Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Side 8
Flugvélar framtíðarinnar eilbrigð skynsemi segir manni að litla hvíta þotan með rauðu og bláu röndunum sé alveg öfugt sett saman. Framarlega, rétt aftan við stjórnklefann, eru litlir, láréttir jafnvægis- fletir sem venjulega eru hluti af afturhluta Vængirnir munu vísa fram á við og nýjar efnablöndur munu leysa málma af hólmi. Sumar verða með tvo skrokka, sumar munu flytja fragt í vængjunum, sumar verða á nýjan leik með skrúfum og sumar munu flytja farþega á fimm sinnum meiri hraða en nútíma farþegaþotur ná. Samantekt úr Science Digest eftir Arngrím Sigurðsson skrokksins. Fyrir aftan þessa fleti eru vængirnir sem vita mjög svo fram á við. í flugstefnuna, alveg öfugt við það bygging- arlag sem venjulegt er. Nei, maður myndi ekki senda neinn mann upp í svonaiöguðu skrifli. En þetta er nú X-29 sem þýtur með þrumugný yfir eyðimörk Kalifomíu á nærri því hljóðhraða. A jörðinni standa flugvéla- verkfræðingamir brosandi af ánægju eftir árangursríkt flug nýjustu tilraunaflugvélar Ameríkumanna. Hversu afskræmd sem hin skrýtna skuggamynd þessarar þotu kann að líta út í augum þeirra sem byggja á hefðinni, getur vel svo farið að þarna fari fyrirmyndin að flugvélum framtíðarinnar. X-29, sem var smíðuð hjá Grumman-fýrirtækinu, er þróuð hjá NASA með styrk frá vamarmálaráðu- neytinu, boðar alveg nýja stefnu í flugvéla- hönnun. Ekki er víst að flugvélar í áætlunar- flugi hafi stélið að framan. Að Ferðast á Níföldum Hljóðhraða Útlit X-29 er ef til vill ekki það mikilvæg- asta heldur það sem maður sér ekki og það sem maður getur eiginlega ekki ímyndað sér. Eftir áratuga hægagang, eftir tímabil geimferða og stórfrétta af þeim, stendur flugvélaiðnaðurinn við þröskuld nýs og glæsilegs þróunarskeiðs. Hin að því er virð- ist öfugsnúna X-29 kann að vera fyrsta skrefið yfír þröskuldinn. Lesum nú hvað flugvélaverkfræðingar og flugvélaframleiðendur hafa að segja í ung- æðislegri gleði sinni um hvað muni verða á flugi eftir árið 1995: * Farþegaflugvélar munu fljúga með hljóðhraða. Þær verða helmingi léttari en munu geta borið tvöfalt meiri farm heldur en hin bresk-franska Concorde. * Flugvélar munu ná níföldum hljóðhraða og geta því flogið t.d. frá New York til HongKóngá einni oghálfri klukkustund: * Herþotur munu geta hafið sig til flugs frá og lent á flugvöllum inni í borgar- hverfum. Þotum þessum verður stýrt með þrýstilofti. Þær geta farið lóðrétt upp og niður og verið ínánast hvaða flugstellingu sem er. * Þyrlur verða búnar til sem lyfta sér lóðrétt en síðan er hreyflunum hallað þannig að þær geta flogið áfram með þotuhraða. * Alveg nýir hreyflar og búnaður þeirra veldur því að eldsneytissparnaður verður afar mikill þó svo að hraðinn aukist til muna. * Góður tölvustjórnbúnaður gerir kleift að fljúga hraðar og fjölbreyttar en unnt væri ef hugur og hönd væru ein viðstjórn- völinn. Þannig er þetta nú þegar í X-29 enda er það forsenda þess að hægt sé að fljúga þotunni. * Fjöldi nýstárlegra flugvélagerða eru nú þegar á teikniborðinu: Farþegaþotur með tvo skrokka, flugvélar knúnar sólar- orku gætu haldist á lofti dögum eða vikum saman; flugvélar knúnar orku sem verður send til þeirra með örbylgjum; vængir sem umlykja skrokkinn eins og geislabaugur; skásettir vængir og X-laga vængir; flugvélar sem klæddar verða himnum til þess að draga úr loftnúnings- mótstöðunni. Það sem mestu máli skiptir er að menn eygi nú svör við grundvallarspurningum sem hingað til hafa ékki fengist svör við og því hindrað framfarir á flugtæknisviðinu. Næstu 2o árin Verða Spennandi „Mér líður eins og íjórtán ára dreng sem er að setja saman flugvélalíkön," segir Arnold Schaffer, en hann hefur umsjó/i með X-29 fyrir hönd Grumman Aerospace-fyrir- tækisins. „Þetta er alveg eins og á bernsku- dögum flugsins." Comelius Driver, sem er framkvæmdastjóri Langiey-rannsóknamið- stöðvar NASA í Hampton í Virginíu, segir: „Næstu tíu til tuttugu árin munu verða mest spennandi tíminn í sögu flugsins. Það er bara að hagnýta sér það.“ Satt að segja er framtíð amerískra flugmála svo ofarlega á baugi að hið sómakæra rannsóknaráð (NRC) kom á fót eins konar vinnustofu þar sem flugmálin voru könnuð og rædd. Þarna var starfað þijá daga í hverri viku allt árið 1984. Niðurstöðurnar voru gefnar út í miklu riti, Möguleikar flugtækninnar árið 2000. Það má segja að ekkert eitt atriði hafi stuðlað meira að framförum í flugi en þróun farþegaþotunnar. Röð lítilla en merkilegra X-29, flugvélin, aem gerð er að umtalsefni í greininni og kannaki víaar meira til framtíðarinnar en allt annað, aem nú er á flugi. Það vekur athygli, að vængimir snúa fram á við. endurbóta hefur síðan skapað tækni sem í heild sinni getur verið meiri en hver einstak- ur þáttur. „Hugsum um þetta sem vaxandi samverkun," segir Driver, en hlutverk hans er að sannfæra verkfræðinga um þörfína á nýjum þankagangi. „Hvert stig þróunar magnar gildi og möguleika annars þróunar- stigs. Ef litið er á öll stigin samtímis má sjá gjörólíka heildarmynd." X-29 stendur sem tákn nýrrar tækni. Vængur sem er aftarlega og veit fram á við hefur lengi verið draumur flugvélaverk- fræðinga. Ástæðan er sú að rýmið fyrir framan nýtist miklu betur og flugsveigjan- leikinn er meiri. Sprengjuflugvél með fram- sveigða vængi, Junkers Ju-287, var smíðuð í Þýskalandi í seinni heimsstyijöldinni. Aðalhlutverk þessarar flugvélar var að bera risastóra sprengju. Flugvélin fór 17 reynslu- flug sem tókust vel, en þau urðu ekki fleiri af því að bandamenn tóku hana herskildi. Framsveigður vængur hefur þó sinn ókost. Hængurinn er sá, eins og Þjóðveijar komust að raun um, að þegar hraðinn eykst hneigjast framsveigðir vængir til að svigna upp og vindast við rótina, þ.e. næst skrokkn- um. Ef vindingurinn fær að halda nógu lengi áfram, kunna vængirnir jafnvel að rifna af. „Þetta er líkt því að halda handleggnum fram á við út um glugga á bíl á ferð," út- skýrir Schaffer. „Vindurinn ýtir handleggn- um upp á við og vindur upp á hann aftur á við við axlarliðinn þangað til maður krepp- ir handlegginn og leggur hann að sér.“ Þjóð- veijar smíðuðu nógu sterka málmvængi til að þola álagið, en vængirnir urðu svo þungir að flugvélin varð óhagkvæm og nánast ófljúgandi. Þrisvar Sinnum Sterkari En Stál Þetta var fyrir öld samefna (composites) af ýmsu tagi, áður en það kom til sem flugvélaverkfræðingar kalla „flugsveigju- efnagerð". Efnablöndur nútímans, án málma, eru þrisvar sinnum sterkari en stál og helmingi léttari. Ennfremur er hægt að hanna hluti úr samefnum þannig að sem mestur styrkleiki og stinnleiki sé þar sem þörfín er mest — í framsveigða vængnum er það við vængrótina. Vængur X-29 er þannig gerður úr grafíttrefjum í epoxý- grunni og lögin liggja sitt á hvað til þess að auka styrkleikann. Vængurinn er heldur ekki nema einn þriðji af þykkt áður smíðaðra vængja. Þetta er haft þannig til þess að hann þoli lofthögg og átök þegar hljóðmúrinn er rofinn. Aftari hluti vængsins hefur útbúnað sem getur breytt bogalínu vængsins og þar eru einnig flappar sem geta breytt sniði vængsins á flugi. Þessu má líkja við aðlögun fuglsvængs vegna loftstrauma eða þegar fuglinn sest. Hreyfanlegir smávængir sem kalla mætti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.