Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Side 7
sameinaður Götujörðinni, sem er ábýlis-
jörð norðan Garðsauka. Gott dæmi um það
að lítil býli hafa orðið að höfuðbólum á
öld tækni og véla. í þessari ferð okkar
verðum við að láta okkur lynda að líta
framhjá Hvolsvallarkauptúni þótt þar sé
ýmislegt forvitnilegt að sjá.
Höfðingjasetrið
Stórólfshvoll
En í sólskininu skulum við halda upp
að Stórólfshvoli. Höfuðbólið stendur á lág-
um hjalla ofan við ört stækkandi ungt
kauptúnið. Þar í grænu túni er komin
falleg heilsugæslustöð og dvalarheimilið
Kirkjuhvoll, nýbyggt. Á Stórólfshvoli hafa
margir nafnkunnir höfðingjar búið. Þar
stendur kirkjan og lengi hefur hér verið
læknissetur. Bóndabýlið var síðar reist
niðri við þjóðveg, þar var býlið Birga.
Sjúkraskýli var hér reist af sýslunni árið
1917. í því voru tvær sjúkrastofur, skurð-
stofa, herbergi fyrir hjúkrunarstúlkur,
vatnssalerni og þvotta- og líkhús í kjallara.
Sjúkraskýlið var reist að baki læknisbú-
staðarins, en steinsteypt göng lágu frá
skýlinu inn í hús læknisins, þar sem mat-
seld fór fram. Sjúkraskýlið var jafnað við
jörðu árið 1944, en það ár var læknisbú-
staðurinn byggður sem hýst hefur lækn-
ingastofu héraðsins til skamms tíma.
Rangæingar hafa verið heppnir með lækna
sína og þótt vænt um þá. Eldri menn í
sýslunni sögðu hetjulegar sögur um erfið
ferðalög og uppskurði við frumstæð skil-
yrði, þar sem dauðvona fólk fór aftur að
brosa framan í tilveruna.
Engjalönd frá Stórólfshvoli voru í nokk-
urra kílómetra fjarlægð á Þverárbökkum,
sunnan Dufþaksholts. Héraðslæknir fór oft
með fólki sínu á engjar. Ef einhver kom
að vitja læknis að Stórólfshvoli var breitt
hvítt lak á Bjallann ofan við læknisbústað-
inn. Tók þá doktórinn hnakk sinn og hest
og reið heim sem skjótast.
frá harmónikum og stundum léku menn
líka á sagir og náðu fram framandi og
angurværum tónum. Þegar leið á kveldin
fór að heyrast söngur út í hestagirðing-
unni.
Vinsæl staka frá landa- og kreppuárun-
um hljóðar svo:
„Gleði raskast vantar vín
verður brask að gera,
ef að taskan opnast mín
á þar flaska að vera.“
í fyllingu tímans riðu menn heim og
sungu út í vornóttina. Kaupstaðabörn
mátti sjá ríðandi á folaldsmerum þar sem
gæruskinn gengdu hlutverki hnakksins og
löt folöld skokkuðu á eftir mæðrum sínum
í kyrrðinni.
En máske nær vísan hans Friðriks
Hansen á Sauðárkróki best þessari löngu
liðnu stemmningu:
„ Aldrei kveldar, ekkert húm
eilíf sýn til stranda,
enginn tími, ekkert rúm
allar klukkur standa."
En harmur átti líka heima hér í Lambey.
Hér var Þingstaður og hér var Árni Þórð-
arson hirðstjóri dæmdur og tekinn af lífi.
En það er ekki við hæfi að rifja upp sorgar-
atburði á sólardegi, svo að við snúum hér
við og höldum upp fyrir kauptúnið.
Hér eru fjögur býli, byggð úr landi
Miðhúsa, þau heita: Lynghagi, Hjarðartún,
Miðtún og Akur, en nú skulum við halda
austur Hlíðarveginn sem nýlega hefur
fengið framtíðaryfirbragð, með olíumöl. Á
vinstri hönd undir lágum hjalla eru Tjald-
hólar, stundum nefndt Ásgarður. Við
nemum staðar á Moshvolsásnum. Hér er
útsýni gott um mikinn hluta Suðurlands-
undirlendis, frá Reykjanesskaga að Selja-
landsmúla og inn i Markarfljótsdalinn.
heitir. Þar bjó lengi söðlasmiður en áður
var þar afgreiðsla fyrir Bifreiðastöð
Reykjavíkur, sem hafði áætlunarferðir
austur í Fljótshlíð. í mýrarsandi ofan við
Sunnuhvol er mikil og góð mótekja 12 til
24 skóflustungur. Fljótshlíðingar komu
þangað til að taka mó. Stundum heyrðist
Hvolhreppurinn nefndur Móhreppurinn,
sveitin var lengi fámenn og fremur fátæk
þótt ýmsir stæðu vel upp úr.
„Mörður Hét Maður ...“
Á vinstri hönd er fyrst gamli barnaskól-
inn og skólastjórabústaðurinn; húsin byggð
1927. Fjær er kirkjan sem byggð er 1930.
Kirkjustæðið er fagurt ofan við hina ört
vaxandi byggð í kauptúninu. í hallanum
sunnan í Hvolsfjalli eru bæirnir Þinghóll,
Miðhús og Efri-Hvoll, en þar sat sýslumað-
ur í nærfellt þrjá áratugi. Sýslumaðurinn,
Björgvin Vigfússon, lét mörg framfaramál
til sín taka. Við höldum áfram eftir Vallar-
veginum, beint framundan er bærinn Þóru-
núpur, þar var eitt sinn bókaverslun, sem
fluttist seinna niður í skólastjórabústað-
inn. Þótti mörgum gaman að koma í bóka-
búðina hans Sigfúsar Sigurðssonar, sem
mikið las sjálfur og upplýsti viðskiptamenn
sína.
Héðan að sjá myndar Þríhyrningur
virðulegan bakgrunn. Á hægri hönd er
Kotamannafjall og lætur lítið yfir sér.
Hærra uppi í hlíðinni er Markarskarð,
neðar og nær okkur er Kotvöllur. Tveir
Árgilsstaðabæir drottna fagurlega uppi í
hlíðinni umvafðir trjágróðri. Að lokum
skulum við koma við á bæjum Marðar
gígju. Allir þekkja upphafsorðin að Njáls-
sögu, en hér var líka sýslumannssetur;
Hermaníus Johnson var um langt skeið,
eða tæp þrjátíu ár sýslumaður Rangár-
vallasýslu. Synir hans voru Jón Hermanns-
son, lögreglustjóri og tollstjórinn í Reykja-
vík og Halldór prófessor og bókavörður í
íþöku í New York. Guðrún var gift séra
Við landsímastöðina á Hvolsvelli grein-
ist vegurinn. Þaðan er stutt leið niður að
Þverárbrú. Bærinn Dufþaksholt ber hátt
á vinstri hönd og við sjáum að þar hefur
verið unnið af atorku við uppbygginguna
og hendur látnar standa fram úr ermum.
Þverá skiptir löndum milli Vestur-
Landeyja og Hvolhrepps, þó er eitt eyðibýli
austan Þverár sem tilheyrir Hvolhreppi.
Býlið er suður af bænum Hemlu og heitir
Skeið. Þar voru engin tún, en víðáttumikil
engjalönd. Brúin á Þverá er voldug og
sterkbyggð árið 1963, en fyrri brúin var
gerð 1932 fyrir lánsfé frá héraðsbúum
Rangárþings. Af Þverárbrú er heillandi
að sjá inn til Fljótshlíðarinnar, Þórsmerk-
ur og hvítrajökla.
Dansað A Grænu Grasi
Rétt ofan við Þverárbrúna er Lambey í
Fljótshlíðarhreppi, hólmi í Þverá, þar voru
áður haldin íþróttamót, þar sem Fljóts-
hlíðingar og Áustur-Landeyingar kepptu,
UMF Þórsmörk og UMF Dagsbrún. Stór
tjöld voru reist, kaffið hitað á prímusum,
sem kvenfélagskonur seldu ódýrt og létu
það sem inn kom renna til góðgerðarstarf-
semi, oft sjúkrasamlaganna. Svo að kvöldi
hófst dansinn á grænu grasi við músík
Móeiðarhvoll og útsýni til Eyjatjallajökuls.
Ekki mun annarsstaðar öllu víðsýnna á
landi hér.
Litli-Moshvoll heitir bærinn fyrir neðan
okkur í fríðu dalverpi. Uppi á hæðinni er
Stóri-Moshvoll, þar sem vel sést til allra
átta. Á vinstri hönd er bæjarröð í hallandi
túni, Vindás, Giljur, Langagerði, sem á
kirkjusókn annað árið að Breiðabólstað,
en hitt að Stórólfshvoli og síðan koma
Brekkur. Á Brekkum bjó einn af fyrstu
íslensku atvinnuflugmönnunum, Örn John-
son, framkvæmdastjóri Flugfélags Islands
um áraraðir, síðar stjórnarformaður Flug-
leiða. Hjónin, Margrét og Örn áttu þarna
fallegt býli. Þar næst koma svo Uppsalir,
en sunnan þjóðvegar eru miklar mýrar sem
verið er að rækta. Og nú erum við komin
Hvolhreppinn á enda í austurátt; þar er
lítil lækjarspræna, kekkjagarður með
gaddavírsgirðingu. Hér lét líka Ketill
hængur staðar numið í landnámi sinu.
Hann nam Hvolhrepp allan til lækjar þess,
sem fellur utan Breiðabólstaðar. Austasti
bærinn eru Uppsalir með sín hvítu stofu-
þil, eins og tilbúin til að taka á móti hverj-
um sólargeisla. Enda þótt freistandi sé að
aka inn Fljótshlíðina, sem búsældarleg og
þéttbýl blasir við látum við hér staðar
numið.
Við eigum eftir að aka upp Vallarveg,
við beygjum hjá litlu býli, sem Sunnuhvoll
Teikning eftir Jón Kristinsson I Lambey.
Eggerti Pálssyni, alþingismanni á Breiða
bólstað í Fljótshlíð. Guðbjörg átti sr. Jón
Thorsteinsson á Þingvöllum, Kristín átti
séra Halldór Jónsson á Reynivöllum og
yngstur var Oddur skrifstofustjóri
Reykjavík.
Bakkavöllur heitir bærinn fyrir neðan
Vallarbæina.
Rétt norðan við Völl er Fiská. Á tangan
um milli Fiskár og Rangár heitir „Krappi".
Þar er notaleg fegurð og friðsæld. Ólafur
Bergsteinsson, bóndi á Árgilsstöðum, hefur
gróðursett þar fagran trjálund og annast
hann af einstakri alúð. Hér rétt hjá eiga
synir Gissurar Bergsteinssonar, hæsta-
réttardómara, sín sumarhús. Og skammt
frá rennur Eystri-Rangá fram af hamra-
brún, hér er Tungufoss vatnsmikill, hreinn
og fagur.
Lengi voru uppi ráðagerðir um að virkja
þennan fagra foss og leiða raforkuna um
allt Rangárþing og til Vestmannaeyja, en
þróunin leiddi til virkjana á stærri vatns-
föllum, svo að Tungufoss ymur enn sitt
íslandslag í friðsæld Krappans.
Önnur fallvötn veita ljós, yl og snúa
hjólunum á Suðurlandsundirlendinu, sem
héðan frá fossbrúninni blasir við augum,
víðáttumikið, búsældarlegt og frítt.
Pálmi Eyjólfsson er starfsmaður við sýslu-
mannsembœttið á Hvolsvelli.
Sveinn Einarsson
Japansktljóð
(tanka)
Égþekki kímblað
sem teygir sig upp og brýst
gegnum brúnan svörð
grænt og hefur lifað af frerann;
veistu, aðþað heitir von.
Annað
japanskt Ijóð
Enn ískúffunni
fánýtir hlu tir í óreiðu
penni ogsneplar
bréfahnífur og lesgler
og ég finn aðþúert hjá mér.
Þú
Þú spyrð mig
um lit
beitilyngið
á Þingvöllum
um hljóm
hvíta hestinn
oghófadyninn
álengdar
umilm
fjólu að austan
ífjölmenni
um líf
oglambagras
á vorin
ogégkann lítilsvör
en spumingar þínar
veita mér
svarið
umþig
Sveinn Einarsson er leikstjóri og
fyrrum þjóðleikhússtjóri ( Reykja-
vík.
Jakob S. Jónsson
Lausn
(Stælt eftir Woody Allen)
íanda sá égmig
ífangi annarrar
móðurkonumeyju.
Partý ípipars veinaíbúðinni
framá rauðanótt.
Égfílaði
að vera frjáls
ogengum háður
— váááá —
ogégspratt á fæturþaut
einsogkólfí væri skotið
inn í stofu, þú sast í
sófanum fylgdist með raunum
J.R. ogSueEllen hrökkst við,
þegarþú sást mig; við, spegil-
mynd amrísku hjónanna íimbanum!
Ogaflífs og sálar kröftum hrópaði ég.
Gilitrutt! Ég heimta skilnað!
Jakob S. Jónsson er búsettur I
Stokkhólmi.
ir~i éWíM"
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 25. JANÚAR 1986 7 (
..... mimmtmsaa aíÉ