Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Page 7
Eftir lát Barða Guðmundssonar fundust
í skrifborðsskúffu hans nokkrar óprentað-
ar ritgerðir. Ein þeirra hét „Málfar Þor-
varðar Þórarinssonar". Það fer ekki á milli
mála að hún vegur þyngst í röksemda-
færslu hans fyrir því að Þorvarður Þórar-
insson sé höfundur Njálu. Þar er birt bréf
það er Þorvarður reit Magnúsi konungi
lagabæti árið 1276. Hljóðar það svo:
„Herra, í orlofi að tala, get ek flestum
verða eigi allhægt að stjórna ríkinu, nema
þeim sem hann leggur hendur og höfuð á
sem hann vill. Er ok svá mikit ríki hans á
landinu, at yðrir menn skulu varla svá við
horfa, sem þeir þykkjast mannan til hafa
eðr skaplyndi ... þingi váru í sumar réðu
þeir Rafn og biskup, höfðu skammt og
meðallagi skilvíst, at því at sumum þótti.
Lögsögumaður var ógreiðr ok skaut flest-
um málum undir biskups dóm og annarra
manna, þeirra er sýndist. Af lögréttu
mönnum nýttist lítið."
Um þetta farast Barða svo orð: „Það
hefur verið sagt um Njálssögu, að „hún sé
stuttorð, kjarnyrt og líði létt og hindrun-
arlaust áfram. En einkum falli stíllinn vel
og rökvíslega að efninu, hvergi sé áhersla
setninganna svo rétt sem hér hvergi orð-
unum raðað af slíkri snilld. Hið saman
virðist mega segja með sanni um stíl Þor-
varðar Þórarinssonar.
f ræðu, sem eftir Þorvarði er höfð dag-
inn fyrir Þverárbardaga 18. júlí 1255, er
þessa setningu að finna: „skal ek ok ef ek á
um at mæla, öllum nökkura ömbun at
gera, þeim sem nú standa hér hjá mér í
þessari nauðsyn." Barði segir: „f heild
sinni sver hún sig skýrlega í ætt sína. Ekki
aðeins orðaröðin og setningaskipunin
draga athyglina að henni, því þarna koma
fram einna greinilegustu málfarseinkenni
Njáluhöfundar, sem eru fólgin í notkun
hinna auðkenndu smáorða: ok, at, þeim,
nú, hér. Vér köstum þeim öllum fyrir borð
og endurtökum klausuna án þeirra: skal ek
— ef ek á um at mæla öllum nökkura
ömbun — gera — sem — standa — hjá
mér í þessari nauðsyn. Merking málsgrein-
arinnar hefur eigi haggast en hinn list-
ræni áhersluþungi setninganna er horfinn.
Aðalsmerki Njálustílsins afmáð. Önnur
setning í umræddri ræðu hljóðar svo:
„Þessi mál taka eigi henda." Um það segir
Barði: „Hér er sögnin henda notuð í sömu
merkingu og „snerta". Er slíkt næsta sjald
gæft í máli voru, en „taka henda" er vissu-
lega með fádæmum. Samt lætur Njáluhöf-
undur Gunnhildi drottningu kveða svo að
orði: „Ef Hrútur fer mínum ráðum fram,
þá skal ek sjá um fémál hans ok um þat
annat, er hann tekur at henda.“ Það má
hafa fyrir satt, að sögnin „taka henda"
finnist hvergi í fornritum nema í Njálu og
ræðu Þorvarðar. Aðra ræðu Þorvarðar er
að finna i Þorgilssögu flutta í gróf einni
við Skjaldarvík á undan aðför að Þorgilsi
skarða 21. jan. 1258. öll er hún full af
spakmælum í Njálu stíl:
„Hér kemur at því sem mælt er, at hvert
ker kann að verða svá fullt at yfir gangi,
ok þat er at segja, at ek þoli eigi lengr at
Þorgils siti yfir sæmdum mínum, svá at ek
leita einskis í. Vil ek yðr þat kunnigt gera,
at ek ætla að ríða at Þorgilsi í nótt og
drepa hann, ef svá vill verða. Vil ek, at
menn geymi, ef færi gefur á, at bera þegar
vopn á hann ok vinna at því ógrunsamlega,
svá at hann kunni eigi frá tíðindum at
segja því at þá er allt sem unnið, ef hann
er af ráðinn, meguð þér svá til ætla, að
Þorgils er engi klekkingarmaður. Nú ef
nokkur er sá hér, er mér vill eigi fylgja,
segi hann til þessa nú.“
Hér til samanburðar á orðfæri tilfærir
Barði orð Hrafns Oddssonar úr ræðu sem
hann flutti á undan Þverárbardaga: „Ef
nokkurir eru þeir menn, er eigi vilji berj-
ast, munu vér engum óþökk fyrir kunna,
þeim sem nú segja, þótt eigi vilji berjast
en hlaupa þá eigi frá oss, er vér komum í
raunina."
Ennfremur er þetta haft eftir Hrafni:
„Sturla bóndi, þetta mun ekki svá fara,
sem í nótt hefur farið, at ek muna hér vera
bæði fyrir svörum ok atgjörðum. Skaltu nú
ganga jafnframt mér at hvárutveggja ok
kalla þá ekki utan þitt samþykki gert,
hvort sem gert er, vel eða illa.“
Hér er deginum ljósari sá feiknamunur,
sem er á málfari Þorvarðs og Hrafns.
Hann kemur ekki einungis fram í setn-
ingaskipun heldur öllu fremur áherslu og
orðaröðun. Eins og Njálu stíll væri, eru
ræður Þor varðar merktar hinum litlu
áhersluorðum, sem mega falla burt án
þess að efni eða orðaröð raskist. Aftur á
móti eru áherslur Hrafns í margendur-
teknum orðum það sem gerir stílinn þung-
an í vöfum og hljómfall setninganna óþjált
í framsetningu.
Höfundur er bóndi í Hvítárholti og
fræðimaður.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚLÍ 1985
Einar Benediktsson
Björn Kristjánsson
Björn Jónsson
Skúli Thoroddsen
Þegar Revkvikingar
vom á móti símanum
Margir halda að sunnlenzkir bændur hafi einir verið á móti samningum við
Mikla norræna ritsímafélagið, þegar þeir riðu til Reykjavíkur 1905. Sannleik-
urinn er þó sá, að menn voru þá eins og nú með eða á móti stjórninni.
Bændurnir töldu eins og margir fleiri, að meiri framtíð væri í samningum við
Marconi.
Eftir BJÖRN S. STEFÁNSSON
Þegar þið eruð á móti
þessu er það eins og
þegar sunnlenzkir
bændur voru á móti
símanum." Oft fær fólk þetta
framan í sig, þegar því lízt ekki á
einhverjar nýjung, og trúlega er
sveitafólki oftar mætt með slíkri
athugasemd en öðrum. Síðast sá
ég þetta í dagblaði, þar sem
bóndi einn setti það fram í deilu
innanhéraðs.
Mér þótti þvi rétt að athuga,
hverjir hefðu verið á móti sím-
anum og hvers konar síma og
komast að því, að forystu í and-
stöðunni gegn símanum höfðu
Reykvíkingar. Þar má fyrst
nefna Björn Jónsson ritstjóra
ísafoldar. Nærri honum stóðu
ekki sízt þeir, sem hófu á þessum
árum togaraútgerð hér á landi (í
Reykjavík) með erlendu fjár-
magni, og þeir, sem voru tengdir
íslandsbanka, sem stofnaður var
í Kaupmannahöfn árið 1903 með
dönsku og norsku fjármagni.
Varla var hann á móti samskipt-
um við útlönd og nýrri tækni.
Enn má nefna Einar Bene-
diktsson sem hafði að vísu fengið
Rangárvallasýslu árið áður og
fluttist þá úr Reykjavík. Al-
kunnugt er kapp hans að draga
ísland inn í umsvif umheimsins.
Hann var semsagt á móti síman-
um, eins og sunnlenzku bænd-
urnir sem riðu til Reykjavíkur
um hásláttinn 1905 til mótmæla.
Þar voru fjölmennastir Rang-
æingar og fyrir þeim Eyjólfur
landshöfðingi í Hvammi. Hann
varð nokkrum árum síðar þekkt-
ur fyrir að gangast fyrir sölu
virkjunarréttinda í Þjórsá til
erlendra stóriðjufyrirtækja.
Varla verður því sagt um Eyj-
ólfs, að hann hafi verið á móti
greiðu sambandi við önnur lönd.
f þingnefnd sem fjallaði um
símamálið sumarið 1905 voru 7
með símanum, en 2 á móti. Þess-
ir tveir voru Björn Kristjánsson
kaupmaður í Reykjavík og Skúli
Thoroddsen ritstjóri, þá búsett-
ur á Bessastöðum. Þeir voru þá
líka á móti nútímatækni og sam-
skiptum við umheiminn ásamt
öllum þeim Reykvíkingum, sem
tóku þátt í mótmælum bænda-
fundarins, eða hvað?
Nei, sannleikurinn er sá, að
allir, sem létu frá sér heyra,
höfðu áhuga á því, að ísland
kæmist í samband við önnur
lönd með fjarskiptatækni.
Magnús Andrésson flutti síma-
málið inn á alþingi þetta sumar
með þingsályktunartillögu um
kosningu nefndar í hraðskeyta-
málinu. Hann hélt því fram í
þingræðu, að ráðagerð land-
stjórnarinnar um samning við
Mikla norræna ritsímafélagið
væri áhyggjuefni alþýðu, en
stórfé hefði verið veitt á þrenn-
um fjárlögum til að koma á
hraðskeytasambandi. Raunar
höfðu þeir Skúli Thoroddsen og
Valtýr Guðmundsson prófessor í
Kaupmannahöfn, sem einnig var
á móti símanum 1905, beitt sér
fyrir símamálinu á þingi 1901,
en þá mælti Hannes Hafstein á
móti ritsíma.
Andstæðingar Hannesar Haf-
stein töldu samninginn við Mikla
norræna ritsímafélagið óhag-
stæðan borið saman við tilboð
Marconi-félagsins um loft-
skeytasamband við útlönd og
lagningu síma innanlands. Tveir
sagnfræðingar, Lýður Björnsson
og Þorsteinn Thorarensen, telja
reynsluna hafa sannað, að samn-
ingurinn við Marconi-félagið
hefði reynzt hagstæðari. Þor-
steinn telur jafnvel hugsanlegt,
að Hannes hafi sjálfur áttað sig
á því, að samningsboð Mikla nor-
ræna ritsímafélagsins væri
óhagstætt, eru það bundið af-
stöðu hans, að hann hafði þá
þegar hagnýtt sér atbeina
danskra stjórnvalda í málinu.
Talsamband við útlönd komst
hins vegar fyrst á árið 1935 og
þá á öldum ljósvakans.
Hvergi koma fram andmæli
við fjarskiptasamband við út-
lönd. Bændafundurinn var
kvaddur saman til að sýna
stjórnvöldum í Reykjavík, að það
væri ekki aðeins í Reykjavík,
sem andstaðan gegn símasamn-
ingnum við Mikla norræna rit-
símafélagið væri sterk — það
hlaut hún að finna — heldur
einnig meðal almennings, en þá
var þorri manna í sveitum lands-
ins.
Það er því jafnrétt að segja,
eins og hér er gert í fyrirsögn, að
Reykvíkingar hafi verið á móti
símanum, eins og að segja, að
sunnlenzkir bændur hafi verið á
móti símanum, eða öllu heldur
hvort tveggja er jafnrangt. Mál-
ið var það, að rnenn voru með
eða móti stjórninni (Hannesi
Hafstein) og þess vegna með eða
móti símasamningi stjórnarinn-
ar, en almennur áhugi var að
tengjast umheiminum með fjar-
skiptum með einhverjum ráðum.
Björn S. Stefánsson dr. scient.
starfar hjá Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins.