Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Side 5
Einn 58 ára að reyna að auka lífslíkurnar. fleiri og meiri en í öllum öðrum greinum líkamsþjálfunar samanlagt. Það má kannski líta á þennan faraldur ofreynslu, tognunar og brotna sem fylgi- fisk hins útbreidda áhuga manna á líkams- þjálfun í því skyni að styrkja hjörtu og lungu. Sumir vísindamenn telja, að viss líkamsþjálfun geti orðið varhugaverð eða jafnvel skaðleg, ef hún er stunduð á kostn- að annarra leiða til heilsubótar. Eftir líf- eðlisfræðingi er haft, að „sterkt æða- og hjartakerfi dugi skammt, ef aðrir hlutar líkamans eru í slöku standi“. Hlauparar fórna oft mýkt og lipurð fyrir afl og styrk. Þegar vöðvar stælast, herðast þeir og stífna og því er þeim hættara við tognun og sliti á svipaðan hátt og of spenntum fiðlustreng er gjarnt að bresta. SÉRSTÖK VANDAMÁL HJÁ KONUM Konur, s'em hafa að jafnaði meiri mýkt til að bera, lenda sjaldnar í vanda út af vöðvum en karlmenn. En beinabygging þeirra skapar oft vandamál að sögn sér- fræðings á því sviði. Hin dæmigerða breiða mjaðmagrind og lögun lærbeina getur leitt til þess, að þær fái það, sem kallað er hlauparahné, en þá færast hnéskeljarnar til hliðanna og nuddast við nærliggjand brjósk. Á annan hátt eru þær einnig við- kvæmari, hvað fótleggina varðar, en karl- ar. Konur geta líka orðið fyrir alvarlegum óþægindum af völdum efnabreytinga í líkamanum, sem stafa af stöðugum og ströngum æfingum. Innkirtlafræðingar hafa áætlað, að ein af hverjum tíu konum, sem stunda erfiðar æfingar, hætti að hafa tíðir. Þess vegna minnkar estrogen-fram- leiðsla þeirra. Líkamsþjálfun dregur einnig úr svörun heiladingulsins við efnafræðileg- um boðum frá heilanum, sem að öllu jöfnu hrinda af stað framleiðslu gonadotropins, hormóns, sem kemur á egglosi. Slíkar hormónabreytingar geta einnig orðið hjá körlum. Nýleg könnun leiddi í ljós, að strembnar æfingar geta dregið úr magni testosterons, sem virðist þó ekki draga úr frjósemi, en gæti valdið því, að kynhvötin minnkaði. Hjá konum getur minnkun hormóna einnig leitt til alvarlegs missis kalks úr beinum. Við læknisrannsókn í Bandaríkj- unum á 14 íþróttakonum, sem áttu við vandamál að striða vegna tíða, kom í ljós, að stórlega hefði gengið á nauðsynleg tveim til þess að gróðurinn þrífist. En komi skrælnandi þurrkur kann svo að fara, að vatnið úr þessum tveim slöngum nægi ekki til að halda lífi í gróðrinum.“ Og fyrir fólk eins og Fixx getur þjálfun því orðið sem tvíeggja sverð. Hún getur dregið úr kólestról-útfellingu, en hún getur einnig valdið þurrkinum — hinum skyndilega skorti á blóði hjá hjartanu, sem veldur dauða. Flestir sérfræðingar telja sennilegt, að þannig hafi Fixx flýtt fyrir dauða sínum. En hins vegar eru þess einnig dæmi, að menn hafi dáið skyndilega í hvíld eftir líkamsæfingar. Efnafræðilegar sveiflur í líkama manna eftir þjálfun hafa verið rannsakaðar og menn telja sig hafa fundið hugsanlega skýringu á slíkum dauðsföllum. Þegar æðaslátturinn og blóðþrýstingurinn minnkar á fyrstu þremur mínútunum eftir þjálfun, eykst adrenalín og norepinephrine (tveir hormónar, sem örva hjartsláttinn) svo mjög og snögglega í líkamanum, að magn þeirra verður jafnvel tífalt á við það, sem það er venjulega í hvíld. Fyrir mann, sem er með hjartaveilu, getur svo hlutfallslega stórt stökk valdið banvænum truflunum á hjartslættinum. Það er hættu- legt að hætta likamsæfingum allt í einu. Betra er að hægja á þeim í lokin og setjast ekki niður fyrr en eftir nokkra stund. Líkamsþjálfun Eftir Hjartaáfall En þrátt fyrir þessar hættur hjartasérfræðingar, að fólk, sem hafi feng- ið hjartaáfall, eigi að stunda líkamsþjálfun að hæfilegu marki. Þeir rökstyðja þá ráð- leggingu með því, að jafnvel enn meiri hætta sé fólgin í því að sitja bara kyrr. Faraldsfræðingur hefur borið saman fjölda látinna miðaldra manna, sem höfðu stundað líkamsþjálfun, eftir að þeir fengu hjartaáfall, við tölu þeirra, sem gerðu það ekki. Nær 20 prósent fleiri kyrrsetumenn dóu á tveimur árum. Það hefur verið sann- reynt, að eftir að sjúklingar með kransæða- sjúkdóma höfðu stundað líkamsþjálfun samkvæmt strangri áætlun í heilt ár, hafði flæði blóðs og súrefnis til hinna sködduðu hluta hjartans í þeim aukizt verulega. En af því leiðir ekki, að hjartasjúklingum sé óhætt að hefja líkamsæfingar án umsjónar og leiðbeininga. f St. Louis-sjúkrahúsinu var fylgzt með hverju skrefi sjúklinganna í vissri könnun og þeir endurhæfðir til að hlaupa allt að 35—40 km á viku. Hjartasér- fræðingur þar sagði: „Fyrir suma var það í upphafi meiriháttar afrek að ganga meira en kílómetra í einu.“ Þó að hjartakvillar séu hinir hættuleg- ustu fyrir þá, sem stunda íþróttir, þá eru það annars konar vandamál, sem hafa orðið umfangsmest í sambandi við iþrótt- irnar, og þau varða sköddun á beinum og vöðvum og hinum ýmsu vefjum, sem tengja þau. Það verður tognun og slit á vöðvum, liðböndum og sinum, brjósk laskast og bein brotna. Hlauparar eru fremstir í flokki á þessu slysasviði og meiðslin meðal þeirra eru ekki aðeins flest, heldur einnig steinefni í hryggnum á þeim og það valdið verulegum skaða. Venjulega verður slíks ekki vart nema hjá konum eftir tíðahvörf, þegar ekki er lengur um framleiðslu á fullu magni af estrogeni eða öðrum hormónum að ræða. Læknar þeir, sem að þessari könnun stóðu, segja, að þessar niðurstöður stangist vissulega á við þá viðteknu trú manna, að líkamsþjálfun örvi myndun nýs beins. Þess vegna þurfi frekari rannsóknir að fara fram, áður en hægt er að setja konum ákveðin mörk varðandi íþróttaæfingar. En hvað sem því líður, þá er yfirleytt hægt að bæta úr þessari röskun á jafnvægi með því að neyta mikils mjólkurmatar, taka sérstaklega inn kalk og hætta æfingum eða draga verulega úr þeim, þangað til tíðir hefjast að nýju. Flest annað, sem aflaga fer hjá fullorðnu fólki vegna íþrótta, er auðvelt að bæta, að því er bæklingarskurðlæknir í Los Angeles, Douglas Jackson, heldur fram. Hann hefur nýlokið við fjögurra ára könnun á rúmlega 2.000 hlaupurum og komst að raun um, að þau meiðsli voru fá, sem þeir höfðu hlotið og gátu valdið bæklun. Segir hann niður- stöðurnar sýna, að hjá fólki, sem hafi til- tölulega eðlilega beinabyggingu, sé ekki um neina hættu að ræða á því, að það bíði varanlegt tjón af tíðum hlaupum, svo fremi það iðki þau ekki þrátt fyrir sársauka eða bólgu í hnjáliðunum. En börn geta aftur á móti orðið fyrir óbætanlegum skaða. Meiðsli geta dregið úr eðlilegum þroska og vexti. Æfingar Eftir áralanga Kyrrsetu íþróttalæknar benda á, að hyggilegast sé fyrir hvern þann, sem ætlar að taka að stunda líkamsæfingar að marki eftir ára- Ianga kyrrsetu, ef svo má segja, að fara fyrst í rannsókn til sérfræðings. Sumir orða það þannig, að fólk þurfi ávísun eða fyrirmæli vegna íþrótta eða líkamsæfinga á sama hátt og það þurfi lyfseðil hjá lækni til að fá rétt meðöl. Þó að til séu íþrótta- greinar fyrir alla, geta ekki allir iðkað hvaða grein sem er. Auk þess ættu allir, sem komnir eru yfir fertugt eða hafa orðið varir við eitt- hvað, sem gæti bent til hjartakvilla, svo sem verk fyrir brjósti, að fara í þrekpróf, áður en þeir hefja líkamsþjálfun sér til heilsubótar, segja sérfræðingar. Þó að umræður um ákveðna kosti og ókosti líkamsþjálfunar hafi staðið í áratugi og virðist munu halda áfram, vísa nú flest- ir sérfræðingar á bug sem goðsögn þeirri hugmynd, að mikil áreynsla leiði til sem beztrar heilsu og heilbrigði. Hreysti, segja þeir, er í raun og veru hæfileiki líkamans til starfa. Þess vegna er þrotlaus áreynsla langtímum saman óþörf. Röskleg ganga í þrjá stundarfjórðunga daglega í eitt ár til dæmis gæti aukið hæfni hjartans til að sjá starfandi vöðvum fyrir súrefni og gæti leitt til þess, að kólestról minnkaði um fimm af hundraði. „Að líkamsþjálfun lok- inni eiga menn ekki að vera örmagna, heldur hressir og kátir," segir einn ágætur lífeðlisfræðingur, spakur að viti. -SVÁ- cndursagöi úr „Discover“. .. .en engin líkamsþjálfun er ennþá verri Ef til vill er það Ralph Paffenberger, faraldsfræðingur, sem hefur unnið það verk, sem á traustastan hátt ætti að geta sannfært menn um ágæti líkams- þjálfunar. í 20 ár hefur hann ásamt starfsmönnum sínum rannsakað vand- lega hvernig 1.700 fyrrverandi nemend- ur í Harvard-háskóla hafi hagað lík- amsþjálfun sinni. Þetta eru allt karl- menn, sem stunduðu nám við skólann á árunum 1916 til 1950. Fyrir sjö árum komst hann að þeirri niðurstöðu, að þeir sem hefðu stundað erfiðar æfingar reglubundið — til dæmis sund eða skokk að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku — hefðu í heild sinni fengið helmingi sjaldnar hjartaáfall en þeir, sem lifðu hóglífi. Nú hefur Paffenberger birt grein í tímariti ameríska læknafélagsi’ns (JAMA) eftir að hafa unnið nánar úr gögnum sínum. Hann fullyrðir, að lík- amsæfingar, sem ekki séu eins erfiðar, svo sem göngur og tennisleikur, minnki einnig hættuna á kransæðasjúkdómum og svo sé um hvaða æfingar sem er, sem krefjast að minnsta kosti 2.000 hitaein- inga á viku. Með öðrum orðum, að það sé ekki einungis, hversu lengi menn séu að æfa sig né heldur hversu mikil áreynslan sé, heldur heildarfjöldi eyddra hitaeininga, sem í rauninni dragi úr hættunni á hjartaáfalli. „Reglubundnar líkamsæfingar í níu mánuði eða lengur á ári kunna að vera nauðsynlegar til að halda hjarta og æðakerfi í góðu lagi,“ segir Paffenber- ger. Arthur Leon, hjartasérfræðingur við Minnesota-háskóla, er á sama máli. Rannsóknir hans á miðaldra mönnum sýna, að ef menn eyða 2.000 hitaeining- um á viku með líkamsþjálfun — til dæmis með því að ganga rösklega eða hlaupa 35 km — eykst magn svokallaðr- ar HDL fituhvítu (high-density lipopro- tein), sem er vörn gegn kransæðasjúk- dómum. Sé líkamsþjálfunin minni að einhverju marki minnka verulega varn- aráhrif HDL. Leon dregur í rauninni í efa gildi þjálfunar, sem iðkuð er aðeins þrisvar sinnum í viku í þrjátíu mínútur hvert skipti, en það er regla, sem margir lifeðlisfræðingar ráðleggja mönnum. „Rannsóknir okkar benda til,“ segir hann, „að klukkutíma líkams- þjálfun, þótt hófleg sé, sjö daga vikunn- ar, sé það sem þurfi til að draga að marki úr hættunni á hjartaáfalli." Þjálfun getur einnig verndað hjartað með því að koma í veg fyrir háan blóð- þrýsting, sem er algengur undanfari hjartaáfalla. í annarri grein í sama riti, JAMA, segir, að Steven Blair, hjartasérfræðingur við líkamsþjálfun- arrannsóknarstofnun í Dallas, hafi rannsakað 6.000 karla og konur á tólf ára tímabili til að fá úr því skorið, hverjir væru líklegastir til að fá háan blóðþrýsting. Niðurstöður hans eru þær, að fyrir þá, sem hefðu reynzt vera við hestaheilsu (en það voru þrír fjórðu hlutar hópsins) voru líkurnar 50 til 60 prósent meiri en hinna fullhraustu á því, að þeir fengju háan blóðþrýsting. Ekki eru allir vísindamenn reiðubúnir að fallast á þetta. Sumum finnst þessar kannanir ófullnægjandi, þar sem hraust fólk er líklegra til að stunda líkamsæfingar. Þá bendir prófessor í lyflækningum á það í sama riti, að hugsanlegt sé, að þeir sem stundi lík- amsþjálfun af kappi séu einnig líklegri til að neyta fitu- og natríumsnauðrar og kalíum- og trefjaríkrar fæðu, en allt slíkt hefur reynzt draga úr blóðþrýst- ingi. Vísindamenn eru sammála um það í heild sinni, að líkamsþjálfun hafi senni- lega holl áhrif á likaman.i efnafræði- lega og lífeðlisfræðilega. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að jafnvel hófleg lík- amsþjálfun getur verulega dregið úr því, að steinefni hverfi úr beinum, eins og gerist með aldrinum og leiðir til beinbrota og dauða meðal gamals fólks. Einnig kann þjálfun kann að hægja á öldrun að ýmsu öðru leyti. Lífeðlis- fræðingar komust að raun um það við könnun, að íþróttamenn á heimsmæli- kvarða, sem héldu áfram þjálfun af kappi fram á efri ár, reyndust hafa færri einkenni hrörnunar, svo sem rýrnun vöðva og minnkandi hæfni til að nýta súrefni, heldur en fólk, sem lifir kyrrsetulífi. Að lokum þessi orð ritstjóra JAMA, tímarits bandariska læknafélagsins, Bruce Dan: „Það sem raunverulega hefur komið á daginn er, að nú getum við sannað.að fjöldi manns á meðal vor er að deyja af því að sitja á rassinum." -SVÁ- þýddi úr „Discover".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.