Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Síða 9
Áttariti, 1972.
Eyborg rið rinnu sína.
Gluggamynd. Plexigler og akrýl.
Eyborg
Hún lagði ein íslendinga stund á optíska list í anda
Vasarelys, sem leiðbeindi henni í París, en ferillinn
varð ekki langur, því listakonan lézt fyrir aldur fram.
Eftir RÚNU GÍSLADÓTTUR
Eyborg Guðmundsdóttir var einn þeirra
listamanna sem stöðugt sóttu á brattann og
mörg sérkennileg verk hennar vöktu at-
hygli. Fróðlegt hefði verið að fá að fylgjast
með henni miklu lengur, en Eyborg Guð-
mundsdóttir er öll og varð harmdauði öll-
um sem þekktu hana.
Vinum hennar — og þá átti hún marga
— ber öllum saman um lýsinguna á henni:
Litríkur persónuleiki, hressileg vaskleika-
kona sem aldrei gafst upp á hverju sem
gekk. Kona, sem vissi hvað hún vildi og
sem alltaf hafði eitthvað á prjónunum.
Skynsöm og réttsýn mannréttindakona,
mannblendin, félagslynd, fáguð í fram-
komu og afar kurteis. I samvistum við
hana var aldrei hægt að láta sér leiðast.
Eyborg lézt árið 1977. Síðustu 20 árin
sem hún lifði var hún listmálari af lífi og
sál. Á þeim tíma tókst henni að koma
meiru í verk en mörgum öðrum á heilli
ævi.
Hún notaði pensla og málningarsprautu,
málaði á plötur, striga eða gler, hannaði
bókakápur og gerði myndverk úr járni og
viði. Hún lagði lítið upp úr pensilförum en
þeim mun meira upp úr sterkum formum
og notaði fáa liti. Hún hélt aðeins þrjár
einkasýningar, en tók þátt í þeim mun
fleiri samsýningum hér heima og erlendis.
Og henni auðnaðist að verða nemandi
hjá þekktasta meistara op-listarinnar,
Ungverjanum Victor Vasarely og lagði
mjög mikið upp úr því. Öll Parísarár henn-
ar var hann leiðbeinandi hennar og æðsti
spámaður.
Veiktist Af Berklum
Á UNGA Aldri
Hinn 17. nóvember síðastliðinn hefði
Eyborg orðið sextug. Hún fæddist í
Reykjavík árið 1924. Foreldrar hennar
voru Hólmfríður Guðmundsdóttir frá Eyri
við Ingólfsfjörð og Guðmundur Rögn-
valdsson, skipasmiður, ættaður úr Djúpi.
Eyborg fór nýfædd með móður sinni vest-
ur á lsafjörð, þar sem foreldrarnir voru
búsettir. Móður sína missti hún aðeins 2ja
ára gömul. Móðuramma hennar, Guðrún
Jónsdóttir, tók þá Eyborgu til sín og ólst
hún upp að bænum Eyri við Ingólfsfjörð í
Strandasýslu. Oft var lífið erfitt á þessum
árum, og Eyborg minntist síðar atburða
eins og þeirra, er fjörðurinn var fullur af
ís langtímum saman. Varð þá hver að
bjargast eins og hann gat, því að aðföng öll
urðu að fara sjóleiðina.
Snemma hafði Eyborg áhuga á að ganga
menntaveginn. Farskólinn með stuttum
starfstíma, 4—6 vikum í senn, var eini
kosturinn fyrstu árin. Á unglingsárunum
notfærði hún sér tungumálakennslu Ríkis-
tESBÖK MORGUNBLAOSINS 6. JÚLÍ1985 9