að læra hana
og hef allan tímann tekið kennslustundir í
íslenzku daglega. Stundum hafa fallið úr
dagar, en það hefur ekki verið af því að ég
hafi ekki ætlað að stunda námið heldur af
því að það hefur verið óhjákvæmilegt
vegna starfsins. Ég hef átt þvi láni að
fagna að hafa frábæra kennara, einkum
Sigurð Tómasson, sem hefur veitt mér
ómetanlega aðstoð, m.a. við þýðingu þess-
ara ljóða. íslenzka er afar flókið tungumál
og það er vissulega erfitt að leggja sér
hana til en einmitt þess vegna er hún
kannski svo blæbrigðarík, rökrétt og fögur
sem bókmenntir ykkar íslendinga bera
vitni um, og af minni hálfu er það tilgang-
urinn með þessu verki að gefa sem flestum
tækifæri til að kynnast þeirri vizku sem
þær hafa fram að færa, ekki aðeins á ís-
landi heldur einnig í heiminum umhverfis.
GUNNVOR HOFMO
Tré
Þau hafa slegið yfir sig
grænu sjali
sem bylgjast á júnídegi
svo að þau virðast sigla gegnum sólarbrim
upp að háum hvítum skýjahömrum.
Sjá, skipbrot vofir yfir
með hvellum flaututónum
fuglanna sem villast
inn milli seglanna
og hrafnarnir bíða óþola
eftir ópinu mikla
frá öllu sökkvandi.
Þetta Ijóð er endurbirt vegna prentvillna.
ARNULF ÖVERLAND
Hústafla
Baldur Pálmason þýddi
Það eitt er til heilla í heimi
— hverfist ekki né dvínar:
að geta glatt einhvern annan,
sem glímir við raunir sínar.
Og þyngra en tárum taki
að taka ekki eftir slíku
fyrr en of seint um síðir,
— og sorglegast þeli ríku.
Sýknt og heilagt að sýta
sýnast ei neinar bjargir.
Hver dagur er drjúglangur tími,
dagar í árinu margir.
Baldur Pálmason ísl.
Arnulf Överland var norskt skáld, 1889—1968.
RAGNAR HALLDÓR BLÖNDAL
Anima
— eöa ævintýrið um stúlkuna í turninum —
Ula þínir gömlu draumar geta ræst,
geta munað allt sem týnt er þér.
Bergmál svarar. Öllum fjarri er ég læst
— Uglan starir, vakir yfir mér —
inni. Glærir svipir þeirra sveima að.
Sek er þessi kennd sem að mér leggst.
Kemur myrkur, frelsi býður, felustað,
frið sem — þegar uglan vaknar — bregst.
Hvíslar að mér, óttinn, fær mig endurheimt.
A tlot hans ég fékk í vöggugjöf.
„Manstu, vina ?“ Engu fæ ég alveggleymt;
aftur gengur margt úr votri gröf.
Ragnar Halldór Blöndal er við nám I Bandarlkjunum I sálarfræði og kvikmyndasögu.
VALGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR
Spor í sandi
Stundum fer ég út á ströndina,
þar sem brimaldan brotnar við sandinn
þegar stormurinn æsist
og ég undrast volduga hljómkviðu hafsins.
Eg fer þangað líka þegar lognaldan vaggar í kyrrð og ró,
það minnir mig á fallegan vals sem unglingar dansa.
Éggeng um sandinn og tíni mislita steina
eins og barn.
Úr þessum steinum mætti búa til listaverk
skeljarnar í fjörunni mætti líka nota í myndir,
en aldrei bý ég til myndir eða listaverk.
Ég horfi á spor mín í sandinum.
Næst þegar brimar hverfa þau
þetta finnst mér dálítið dapurlegt.
Þá er eins og hvíslað sé í eyra mér:
„Láttu þér á sama standa
þó spor þín hverfi,
handan við þetta haf er önnur strönd
og þar eru aðrir tindar.
Þú færð far með ferjunni sem gengur yfir hafið,
ferjumaðurinn heldur um stjórnvölinn styrkum höndum.“
Ég verð afturglöð og geng heim til bæjar
í skjóli hárra tinda.
Höfundurinn er húsmóöir á Hvalnesi f Lóni, Austur-Skaftafellssýslu.
14