Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Side 14
fet frá gjárbarminum niður að yfirborði
vatnsins. Lögbergsbrekkan er u.þ.b. 70
metrar á lengd og 20 metrar á breidd, þak-
in gróskumiklu grasi og ríkulega skreytt
sóleyjum. Þetta er sögufrægasti staður á
íslandi. Hér var kristin trú leidd í lög árið
1000 og leysti af hólmi dýrkun óðins og
Þórs, sem þjóðtrú landsmanna. Þessi litla
grasbrekka var þingstaður og dómstóll allt
frá stofnun þjóðveldisins árið 928 þar til
þing var flutt til Reykjavíkur í byrjun
þessarar (18.) aldar. Hér hittust árlega
landeigendur úr öllum landshornum og
settu niður deilur með Iögum eða vopna-
valdi. Sá sem lærðastur þótti í lögum
hverju sinni var í forsæti og réð dómum.
Samkvæmt lögum þeirra voru flestar refs-
ingar í formi fébóta, en galdur var dauða-
sök og dómnum fullnægt á báli. Barna-
morðingjum var drekkt í hylnum undir
Öxarárfossi. Joseph Banks lávarður lýsti
þessu svo í ferðaminningum sínum: „Poki
var dreginn yfir höfuð sakborningsins og
náði hann niður á mið læri. Síðan var reipi
bundið um hina dæmdu og hélt böðullinn,
sem stóð á hinum bakkanum, í annan enda
þess. Þegar hin seka hafði staðið þannig í
fulla klukkustund var hún dregin ofan
vatnið og haldið undir yfirborðinu með
stöng þar til hún hafði látið líf sitt." Nú til
dags eru allir dauðadómar fullnustaðir í
Danmörku, þar sem enginn Islendingur
fæst til böðulsstarfa.
Konurnar Sváfu
í KlRKJUNNI
Þing voru háð á Þingvöllum um mið-
sumar og í för með þingmönnum og máls-
aðilum voru konur þeirra og dætur. Vist-
arverur þeirra voru tjöld og búðir, sem
reistar voru í Almannagjá, eða við ána.
Þangað leituðu farandsalar með góss sín
og gripi; þar var stofnað til mægða og
gengið til ýmissa leikja, aðallega hestaats,
en af þeim gátu hlotist örðug eftirmál,
eins og lesa má um í Njálssögu. Rétt hjá
kirkjunni er prestssetrið, sem að byggingu
líkist mjög öðrum bóndabæjum, sem á leið
okkar urðu. Aftan frá séð líkjast þessi hús
helst stórum upphlöðnum grafreitum og
virðist auðvelt að ríða yfir þau. Að framan
eru gaflar úr tré og á þeim margir gler-
gluggar. Hvorki sá ég brotna gluggarúðu á
þessum bæ, né annars staðar á leið minni
um ísland, allar voru í góðu ástandi. Geng-
ið er inn í húsin um langan, dimman gang
og opnast dyr til ýmissa vistarvera á báðar
hendur. Fyrir enda gangsins er svo eldhús.
Þar voru hnakkar og önnur reiðtygi ásamt
dauðum villifuglum, þeirra á meðal voru
endur og heiðlóur. Meðfram veggnum var
tréplanki, sem hvíldi á tveimur hrosshaus-
um og myndaði þannig bekk eða hillu.
Gengið var í þakherbergi um stiga og
lofthlera. Nokkur skepnuhús úr torfi og
grjóti voru við bæinn og torfgarður um-
lukti túnið. Kindur voru hafðar á túninu á
veturna, ef ekki var rúm fyrir þær í húsi.
Þarna var garðhola, nokkrir fermetrar að
stærð, sem í hafði verið sáð einhverju, sem
var ekki nægilega vaxið til að hægt væri
að bera kennsl á það. Ein konan í hópnum
hafði þreyst svo mikiö á leiðinni að hún
ákvað að verða eftir á Þingvöllum, fremur
en að halda áfram til Geysis. Hún fékk til
íbúðar gestaherbergið á prestssetrinu,
hreint og þægilegt herbergi, sem að sjálf-
sögðu var án gólfteppis. Það var þiljað inn-
an með viði; á veggjum héngu innrammað-
ar ljósmyndir og á gólfinu stóð kringlótt
borð og hrosshárssóffi við hliðina á rúm-
inu. Því nefni ég þessi húsgögn að þau
hljóta að hafa verið flutt í heilu lagi frá
Reykjavík á hestbaki. Þar sem konan tal-
aði ekki íslensku og íbúar prestssetursins
kunnu ekkert erlent mál, komst á með
þeim samband með samanburði á biblíu-
versum. Konan fór einnig með heimilis-
fólki í kirkju og hlýddi á messu og sálma-
söng á meðan við vorum í burtu.
Við fengum nokkrar klukkustundir til
hvíldar á Þingvöllum. Að loknum snæðingi
úti undir beru lofti, gerði ég skissu af
Lögbergi. Að því búnu gengum við til náða.
Karlmennirnir sváfu í tjöldunum, en kon-
urnar í kirkjunni, eða gerðu í það minnsta
tilraun til þess, því að margt ljónið varð á
veginum inn í draumalandið. Fyrst fannst
margfætla skríðandi á gólfinu nálægt
svefnstæði einnar frúarinnar; síðan gerði
flugutetur ítrekaðar tilraunir til að lenda
á nefi annarrar. Loks heyrðust háværar
hrotur frá tjöldunum, sem höfðu til allrar
óhamingju verið sett niður rétt hjá. Hrot-
urnar ollu mikilli kátínu í kirkjunni. Sú
nýlunda að sofa í kirkju varnaði mörgum
svefns, enda fæstir vanir að sofa til altar-
is. Stellingin minnti líka á líkstöðu. En
loks rann upp langþráð brottfararstundin.
Fyrst af stað lá leiðin um hraunbreiðu,
sem var sundurskorin af mörgum djúpum
gjám, sem voru einkennandi fyrir lands-
lagið. Þegar komið var yfir hraunbreiðuna,
fórum við upp Hrafnagjá, sem er svipuð
Almannagjá, en liggur ekki eins hátt. Síð-
an fórum við fram með hrjóstrugum vik-
urfjöllum og kyrkingslegum birkitrjám,
um þriggja feta háum, sem voru einu um-
merkin um skóg á þessu svæði.
I gamla daga var ræktað korn á íslandi;
við lásum í Njálu að eftir að Gunnar var
gerður útlægur gat hann ekki slitið sig frá
uppskerunni heldur snéri við og mætti ör-
lögum sínum. En ekkert korn er ræktað
þar núna.
KOMIÐ í ÁFANGASTAÐ
— ÞAR SEM JÖRÐIN ER EINS
Og Leirslettóttar
OSTRUSKEUAR
Næst komum við að Brúará; fegursta
staðnum sem fyrir augu okkar bar í allri
ferðinni. í miðjum farveginum var löng en
þröng gjá, sem vatnið féll ofan í með þung-
um gný og þyrlaði upp miklum vatnsúða
um fimmtán fetum neðar. Yfir þrengsta
hluta gjárinnar var lítil en rammgerð
trébrú, með handriði sem veitti þægilega
öryggistilfinningu svo að hægt var að
nema staðar og njóta útsýnisins þegar rið-
ið var yfir brúna. Vatnið var fallega grænt
á litinn áður en það steyptist ofan í hvíta
hringiðuna. Brúará er breið og straumhörð
og hlýtur að vera erfið yfirferðar í vexti,
þar sem botninn er svo stórgrýttur að erf-
itt er fyrir hesta að fóta sig. Við sáum
nokkra skógarþresti flögra milli runn-
anna. Leiðsögumaðurinn sagði að þeir
syngju fallega, sérstaklega á kvöldin; við
heyrðum þá aldrei syngja. Nokkrir úr
hópnum voru orðnir svangir og lúnir og
var því áð í Múla þar sem við fengum
frábært kaffi og skyr með sykri út á. Skyr-
ið bragðaðist ljómandi vel, en ég er ekki
viss um að ég myndi borða það heima hjá
mér. Síðasta hluta leiðarinnar var um
graslendi að fara, þar sem reiðgöturnar
voru svo djúpar að fætur okkar snertu
nánast jörðina þegar farið var um þær. Því
næst tók við mýrlendi. Að lokum komum
við á leiðarenda. Þegar við höfðum farið af
baki veltu hestarnir sér svo rækilega að
þeir voru varla þekkjanlegir á eftir fyrir
mold og ösku. Á hæðarbrúninni fyrir
framan okkur var Geysir; stór kringlótt
skál um sjötíu fet í þvermál, full af tæru,
sjóðandi vatni sem flaut í lækjum út úr
henni og í þeim flutu gular, slepjulegar
flækjur einna líkastar þangi. Jörðin um-
hverfis var eins og rotnandi, leirslettóttar
ostruskeljar. Hæðin á móti var roðin
skærum litum; rauðum, fjólubláum, gulum
og blásvörtum; stórkostleg litadýrð í skini
kvöldsólarinnar. Veðrið breyttist þó fljót-
lega og kuldaleg þoka lagðist að og byrgði
alla útsýn, nema kraumandi pottana rétt í
kringum okkur, sem öðru hvoru sendu frá
sér fúlar brennisteinsgufur. Það væri ekki
of sterkt að orði kveðið þó að umhverfinu
væri líkt við víti. Til allrar hamingju voru
tjöldin tilbúin og þrátt fyrir hellirigningu
um nóttina láku þau varla og við höfðum
það reglulega notalegt með vatnshelda
dúka undir dýnunum og nóg af hlýjum
ábreiðum til að vefja að okkur. Um miðja
nóttina fór Geysir að gefa frá sér hljóð,
eins og eimpípa á gufuskipi. Við höfðum
lagst til svefns í stígvélum í þeirri von að
gos yrði um nóttina og þustum nú út. í
grárri skímunni sáum við að vatnið flæddi
út úr skálinni með miklum gufumekki og
stækum brennisteinsfnyk, en það var líka
allt og sumt. Við skreiddumst aftur inn i
tjöldin, köld, blaut og vonsvikin. Allt var
með kyrrum kjörum um stund og síðan
sauð aftur upp úr. En ekkert gos kom úr
Geysi þær 24 klukkustundir sem við dvöld-
um þarna. Minni hverinn, Strokkur, var
hins vegar öllu hressilegri.
FERÐALOKIN
Við lögðum af stað heimleiðis undir
kvöldið. Við kusum fremur að ferðast að
næturlagi þar sem sólin var afar sterk á
daginn. Þegar við vorum að taka saman
pjönkur okkar gaus Strokkur enn einu
sinni í kveðjuskyni og fældi hestana svo að
við lá að þeir vörpuðu af sér hálffestum
klyfjunum.
Okkur miðaði vel áfram og náðum til
Þingvalla í morgunsárið. Klyfjahestarnir
fóru miklu hægar yfir og því voru tjöldin
og vistirnar langt að baki. Ferðaprímusinn
kom því enn í góðar þarfir. Þegar neytt
hafði verið þeirrar hressingar, sem tiltæk
var, fóru allir inn i kirkjuna og lögðust til
svefns á dýnum og ábreiðum, sem tíndar
voru til á prestssetrinu. Sem fyrr bjuggu
konurnar um sig i kórnum, en karlmenn-
irnir hreiðruðu um sig í miðri kirkjunni og
á söngloftinu.
Um miðjan dag snæddum við glænýjan
silung úr Þingvallavatni, sem matreiddur
var af mikilli list. Vegna sólarhitans var
enn ákveðið að ferðast um að kvöld- og
næturlagi, en að þessu sinni voru klyfja-
hestarnir sendir á undan svo að tjöldin
gætu verið tilbúin þegar við kæmum í
Seljadal. Þangað komum við um ellefuleyt-
ið um kvöldið og snæddum kvöldverð. Þeg-
ar við höfðum sofið í tvær til þrjár klukku-
stundir, héldum við ferðinni áfram og náð-
um til Reykjavíkur fyrir klukkan sjö
morguninn eftir. Hraðboði hafði verið
sendur á undan til að ráða ljósmyndara til
að mynda hópinn þegar hann kom til
Reykjavíkur og það gerði hann með sóma
og sann.
Ég kvaddi indælu, litlu hestana með sár-
um söknuði og vonaði að þeir yrðu aldrei
kynbótatilraunum að bráð. Fyrir 40—50
árum voru til afbragðs smáhestar i Skot-
landi, en þeir hafa verið kynbættir svo
gressilega að ekkert er nú eftir af upp-
runalegu tegundinni.
Eftir bað og morgunverð um borð i
Mastiff, fórum við í land í síðasta sinn til
að kveðja hina nýju vini okkar, sem höfðu
auðsýnt okkur svo mikla hlýju og ræktar-
semi, og höfðu meira að segja fleira á
prjónunum okkur til skemmtunar, hefðum
við getað dvalið lengur. En okkur var ekki
til setunnar boðið og brottför hafði verið
ákveðin um miðjan dag. Við fórum frá ís-
landi með þá sannfæringu að þó „ísland er
hinn bester land sem solinn skinnar uppu“,
þá er íslendingurinn ættjörð sinni fremri.
Þetta var föstudagur, 5. júlí 1879, klukk-
an var orðin. eitt. Reykjavík skartaði sínu
fegursta og sólin gyilti tinda Snæfellsjök-
uls þegar Mastiff létti akkerum og sigldi
með þrettán hnúta hraða á klukkustund út
flóann.
Við komum svo til Wemyssfjarðar
klukkan tvö eftir hádegi, mánudaginn 8.
júlí. Þaðan dreifðist svo hópurinn um ver-
öld víða eftir ógleymanlega ferð, sem verð-
ur gestgjafa okkar, John Burns, seint full-
þökkuð.
Benedikt Jónsson þýddi